Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JOHANNA SIGURLAUG VALDIMARSDÓTTIR + Jóhanna Sigur- laug Valdimars- dóttir fæddist í Árbæ á Blönduósi 18. ágúst 1915. Hún lést á Hér- aðshælinu á Blöndu- ósi 26. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Vald- imar Jóhannsson, f. 6.12. 1888, d. 16.12. 1975, og kona hans Sigríður Helga Jóns- dóttir, f. 30.9. 1887, d. 17.8. 1973. Systk- ini Sigurlaugar, eins og hún var yfirleitt kölluð, voru Sigfús Bergmann, Helga Sigríð- ur, sem bæði eru látin, og eftir- lifandi systir Jónína Guðrún. Hinn 25.10. 1941 giftist Sigur- laug Jóni Sumarliðasyni frá Blönduósi, f. 21.9. 1915, d. 27.10. 1986. Hann var sonur hjónanna Sumarliða Tómassonar og Jak- obínu Jónsdóttur. Sigurlaug og Jón eignuðust fimm börn: 1) Sigmar, f. 18.1.1943, d. 18.9.1986, kvæntur Sigrúnu Kristófersdótt- ur; börn þeirra eru Anna Krist- rún, f. 13.1. 1968, gift Unnsteini Inga Júlíussyni; börn þeirra eru Þorbjörg Arna, Sigmar Darri og Kristján Orri; Jón Kristófer, f. 16.3. 1972, í sambúð með Ólöfu Birnu Björnsdóttur; dóttir hans er Helga Dögg. 2) Jakob Vignir, f. 14.3. 1945, d. 15.12.1992. 3) Jó- hann Baldur, f. 23.6. 1948, áður kvæntur Agöthu Sesselju Sigurð- ardóttur; börn þeirra eru Jó- hanna, Stefanía Ellý og Sigrún. 4) Kristín, f. 7.8. 1949, gift Erni Sigurbergssyni; börn þeirra eru Sigurlaug, f. 21.7. 1970, í sam- búð með Jóhanni Kristinssyni; barn þeirra er Hekla Bryndís og sonur Sigurlaugar er Kormákur; Guð- mundur Ingi, f. 26.6. 1979. 5) Kristinn Snævar, f. 24.4. 1952, kvæntur Jónu Björgu Sætran; börn þeirra eru Hjalti Freyr, f. 6.9. 1973, í sambúð með Svövu Brynju Sigurðardóttur; sonur hennar er Arnþór Einar; Lóa Guðrún, f. 3.7. 1977. Sigurlaug fór snemma að vinna fyrir sér sem unglingur. Hún lauk námi við Kvennaskólann á Blönduósi 1934. Vann síðan ýmis þjónustustörf í Reykjavík og til sveita þar til hún giftist Jóni og húsmóðurstörfín tóku við. Síðar starfaði hún um margra ára skeið m.a. í Brauðgerðinni Krútti og sinnti húsvörslu í Blönduós- skirkju hinni eldri. Sigurlaug var rnjög virk í Kvenfélaginu Vöku um langt árabil og var heiðursfé- lagi þar hin síðari ár. Sigurlaug og Jón bjuggu alla tíð á Blönduósi og síðustu árin bjó Sigurlaug á Hnitbjörgum á staðnum. Sigurlaug verður jarðsungin frá Blönduósskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig setti hljóðan er ég frétti lát móður minnar eftir stutta sjúkrahús- legu. Minningar hrannast upp og . flæða um hugann - en hvar á að byrja? Það er svo margt sem hægt er að segja en flest mun minningin geyma, en með fáeinum orðum langar mig að kveðja mömmu mína. Mamma var yndisleg móðir. Hún var glaðvær, kærleiksrík, ástúðleg og hógvær kona sem vildi öllum vel. Ometanleg- ar eru samverustundimar sem gefið hafa mér mikinn styrk í gegn um lífið. Alltaf gat ég leitað til hennar ef eitt- hvað bjátaði á. Að finna hlýja móður- ást er mikils virði og ómetanlegt og fyrir það þakka ég. Snyrtimennska var mömmu í blóð borin og bar heim- ili hennar vott um það. Fastur punkt- ur í lífi mínu hin síðari ár var að fara til hennar á sunnudögum til að fá „ekta mömmumat". Nú verða þær stundir ekki fleiri en þær lifa í minn- ingunni eins og svo margt annað. Að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og dætur mínar. Ætíð áttu þær öruggt skjól hjá ömmu á Blöndubyggðinni og eiga þær ógleymanlegar minningar um kærleiksríka ömmu. Eg er stoltur af því af því að hafa átt yndislega og hlýja móður, stolt sem engin getur frá mér tekið. Elsku mamma mín; Ég þakka þér fyrir að fá að kynnast kær- leika, ást og trú. Á samband okkar bar aldrei skugga og ég veit að þér líður vel núna. Ég sakna þín, hvíl í iriði Þinn sonur, Baldur Jónsson. I dag kveðjum við mæta og góða konu. Eg kynntist Sigurlaugu fyrst fyrir rúmum 30 árum er ég giftist elsta syni hennar Sigmari og í öll þessi ár bar aldrei skugga á samband okkar Sigurlaugar. Það er mikið lán að eignast góða tengdamóður, ekki síst þegar maður er ungur og kann lítið sem ekkert fyrir sér í heimilis- haldi og bamauppeldi. Þar sem við Sigmar hófum búskap á Blönduósi var Sigurlaug ætíð við hendina, boðin og búin til að hjálpa, leiðbeina, upp- örvaoghrósa. Sigurlaug var eihstaklega vel gerð kona, hún ól upp fimm böm við kröpp kjör og í litlu húsi, en þar var alltaf fullt af ást og hlýju og nægilegt rými íyrir aukaböm og gesti. Það var einstakt hvað Sigurlaug gat gert mikið úr litlu hvort sem það var matur eða annað. AUt var svo vel fram borið og smekklegt og allt svo skmandi hreint og fínt. Eins var alveg sama hvort hún var í sínum gamla kjól eða nýrri flík, alltaf var hún svo fín, gekk til hinstu stund- ar þráðbein í baki og svo smekklega klædd. Oft skoðuðum við tískublöð saman og hún dáðist að einhverju sem ég var að fá mér og það var alveg öruggt að spyija hana ráða hvort nýi kjóllinn ætti að vera svona eða ein- hvern veginn öðruvísi. Hún hafði glöggt auga fyrir hvað hentaði best. Börnin okkar Sigmars, þau Anna Kristrún og Jón Kristófer, fóru ekki varhluta af gæðum ömmu sinnar, oft- ar en ekki þegar innkaupum var lokið í Kaupfélaginu og pabbi þeirra hafði lokið sinni vinnu þá var ekki við annað komandi en að skreppa „inn fyrir“ til ömmu og afa og þá voru bakaðar pönnukökur og átt saman notaleg stund sem þau búa að í dag og minn- ast með þakklæti. Sigurlaug var greiðvikin kona, vildi allt fyrir alla gera og öllum gera gott og af sínum litlu efnum var hún að gefa gjafir og þeim sem minna máttu sín og af ein- hverjum orsökum höfðu orðið undir í lífsbaráttunni var hún góður talsmað- ur. Ég minnist oft þess sem hún sagði eitt sinn við mig „þá fyrst verða menn fátækir þegar þeir verða ríkir“ og það er nokkuð til í þessu. Sigurlaug mín fór ekki varhluta af sorg og mótlæti í sínu lífi, ung veiktist hún af berklum og þurfti að fara á Vífilsstaðahæli, en hún sá alltaf ljós í öllu, því þar kynnt- ist hún Helgu Bjargmundsdóttur en þær urðu einstakar vinkonur alla tíð síðan. Sigurlaug vann utan heimilis ýmis störf og vann þau af alúð og trúmennsku, í mörg ár sá hún um þrif á gömlu kirkjunni okkar og hugsaði svo vel um alla hluti þar, taldi ekki eftir sér að fara með ryksuguna sína eða vatnið til að skúra heiman frá sér því ekki var rennandi vatn í kirkjunni. Kvenfélaginu Vöku vann hún vel og var vinsæl og virt af kvenfélagskon- um. í frístundum sínum á síðari árum undi hún við lestur góðra bóka, hún hafði yndi af söng og hlustaði mikið á góða tónlist. Árið 1986 var okkur þungbært, þá létust Sigmar og Jón með mánaðar- millibili, þá sýndi Sigurlaug hvað best hvað hún var vel gerð, umvafði okkur öll með sinnu umhyggjusemi. Árið 1992 varð sonur hennar Vignir bráð- kvaddur en hann hafði verið henni mikill styrkur eftir að Jón lést og höfðu þau haldið heimili saman. Þá var Sigurlaugu minni brugðið og fannst mér hún ekki rétta við eftir þetta áfall. Stuttu síðar fluttist hún á Hnitbjörg, íbúðir fyrir eldri borgara, og þar átti hún heima síðan. Einstök hjálpsemi íbúa Hnitbjarga og aðdá- anleg umhyggja Baldurs sonar henn- ar, gerði henni fært að vera heima sem lengst, skulu þeim vera færðar innilegar þakkir íyrir allt. Sigurlaug mín, ég kveð þig með virðingu og þökk, þakka þér fyrir að vera mér einstök tengdamóðir, böm- unum mínum mikil og góð amma og gleðjast með okkur Skarphéðni þegar við hófum sambúð. Ég veit að vel hef- ur verið tekið á móti þér. Þín, Sigrún. Elskuleg tengdamóðir mín, Jó- hanna Sigurlaug Valdimarsdóttir, var einkar elskuleg og indæl kona. Fjöl- skyldan var henni allt og allt hennar líf snerist um að hugsa sem best um fóflrið sitt. Okkar góðu kynni hófust á annan dag jóla fyrir nær 29 árum þegar Kristinn, yngsti sonur hennar, nú eiginmaður minn, var nýkominn heim í jólafrí frá námi erlendis en ég var þá sjálf við nám í Reykjavík. Með okkur Sigurlaugu tókst fljótt traust vinátta sem hélst alla tíð án þess að nokkurn tíma félli skuggi þar á. Sig- urlaug var í fóstri til sex ára aldurs hjá sómahjónunum Snjólaugu Bald- vinsdóttur og Kristni Einarssyni söðlasmið, sem hún hafði ætíð miklar mætur á. Síðan var hún aftur heima í foreldrahúsum um tíma. Hún fór snemma að vinna fyrir sér sjálf, var send í sveit átta ára gömul til að vinna fyrir fæði sínu en um 11 ára aldur var hún farin að vinna fyrir kaupi. Sigur- laug lagði ávallt ríka áherslu á að hún hafi afltaf verið hjá góðu fóflri. Á þess- um tímum urðu mörg böm, sem í dag væru sögð á grunnskólaaldri, að vinna fyrir mat og húsnæði. Hrossin voru elt, kýmar reknar, tað sótt í eld- inn, askan borin í fjós, vatn borið í bæinn, bamanna á bænum gætt. Þetta urðu hversdagsverk ungrar stúlku á barnsaldri. Þá þýddi ekki að kvarta undan löngum vinnudegi eða því þótt blaut fótin væra lengi að þoma á líkamanum þótt inn væri komið þegar ekki var hægt að fá þurr föt til skiptanna. Aðalmálið var að fá nóg að borða. Arið 1934 lauk Sigurlaug námi við Kvennaskólann á Blönduósi. Eftir það réð hún sig í vist eins og það hét, fyrst á Akureyri og síðar í Reykjavík. Oft sagði hún okkur skemmtilegar sögur frá því starfi sínu, enda hafði hún unnið á ýmsum heldri manna heimilum við þjónustu og matreiðslu auk starfa við saumaskap. Á þessum tíma var auðvelt að fá vinnu og sagði hún að sóst hefði verið eftir norð- lenskum stúlkum til vinnu vegna dugnaðar og samviskusemi. Það reyndist hálf-þrítugri stúlkunni mikið áfall þegar hún veiktist alvarlega af berklum og þurfti að leggjast inn á Vífilsstaði vorið 1939. Margs var að minnast frá dvölinni að Vífilsstöðum og sú reynsla sem sjúklingamar upp- lifðu þar ekki á færi okkar hinna að skilja. Sterk vináttubönd mynduðust sem héldust ævina á enda og eflaust hafa vináttuböndin eflt baráttuþrek við illvígan sjúkdóm. Sigurlaug var ein af þeim heppnu og náði sér að fuflu eftir mikla meðferð og blástur sem kallað var. Þegar út í lífið var komið á ný var hins vegar erfitt að fá vinnu sökum hræðslu fólks við smit- hættu. Tengdaforeldrar mínir hófu búskap sinn á Blönduósi með fáeinar kindur. Jón vann mikið við vegavinnu og aðra tilfallandi vinnu og sá þá Sig- urlaug um bömin, heimilið og hey- skapinn. Árin liðu og Sigurlaug og Jón eignuðust fimm böm, þau Sigm- ar, Vigni, Baldur, Kristínu og Krist- inn. Húsakostur var þröngur en alltaf var nóg pláss fyrir bömin og leiki þehra. Bömin og áhugamál þeirra vora í fyrirrúmi. Einhvem veginn tókst Sigurlaugu alltaf að brosa í gegnum tárin og ég held að sá kostur hennar hafi fleytt henni í gegnum hin- ar erfiðustu stundir í lífi sínu. Árið 1986 reyndist Sigurlaugu mfldð á- fallaár. Elsti sonur hennar, Sigmar, greindist með krabbamein og lést eft- ir stutta en erfiða legu. Mánuði síðar varð Jón eiginmaður hennar bráð- kvaddur. Lífið var erfitt. Vignir, næstelsti sonurinn, var þá móður sinni ómetanleg stoð og stytta, en hann bjó heima í foreldrahúsum. Sig- urlaug missti því mikið rétt fyrir jólin 1992 er Vignir varð bráðkvaddur einn dimmanyetrarmorgun á leið tfl vinnu sinnar. Áfallið var mikið og missirinn sár. Þá var gott að eiga Baldur og hans fjölskyldu að á Blönduósi, svo og fjölskyldu Sigmars heitins. Til að bytja með bjó Sigurlaug áfram ein í húsinu sínu á Blöndubyggðinni, en ákvað síðan að flytja að Hnitbjörgum á Blönduósi, íbúðarhúsnæði fyrir aldraða. Það var þó með miklum trega, því það var erfitt að hafa ekki lengur garðinn sinn með blómskrúði Vignis heitins og erfitt að fara af heimilinu sem hafði svo lengi verið umgjörð fjölskyldulífsins. Með bjartsýnina að leiðarljósi var Sigur- laug fljót að falla til að Hnitbjörgum, enda bjó þar indælis fólk sem reynd- ist henni með afbrigðum vel. Kom það best í Ijós nú síðasta æviár hennar þegar óstöðvandi hrörnunarsjúkdóm- ur tók að leggjast á hana, fyrst hægt og lymskulega en síðan með slíkum hraða að erfitt var fyrir fjarstadda ættingja að gera sér glögga grein fyr- ir þróun mála. Verður góðum ná- grönnum Sigurlaugar að Hnitbjörg- um seint fullþökkuð öll sú umhyggja og velvild sem þeir sýndu henni í veflrindum hennar. Síðustu vikur ævi sinnar dvaldi Sigurlaug á sjúkradefld Héraðshælisins á Blönduósi og naut góðrar umönnunar starfsfólksins þar. Nú þegar leiðir skfljast að sinni vil ég þakka Sigurlaugu samfylgdina og allt sem hún var mér og mínum. Löngu dagsverki er lokið og hvíldin kær- komin en þú munt lifa áfram í minn- ingum okkar. Jóna Björg Sætran. Þegar ég flutti á Blönduós 1977 tók ég strax eftir stórglæsilegri konu. Hún gekk rösklega um götur, há og bein með þetta fallega gráa hár og alltaf svo vel til höfð. Það hvarflaði ekki að mér þá að þú yrðir tengda- móðir mín og amma dætra minna. Þú varst mér mjög góð tengdamamma og ég leit alltaf þannig á þig þó að- stæður breyttust. Dætram okkar reyndist þú yndisleg amma og era þær ótæmandi minningamar sem þær eiga um þig og Jón. Þið vorað alltaf tilbúin að passa þær og svo þú eftir að hann féll frá. Eitt árið ætlaðir þú að hjálpa mér í slátri en varst svo óheppin að handleggsbrjóta þig tveim dögum áður, þú hafðir meiri áhyggjur af að geta ekki hjálpað mér en brotinu sjálfu. Mér finnst þetta lýsa þér vel, þú vildir allt íyrir alla gera. I sumai', þegar þú varðst 85 ára, fóra stelpurn- ar norður og héldu upp á daginn með þér, bökuðu, gerðu allt til að gera þér glaðan dag. Mikið er ég stolt af þeim fyrir það. Við áttum margar stundir saman bæði í sorg og gleði og vil ég þakka fyrir þær allar. Þú varst lán- söm að eiga Baldur að síðustu árin, enda var hann vakinn og sofinn yfir velferð þinni. Nú veit ég að þú ert í góðum félagsskap með feðgunum. Baldri og öðram ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Ágatha Sigurðardóttir. Elsku besta amma, Öll vitum við að einhvem tímann verða allir að kveðja þetta líf, en þú áttir aldrei að verða ein af þeim. Við eigum svo margar skemmtilegar og góðar minningar sem við munum aldrei gleyma. Eins og þegar þú kenndir mér, nöfnu þinni, að búa til kakó, þá stóð ég uppi á stól fyrir framan gömlu eldavélina, auðvitað með svuntu eins og þú, og fékk að gera allt saman sjálf. Og þegar við fengum að leika okk- ur með allar fínu og flottu styttumar þínar. Þegar við fengum að klæða okkur upp í fötin ykkar afa, sá ieikur endaði alltaf með því að við þóttumst fara í bæjarferð á traktornum hans afa. Svo var alltaf rosalega spennandi að fara í bakaríið fyiir þig og kaupa einn pott af mjólk, eins og þú sagðir alltaf, vegna þess að þá fengum við peninginn í fínu budduna með blóm- unum á. Jólin vora rosalega skemmtileg, fyrir jólin fengum við að hjálpa þér að skreyta jólatréð í kirkjunni, svo í jóla- messunni var okkur auðvitað hrósað milrið fyrir vel skreytt jólatré. Að- fangadegi eyddum við alltaf saman heima hjá okkur, með glæsflegri jóla- steik og fullt af pökkum, svo á jóladag fóram við í hangikjöt tfl þín. Ekki má gleyma búinu sem var geymt niðri í kjallara, á góðviðrisdög- um fengum við að fara með það út á stétt og þar göldraðum við fram þetta fína kaffiboð fyrir þig, þá settist þú hjá okkur of fékkst þér molasopa. Svo vora það fimmtudagskvöldin, þá vorað þið afi að passa okkur. Og að sjálfsögðu vildum við heyra eina sögu fyrir svefninn, það var bara ein sem kom til greina þannig að alltaf máttir þú lesa hana aftur og aftur. Elsku amma, þú gerðir allt fyrh- okkur og við söknum svo sárt. En við vitum að nú líður þér vel, komin til afa og strákanna þinna. Takk fyrir allt, við verðum alltaf litlu stelpumar þínar. Jóhanna og Stefanía Ellý. Elsku amma, nú þegar þú ert farin langar mig til að kveðja þig með nokkram minningum. Þú varst eina amman sem ég kynntist og afar mínir vora báðir dánir. Mamma hefur sagt mér hvað þú varst glöð þegar ég fæddist og fékkst að sjá mig áður en ég var böðuð og svo svafstu ekki hálf- an svefn nóttina á eftir af sælu. Ég man þegar við fóram í fótbolta frammi á gangi, við tókum reglulega víti og skoraðum auðvitað alltaf. Þeg- ar við fóram í búðarleik og settum allt voðalega flott upp og svo skiptumst við á að kaupa, þegar allt var búið í búðinni kom ég með vörasendingu og við settum allt upp aftur. Svo man ég þegar við fóram í sjóræningjaleik og við reram með kústsköftum, ég var með bréfahníf og þóttist vera að elda. Eða þegar við tjölduðum undir borð- stofuborði og þú skreiðst undir borðið með mér og við fengum okkur tesopa. Ég gleymi heldur ekki þegar við ætl- uðum að hlusta á plötu og fóram að reyna að tengja plötuspilarann og eitthvað gerðum við vitlaust og vor- um búnar að hækka í botn, svo ýttir þú á einhvem takka og þá kom það og við hrukkum í kút af hávaðanum. Við fóram líka út í garð og bjuggum til snjóhús og renndum okkur í htla skaflinum, svo fóram við inn og horfð- um á Nonna og Manna, drakkum heitt kakó og eitthvað gott með. Þetta gerðir þú allt með mér og meira til, þótt þú værir komin um og yfir átt- rætt. I augnablikinu man ég ekki fleiri minningar en um leið og þær detta í kollinn á mér veit ég að þú heyrir þær. Það verður tómlegt hjá pabba þegar þú ert farin, en ég er viss um að þú verður vemdarengillinn hans, því að hann hugsaði svo vel um þig- Nú veit ég að þér líður vel hjá afa, Sigmari og Vigni og segir þeim fréttir af mér. Sigrún Baldursdóttir. Hún Lulla vinkona mín er dáin. Já, hún var vinkona mín, þótt aldursmun- urinn á okkur væri 37 ár. Hún var líka vinkona og pennavinur Ragnheiðar dóttur minnar og þar var ald- ursmunurinn 65 ár. En hún var besta vinkona móður minnar Helgu Bjarg- mundsdóttur meðan báðai' lifðu. Já, það era ekki margir sem geta sagt með sanni að vera góður vinur þriggja kynslóða, hafa gaman af því að vera í vinfengi við okkur allar, koma í heimsókn til okkar allra og spjalla og að fá fréttir af okkur öllum, en þannig var Lulla. Hún var einstök kona. Sigurlaug Valdimarsdóttir eins og hún hét var Blönduósingur. Bjó þar alla sína ævi, bjó „Fyrir innan á“ eins og það er kallað. Húsið hennar og Nonna var nánast á bökkum Blöndu. Þegar þær Lulla og móðir mín kynntust vora þær báða veikar af berklum á Vífilsstaðaspítala. Ekki blasti lífið bjart við þeim á þeirii stundu. En báðar komust þær til heilsu og urðu báðar fullorðnar kon- ur. Ég og fjölskylda mín bjuggum alltaf í Reykjavík. Ekki kom það samt í veg fyrir að vinskapurinn héldi. Allt- af voram við velkomin til Lullu. Það var bæði lærdómsríkt og mjög skemmtilegt að koma til hennar og Nonna í litla húsið þar sem þau bjuggu með bömunum sínum fimm. Húsrýmið var ekki mfldð í litla hús- inu, en það kom ekki í veg fyrir að við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.