Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUK 7. OKTÓBER 2000 MORGU NBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ólympíumót fatlaðra í Sydney 18.-29. október UNDANFARINN mánuð hefur þjóðin fylgst með islenska íþróttafólkinu á Ól- ympíuleikunum í Sydney spreyta sig í keppni við sterkasta íþróttafólk heims. ís- lendingar hafa enga ástæðu til að fmna fyr- ir vanmetakennd í samkeppni við stór- þjóðir. Pað hefur sannast með sífellt fieiri sigrum, m.a. á sviði íþrótta, hátækni og lífefnaiðnaðar. ís- landsmet í Sydney staðfestu persónulega sigra og hámarksárangur á réttum tímapunkti. Guðrún Arnardóttir, Örn Arnarson og síðast en ekki síst Vala Flosadóttir koma heim sem fræknar þjóðhetjur sem fyrst og fremst koma þó fram sem heil- steyptir persónuleikar og góðar 'yrirmyndir ungu íþróttafólki. Öll hjóðin er og má vera stolt af þess- im fulltrúum íslands. Mögnuð flugeldasýningin við ofnina í Sydney var lokaatriði Ól- mpíuleikanna en íþróttahátíðinni oar er ekki lokið. Þann 18. október verður kveiktur eldur á opnunar- hátíð Ólympíumóts fatlaðra sem stendur til 29. október. Þar munu mæta til leiks sex íslenskir kepp- endur. Markviss undirbúningur hefur staðið yfír frá Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta árið 1996. Lands- liðsþjálfarar IF lögðu fram verk- fnaáætlun í samvinnu við ólymp- uráð ÍF og stjórn ÍF og valinn var undirbúningshópur sem hefur tekið þátt í ströngu æfíngaprógrammi auk þess að taka þátt í fjölda móta innanlands sem erlendis. 14. júlí 2000 var staðfest af ÍF hvaða einstaklingar hefðu náð lág- mörkum x sínum greinum. Það vom tveir frjálsíþi’óttamenn, þeir Geir Sverrisson, Breiðabliki, og Einar Trausti Sveinsson, Kveldúlfí/ UMSB, og fjórir sundmenn; Kristín Rós Hákonardóttir, Pálmar Guð- mundsson og Bjarki Birgisson, ÍFR, og Gunnar Örn Ólafsson, Ösp. Stefnt var að því einnig að senda þátttakanda í borðtennis. Þrátt fyr- ir strangar æfingar og þátttöku í alþjóðamótum erlendis náði enginn íslenskur borðtennisspilari að kom- ast nógu hátt á alþjóðastyrkleika- listann til að taka þátt í Ölympíu- Anna Karólína Vilhjálmsdóttir mótinu í Sydney. Vonandi verður Is- lendingur í borðtennis- keppninni á næsta Ól- ympíumóti, árið 2004. Ólympíumót fatl- aðra er haldið í í kjöl- far Ólympíuleikanna, sömu glæsilegu mannvirkin enx nýtt til keppni og öll um- gjörð er nánast hin sama varðandi skipu- lag mótshaldara. Mótin eru haldin í umsjón alþjóðaólymp- íuhreyfingar fatlaðra, IPC. 4.000 keppendur frá 125 löndum mæta til leiks í Sydney og keppt verður í 18 íþróttagrein- um, þar af 14 þeim sömu og í sept- ember Einungis það íþi'óttafólk sem staðist hefur sti'öng alþjóðleg lágmörk öðlast þátttökurétt á Ól- ympíumótum fatlaðra. Flokkun fatlaðs íþróttafólks Flokkun fatlaðs íþróttafólks í keppni hefur oft skapað ónákvæma umræðu um gildi árangurs sem Iþróttir Forsendur fyrir góðum undirbúningi og þátttöku í Sydney eru fyrst og fremst, segir Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, sá vel- vilji og stuðningur sem --7-------------------- IF hefur notið undan- farin fjögur ár. náðst hefur á íþróttamótum fat- laðra. Það hlýtur þó öllum að vera ljóst að án einhvers konar flokkun- arkerfis eru forsendur fyrir jafn- ræði keppenda engar. Sérfræðingar á sviði læknisfræði og þjálffræði eru þeir aðilar sem mótað hafa flokkunarkerfið sem nýtt er á al- þjóðaíþróttamótum fatlaðra. Þyngdarflokkar eru sú leið sem nýtt er til að jafnræði ríki í keppni, m.a. í lyftingum og júdó á mótum ófatlaðra. Flokkun fatlaðra er í höndum færustu sérfræðinga í sama tilgangi, þ.e. að skapa for- sendur til að jafnræði ríki einnig í keppni á íþróttamótum fyrir fatl- aða. Engin ástæða er til að að gei-a minna úr alvöru þeirrar keppni sem þar fer fram en keppni á öðrum mótum. Það kemur vel í ljós þegar horft er á þá fjölmörgu viðburði sem eiga sér stað á Ólympíuleikum hve erfitt er að bera saman einstaka íþrótta- greinar. Hvernig á að meta gildi ár- angurs í einstaka grein, hvernig á að bera saman dýfingar og knatt- spymu, glímu og göngukeppni eða fimleika og hjólreiðar. A sama hátt er óraunhæft að bera saman íþróttagreinar fatlaðra og ófatlaðra nema taka tillit til þehra forsendna sem fyrir liggja. Mikilvægt er að viðurkenna að huglægt mat verður alltaf eini mæl- ikvarðinn á þann samanburð og þar hefur hver og einn sína skoðun á málum. Samanburður á ólympísk- um íþiúttagreinum er einnig vand- meðfarinn og erfitt að staðhæfa hvaða grein er mest krefjandi eða hvort verðlaunasæti í einni grein hafi meira gildi en í annarri. Islenskt fatlað íþróttafólk hefur sett nafn sitt á spjald sögunnar sem handhafar Evrópu-, heims- meistara- og ólympíumótstitla í sundi og frjálsum íþróttum. Þeirra titlar hafa oft gleymst í umfjöllun og umræðum um afrek íslendinga hver sú sem ástæðan er. Sama alvaran að baki Landsliðsþjálfarar IF hafa lagt mikla vinnu í að byggja upp þjálf- unarprógramm og skipuleggja verkefnaval fyrir undirbúningshóp ÍF fyrir Sydney 2000. Iþróttafólkið hefur fórnað námi og vinnu vegna undirbúnings fyrir mótið og leggur sig fram af mikilli alvöni. Það væntir einskis annars en að njóta jafnræðis í íþrótta- keppni. Fötlun breytir ekki afreksmann- inum í lakari íþróttamann, það eru aðeins forsendurnar fyrir því að geta náð sama árangri og áður sem breytast. íþróttasamband fatlaðra hefur hagsmuna að gæta gagnvart íþróttahreyfingu fatlaðra og eitt af meginmarkmiðum sambandsins er að vinna að því að auka skilning á því að fatlað íþróttafólk tekur íþrótt sína jafnalvarlega og annað afreks- fólk og þarf að leggja jafnmikið á sig við undirbúning til að ná góðum árangri á alþjóðamótum. Keppni á Ólympíumótum fatlaðra verður sífellt harðari en vegna fyrri árangurs eru ætíð miklar vænting- ar til íslendinga á þessum mótum. Það verður mjög eríltt fyrir íþróttafólkið að fylgja eftir glæsi- legum árangri fyrri Ólympíumóta en markviss undirbúningur er að baki og íslensku keppendurnir era staðráðnir í því að leggja sig alla fram til að ná góðum árangri og vera landi sínu til sóma. Iþróttasamband fatlaðra er ekki ólympískt sérsamband og því ekki hluti af ólympíufjölskyldunni. ÍF hefur þvf þui’ft að bera allan kostn- að við undirbúning og þátttöku í Ólympíumótinu í Sydney. Forsend- ur fyrir góðum undirbúningi og þátttöku í Sydney eru fyrst og fremst sá mikilvægi velvilji og stuðningur sem ÍF hefur notið frá fjölmörgum aðilum á Islandi undan- farin fjögur ár. Ríkissjónvarpið verður með IF í Sydney og IF hefur átt gott sam- stai-f við Morgunblaðið vegna und- irbúnings á umíjöllun um mótið. Engin ástæða er til að ætla annað en að fjölmiðlar sýni áhuga á að afla upplýsinga um Ólympíumót fatlaðra og kynna gang mála fyrir þjóðinni. A heimasíðu ISI, www.isisport.is, og heimasíðu ÍF verða fréttapunkt- ar frá Sydney. Á heimasíðu ÍF er að finna nán- ari upplýsingar um keppendur og dagskrá mótsins. www.toto.is/sersamb/ii/ / Ólymp- íumót fatlaðra, www.sydney.para- lympic.org Höfundur er frkvst. íþrótta- og útbreiðslusviðs IF. Hörmungarnar í Palestínu ÞÆR fréttir sem hafa verið að berast frá ísrael og Palestínu síðustu viku greina frá þvílíkum^ grimmdar- verkum Israelshers að erfitt er um að fjalla. Hvernig á að ræða ítrekuð barnamorð hermanna, eins og það, þegar 12 ára drengur er skotinn miskunnarlaust til bana í fangi föður síns? Faðirinn ákallar hermennina um mis- kunn, að þeir þyrmi Sveinn Rúnar lífi drengsins, hrópar: Hauksson ekki skjóta, ekki skjóta, um leið og hann þrýstir drengnum að sér, en allt kemur fyrir ekki. Hermennirnir skjóta samt og faðirinn verður jafnframt fyrir skotum, en lifir árásina af, að minnsta kosti enn sem komið er. Sjúkraflutningamaður sem kem- ur þjótandi til bjargar er jafnframt skotinn til bana af ísraelsku her- Miðausturlönd ísraelsher, segir Sveinn Rúnar Hauksson, ætlaði að sýna Palestínu- mönnum hvar völdin liggja. mönnunum. Nokkra síðar er tveggja ára stúlka skotin til bana þar sem hún er í bíl með foreldrum sínum. Tíu skot fékk hún í lítinn líkama sinn úr byssum ísraelska hernámsliðsins. Tveim dögum síð- ar lýsir ísraelskur hershöfðingi því yfir í sjónvarpsviðtali hjá CNN, að hermennirnir hafi skipun um að skjóta einungis þá sem stefna lífi þeirra í hættu. Hann útskýrði ekki hvernig þessi börn, eða tugur ann- arra barna sem ísraelsher hefur myrt í undangenginni viku, ógnuðu lífi ísraelskra hermanna. Úthugsuð ögrun Ariels Sharons, eins helsta leiðtoga Líkúd-banda- lagsins, hleypti blóðbaðinu af stað. Þetta er sami Sharon sem bar persónulega ábyrgð á því að hleypa dauðasveitum inn í palestínsku flóttamannabúðirnar Sabra og Shatila í Líbanon árið 1982, en þá voru allt að þrjú þúsund manns, karlar, konur og börn, myrt á hrottalegan hátt. Á þeim tíma var Sharon hermálaráðherra ísraels. Hann átti síðar eftir að verða utan- ríkisráherra hjá Netanjahu og nú finnst honum komið að sér að verða for- sætisráðherraefni Líkúd-bandalagsins. Sú pólitík, sem ligg- ur að baki hjá Sharon, þessum illræmda og dæmda hryðjuverka- manni, er kaldrifjuð og óhugnanleg. En hún hefði ekki náð fram að ganga nema með stuðningi Baraks, sem vill heldur keppa við Sharon en þurfa að mæta Netanjahu í næstu kosningum. Og til þess að styrkja stöðu sína í keppninni við Netanjahu þóttist Sharon þurfa að sýna vald sitt og ísraela á helg- asta stað múslima í Jerúsalem, við moskuna fögra Al-Aqsa og Kletta- moskuna. Barak léði honum 1000 manna her sem lífvörð í þessa för og alls fylgdu honum um þrjú þús- und manns, þar á meðal fjöldi óeinkennisklæddra byssumanna. Hér var því um skipulagða hernað- araðgerð að ræða frá upphafi. Fólk var enn á bæn þegar þetta lið ruddist inn á helgistaðinn. Og þeg- ar mótmæli brutust út, sem voru vitaskuld eðlileg og auðútreiknan- leg fyrir Barak og Sharon, þá var ekkert verið að taka á þeim af neinni venjulegri hörku, með há- þrýstivatnsbyssum eða táragasi sem er út af fyrir sig nógu hættu- legt, - nei, nú hófust þegar í stað stríðsaðgerðir sem voru greinilega vandlega undirbúnar. Beitt hefur verið skridrekum, árásarþyrlum - fljúgandi hervirkjum, stórskotaliði og eldflaugum auk hinna vel út- búnu hermanna. Nú þegar hefur herinn myrt yfir sjötíu óbreytta borgara og fleiri en þúsund manns liggja særðir. I eitt skipti fyrir öll er Israelsher ætlað að sýna Palest- ínumönnum hvar völdin liggja. Nú á að freista þess að brjóta þá á bak aftur og knýja palestínsku þjóðina til að sætta sig við það sem að henni er rétt. Það er því ekki bara Sharon sem hefur þörf fyrtr að sýna vald sitt og ganga í augun á ísraelskum kjósendum. Það er líka hershöfðinginn Barak sem nú er forsætisráðherra, en kann því greinilega betur að beita hersetna og óvopnaða þjóð grímulausu of- beldi en ganga til samninga um raunverulegan frið, - frið sem grandvallast á réttlæti, ályktunum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalög- Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.