Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 MORGUKBLAÐIÐ Avaxtasafí er hollur drykkur SÍÐASTLIÐIÐ vor sendu Tannvemdarráð og Manneldisráð skóla- stjórum bréf þar sem þeim tilmælum var komið á framfæri að sætir og súrir drykkir væru ekld boðnir til sölu í grunnskólum. Mörg- um brá svolítið í brún við þessa frétt, fannst þarna heldur langt gengið í tannheilsu- ofstaekinu, því ekki verður um það deilt að bæði ávaxtasafar og sykraðir mjólkurdrykk- ir eru bráðhollir drykk- ir sem engin ástæða er til að banna bömum að drekka. Sá var heldur ekki tilgangur bréfsins, heldur var þar komið á framfæri tilmælum hvað varðar sölu drykkja í skólum. Em þau tilmæli mjög í anda samþykktar sem gerð var af samstarfshópi á veg- um Manneldisráðs og send í alla gmnnskóla landsins árið 1993. í sam- starfshópnum áttu sæti fulltrúar For- eldrasamtakanna, Heimilis og skóla, Kennaraháskóla íslands, mennta- málaráðuneytis og Skólastjórafélags Islands. Samstarfshópurinn birti ábendingar um mat í skóla þar sem sagði meðal annars: • Nemendur hafi greiðan aðgang að góðu drykkjarvatni • Allir skólar bjóði léttmjólk til sölu. Ef aðrir drykkir em seldir í skólanum skal leitast við að beina neyslunni til mjólkur, meðal annars með því að bjóða hana á vægu verði. Þrátt fyrir góðan ásetning, hefúr illa gengið að íylgja samþykktinni eft- ir. Vatn er víða óaðgengilegt fyrir nemendur og mjólkin jafnvel illa kæld og ólystug. Nemendur velja því frek- ar sæta drykki þar sem þeir standa til boða í stað mjólkur eða vatns. í bréfi ráðanna tveggja til skólastjóra nú í vor var lögð áhersla á að kalt og gott drykkjarvatn þyrfti að vera á boðstól- um fyrir nemendur og að hugsanlega þyrfti að bæta kæliaðstöðu fyrir mjólk í sumum skólum. Glerungseyðing hefur aukist Undanfarin ár hefur glemngseyð- ing orðið áberandi meðal íslenskra unglinga og í rannsókn sem Inga B. Ámadóttir, lektor við tannlækna- deild Háskóla íslands, gerði árið 1997 reyndist fimmti hver unglingur vera með glerungseyð- ingu á byijunarstigi. Ástæðan er fyrst og fremst rakin tO aukinn- ar neyslu gosdrykkja og annarra súrra drykkja. Þar skipta gosdtykkir vafalaust mestu máli, enda er mun meira drukkið af gosdrykkj- um en hreinum ávaxta- söfum. Hins vegar hafa súm ávaxtasafamir svipuð áhrif á gleranginn og gosdrykkir. Það er því ekki heppilegt fyrir tannheilsuna að vera að sötra á slíkum drykkjum í sí- fellu eða drekka þá oft á dag. Því er ekki talin ástæða til að skólamir séu beinlínis að hvetja til aukinnar neyslu á súmm og sætum drykkjum með því að hafa þá til sölu. Þótt ávaxtasykur hreinu safanna skemmi síður tennur en annar sykur þá er líka þrúgusykur í ávaxtasöfum sem hefur sömu áhrif til tannskemmda og sykurinn í gos- drykkjum. Hvað varðar hollustu er þó ólíku saman að jafna, gosdiykkjum og hreinum söfum, því safamir hafa að geyma alls kyns hollustuefni sem hvergi er að finna í gosdrykkjum. Hreinn safi í hóflegu magni er því lið- ur í hollu mataræði bama jafnt sem fullorðinna. Léttmjólk og gott drykkjarvatn í grunnskóla Skólayfirvöld þurfa að móta ákveðna stefhu um framboð matar og drykkjar í gmnnskólum landsins. Tannvemdarráð og Manneldisráð hafa komið sinni stefnu á framfæri um að léttmjólk verði seld í grann- skólum og gott vatn standi nemend- um til boða. Að sjálfsögðu geta böm komið með aðra drykki að heiman eft- ir sem áður. Víðast hvar í Evrópu er mjólk ýmist seld á vægu verði eða gefin í skólum. Með því móti er verið að beina neyslunni í þá átt án þess að verið sé að banna aðra drykki eða gefa í skyn að mjólkin sé eini holli drykkurinn fyrir böm. En öllu má of- Laufey Steingrímsdóttir Eftirfarandi viðskipta- númer voru vinningsaðilar íTalió nr. 13 21149 21447 21754 22055 22365 22562 21160 21473 21756 22077 22366 22568 21163 21484 21757 22080 22371 22576 21164 21485 21759 22100 22380 22580 21165 21508 21774 22113 22386 22590 21166 21513 21792 22127 22401 22595 21191 21514 21818 22128 22414 22597 21222 21527 21842 22142 22433 22598 21224 21528 21847 22145 22434 22608 21237 21531 21848 22149 22435 22610 21246 21539 21849 22160 22440 22612 21251 21550 21855 22189 22443 22623 21267 21557 21868 22191 22444 22624 21273 21564 21869 22192 22460 22628 21279 21575 21870 22196 22474 22631 21289 21581 21872 22206 22479 22644 21298 21600 21893 22233 22481 22646 21312 21602 21904 22237 22483 22649 21313 21621 21914 22247 22484 22650 21319 21622 21918 22249 22489 22651 21327 21659 21923 22250 22492 22655 21358 21676 21938 22254 22498 22656 21377 21686 21951 22281 22504 22658 21395 21709 21953 22306 22505 22660 21397 21711 21965 22308 22511 22663 21401 21720 21999 22309 22528 22664 21417 21732 22004 22313 22537 22710 21427 21737 22005 22321 22544 22721 21438 21738 22025 22325 22548 21440 21743 22035 22332 22554 21442 21747 22052 22338 22560 UMRÆÐAN Drykkir Skólayfírvöld þurfa að móta ákveðna stefnu, segir Laufey Steingrímsdóttir, um framboð matar og drykkjar í grunnskólum landsins. gera og til skamms tíma var mjólkur- neysla íslenskra ungmenna það rífleg að frekar var ástæða til að spoma við ofneyslu en hvetja til mjólkurþambs. Nú er öldin önnur og mjólkurdrykkja fer hraðminnkandi. Ef heldur fram sem horfir verður drykkjarmjólk að öllum líkindum lítilfjörlegur þáttur í fæði margra eftir fáein ár. Enn em feitar mjólkurvörur þó al- gengari í fæði íslendinga en flestra annarra Evrópubúa og hörð mjólkur- fitan vegur þungt i okkar fæði. Því skiptir máli að velja fituminni mjólkur- vörur og drekka léttmjólk eða undan- rennu. Tvö til þrjú glös af léttum mjólkurvörum á dag er hæfilegur skammtur fyrir flest skólaböm, ef meira er druiddð af mjólk verður fæð- ið of einhæft en án mjólkur er erfitt að fullnægja kalkþörfinni. Fjölbreytt fæði er gullna reglan sem seint fellur úr gildi. Höfundur er forstöðumaður Manneldisráðs. Erlent fjármagn í sjávarútvegi ÞAU em afar misvís- andi skilaboðin sem koma þessa dagana frá ríkisstjóminni um möguleika þess að rýmka fyrir fjárfesting- um erlendra aðila í sjáv- arútvegi. Sjávarútvegs- ráðherra hefur lýst sig opinn fyrir slíkum breytingum og utanrík- isráðherra er tilbúinn að endurskoða afstöðu sína. Ekki er gott að átta sig á því hve langt þeir vilja ganga. Þeir hafa efalaust heyrt varnaðarorð forsætis- ráðherra sem er íhaldsamur á þessu sviði, eins og fleimrn þegar kemur að samskiptum okkar við útlendinga. Það er hins vegar afar mikilvægt að umræðan verði tekin upp með markvissum hætti. Samstarf kauphalla kallar á umræðu Samkvæmt gildandi lögum um fjárfestingar erlendra aðila er þeim heimilt að eiga takmarkaðan óbein- an hlut í íslenskum sjávarútvegi og ekki er gerður grein- armunur á veiðum og vinnslu nema að því er varðar tiltekna vinnsluþætti. Heimild til óbeinnar eignarað- ildar var lögfest til að laga lögin að veruleik- anum, en vitað var um óbeina eignaraðild er- lendra fyrirtækja í sjávarútvegsfyrir- tækjum og ekki var talið ráðlegt að fylgja fortakslausu banni eft- ir, eins og þágildandi lög gerðu ráð fyrir. Það sem nú knýr á um að þessi mál verði end- urskoðuð er það samstarf kauphall- anna í Svíþjóð, Danmörku og Islands sem er á næsta leiti. Norðmenn munu einnig taka þátt í þessu sam- starfi og Eystrasaltsríkin hafa skrif- að undir viljayfirlýsingu um þátt- töku. Með samstarfi kauphallanna verður íslenski hlutabréfamarkaður- inn viðfang erlendra aðila ekki síður en íslenskra því erlendir fjárfestar fá með þessari breytingu mun greiðari aðgang að íslenskum markaði en nú er. Erlendir fjárfestingar hafa ekki Svanfríður Jtínasdóttir ÍSLENSKT MAL UMSJÓNARMANNI hefur borist forkunnlegt bréf frá Egg- ert Ásgeirssyni skrifstofustjóra og birtir það hér með þökkum. Málfátækt er höfuðóvinur. Egg- ert segir: „Ágæti Gísli! Nokkrar línur til að hvetja til fjölbreytts orðavals. 1. Þegar fjallað hefur verið um jarðskjálfta undanfarna mánuði hefur nær eingöngu verið rætt um að þeir hafi riðið yfír. Þetta orðasamband á stundum við, en er þó fátæklegt og einhæft í meira lagi ekki síst þegar orða- sambandið er notað án tillits til hvort skjálftar valda tjóni eða eru eðlilegar jarðhræringar sem varla frnnast nema á jarðskjálfta- mælum. Ég athugaði nokkur dæmi um það sem ritað hefur verið um jarðskjálfta í fornum og nýjum ritum. Þeir jarðskjálftar sem þar var fjallað um vora að sjálfsögðu eingöngu þeir sem færðir vom í annála og í minnum hafðir. jarðskjálfti gekk yfir jarðskjálfti varð jarðskjálfti hófst jarðskjálfti fylgdi jarðskjálfti dundi yfir jarðskjálfti kom jarðskjálfti gerði usla jarðskjálfti fannst gætti jarðskjálfta varð vart jarðskjálfta 2. Ég bæti því við sem var ofar- lega á baugi jarðskjálftadagana og síðar þegar sæsímastrengir slitnuðu. Þegar rætt er um rafmagn og farsímakerfi, jafnvel einnig heitt vatn, er oftast komist svo að orði að það detti út, komi inn eða sé sett inn. Ég, sem leikmaður í verkmenntun, geri ráð fyrir að þessi orðanotkun eigi rætur í þeirri tækni þegar notaðir voru (eru?) gaffalrofar sem hmkku út eða var kippt út og mfu þannig strauminn. Síðan var klónni sleg- ið inn þegar straumur var tengd- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1078. þáttur ur aftur. Orðfæri rafmagns- manna hefur smám saman breiðst út til annarra tækni- greina og sýkt blaðamál, eins og fara gerir. Fjölbreyttara orðalag væri: Rafmagnskerfið bilar Straumur fer af eða rofnar Línur slitna, sligast eða slást saman Staurar brotna Skammhlaup verður Spennar slá út Hitaveiturör leka, brotna, bila eða gefa sig. Holur þorna upp eða stíflast eða falla saman (þær hrynja varla þótt oft sé svo mælt). Dælur bila. Þannig mætti lengi telja og er þá ekki minnst á hve litríkara mál væri að segja frá því t.d.: Veðurhamurinn í nótt varð til þess að ís safnaðist á teinarofa í spennistöðinni á Rangárvöllum þannig að skammhlaup varð og rafmagn fór af Akureyri. 3. í Morgunblaðinu 23.8. var þessi yfirskrift á baksíðu: Gífur- leg náttúruspjöll urðu í nýaf- stöðnu hlaupi. Náttúruspjöll er sérkennilegt og tiltölulega nýtt tískuorð. Elsta dæmið í ritmálsskrá OH er í erindasafni Jóns Eyþórssonar: Um daginn og veginn, sem út kom 1969 og sem að meginhluta til voru flutt 1936-41. Skv. íslenskri orðabók er spjall (spjöll) dregið af áhrifs- sögninni að spjalla m.a. það að skemma eða vinna tjón á e-u. I orðabók SBI. er það tínt til að spjalla konu þýði at vanære, krænke kvinde (að flekka hana eða lítillækka). Samkvæmt til- tækum gögnum mínum voru spjöll, til skamms tíma, unnin að yfirlögðu ráði og með illt í huga. Spjöll gerast aldrei eða verða. Hvað segir þú um setninguna? Er það ekki öfugmæli að náttúr- an spjalli sjálfa sig? Með bestu kveðju.“ Umsjónarmaður ræður ekki við þessa þungu spurningu og spyr á móti: getur málið, maður- inn eða náttúran framið sjálf- spjöll? ★ Virða skal það sem vel er gert. Meðferð orðsins Evrópa hefur stórbatnað á sjónvarpsstöðvun- um. Nú er sjaldan svo til orða tekið, að ekki sé skýrt að ísland sé hluti þessarar álfu. Sagt er meðal annars: „á meginlandi Evrópu“, „í Mið-Évrópu“, „syðst í Evrópu“, „annarsstaðar í Evrópu" o.s.frv. En eftir þetta hrós tek ég til að nöldra. Margir hafa lýsingar- orðið var eins í öllum tölum, föll- um og kynjum. Það er orðið viðrini. Ég held að þessi meðferð þyki orðinu óviðunandi. Lærðir menn segja jafnvel: „Við höfum orðið „var“ við þetta.“ „Þeir hafa ekki orðið „var“ við þetta“ o.s.frv. En var beygist eins og snar: Var, um varan, frá vörum til vars; varir, um vara, frá vör- um til varra. Þetta var karlkyn- ið, en kvenkynið: vör, um vara, frá varri, til varrar; varar, um varar, frá vörum til varra og hvorugkynið: vart, um vart, frá vöru, til vars; vör, um vör, frá vörum, til varra. Enginn myndi segja: Þeir höfðu „snar“ handtök við þetta, heldur snör, eða þær voru „snar“ að ganga frá verk- inu, heldur snarar. Ef við verðum áðurnefndrar málvillu vör skulum við verða snör að bæta um betur. ★ Áslákur austan kvað: Mælti Löðmundur Grímsson á Leiti: Ég limrugerð svolítið þreyti, og það liðkar ögn taugina, er leggst ég í laugina, að leggja þar heilann í bleyti. Auk þess heyrðu skilrikir menn einn af forystumönnum kennara tala um að „fella upp úrskurð". Þetta þótti okkur und- arlegt tal. Hvernig hefði verið að nota eina sögn, úrskurða? „Upp“ treður sér víða inn að enskum hætti. Eitt og annað vekur „upp“ andúð. Þarna skulum við sleppa „upp“ og auðvitað forðast að vekja upp drauga, þó að þar eigi „upp“ heima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.