Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 43 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝIR TÍMAR Á BALKANSKAGA? Allt bendir nú til þess, að þau valdaskipti, sem fólkið í Júgóslavíu tók að sér að tryggja, verði að veruleika og að Vojislav Kostunica verði næsti for- seti landsins. Því mun fylgja mikil breyting á lífi hins almenna borgara í landinu. Refsiaðgerðum vestrænna ríkja verður aflétt, sem mun stuðla að því að viðskipti á milli Júgóslavíu og annarra landa gangi eðlilega fyrir sig. Og mikill fjárhagslegur stuðn- ingur mun koma til sögunnar til þess að byggja landið upp á ný eftir loftárásir Atlantshafsbandalags- ríkjanna. Milosevic hefur orðið þjóð sinni býsna dýr. Nýir tímar blasa við almenningi í Júgóslavíu, ef allt fer sem horfir. En það eru ekki bara þjóðir Júgó- slavíu, sem geta horft fram á betri tíð. Styrjaldarástandið, sem ríkt hefur á Balkanskaga mestan hluta þessa áratugar hefur verið ógnvæn- íegt. Manndrápin hafa verið hrylli- leg. Glæpaverkin ólýsanleg. Það er ekki hægt að kenna Milosevic einum um. Það er alveg ljóst, að Tító tókst að halda gömlum erjum í þessum heimshluta niðri í marga áratugi. Þær blossuðu upp eftir dauða hans. Og þar eiga fleiri hlut að máli en Milosevic. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hans hlutur í að kynda undir átök, illindi og voðaverk er stærri en ann- arra. Nú þegar Milosevic hefur hrakizt frá völdum hafa skapazt for- sendur fyrir því að taka á þessum vandamálum með öðrum og friðsam- legri hætti. Það er mikið verk óunnið í þeim efnum. Evrópuþjóðir þurfa að taka höndum saman og stuðla að friðsam- legri uppbyggingu Balkanskaga. Rússar munu gegna mikilsverðu hlutverki í því uppbyggingarstarfi. Það er alveg ljóst af atburðarás gærdagsins, að heimsókn rússneska utanríkisráðherrans hefur haft lyk- ilþýðingu í að tryggja valdaskiptin. Af þessum sökum er von til þess að valdataka Kostunica hafi víðtæk áhrif um allan Balkanskagann og þar með um Evrópu alla. Flóttamenn frá Balkanskaga hafa dreifzt víða um lönd í leit að frið- samlegra umhverfí. Líklegt má telja, að sumir þeirra hverfi aftur til sinna heimabyggða, þegar þeir hafa sannfærst um, að þar verði búandi fyrir þá og afkomendur þeirra. Aðr- ir munu búa um sig í nýjum heim- kynnum. Hörmungarnar, sem dunið hafa yfir þetta fólk, eru ólýsanlegar. Síðasti áratugur hefur verið um- brotasamur í Evrópu. Ekki var við öðru að búast í kjölfar þeirra miklu þjóðfélagsbreytinga, sem urðu við lok kalda stríðsins. En nú eru þær þjóðir, sem þar komu mest við sögu að ná áttum. Balkanskaginn hefur hins vegar logað í illdeilum og átökum. Takist að stuðla að varanlegum friði þar hefur Evrópubúum endanlega tekizt að loka þeim kapítula í sögu sinni, sem hófst með heimsstyrjöldinni síðari og er fyrst nú að ljúka - von- andi. Friður um alla Evrópu skapar nýjar forsendur fyrir því, að Evr- ópuríkin geti horft fram til nýrrar aldar. Atlantshafsbandalagið hefur smátt og smátt verið að breytast í öryggiskerfi fyrir Evrópuríkin öll. Evrópusambandið er að opnast til suðurs og austurs. Ný aðildarríki úr þeim áttum munu gjörbreyta Evrópusambandinu en þau ríki eru veruleiki, sem ESB-ríkin verða að horfast 1 augu við. Þau geta ekki lok- að sig frá þeim veruleika. Þeir sem búa við lakari kjör munu með einum eða öðrum hætti flæða yfír landamærin til þeirra ríkja, þar sem betra er að búa ef þeir fá ekki sannfærandi tækifæri til að ná sér á strik í sínu heimalandi. Ef tekst að koma á friði á Balkan- skaga geta það orðið merkileg þáttaskil í sögu Evrópu. Valdataka Kostunica ein og sér tryggir ekki slíkan frið. Og það á áreiðanlega mikið eftir að ganga á áður en sá friður er tryggður. En valdaskiptin í Júgóslavíu eru upphafið. RANNSOKNIR FORNLEIFA FORNLEIFAR á íslandi voru í sviðsljósinu um síðustu helgi, en þá stóð Þjóðminjasafn íslands fyrir dagskrá í öllum landsfjórð- ungum til að vekja athygli á forn- leifastöðum og rannsóknum á þeim. Þetta framtak var í tengsl- um við Menningarminjadaga í Evrópu, sem Evrópuráðið og Evrópusambandið standa að ár- lega. Af þessu tilefni voru söfn víða opin til að vekja athygli al- mennings á menningarminjum. Hluta þjóðargjafarinnar, sem Al- þingi samþykkti á fundi sínum í sumar á Þingvöllum í tilefni Kristnihátíðar, verður varið til varðveizlu og rannsókna á forn- minjum. Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, segir, að dag- skráin „merkir fornleifastaðir á íslandi“ tengist einmitt þjóðar- gjöfinni og því hafi verið valinn staður í hverjum landsfjórðungi til að kynna fornminjarnar, m.a. með málþingi og skoðunarferðum. Þá var sjónum beint að tilhögun frek- ari rannsókna á nýrri öld. Fornleifar og aðrar menningar- minjar eru víða um land og eru ekki mikið í sviðsljósinu nema eitt- hvað sérstakt beri við, svo sem nýr og óvæntur fornleifafundur. Þess- ar minjar eru að sjálfsögðu mikil- vægur hluti af menningararfi Is- lendinga og þess vegna er það einkar vel til fundið hjá Þjóð- minjasafninu, að efna til slíkra kynninga til að vekja athygli landsmanna á sögu sinni og menn- ingu. Því meiri þekkingu sem þjóð- in býr yfir um sögu sína og líf fyrri kynslóða því traustari verða ætt- jarðarböndin. „Brúðuleikhússtjórinn“ hröpaður niður Slobodan Milosevic blés á valdaferli sín- um að gömlum glæðum í deilum þjóðar- brotanna í Júgóslavíu sem var. I grein Kristjáns Jónssonar kemur einnig fram að forsetinn var snjall í að notfæra sér innbyrðis misklíð stjórnarandstöðunnar. Reutera Stjórnarandstæðingar f Belgrad fagna sigri við þinghúsið í gær. Slobodan Milosevic viðurkenndi í gær ósigur og óskaði arftakanum, Vojislav Kostunica, til hamingju. HANN hefur verið kallað- ur blóðhundur og ófreskja í mannsmynd. Slátrarinn á Balkan- skaga, líka frelsari þjóðar sinnai- og hetja. En eftir 13 ára umhleyp- ingasaman feril í stjórnmálum Júgóslavíu er Slobodan Milosevic varla umdeildur, að minnsta kosti ekki ut- an eigin lands. Flestir nú orðnir sammála um að þótt margir hafi fískað í gruggugu vatni á Balkanskaga þegar Júgóslavía fór að leys- ast upp hafi Milosevic verið helsti frumkvöð- ull óhæfuverkanna sem fylgdu í kjölfarið. Arfur Milosevic, það sem hans verður eink- um minnst fyrir, er mannskæðustu átök í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöld. Slétt og fellt andlitið á kommúníska skrif- ræðiskarlinum, sem ákvað að veðja á annað hross og varð stækur þjóð- ernisofstækismaður á einni nóttu, verður ávallt í huganum tengt myndum af líkum í fjöldagröfum, grindhoruðum föngum í stríðsf- angabúðum, skelfdum konum og bömum á flótta. Styrjaldir Milosevic við Króata og í Bosníu og Kosovo enduðu með ósigrum, sambandsríkið hefur stöðugt minnkað og jafnvel Svart- fellingar hafa rætt um að rífa sig lausa. Allt að fjórðungur úr milljón manna hefur fallið undanfarin tíu ár í löndum Júgóslavíu sem var, hundruð þúsunda að auki hafa særst og orðið fyrir óbætanlegu, andlegu tjóni. Milljónir manna hafa orðið flóttamenn. Heimilin eru í rúst, efnahagur sambandsríkis Serba og Svartfell- inga í molum. Og nú virðist maður- inn sem kallaður hefur verið „Leik- brúðustjórinn mikli“ vera búinn að missa tökin á strengjunum og rúinn vinum. Hvorki her né lög- regla hlýða honum og almenningur hlustar ekki á hann lengur. Uppgjörið er eftir En þótt Serbar hafi nú loksins varpað af sér oki þjóðrembustefnu, spillingar og andlýðræðislegra stjómarhátta Milosevic og hand- benda hans munu þeir á komandi ámm þurfa að glíma við sams kon- ar spumingar og Þjóðverjar sem á sínum tíma veittu flokki Hitlers allt að 44% stuðning í frjálsum kosn- ingum. Sumir fréttaskýrendur hafa líkt stefnu og hugarfari meiri- hluta Serba undanfarin 13 ár við langt fyllirí. Þeir hafi gengið ber- serksgang, blindaðir af ótta og heift út í granna sína og sannfær- ingu um að serbneska þjóðin væri ofsótt og misskilin eins og hún hefði alltaf verið gegnum tíðina. Tími timburmannanna er ranninn upp. Milosevic hefur lengst af verið með mikið fylgi meðal þjóðar sinn- ar. Almenningur hefur tekið þátt í opinberri afneitun stjórnvalda á því að Serbar áttu mikla sök á því að upplausn Júgóslavíu varð að martröð. En hver er þessi maður? Svörin eru ekki einhlít en upprana- lega benti fátt til að þessi maður yrði örlagavaldur í stjórnmálum Evrópu. Milosevic er fæddur árið 1941 í Svartfjallalandi, faðir hans íyrirfór sér er sonurinn var um tvítugt og móðirin um áratug síðar. Sálfræðingar hafa mikið velt því fyrir sér hvaða áhrif þessi ægilega reynsla hafi haft á sálarlíf Milosevic og ekki síður hafa þeir reynt að átta sig á eiginkonu hans, Mírjönu Markovic sem er eindreginn marxisti. Að sögn heimildarmanna hef- ur hún ekki látið fall múrsins og aðra sögulega viðburði seinni ára hagga þeirri æskutrú sinni. Þau hjón era í dag- legu tali almennings í Serbíu nefnd Míra og Sloba (Friður og Frelsi) og kynntust þegar þau vora táningar í skóla. Bæði vora einbirni og hafa verið af- ar samhent í meira en þijá áratugi. „Þau vora alltaf saman, leiddust alltaf í skólanum," segir Seska Stanolojvic sem var með þeim í bekk í framhaldsskóla. Sonur þeirra, Mírko, er sagður vera einn helsti ráðamaður í sígarettusmygli í Serbíu og hafa efnast vel. Einnig er talið að hjónin eigi digra banka- reikninga erlendis, líklega á Kýp- ur. Litlaus flokksgæðingur með metnað Milosevic lauk háskólaprófi í hagfræði en átti átti frama sinn að þakka kraftmiklum leiðtoga í kommúnistaflokknum, Ivan Stambulic en hann gerði Milosevic að bankastjóra Beobanka í Belgr- ad, mikilvægustu lánastofnun Júgóslavíu. Milosevic gat nú ferð- ast í viðskiptaerindum, meðal ann- ars til Bandaríkjanna og varð heimsvanur. Árið 1984 varð hann arftaki hins fremur frjálslynda Stambulic er hann tók við formannsembættinu í flokksdeild- inni í Belgrad en Stambulic varð forseti Serbíu. Milosevic hóf um- svifalaust að koma sínum mönnum fyrir í lykilstöðum, meðal annars hjá fjölmiðlum. „Hann getur skipt um grundvall- arskoðun daglega,, einnig banda- menn“ sagði Stambulic um arftaka sinn í forsetaembættinu. „Hann notar hvern sem er og fleygir hon- um síðan.“ Þeir sem kynntust Milosevic á þessum árum lýstu honum sem ákaflega litlausum flokksgæðingi. En hann var metnaðarfullur og sá tækifæri bjóðast fyrir þann sem ekki léti samviskuna aftra sér um of. Bandaríkjastjórn varaði menn árið 1991 við því að leysa Júgó- slavíu upp, „varðveita ber einingu Júgóslavíu" sagði James Baker ut- anríkisráðherra með alvöruþunga. Bandaríkjamenn voru í þessu grandvallaratriði sammála Milos- evic og mönnum hans og litu á þá sem rödd skynseminnar. Vestræn- ir milligöngumenn vora á sínum tíma margir hrifnir af Milosevic. „Stjórnmálamönnunum og stjórn- arerindrekunum fannst hann vera maður stöðugleika og hann væri maður sem skildi viðskipti,“ sagði Mark Almond, sagnfræðingur í Oxford. Þeim fannst Milosevic vera vel gefinn, hann talar reiprennandi ensku, er kurteis og getur verið mjúkmáll. Richard Holbrooke, að- alsamningamaður Bandaríkja- manna í Dayton-viðræðunum um frið í Bosníu-Herzegóvínu, fannst Milosevic vera „heillandi" persónu- leiki. Mönnum fannst hann viðkunnanlegri en ýmsir rastalegir leiðtogar annarra þjóða og þjóðar- brota á Balkanskaga. En hann gat verið laginn við að þreyta andstæðinginn og sagt var að hann gæti talað þindarlaust fram eftir nóttu, drakkið stíft og án þess að áfengið virtist brengla dómgreindina. En hvers vegna var ekki hlustað á þessar „skynsemisrödd" Milosev- ic í Króatíu og Slóveníu? Margir af leiðtogum annarra þjóða í sam- bandsríkinu vora álíka kaldlyndir og Milosevic og vildu sjálfstæði þjóða sinna til að geta ráðskast sjálfir með þær. En ástæðan var einnig að þar á bæ leist mönnum ekki á blikuna og töldu víst að ætl- un Serba væri að beita afli til að tryggja sér öll völd í sambandsrík- inu. Viðkvæm bygging hrynur Formlega heyrðu tvö sjálfs- stjórnarhérað undir Serbíu, Kos- ovo og Vojvodína, en höfðu mikið sjálfræði í eigin málum. Albanar hafa síðustu áratugi verið í meiri- hluta í Kosovo-héraði. Þeim fjölgar mun hraðar en Serbum sem telja margir að þjóðinni stafi nú ógn af albanskri „mannfjöldasprengju" á Balkanskaga. Fyrstu árin eftir lát Titos 1980 höfðu verið óeirðir í Kosovo-héraði, Albanar kröfðust aukins sjálfræðis og tugþúsundir Serba höfðu flúið þaðan, að eigin sögn vegna þess að Albanar ofsóttu þá. Mörg hundruð þúsund manns söfnuðust saman á útifundum í Belgrad og víðar í Serbíu, tilfinningahitinn var mikill. Milosevic hafði tekið við foryst- unni í Serbíu með því að ráðast skyndilega aftan að velgerðar- manni sínum, Stambulic og velta honum úr forsetastóli. Milosevic áttaði sig á að kommúnisminn í Evrópu var að veslast upp og ákvað að vera fljótur til. Hann gerðist nú ákafur talsmaður serb- neskrar þjóðemisstefnu. Utsend- arar hans rera undir á fjöldafund- um, þjóðin og arfleifð hennar var í hættu. Milosevic sló á þjóðernisstreng- ina er hann flutti tilfinninga- þrangna ræðu í Kosovo og hét því að héraðið yrði á ný serbneskt land. „Aldrei, aldrei aftur munu Serbar verða íyrir ofsóknum í Kosovo!“ sagði hann. Sama ár beitti hann sér fyrir því að lög um sjálfræði Kosovo voru afnumin og ári síðar var endanlega bundinn endi á allt forræði þeirra í eigin málum og einnig fyrir Vojvodínu þar sem fjöldi Ungverja býr. Milosevic fjarlægði hleðslustein úr viðkvæmum grunni sambands- ríkis sem byggðist á málamiðlunum og örlög þess voru ráðin. Króatar, Slóvenar, Makedóníumenn og múslimar í Bosníu-Herzegóvínu vildu ekki verða þegnar Serba. Fyrstu teikn þess sem verða vildi sáust þegar árið 1986 er háskólinn í Belgrad lýsti hugmynd um Stór- Serbíu, hugmynd sem Milosevic ákvað að gera að sinni. Ef stefnan yrði til þess að gömul sár opnuðust varð að hafa það. Vildi hafa öryggisventla í lagi „Aðeins eitt skiptir Milosevic máli og það era völd,“ segir Owen lávarður, fyrrverandi utam-íkisráð- herra Bretlands og síðar milli- göngumaður um frið á Balkan- skaga. Hann átti marga fundi með Milosevic er Júgóslavía var að lið- ast í sundur upp úr 1990. Þegar Milosevic er líkt við al- ræðismenn á borð við Hitler og Stalín ber að hafa í huga einn mikil- vægan mun. Forsetinn kaus að beita hávaðaminni aðferðum en skoðanakúgun til að halda völdum, hann virðist hafa talið sig geta fylgst betur með viðhorfum al- mennings ef hann beitti ekki meira offorsi en raunin var. Hann vildi að öryggisventlar virkuðu. Hættuleg- ir andstæðingar eða liðsmenn sem virtust ætla að svíkja lit áttu samt til að hverfa og margir álíta að hann hafi látið myrða þá. Hann hefur einnig leyft tiltölu- lega frjálsar kosningar, sjaldan fengið meirihluta en oft látið hag- ræða niðurstöðum með talninga- svindli. Persónulegt fylgi við for- setann var sums staðar öflugt í afskekktum sveitahéraðum Serbíu en undanfarin ái' hefur það verið lítið í helstu borgunum. En hann hefur yfirleitt getað treyst á stuðn- ing eða hlutleysi flokka ofstækis- fullra þjóðemissinna á borð við Vojislav Seselj sem hafa lagt til ráðherra í ríkisstjórn. Það var því mikið áfall fyrir nokkram dögum þegar Seselj fordæmdi forsetann fyrir að hafa beitt kosningasvikum og sneri við honum baki. „Rottum- ar yfirgefa sökkvandi skip,“ sögðu stjórnmálaskýrendur. I sveitarstjómarkosningum 1996 tryggðu stjórnarandstæðing- ar sér meirihlutann í Belgrad og 13 öðram stórborgum en vegna inn- byrðis misklíðar tókst þeim ekki að nýta sér aðstöðuna að neinu ráði til að grafa undan forsetanum. Stjóm hans gerði einnig sitt til að bregða fæti fyrir ýmsar framkvæmdir og umbætur sem borgarstjómir and- stöðunnar hugðust gera. Hæfileikinn til að deila og drottna var ef til vill helsta ein- kennið á stjórnstíl Milosevic í sam- skiptum hans við stjómarandstöð- una. Einn af þekktustu andstæð- ingum hans frá því snemma á tíunda áratugnum, er Vuk Drask- ovic, eldheitur þjóðemissinni sem eitt sinn var handtekinn af öryggis- lögreglumönnum Milosevic og pyntaður. Þrátt fyrir þetta tókst Milosevic að fá Draskovic til að gerast aðstoðarráðherra í stjórn sinni er loftárásir Atlantshafs- bandalagsins stóðu yfir árið 1999. Hvað átti almenningur að halda, var Draskovic óvinur forsetans - eða einfaldlega tækifærissinni? Oft var efnt til fjöldamótmæla gegn Milosevic í Belgrad, 1996 og 1997 voru mörg hundrað þúsund manns á götunum og þá virtist vera farið að hitna mjög undir honum. En hann beitti ekki óeirðalögregl- unni af hörku nema undir lokin. Milosevic treysti því að óeiningin í röðum andstæðinganna, ósannfær- andi forystumenn þeirra og ofur- tök hans á flestum mikilvægustu fjölmiðlum myndu duga. Forsetinn hefur notfært sér flókið stjórnkerfið og beitt ýmsum brögðum. Þegar kjörtímabili hans sem forseta Serbíu lauk 1996 lét hann kjósa sig Júgóslavíuforseta og að sjálfsögðu auka völd embætt- isins á kostnað forsetaembættis Serba sem undirtylla hans hreppti. Fyrr á þessu ári tókst honum enn að lengja ferilinn, að því er virtist, þegar hann lét breyta stjórnarskránni. Nú skyldi forset- inn kjörinn beint af þjóðinni. Þá gat hann boðið sig fram til nýs embættis en að þessu sinni brást honum bogalistin. Þjóðin var búin að fá sig fullsadda. Gamla aðferðin, svindl með atkvæðatölur, reyndist ókleif vegna þess að Vojislav Kost- unica hlaut yfirbui'ðafylgi strax í fyrstu umferð kosninganna. Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu. agbókarblöð SPANN Sá listamaður sem hefurekki varðveitt sitt barnslega eðli er eins ogfíll í postulínsverzlun 18. maí, fimmtudagur í dag var haglél í London. Það gekk á með ausandi rigningu, þramum og eldingum. Göturnar urðu líflegra fljót en þau sem við höfum séð fram að þessu; öll fljót í Evrópu era svo menguð að þau hníga varla; jafnvel stórfljót eins og Gvad- alkívír þar sem það rennur í gegnum Gran- ada. Það er skárra í Sevilla. Það er gott að venja sig við troðninginn í neðanjarðarlestunum. Þannig verður það lík- lega þegar maður fer yfiram. Þá verður einn stiginn upp og annar niður, enginn þekkir annan og einn treðst á öðrum. Þetta er góð æfing fyrir fram- haldsllfið, að hlaupa undan rigningunni í London og bíða eftir neðanjarðarlestum. í göngunum er allt fullt af plakötum og auglýsingum. Þar era margar auglýsingar frá flug- félaginu go og Lundúnabúar hvattir til að fara til Reykjavíkur, nú sé það hægt vegna lágra fargjalda. Sem sagt, Reykjavík er komin á kortið. Og hverjum skyldi það vera að þakka. Ætli það sé ekki einna helzt ungu kon- unni sem nú er í Nizza að bíða eftir úrskurði sem fellur á sunnu- dag um mynd sem hún lék í fyrir danska kvikmyndastjórann von Trier; Björk, auðvitað. Hún kom íslandi á blað um allan heim. Trier segir hún sé engin leik- kona, hún upplifi öll atriði með tilfinningunum. En hvað er að því? Era ekki tilfmningarnar grandvöllur allrar góðrar listar? Hann segir hún sé bam. Hvað er á móti því að vera barn? Sá lista- maður sem hefur ekki varðveitt sitt barnslega eðli er eins og fill í postulínsverzlun. The Times seg- ir að þau von Trier og Björk tal- ist ekki við lengur. Ennfremur að Björk hafi gert Trier svo reiðan að hann hafi mölbrotið tvö sjón- varpstæki, en Björk hafi í upp- náminu étið kjólinn sinn! Eitt- hvað gengur nú á þama í Nizza. Eða kannski bara í fjölmiðlunum! Björk lék í leikritinu Glerbrot sem Kristín Jóhannesdóttir gerði uppúr Fjaðrafoki sem ég skrifaði á sínum tíma, þá við litlar vin- sældir menningarvitanna. Aðrir tóku því vel. Björk lék sitt hlut- verk með tilfinningunum og mér hugnaðist það vel. Ég veit ekki betur en Glerbrot hafi spjarað sig ágætlega í sjónvarpinu, það var m.a. sýnt í Finnlandi, áfalla- laust. Enginn braut sjónvarps- tækin sín svo að sögur fari af og enginn át utan af sér fötin, sem betur fer! En allt er þetta leikur að markaði; leikur að athygli. Leik- ur að frægð. En mér skilst á ungu fólki að Björk hafi rótfest sig á markaðnum vegna vin- sælda. Hún geti notað frægð sína eins og henni hentar og vonandi gerir hún það með þeim hætti, að hún eldist vel og verði hamingju- söm gömul kona eins og Hall- björg. Frægðin kallar stundum fram í lélegum karakterum það versta í eðli þeirra, en ég spái því BERRASSAÐA brúðurin (1915-1923) eftirDuchamp. að hún eigi eftir að kalla fram í Björk það bezta sem hún á; barn- ið. Ekta tilfinningar era bezta veganesti sem nokkur listamaður á í fóram sínum. Fóram á Tate-nýlistasafnið milli skúranna. Það var mikið ævintýri og einskonar punktur yfir i-ið í þessari ferð. Bretar hafa breytt gömlu orkuveri við Thames í eitt fullkomnasta ný- listasafn heims. Það er ævintýri líkast að koma þar við. Frakk- arnir breyttu járnbrautarstöð í listasafn og einhver Frakk- landsforsetinn beitti sér fyrir því, að sláturhúsi var breytt í tækni- listasafn. Þar era stórar myndir eftir Erró sem hann sýndi okkur á sínum tíma, frábærar myndir og taka sig vel út í þessu safni. En í Tate fór ég að hugsa um það hvers vegna íslendingar nýta ekki betur myndlistarmenn sína; trúa þeim íyrir mikilvægum verkefnum til að flikka upp á um- hverfið. Við eigum ekki önnur verðmæti meiri en kraftmikla listamenn. Nú ætlum við að byggja tónlistarhús fyrir músík- antana og hefði mátt gera fyrir löngu. Og því þá ekki að eignast stórvirki á almannafæri eftir þá listamenn okkar sem ráða við slík verkefni? Af hverju þarf Erró að vera að gleðja Frakka endalaust? Hvers vegna eru honum ekki fengin verkefni hér heima? Og öðrum listamönnum íslenzkum, ekki sízt þeim sem erlendis búa - og hafa náð sannfærandi árangri með verkum sínum. Um allt þetta hlýtur maður að hugsa þegar gengið er um annað eins musteri og Nýlistasafn Tat- es við Thames. Húsið er upplögð umgjörð um nýlistina, því þetta gamla orkuver er sjálft orðið ein- hvers konar nýlistarverk. Þegar maður stendur við gluggana og horfir yfir Thames blasir við ein- hver tilkomumesta sjón sem ég hef séð úr safnhúsi, sannkallaður nýlistaleikur við náttúruna. Bandaríski málarinn Pollock, sem á þama stórt og mikið verk (og kallar Kristján Davíðsson fram í hugann), sagði á sínum tíma: Ég er náttúran. Samt sér enginn neina náttúra sem fyrirmynd í verkum hans. Þýzki listamaður- inn Beuys, sem á þarna heilan sal (en hann var einn af stofnendum Græningja í Þýzkalandi), sagði: Allir era listamenn! Bæði súrrealistarnir og nýraunsæisskólinn drógu ályktanir af nátt- úrunni, þótt þess sjáist ekki endilega mikil merki, en hugmynda- fræðin er náttúrulega sú, að maðurinn sé hluti af umhverfi sínu. Þama var örtröð af fólki og þeir sem telja að nútíminn sé ekki listvænn, ef svo mætti segja, þekkja ekki þennan sama nútíma; öll leikhús viðstöðu- laust full hér í London, allar bókabúðir troð- fullar af fólki sem er að lesa og kaupa bækur, einnig hljóðbækur. Mér er til efs það hafi nokk- urn tíma verið jafn margt fólk í bókabúð- um og maður sér í þessum fínu bókaverzl- unum hér í London, en þær eiga vart sinn líka. A þessari nýlistar- sýningu kennir auð- vitað margra grasa og ástæðu- laust að velta íyrir sér hverju einasta strái. Sum munu líka sölna fýrr en varir, önnur munu lifa eitthvað áfram - og þá helzt fyrir forvitni sakir - enn önnur eiga eftir að verða partur af heimslistinni. Hér eru allir þessir karlar samankomnir sem við höf- um séð í söfnum annars staðar, frumheijinn Matisse, sem allir virðast hafa lært eitthvað af, enda einskonar vegvísir á sínum tíma, hér era myndir eftir Dali og Picasso, þ.á m. Dansaramir þrír, en þó einkum Konan grát- andi frá 1937, skírskotandi mynd í harmleik borgarastyrjaldarinn- ar á Spáni; hér era Cézanne, Derain af einhverjum ástæðum og auðvitað Braque, Max Ernst, og ég var víst búinn að nefna Dali, en eftir hann er mjög sér- kennileg mjmd af síma; humar virðist vera símtólið, en hann var víst einskonar kyntákn í myndum Dalis; hér eru höggmyndir eftir Giacometti, sem Sartre hafði mikið dálæti á vegna þess að fíg- úrar hans sýndu ömurleika mannsins, málverk eftir Kand- insky að sjálfsögðu og Lichten- stein, Léger, sem Gunnlaugur Scheving hafði mætur á, Magr- itte, Miro, Modigliani og Mondr- ian, Moore og Munch, Warhol (Monroe-myndin, sem mörgum finnst sniðug) og svo allir þessir nýlistarmenn sem maður þekkir ekki og hefur raunar aldrei heyrt getið. Hér era skemmtilegar myndir og leiðinlegar, jafnvel drepleiðinlegar, framlegar mynd- ir og aðrar sem era svo ófram- legar að maður spyr sjálfan sig, hvers vegna maður eigi enga mynd á þessari yfirgripsmiklu sýningu! Hér era sjónvarpshönn- unarmyndir, kannski listaverk út af fyrir sig, ég veit það ekki, en að minnsta kosti vitnisburður um samtímann, alls kyns ljósmyndir, myndir úr margvíslegu efni, grjóti, járni og hvað eina. Hér er mynd eftir Duchamp, m.a. Ber- rassaða brúðurin frá 1916-23, og í miðju glerinu þríhyrningar, en á þá safnaði listamaðurinn rykinu í New York. Á einum þríhyrning er ryk eftir tvo mánuði, á öðram ryk eftir fjóra mánuði og að lok- um er ryk eftir tvö ár, eða jafn langan tíma og hann var með myndina í smíðum. M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.