Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 51 MINNINGAR voram alltaf hjartanlega velkomin til þeirra, bæði í stuttar heimsóknir og til lengri dvalar. Fyrstu minningar mínar um Lullu eru að ég er að koma til Blönduóss. Lulla stendur hjá Hótelinu þar sem áætlunarbíllinn stoppar. Há, glæsileg og afar góðleg í kjól sem blakti í and- varanum. Með henni voru bömin hennar. Þetta var að sumarlagi. Að fara til Blönduós á þessum tíma fyrir um það bil Qörutíu árum var mikið ferðalag. Við vorum þrjár á ferð, ég, Ólafía systir mín og móðir mín. Lulla tók okkur opnum örmmn, fór rakleitt með okkur heim í litla húsið og fann til fyrir okkur mjólk og kökur. Alltaf síð- an sýndi hún okkur þetta elskulega og rausnarlegaviðmót. Mammahafði allt- af eitthvað meðferðis til að gleðja heimilisfólkið. Alltaf vomm við með brotakex frá kexverksmiðunni Esju svo og svolítið „gottii’í" handa bömun- um. Við vorum hjá Lullu og Nonna í heimsókn í þetta sinn í nokkra daga í yndislegu og góðu yfírlæti. Nánast á hverju sumri í mörg ár eftir þetta kom ég til Lullu og Nonna, ýmist við syst> umar með mömmu, eða bara ég ein á ferð. Alltaf sömu ærlegu móttökumar. Ég fékk svona svolitla Blönduóssýki. Vildi helst komast til Lullu og Nonna á hverju sumri. Ég kynntist þeim vel. Þau hjónin vom bændur, voru bæði með kýr, kindur og hænsni. Ég fór með Nonna og bömunum upp á tún og reyndi að vera til hjálpar og aðstoðar. Stínu og Kristni, yngri bömum þeirra kynntist ég best og urðum við góðir fé- lagar. Baldri og Vigni kynntist ég líka vel, en þeir vom heldur eldri en ég. Leit til þeirra sem stórra stráka. Sigm- ari elsta syni þeirra hjóna kynntist ég minnst, því hann var þá á þessum ár- um orðinn vinnumaður frammi í Steinnesi. Lulla var ein af bestu konum þessa lands. Hún er einhver eftinninnileg- asta peraóna sem ég hef kynnst. Alltaf jákvæð og geðgóð, alltf svo falleg, af- burða snyrtileg og glæsileg, bein í baki og tignarleg og svo var hún ótrúlega góð kona. Lulla varð oft að taka á honum stóra sínum. Sem bráðung kona veiktist hún af berklum. Á fyrstu hjúskaparámm sínum bjó hún við þröngan kost eins og víða var og þá kom það sér vel að vera útsjónarsamur, bæði í mat og klæðn- aði. Hún var snillingur í matargerð, alltaf virtist til nóg af mat þótt lítið væri um peninga. Hún saumaði nánast allan fatnað á bömin sín. Lulla hafði verið nemandi í Húsmæðraskóla Blönduóss sem ung stúlka og bjó vel að þeirri menntun. Arið 1986 varð Lulla fyrir þeirri miklu sorg að missa bæði Sigmar elsta son sinn, en hann hafði verið veikur um mjög skamman tíma og Nonna eiginmann sinn, hann varð bráðkvaddur á heimiii sínu á Blöndu- ósi. Aðeins mánuður var á milli þeirra feðganna. Þetta var mikill missir, en eftir þetta héldu þau heimili saman Lulla og Vignir sonur hennar. Þá var fjölskyldan flutt í ágætt hús, með góð- um garði sem hægt var að rækta í blóm. Var það þeim mikill gleðigjafi því bæði höfðu mikið yndi af blómarækt. Árið 1992 lést Vignir. Hann varð bráð- kvaddur á leið til vinnu sinnar á Blönduósi. Vai- Lulla mín þá orðin ein í heimili. En með sínu ótrúlega jákvæði og bjarsýni hélt hún áfram sínu lífi. Hún fór allra sinna ferða, en Baldur sonur hennai’ sem býr á Blönduósi var móður sinni mikil hjálparhella. Fyrir um það bil sjö árum flutti Lulla síðan að Hnitbjörgum, dvalarheimiE aldr- aðra á Blönduósi. Þai’ undi hún hag sínum mjög vel, átti þar ágæt ár með sveitungum sínum sem hún mat mikils sem og frábæru starfsfólki. Síðla sum- ars fór heilsan að bila og flutti Lulla þá á sjúkradeild Héraðshælisins á Blönduósi þar sem hún lést þriðjudag- inn26.september. Þegar Lulla kom til Reykjavíkur sem hún gerði oft hin seinni ár hafði hún mikið gaman af að fara í bæinn. Ganga niður Laugaveginn, líta í búðir og síðan að fá sér kaffisopa á kaffihúsi, helst á Hótel Borg. Þannig ætla ég að muna Lullu vinkonu mína, sitjandi á Borginni, góðlega og glæsilega eins og heimskonu. Ég og íjölskylda mín vottum að- standendum hennar öllum, okkar dýpstu samúð við fráfall mikillar konu. Blessuð sé minning Sigulaugar Valdimarsdóttur. Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir. + Magnús Gests- son, húsasmiður og kennari, fæddist á Ormsstöðum í Dalasýslu 29. sept- ember 1909. Hann andaðist á sjúkra- húsinu á Akranesi 29. september síð- ast.liðinn. Foreldrar hans voru Gestur Magnússon, bóndi Ormsstöðum, f. 16. febrúar 1867 á Dæli í Víðidal, d. 25. jan- úar 1931, og kona hans Guðrún Jóns- dóttir, húsfreyja á Ormsstöðum, f. 23. febrúar 1871 á Indriðastöðum í Skorradal, d. 26. mars 1953. Systkini Magnúsar voru Sigrún Gestsdóttir, verkakona, f. 17. júní 1911, d. 7. maí 1994; Baldur Gests- son, bóndi á Ormsstöðum, f. 19. nóvember 1912, kvæntur Selmu Kjartansdóttur, f. 30. ágúst 1924 f Hann situr við hlið borðsins, stór, beinamikill og boginn í herðum. Hann er í lopasokkum og inniskóm, brúnum flauelsbuxum, í fráhnepptri lopapeysu og köflóttri skyrtu undir. Hárið er grátt og stendur sjálfstætt út í loftið, andlitsfallið svipmikið og augnkrókarnir djúpir. Hann setur rauðan vasaklútinn í vasann þegar ég kem inn. Um leið og ég sest setur hann gleraugun upp á ennið. Nú er hann búinn að taka upp plastneftób- akspung og veltir honum milli handa sér og slær í með löngutöng. Þetta eru stórar og sterklegar hendur, smiðshendur. Síðan snýr hann sér að mér og spyr um leið og hann borðar orðin „segðu mér“ og nú hefst sam- ræðan. Ég segi frá og hann endur- segir með sínum hætti og bætir ein- hverju við. Síðan segi ég betur frá og sama sagan endurtekur sig. Þetta er í raun ekki samræða heldur kapp- ræða. Mér finnst eins og ég sé í prófi, enda maðurinn gamall kennari. Ég verð að vanda bæði mál og innihald, annars get ég fallið á prófinu. Magnús Gestsson dvaldi oft hjá foreldrum mínum þegar hann kom til Reykjavíkur. Hann var maður fróður og þótti gaman að segja frá. í sam- ræðum valdi hann sjálfui’ umræðu- efnið og stundum sátum við saman í þögn. Svo kemur mamma með vatnsketil og te. Magnús tekur gleraugun af enninu og setur þau á borðið, setur vatn í bollann og tepoka ofan í. Lyftir pokanum upp og niður drjúga stund og vefur honum síðan utan um te- skeið. Það er sagt að Kínverjar hafi haft undirskál ofan á bollanum til að halda teinu heitu en síðan hafi skálin lent undir bollanum hjá Evrópubú- um. Magnús hellti alltaf teinu á und- irskálina og drakk síðan teið af skál- inni og saug það í gegnum sykurmola. Tedrykkja hans var eins og allt sem hann gerði örugg, fum- laus og með virðingu fyrir verkinu. Meðan á tedrykkjunni stóð var ekki talað. Magnús var góður smiður. Hvort sem það var eldhúsinnrétting eða fjárhús á Ormsstöðum, byggðasafn á Laugum, stigar og hillur eða dúkku- vagn og rúm, allt var það vel og hag- lega unnið. Það var gaman að fylgj- ast með hvernig hann valdi timbur og bita, bankaði í, lyktaði og skoðaði. Magnús tók í nefið. Hann lagði tóbaksgarð á handarbak vinstri handar og saug svo upp í sitt stóra nef. Ekki vildi allt tóbakið fara þar upp, heldur lenti á borðinu eða bux- unum hans. Þá strauk Magnús með hægri hendi yfir borðið og dustaði tó- bakið niður á gólf. Þar sem Magnús var í heimsókn lá angan af neftób- aksilm í loftinu. Magnús Gestsson var merkilegur maður. Hann skilur eftir sig drjúgt æviverk í smíðuðum hlutum og rit- uðu máli, byggðasafnið á Laugum í Sælingsdal er að mestu hans verk. Eggert Eggertsson. Fremri-Langey. Magnús kvæntist 12. júlí 1956 Valgerði Sveinsdóttur, f. 12. júlí 1929 á Ósabakka á Skeiðum, dóttur Sveins _ Gestssonar bónda á Ósabakka og konu hans Auðbjar- gar Káradóttur. Skildu. Synir þeirra eru 1) Gestur Bragi rafvélavirki, f. 30. maí 1957, kvæntur Guð- finnu Elínu Jóhanns- dóttur, f. 24. nóvem- ber 1960, börn þeirra eru Hjörtur Már, f. 23. janúar 1982, Magnús Þór, f. 15. ágúst 1985, og Sandra Björk, f. 7. maí 1989. 2) Björn Rúnar, bifvélavirki, f. 9. febrúar 1960, kvæntur Brypju Viðarsdóttur, f. 29. október 1964, börn þeirra eru Andri, f. 15. nó- vember 1985, og Erna Guðrún, f. 29. júní 1989. Börn Valgerðar og Magnús Gestsson á Laugum var einn þeirra áhugamanna, sem lögðu þjóðminjavörzlunni ómetanlegt lið. Hann mun fyrst hafa komizt í náin kynni við safnaheiminn er hann var kennari vestur í Rauðasandshreppi og kynntist Agli á Hnjóti og safn- störfum hans, og síðar gerði hann frumdrætti að safnhúsi þar. Það var á árinu 1965, þegar unnið var að uppsetningu byggðasafnsins á Reykjum og til stóð að setja þar upp í safninu gömul innihús af sveitabæj- um sem tekin höfðu verið ofan í þeim tilgangi, að vantaði hagan mann til þess verks. Svo vel vildi til, að Magn- ús, sem var lærður trésmiður og áhugamaður um gamla þjóðmenn- ingu, var bamakennari þar á staðn- um. Hann tókst þetta verk á hendur og skilaði því með þeim ágætum sem verkin sýna enn, stofan frá Svína- vatni og baðstofan frá Syðsta- Hvammi. Magnús var þá á miðjum aldri. Að áliðnum degi er kennslunni lauk fór hann niður í safn og tók til við að fella saman gömlu húsaviðina, lagaði skemmdir og smíðaði að nýju það sem þurfti að endurnýja. Þessi hús eru rómuð af þeim sem skoða og gefa skemmtilega innsýn í húsakynni landsmanna á 19. öld. Magnús fann ánægju við þetta verk og það mun hafa tendrað þann áhuganeista sem með honum leynd- ist til fýrri kynslóða í landinu og verka þeirra. Hann hóf eftir þetta söfnun gamalla muna í heimahéraði sínu Dalasýslu, og einnig vann hann að söfnun muna í Snæfellsnessýslu til byggðasafns þar. Magnús var fæddur og uppalinn Dalamaður þótt fólk hans væri aðflutt. Hann nam ungur búfræði og var bóndi á föður- leifð sinni vestra um hríð, Ormsstöð- um á Skarðsströnd. Síðar lærði hann trésmíði og varð meistari í þeirri grein og starfaði hér syðra. Hann fékkst tvívegis um árabil við barnakennslu á vetrum, oft í af- skekktum byggðarlögum, kynntist þá lífi hinna fyrri kynslóða víðs vegar á landinu. Hann dró þá saman efni í nokkur rit sín um mannlíf fyrrum. En Dalirnir áttu huga Magnúsar, þar stóðu ræturnar og á efri árum leitaði hann aftur þangað vestur. Þá varð það áhugamál hans að koma upp byggðasafni héraðsins af þeim munum sem hann hafi sjálfur safnað til þess. Á Laugum var þá rekinn myndar- legur grunnskóli héraðsins. Þar í kjallaranum voru ónýtt herbergi, sem víst voru til einskis ætluð, og þau fékk Magnús til umráða fyrir safnið, þar setti hann það upp við mjög ófull- komin skilyrði, en ekki var á öðru völ. Þar tókst Magnúsi að sýna margt ág- ætra gripa safnsins, má til dæmis geta hve haganlega hann kom fyrir baðstofunni frá Leikskálum í þröngu plássi. Hér varð ríki hans og hann undi sér hér vel. Hann sinnti safninu einn, hafði smáherbergi fyrir sig þar í kjallaranum hið næsta safninu, og fyrir framan var svolítil smíðakytra, þar sem hann vann að viðgerðum og standsetningu gripa. Hér bjó hann í fósturbörn Magnúsar eru Lilja Esther Ragnarsdóttir, f. 27. mars 1954, gift Andrési Hermanni Ein- arssyni, f. 19. mars 1951, og Jón Birgir Ragnarsson, f. 28. septem- ber 1955, kvæntur Helgu Dóru Reinhaldsdóttur, f. 10. janúar 1955. Magnús varð búfræðingur frá Hvanneyri 1931, stundaði nám í framhaldsdeild Héraðsskólans í Reykholti 1936-37 og í Iðnskólan- um í Reykjavík (trésmíði) 1953 og hlaut meistararéttindi. Magnús var kennari á ýmsum stöðum frá 1927-77, bóndi á Ormsstöðum frá 1931-36 og trésmiður í Reykjavík frá 1941-61. Hann hóf undirbún- ing að byggðasafni Dalamanna 1968, safnvörður þar frá opnun safnsins 1977 til 1998. Oddviti Klofningshrepps frá 1934-36. Magnús ritaði bækurnar Látra- bjarg, 1971, Mannlíf og mórar í Dölum, 1972, og Úr vesturbyggð- um Barðastrandarsýslu, 1973. Magnús Gestsson var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar 1985. Útför Magnúsar Gestssonar fer fram frá Staðarfellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þrengslum innan um bækur sínar og rit, en hann var fjöllesinn og las með- al annars talsvert af ritum á ensku. Hann hafði sjónvarp og síma, var nægjusamm’, ánægður með að fá uppihald á móti störfum sínum, lifði annars af ellistyrk sínum og eftir- launum og virtist una hlutskipti sínu. Það var gott að heimsækja Magn- ús, heyra frásagnir hans og skýring- ar, finna hve vænt honum þótti um þetta gamla dót og vitneskjuna um fólkið, sem því hafði komið nærri. Hann var jafnframt ánægður með störf sín fyrir safnið, og ekki heyrðist hann álasa neinum fyrir að ekki væri betur að því búið. Veit ég þó að ráða- menn þar vildu gera vel við Magnús, og er ellin sótti að og sjálfsbjargar- getan þvarr fengu þeir honum stað á dvalarheimili þar sem vel fór um. hann. Hann átti þó bágt með að yfir- gefa Laugar, vildi helzt vera í sínum heimi meðan kraftar leyfðu. Magnús var um margt sérsinna og ekki var til mikils að rökræða við hann, væru menn á öðru máli eða hefðu aðrar skoðanir á málum en hann. Honum fannst oft löng reynsluþekking sín haldbetri en bókalærdómur yngri manna, þótt góður væri, og tók með nokkurri var- úð kenningum og skoðunum ef þær fóru á svig við hans eigin álit eða hugmyndir. Hann var oft ákveðinn í skoðunum um menn og málefni og lét þær í ljós. Hann vildi þó ekki særa neinn, þar var bara eðli hans að segja hug sinn. Þótt Magnús hefði lifað tímana tvenna, væri fæddur og alinn upp í járnöldinni en endaði í tækniöld, dróst hann ekki aftur úr þjóðlífinu. Hann notfærði sér tækni nýrra tíma, átti sinn eigin bíl og fór sinna ferða meðan heilsa leyfði. Síðustu árin dvaldist Magnús í dvalarheimili í Búðardal, sætti sig yið breytt hlutskipti, gerði sér enda grein fyrir af skynsemi sinni að aðrir yrðu að taka við verki. Hann fór þó stundum að Laugum að vitja safns- ins og þar hitti ég hann síðast íyrir um tveimur árum. Eftir það töluð- umst við nokkrum sinnum við í síma. Magnús var stór maður vexti og mér virtist hann myndi hafa verið átakamaður á yngri árum. Hann var hófsamur í líferni, þó neftóbaksmað- ur góður, hélt einna síðastur safn- manna uppi þeim þjóðlega sið. Safnmenn kjöru Magnús heiðurs- félaga sinn og veittu honum með því nokkra viðurkenningu fyrir safnstörf sín. Magnúsi fannst þó yfirleitt ekki mikið til um heiðursútnefningar og öll sýndarmennska var honum fjarri. Magnúsi Gestssyni fylgja nú að leiðarlokum beztu þakkir fyrir sam- starf okkar og góða vináttu. Honum á ég allt gott upp að inna. Þjóð- minjavörzlunni var hann þarfur þjónn og verk hans þar eru metin að verðleikum. Hann gerði héraði sínu og þjóð það gagn sem hann mátti, vann það sem aðrir höfðu ekki tök á að sinna. Þór Magnússon. í dag er til moldar borinn að Stað- arfelli í Dölum, Magnús Gestsson fyrrverandi safnvörður á Byggða- safni Dalamanna að Laugum í Sæl- ingsdal. w- Magnús kom snemma að safna- málum. Hann sagðist fyrst hafa fengið áhugann, eða söfnunar-„bakt- eríuna“ eins og hann sagði þegar hann var kennari vestur á Rauða- sandi og kynntist Agli Ólafssyni á Hnjóti. Magnús vann með Agli og m.a. teiknaði hann fyrsta safnahúsið á Hnjóti og hlaut fyrir það viður- kenningu, en verðlaunféð gaf hann til safnsins. Einnig teiknaði hann saftiið á Reykjum í Hrútafirði. I Dalasýslu hóf Magnús að safna og skrá gamla muni, ásamt Magnúsi Rögnvaldssyni sem áður hafði hafið " söfnun gamalla muna í sýslunni. Magnús Gestsson ferðaðist um hér- aðið og safnaði gömlum munum, sem margir hverjir hefðu annars glatast. Eins gaf fólk honum vilyrði fyrir því að afhenda ýmsa muni úr sinni eigu, þegar safnið hefði eignast viðunandi samastað. Fyrstu ár söfnunarinnar var mununum komið fyrir í geymslu, en Magnús sá um að skrá þá og koma þeim fyrir. Þegar hafin var bygging nýrrar álmu skólahúss á Laugum í Sælings- dal þurfti að taka dýpri grunn en upphaflega var talið og myndaðist þá rými sem ekki hafði verið reiknað með eða ráðstafað. Eftir nokkra um- ræðu varð það úr að byggðasafni Dalamanna skyldi komið þar fyrir. Fljótlega hófst Magnús handa við að koma safninu fyrir og búa í haginn fyrir það. í starfi sínu fyrir safnið lagði hann á sig ómælda vinnu og fyrirhöfn og þar sem honum var safnið mikið hjartans mál, lagði hann lítið upp úr því að reikna sína vinnu, því aldrei fékkst hann til að þiggja laun fyrir starf sitt við safnið. Magnús vann einnig að viðgerðum og lagfæringum á gömlum munum fyrir safnið. Eitt stærsta og vandasamasta verk hans "* var uppsetning á gamalli baðstofu frá Leikskálum í Haukadal. En hún var rifin og flutt fjöl fyrir fjöl að Laugum þar sem Magnús sá um að koma henni í upprunalega mynd og búa hana munum sem við áttu. Magnús var svo safnvörður í Byggðasafni Dalamanna allt frá opn- un þess árið 1977 og þar til síðustu tvö árin. Þá var hann orðinn stirður til gangs og átti erfitt með að bera sig um. Þá flutti hann í íbúð á Dvalar- heimili aldraðra Silfurtúni í Búðardal og bjó þar til dauðadags. Sárt hefur honum þótt að láta af starfi sínu sem safnvörður og tók það hann nokkum tíma að sætta sig við það. í safninu hafði hann íbúðarherbergi og vinnu- ^ aðstöðu og safnanefndin sá honum einnig fyrir fæði á Laugum, þannig að þar átti hann sitt heimili um langa hríð. Magnús var mjög fróður maður um menn og málefni og hafði gaman af því að spjalla við safngesti. Hann vildi vita hverra manna þeir væru og hafði þá á stundum ýmsar spaklegar athugasemdir um ætt þeirra og upp- runa. Fyrir kom að menn tóku þessu misvel, en flestir höfðu gaman af þessu. Magnús kunni margar sögur og hafði einnig gaman af skrítnum orðum og orðatiltækjum. Magnúsi þótti vænt um ef honum var sómi sýndur og höfðingjar og hátt settir menn í þjóðfélaginu komu á safnið. Ég undirrituð kynntist Magnúsi fyi-st er hann var kominn á efri ár og þá í gegnum starf mitt í safnanefnd Dalasýslu. Ég virti Magnús mjög mikils og kom okkur vel saman. Síð- ast hitti ég hann á Silfurtúni sl. vetur og þegar hann heyrði að ég hefði gaman af sögum Agöthu Christie vildi hann sýna mér safn sitt af sög- um hennai’. Magnús hafði gaman af sakamálasögum og las þær bæði á ensku og íslensku. Magnús vann ómetanlegt starf að safnamálum Dalamanna og verður nafn hans skráð til framtíðar í þeirri ^ sögu. Dalamenn færa honum þakkir að leiðarlokum f\TÍr fórnfúst starf í þeirra þágu og fyrir hönd safna- nefndar Dalasýslu kveð ég fræðaþul- inn og hugsjónamanninn Magnús Gestsson og þakka honum ómetan- legt menningarstarf í áratugi. Þrúður Kristjánsdóttir. MAGNUS GESTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.