Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ (dag BRIDS Umsjón Guðmundur l'nil Arnarson ÉG hélt að ekkert gæti komið mér á óvart lengur, en ég verð að játa að þessa litaríferð hafði ég ekki séð áður.“ Sá lifsreyndi spilari sem hér er vitnað til fylgdi máli sínu eftir með því að teikna upp eftirfarandi stöðumynd: Austur gefur; enginn á hættu. Noj-ður * AD65 v 8 * KD743 * D54 Vestur Austur * 10943 * G8 * KD10952 » ÁG73 * 5 »96 + 102 * KG873 Suður * K72 ¥ 64 * ÁG1082 + Á96 Vestur Nordur Austur Suður - - Pass 1 tígull 2Iyörtu Dobl * 4 lyörtu Pass Pass 5tiglar Allirpass Vestur spilar út hjarta- kóng og austur yfirtekur og skiptir yfir í tromp. Sagn- hafi stingur hjarta, tekur annað tromp og prófar svo spaðann. Þegar legan þar kemur í ljós er spilið upptal- ið: Vestur á fjórlit í spaða, sex hjörtu, einn tígul og þar af leiðandi nákvæmlega tvö lauf. Sagnhafi trompar síð- asta spaðann og hugsar sinn gang. Ef vestur er með kónginn annan í laufi er vandalaust að spila litlu að drottning- unni, en hitt er líklegra að vestur eigi annaðhvort Gx eða lOx. Og þá er best að spila drottningunni úr borði! Austur setur kónginn og suður drepur með ás. Nú á vestur tvo kosti og báða slæma. Ef hann lætur lítið lauf, spilar sagnhafx lauf- sexu að heiman. Fái vestur að eiga þann slag á tíuna verður hann að spila hjarta í tvöfalda eyðu og gefa trompun og afkast. Og ekki má austur yfírdrepa tíuna með gosa, því þá fríast nían. En hvað gerist ef vestur lætur lauftíu undir drottn- ingu, kóng og ás? Ekkert annað en það að sagnhafi fer inn í borð á tromp og spilar laufí að níunni. Þetta er vissuiega óvenju- leg litaríferð, en það má líka velta fyrir sér hvort ekki komi jafn vel til greina að spila litlu laufi xlr blindum að níunni heima. Ef austur á KGlOxx verður hann að stinga á milli og þá dúkkar suður og lætur austur gefa úi'slitaslaginn. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavfk Árnað heilla f7A ÁRA afmæli. í dag, I U laugardaginn 7. október, verður sjötugur Björn Þórhallsson, Goð- heimum 26, Reykjavík. Eig- inkona hans er Guðný S. Sigurðardóttir. Þau hjónin eru að heiman. P A ÁRA afmæli. í dag, t) U laugardaginn 7. október, verður fimmtugur Valdimar Runólfur Olgeirs- son, skipstjóri, Næfurási 7, Reykjavík. Eiginkona hans er Anne M. Pehrsson. Þau hjónin eru að heiman í dag. GULLBRÚÐKAUP. 'í dag, laugardaginn 7. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Viggó Einarsson, Gullsmára 8, Kópavogi. Þau verða við brúðkaup dóttur sinnar, Magneu Viggósdóttur, og Kens Morgans sem verða gefin saman í dag í Lágafellskirkju. SKÁK Um.sjón Hclgi Áss Grét- arsson MIGUEL Najdorf er sterkasti skákmaður sem Argentína hefur alið. Hann stóð lengi í eldlínunni og keppti oft á meðal þeirra bestu um miðja 20. öldina. Eins og flestir vita er eitt vinsælasta af- brigði Sikileyjar- vamar nefnt eftir honum en líkt og það var maðurinn sjálfur ákaflega litríkur. Minningarmót var haldið um hann í Buenos Aires fyrir skömmu. Þar var fjöldinn allur af þekktum og sterkum kempum. Staðan kom upp á milli Nigels Short (2677), svart, og brasilíska stór- meistarans Gilbertos Milos (2633). 28...Hxc2! og hvítur gafst upp enda verður c- peð svarts óstöðvandi eftir t.d. 29. Hxc2 Bxc2 30. Dxc2 Rxd4 31. Dd3 Rxe2+ 32. Dxe2 c2. Med morgunkaffinu Ert þú viss uin að mað- urinn þinn sé í vinn- unni? LJOÐABROT SIGLING Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við yztu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma lönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. Örn Arnarson. STJÖRJVUSPÁ eftir Franres Drake VOG Afmælisbam dagsins: Forvitni þinni er viðbrugðið, en innst inni ert þú einfari og vilt umfram allt búa við öryggi. Hrútur (21. mars -19. apríl) Ný tækifæri standa þér opin og það ríður á miklu að þú flýtir þér hægt og kannir alla málavexti til fulls. Leitaðu ráða ef þú vilt. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er lítilmaimlegt að geta ekki glaðst yfir velgengni annarra, þótt þú sért ekki á sama róli. Þinn tími mun koma og þá muna menn við- brögð þín. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) 'aA Það er svo lítið sem þarf til þess að setja allar áætlanir úr skorðum. Hafðu jafnan vara áætlun til taks til að komast hjá stöðnun. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þetta verður annasamur dagur, en með góðri skipu- lagningu átt þú að anna öliu og geta notið næðis heima að ioknum vinnudegi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Það eru oftast fleiri en ein hlið á hverju máli. Kynntu þér alla málavöxtu áður en þú grípur til aðgerða. Sýndu öðrum samkennd. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) <B(L Heilsubrestir koma oft fram í skapinu. Gerðu nú eitthvað fyrir sjálfan þig og heilsu þína svo þú getir sinnt starf- inu ótrauður á nýjan leik. Vog rrx (23. sept. - 22. okt.) Hugmyndaflug þitt kemur öllum á óvart. Leyfðu því umfram allt að njóta sín, því það er aldrei að vita hvenær snjöll hugmynd fæðist. Sporðdreki ™ (23. okt. - 21. nóv.) Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Farðu varlega að öðr- um og sýndu þeim og skoð- unum þeirra tillitssemi. Það borgar sig, þegar með þarf. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki afskrifa neina hug- mynd, nema þú sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Og mundu að þótt hún virki ekki nú getur hennar tími komið síðar. Steingeit (22. des. -19. janúar) éSf Einhver vandamál koma upp á vinnustað þínum vegna harðrar samkeppni. Þér er óhætt að halda þínu striki ótrauður, því þú stendur vel fyrir þínu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Njóttu þess hve vel þér gengur. Þú ert að uppskera laun erfiðis þíns og sjálfsagt að staldra aðeins við meðan frægðarsólin skín. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er mikill hamagnagur í kring um þig, sem þú átt bágt með að finna upptökin að. Stattu af þér storminn - það lygnir aftur fyrr en var- Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindafegra staðreynda. LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 75 BRIDS Lmsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar Bridsfélag Hafnarfjarðar byrjar haustspilamennsku á mánudag, 9. október, í Hraunholti. Við byrjum á eins kvölds tvímenn- ing kl 19:30. Sjáumst sem flest! | TFtAMAH Barnarúm Erum að iaHa upp nýja brúðahjóla. , Mhrirlítið IS* notaðir úrúðahjðlar | til sfilu. 1 Fataleiga Garðaúæjar .. «i Guröatorgi 3 1 Síini 565 6680 Full búð af nýjum vörum! Allt úr gegnheilum harðvið. Stækkanleg borðstofuborð, stólar, skenkir, sjónvarpsskápar, stakar vegghillur o.m.fl. Bæjarlind 4, Kópavogi, sími 544 4420. Opið kl. 10-17 laugardag og kl. 13-16 sunnudag. NÝJAR VÖRUR • Leðurjakkar (rauðir & svartir) • Leðurkápur (þrjár síddir) • Regnkápur • Ullarkápur • Úlpur • Stuttkápur • Alpahúfur (2 stærðir) • Hattar i 20% aukaafsláttur af útsöluvörum Mörkinni 6, sfmi 588 5518 Opið laugardaga frá kl. 10-16 0mbUs LLTAf= erTTH\TAO /MÝT7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.