Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 49 + Halldór Aðal- steinn Halldórs- son var fæddur að Bjargi, Neskaup- stað, 16. janúar 1949. Hann lést 30. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Halldór Val- geir Einarsson, sjó- maður, f. í Kastala í Mjóafirði þann 6. júli 1907, d. 9. nóvember 1990, og kona hans Kristín Einarsdóttir, f. í Seljahlíð í Saur- bæjarhreppi í Eyja- firði 17. apríl 1910, d. 12. nóvem- ber 1959. Bræður Halldórs voru: 1) Einar Þór, f. 5. október 1935. 2) Björn Björgvin, f. 30. ágúst 1941, en þeir fórust báðir með bát sínum Stíg- anda 12. desember 1971. Kona Einars var Rósa Skarphéðinsd, f. 11. febrúar 1942, en þau giftu sig 5.10. 1960 og eignuðust fimm börn, sem eru: Kristinn Halldór, f. 22. júní 1960, hans kona er Kristín S. Valgeirsd, f. 4. des- ember 1962, og eiga þau soninn Jón Héðin; Guðrún Kristín, f. 12. september 1961, sam- býlismaður Christian Gauvrit, og sonur þeirra er Viktor Em- ile, en Cristian á son frá fyrra hjónabandi; Sigríður Stefanfa, f. 17. júní 1963, gift Wayne John Lambert. Búsett í Englandi, börn hennar eru Rósa María Bergsteinsdótt- ir, Þór Wayne, Kristó- fer Halldór og Mattías Paul Lam- bert; Sólveig, f. 15. febrúar 1965, gift Þorvarði Ægi Hjálmarssyni. Börn þeirra eru Einar Óli, Anna Silvía og Rúnar Leó; Þórey Björg, f. 17. mars 1972, gift Jakob Sam- úel Antonssyni, þeirra börn eru Sara Rós, Valgeir Þór og Karitas Ýr. 3) Óli Gunnar, f. 7. sept-ember 1940, drukknaði við bryggju í Neskaupstað 10. júlí 1946. 4) ÓIi Gunnar, f. 13. september 1946, lést af slysförum 21. mars 1966. Halldór ólst upp hjá foreldrum sinum og bræðrum, sem fluttu í Mjóafjörð sama ár og hann fædd- ist og bjuggu þar til 1955 að þau fluttu aftur til Neskaupstaðar og bjuggu þau að Eyrargötu 1, en hann er 10 ára gamall þegar hann missir móður sína,og var eftir það í heimili hjá föður sfnum og síðar elsta bróður sínum. Halldór kvæntist Auði Sigurrós Sveinsdóttur, f. 20 desember 1955, hinn 25. desember 1973, sonur þeirra er Björn Björgvin, f. 2. júní 1975. Unnusta hans er Harpa Jak- obsdóttir og eiga þau soninn Dan- íel Jakob, f. 12. september 1999 og eiga þau von á öðru barni. Auður og Halldór slitu samvistum eftir nokkra ára sambúð. Sambýliskona Halldórs frá 1988 er Jónborg Valgeirsdóttir frá Seyðisfirði, og bjuggu þau að Múlavegi 6. Dóttir Jónborgar er Erla Dögg Ragnarsdóttir og unn- usti hennar er Arnaldur Haralds- son og eiga þau tvö börn, Urði Eir 3ja ára og Elmar Frey tæplega eins árs. Halldór var sjóinaður mest alla sína starfsævi, fyrst á loðnuskip- um og togurum, en síðustu 15 til 20 árin á eigin trillu, sem hann nefndi Þóreyju Björgu. titför Halldórs fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. HALLDÓR AÐALS TEINN HALLDÓRSSON Elsku Lilli minn, en það varst þú alltaf kallaður af nánustu fjölskyldu og vinum, ég trúi þessu varla að þú sért líka farinn frá okkur, svo glaður og kátur varstu þegar þú kvaddir okkur um hádegi daginn fyrir and- látið. Minningarnar hrannast upp í huga mér þegar ég hugsa um þig, þegar þú 10 ára drengur komst upp í rúm til mín og elsta bróður þíns nóttina sem mamma þín dó fyrir tæpu 41 ári og sagðir við mig: Nú á ég enga mömmu lengur, vilt þú verða mamma mín núna? Hvað gat ég sagt, 17 ára unglingur. Síðan þá hefur þú verið mér meira sem mitt elsta barn heldur en mágur. Síðan þá er mikið vatn runnið til sjávar og mikið hefur komið fyrir í okkar fjöl- skyldu. Aðeins sex árum síðar dó Óli Gunnar bróðir þinn af slysförum að- eins 19 ára gamall, en eldri bróðir með sama nafni hafði drukknað að- eins sex ára. Þetta var erfiður tími fyrir þig, aðeins unglingur og búinn að kynnast svo mikilli sorg aðeins 17 ára gamall. En þú varst alltaf í heim- ili hjá okkur og síðar er við fluttum í stærra húsnæði komst þú og sagðir: Eg fæ líka herbergi því að ég á heima hjá ykkur, sem við reyndar vissum líka. Þú varst fyrsti ungling- urinn á heimilinu; eins og ein dóttir mín sagði við mig varstu meira eins og stóri bróðir en frændi. Síðar þeg- ar bræður þínir og eiginmaður minn fórust 12. desember 1971 varst þú orðinn höfuðið á heimilinu, hættir á sjó til að geta verið með okkur og pabba þínum, og í eitt ár héldum við saman heimili. I mínum huga hefur þú alltaf verið sonur minn. En það var líka oft gaman þó að mikið gengi á á stóru heimili. Ég man hvað krakkarnir hlökkuðu til þegar Lilli frændi kom úr siglingu með fullt af nammi, ávöxtum og leikföngum. Mér er líka þakklæti í huga er ég minnist þess hve vel þú tókst Nonna seinni manni mínum og sonur okkar Einar Bjöm var ekkert minni frændi þinn en hin börnin og kunni hann vel að meta það. Mörg ævintýri koma upp í hugann þegar ég sit hér og set hug- ans meinar á blað og öll skulu þau geymd í hjarta mér. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa til við hvaðeina, hvort sem var að smíða, lagfæra eða gera eitthvað annað. Elsku Lilli minn, það er okkur Nonna mjög mikilvægt að hafa feng- ið að hafa þig hjá okkur núna síðustu tvær vikur og þú sagðir að þér fynd- ist eins og þú værir kominn heim aft- ur og erum við mjög þakklát fyi-ir það. Mín skoðun er sú að þér hafi verið ætlað annað og mikilvægara hlutverk annars staðar. Elsku Jón- borg, missir þinn er mikill og einnig mömmu þinnar, en hann var henni sem besti sonur, og við viljum þakka fyrir að hafa haft hann síðustu vikur að láni. Lilli var líka mikið fyrir barnabörnin eftir að þau komu til sögunnar. Hann sagði okkur síðasta daginn stoltur frá því að þegar hann kom heim í 80 ára afmæli tengda- móður sinnar hefði hún Urður Eir hvergi viljað vera nema hjá Halldóri afa, en nú er enginn Halldór afi leng- ur þegar litlu bamabörnin þau Dan- íel Jakob, Urður Eir og Elmar Freyi- koma í heimsókn á Seyðis- fjörð og aldrei fær hann að sjá nýja barnið sem hann hlakkaði svo til að kæmi í heiminn í vetur. Elsku Jón- borg, Daddi, Erla og Steinunn, miss- ir okkar allra er mikill en ykkar hvað mestur. Guð gefi okkur öllum styrk til að takast á við komandi tíma, nú sem áður fyrr. Nú hefur þú Lilli minn sameinast foreldrum þínum og bræðrum á æðri sviðum og tekur á móti okkur í fyllingu tímans. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt og kveðja frá Nonna. Minning þín er ljós í lífi okkar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja, Rósa. Það er erfitt að ímynda sér hvað Guði gengur til, að taka frá okkur mann eins og þig, og væri nær að fjölga þannig mönnum en fækka þeim, því þegar mér verður hugsað til þín kemur alltaf fyrst upp í hug- ann hversu glaðlyndur, hjálpsamur og umfram allt barngóður þú varst. Þolinmæðin sem þú sýndir börnun- um okkar Erlu Daggar var aðdáun- arverð því hvort sem þú varst að hjálpa þeim að troða stráum niður á milli borðanna í sólpallinum eða leyfa þeim að aðstoða þig við heimil- isþókhaldið léstu þau alltaf ráða ferðinni. Fyrstu sambýlisár okkar konunn- ar minnar vorum við inná gafli hjá ykkur Jónborgu og var sama hvað maður reyndi, ekki var það tekið í mál að við borguðum fyrir eitt né neitt. Við vorum gestir á ykkar heimili og við það sat. Þegar við síð- an fluttum til Akureyrar reyndist þú okkur hreint stórkostlega á allan hátt, jafnt við að ganga frá búslóð- inni til flutnings og eins að taka á móti henni með okkur fyrir norðan. Þó við værum komin svona langt í burtu frá ykkur aftraði það þér ekki vitund frá því að heimsækja afaböm- in þín og em það engar ýkjur að róðrunum á Þóreyju Björgu var oft hliðrað svo þú gætir heimsótt þau. Það var svo yndislegt að sjá þig með þeim Urði Éiri og Elmari Frey og hvemig gleðin skein úr hverju and- liti, jafnt þínu sem þeirra, og er skemmst að minnast afmælisins hennar ömmu Steinu um daginn þegar Urður Eir vék ekki úr fanginu á þér allan tímann en þannig var það einmitt alltaf ef þið vomð saman því enginn mátti gera neitt fyrir hana nema afi því hún var algjör afa- stelpa. Halldór minn, þau fáu ár sem ég varð þess heiðurs aðnjótandi að um- gangast þig, því það er vissulega heiður að fá að kynnast manni eins og þér, gáfu mér svo sannanlega mikið því ekki einungis varst þú börnunum mínum yndislegur afi heldur einnig mér góður félagi og jafningi þótt 23 ára aldursmunur væri á okkur. Elsku Halldór, það er mikill miss- ir fyrir okkur öll að missa þig svona og ég veit að það tekur langan tíma að komast yfir þetta en sorglegast af öllu finnst mér að börnin okkar skuli ekki fá að eyða með þér fleiri stund- um. Takk fyrir allt gamalt sem nýtt, ég veit að þú átt eftir að hressa upp á andann þarna í efra því hjá þér var alltaf stutt í grallarann. Astar- og saknaðarkveðja. Þinn tengdasonur, Amaldur (Addi). Elsku Halldór minn, mikið er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljót- lega. Fyrir rúmum fjórum árum kynntist ég Birni syni þínum, eða Dadda eins og hann er alltaf kallað- ur. Við byrjuðum eiginlega strax að búa en ég hitti ykkur Jónborgu ekki strax vegna þess að þið bjugguð á Seyðisfirði en við í Reykjavík. Þú varst alltaf svo eðlilegur og fjörugur að ég var aldrei feimin við þig. Við Daddi byrjuðum svo að leigja íbúð í Árbænum og þá gistuð þið alltaf hjá okkur þegar þið voruð að fai’a til Kanaríeyja eins og þið gerðuð á hverju ári, eða bara þegar þið þurft- uð að koma í bæinn. Við hlökkuðum alltaf til þegar þið voruð að koma, mér fannst þú svo skemmtilegur að ég vildi helst alltaf hafa ykkur viku lengur. Ég og Daddi keyptum okkur svo íbúð í Hraunbænum þegar ég varð ófrísk. Við eignuðumst hann Daníel Jakob svo 12. september 1999. Ég man hvað þú varst ánægð- ur þegar þú sást hann í fyrsta skipti, stoltið skein úr augunum á þér. Þið komuð svo alltaf reglulega til okkar. Mér fannst það svo merkilegt, að sama hvað það leið langur tími á milli þess að þið komuð í bæinn, þá mundi Daníel Jakob alltaf eftir þér. Honum fannst alltaf svo skemmti- legt að sjá þig og leika við þig. Þið hreinlega dýrkuðuð hvor annan. Nú á Daddi ekki eftir að hringja aftur í þig og segja þér sögur af honum, eins og þér fannst það nú gaman. En í staðinn fylgistu bara með okkur af himnum ofan. Ekki fær nýja ófædda barnið sem ég geng með, að leika við þig og sitja á bumbunni þinni. En ég veit að þú verður viðstaddur fæðing- una og heldur verndarhendi yfir okkur öllum. Ég hefði ekki getað val- ið mér betri tengdaföður. Þú varst alltaf svo fjörugur og þú hikaðir ekki ef eitthvað þurfti að gera við hjá öðr- um,alltaf tilbúinn að hjálpa. Éinnig varstu mesta barnagæla sem ég veit um, þú varst eins og segull á öll börn. Nú held ég að öll englabörnin verði ánægð að fá þig til sín. Elsku Halldór, ég kveð þig með tregum huga en vitandi að þér líður vel. Þín tengdadóttir, Harpa. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá mér. í þetta eina ár sem ég hef lifað og þekkt þig hef ég dýrkað þig rétt eins og önnur börn. Þú bjóst hinum megin á landinu en við hittumst samt reglulega. Þú varst svo skemmtilegur, þú máttir ekki fara í jakkann eða skóna þegar þú varst heima hjá okkur því þá fór ég alltaf að gráta, ég vildi alltaf vera með þér. Elsku afi, ég sakna þess að fá ekki að sitja á bumbunni þinni lengur eða heyra þig segja „ahhhh þetta var nú góður súpi,“ eins og þú sagðir alltaf þegar við drukkum kaffi. Þetta reyndirðu alltaf að kenna okkur. Urður Eir var orðin nógu stór til að geta sagt þetta en ég og Elmar Freyr erum ennþá svo litlir. Pabbi heldur áfram að kenna mér þetta. Mér finnst sorglegt að litla systir mín, sem er í maganum á mömmu, fái ekki að kynnast þér og leika við þig eins og ég fékk að gera í alltof lít- inn tíma. Elsku Lilli afi minn, ég vil alls ekki þurfa að kveðja þig en ég veit að ég þarf að gera það svo ég segi bara, elsku afi, ég gleymi þér aldrei og á alltaf eftir að elska þig. Þinn sonarsonur, Daníel Jakob. Elsku Lilli uppáhaldsfrændi. Nú ert þú farinn frá okkur án nokkurs fyrirboða. Slysin gera víst ekki boð á undan sér og því fáum við svo sann- arlega að finna fyrir núna. Maður reynir að hugga sig við að nú ert þú í faðmi fjölskyldu þinnar, foreldra og fjögurra bræðra sem fóru svo langt á undan þér, en það er erfitt þar sem þú varst svo hamingjusamur með henni Jónborgu þinni og með afa- börnunum Daníel Jakob, Urði og Elmari. Þú ljómaðir allur þegar þú talaðir um þau og sýndir okkur nýj- ustu myndirnar. Nýja barnið sem von er á í vetur verður þú að skoða að ofan en það vantaði ekki stoltið í röddina þegar þú talaðir um að nýtt barn væri á leiðinni hjá honum Dadda þínum. Þú varst einstaklega barngóður og var því ekkert skrýtið þó að ég hafi snemma sóst eftir að heimsækja ykkur afa í tíma og ótíma, en mín sterkasta minning frá barnæsku er hve miklum tíma ég varði hjá ykkur, sérstaklega þegar Daddi bjó hjá ykkur. Þú og Daddi hafið alltaf átt sérstakan stað í hjai-ta mínu og hefur mér mikið ver- ið hugsað til ykkar síðustu árin þeg- ar minna fór að bera á samskiptum okkar á milli. Ég náði þó að hitta ykkur Jónborgu í nánast hvert skipti sem ég fór austur með fjölskyldu minni í sumarfrí og síðast í ágúst komum við í íyrsta skiptið í heim- sókn til ykkar á Seyðisfjörð, þú varst hress og kátur eins og alltaf og var gaman að sjá hvað þið höfðuð komið ykkur vel fyrir. Ég mun halda fast um myndina sem við tókum af okkur öllum saman. Ég gat ekki staðist það að rúnta niður að höfn til að sjá Þór- eyju Björgu, bátinn þinn, sem ég fékk að skíra þegar ég var yngri. Ég var ekkert smámontin með það, og þegar ég sá bátinn í höfninni með nafninu mínu núna í sumar, fylltist ég stolti yfir því að uppáhaldsfrændi ætti bát sem var skírður eftir mér, pabba heitnum og Björgvini heitn- um. Ég átti bara bágt með mig sann- ast sagt. En nú er enginn til að róa Þóreyju Björgu og óvíst hvort bátur- inn ber það nafn áfram, og finnst. . mér það sorglegt. Þú varst búinn að vera að róa frá Norðfirði upp á síð- kastið og gistir hjá mömmu og pabba og daginn fyrir andlát þitt fengum við senda glænýja ýsu og fiskibollur sem mamma hafði búið til úr ýsunni þinni. Það var frábært, takk fyrir það. En mikið held ég að mamma hafi misst mikið, þar sem þú varst henni sem sonur. Þú varst ekki nema 10 ára þegar mamma þín dó og þá tók mamma mín 16 ára gömul við uppeldinu. Síðan hefur þú haldið tryggð við hana og pabba sem hefur misst góðan félaga. Þegar þið pabbi hringdust á eftir að þú fiuttir á Seyð- isfjörð var aldrei talað í minna en klukkutíma, og vissi maður alltaf hver var á hinni línunni er líða tók á % samtalið. Ég man þegar þú kynntist Jónborgu þinni hvað mér þótti sorg- legt að sjá á eftir þér á Seyðisfjörð, en jafnframt var ég rosalega ánægð yfir því að þú skyldir hafa fundið þessa yndislegu konu. Ég hafði nú oft áhyggjur af þér þegar ég var minni, að þú skyldir vera „pipar- sveinn“ eins og við kölluðum þig en mér fannst að einhver góð kona ætti svo skilið að fá þig. Og það kom á daginn, þig voruð eins og sniðin fyrir hvort annað, og voruð alltaf jafn ást- « fangin. Það var yndislegt að sjá blik- ið í augum ykkar og hve hamingju- söm þið virtust vera. Nú hefur Jónborg misst mikið og sendi ég henni mínar innilegustu samúðar- kveðjur og dóttur hennar, Erlu, og fjölskyldu og tengdamóður þinni sem ekki hefur misst minna. Daddi minn, þetta eru erfiðir tímar fyrir þig og þína litlu fjölskyldu en litli Daníel Jakob og ófædda barnið gefa ykkur Hörpu vonandi styrk til að takast á við sorgina. Mamma og pabbi, ykkar missir er ekki minni, en þið fenguð að njóta návista hans meira en vanalega síðustu vikurnar, og verður það eflaust huggun gegn sorginni. Elsku Lilli frændi. Þitt líf var ekki alltaf auðvelt eftir allan “*■ þinn missi, en nú trúi ég að þú sért sameinaður fjölskyldu þinni. Viltu skila kveðju til pabba míns sem ég fékk aldrei að kynnast, allra frænda minna sem voru famir áður en ég fæddist og ömmu sem dó svo allt of ung og elsku Dóra afa sem ég hef saknað svo mikið. Við höldum minn- ingu ykkar á lofti. Þú munt alltaí eiga stað í hjarta mínu. Þín frænka, Þórey Björg. • Fleirí minningargreinar um Halldór Aðalstein Halldórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Ástkær eiginmaður, faðir okkar, sonur, tengda- sonur og bróðir. VIGNIR VIGNISSON, Borgarhlíð 3a, Akureyri, sem lést sunnudaginn 1. október, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 9. október kl. 13.30. Þóra Jóna Jónatansdóttir, Jónatan Vignisson, Kolbrún Vignisdóttir, Anna Pála Sveinsdóttir, Jónatan Arnórsson, Þóra Benediktsdóttir, Sigrún Vignisdóttir, Guðbjörg Vignisdóttir, Arnbjörg Vignisdóttir, Guðrún Vignisdóttir, Anna Pála Vignisdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.