Morgunblaðið - 08.10.2000, Side 1

Morgunblaðið - 08.10.2000, Side 1
231. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hisbollah-skæruliðar í Líbanon Israelskir her- menn í gíslingu Yarin, Tabríkha í Líbanon, Nablus á Vesturbakkanum. AP, AFP. SKÆRULIÐAR Hizbollah í Líban- on skutu í gær Katjúsha-flugskeyt- um yfir landamærin á þrjár stöðvar hermanna ísrael og sögðust síðar hafa tekið „marga ísraelska her- menn“ í gíslingu. Að sögn líbanskra fjölmiðla er um að ræða þrjá her- menn. Þyrlur ísraela gerðu síðdegis í gær árásir á stöðvar skæruliða við landamærin og sveimuðu yfir svæð- inu í leit að hermönnunum. Aður höfðu tveir palestínskir flóttamenn í Líbanon beðið bana og 13 særst þegar ísraelskir hermenn skutu á fólk sem safnast hafði saman handan landamæranna og kastað grjóti og molotov-kokkteilum að herstöðvum í ísrael. Vopnaðir, grímuklæddir Palestínumenn og óbreyttir borgarar réðust í gær á helgistað gyðinga, Grafhýsi Jósefs, í borginni Nablus á Vesturbakkanum, rifu í tætlur á trúarrit og kveiktu loks í staðnum, þrátt fyrir andmæli bæjarstjórans sem benti á að staður- inn væri einnig helgur í augum músl- ima. Hörð átök hafa verið við helgistað- inn undanfarna daga. Hafa sex Pal- estínumenn fallið þar og einn ísra- elskur lögreglumaður. Samið hafði verið um að ísraelskir hermenn, sem áður gættu staðarins, létu palest- ínska lögreglumenn taka við gæsl- unni og voru ísraelarnir nýfarnir þegar fólkið ruddist inn. Talið er að atburðurinn muni gera enn erfiðara fyrir Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, að slaka til gagnvart Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna sem sakaði í gær Israela um að beita ofbeldi til að hræða Palestínumenn. Reuters Kostunica tekur við völdum í Júffóslavíu Bclgrad, Pristina. Morgunblaðið, AP, AFP, Reuters. GERT var ráð fyrir að Vojislav Kostunica myndi síðdegis í gær sverja embættiseið sem forseti Júgóslavíu en á föstudag viður- kenndi forveri hans, Slobodan Milos- evic, loks kosningaósigur sinn í sjónvarpsávarpi og herinn hét því að skipta sér ekki af rás viðburðanna. Embættistaka Kostunica átti að fara fram í ráðhúsinu í Belgrad klukkan fjögur að staðartíma og á mánudag er gert ráð íyrir að þingið staðfesti embættistökuna. Milosevic mun enn vera í Belgrad og segist ætla að hvíla sig í bili á stjómmálum en síðan taka að sér forystu sósíalistaflokksins. Hann hét því á föstudag að vinna næstu kosn- ingar „með sannfærandi hætti“. Flokkur hans hlaut flest þingsæti allra í þingkosningunum 24. septem- ber en fréttaskýrendur telja ósenni- legt að forsetinn fyrrverandi geti með þessum hætti haslað sér aftur völl í stjómmálalífi landsins. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði að það væm „hræðileg mistök" ef Mil- osevic fengi áfram að leika lausum hala í stjórnmálum og hann og Jacques Chirac Frakklandsforseti lögðu áherslu á að Milosevic yrði lát- inn svara til saka fýrir glæpi sína. George Papandreou, utanríkisráð- herra Grikklands, fór til Belgrad í gær og var ætlunin að hann myndi hitta Kostunica að máli, íyrstur ráðamanna í ríkjum Evrópusam- bandsins. Grísk stjórnvöld sögðu að verið væri „að semja um“ framtíð Milosevics en útskýrðu ekki málið nánar. Kostunica vann að því í gær að stofna neyðarnefnd sem takast á á við vandamál landsins en efnahagur þess er í rúst vegna styrjalda og við- skiptabanns Sameinuðu þjóðanna. Margt flækir þó málin og má nefna að Kostunica hefur fremur lítil völd samkvæmt stjórnarskrá. Hann mun einnig þurfa að semja við annan, valdamikinn forseta, sá er Milan Mil- utinovic, forseti Serbíu, en tvö ríki em í ríkjasambandinu Júgóslavíu, Serbía og Svartfjallaland. Milutin- ovic er gamall liðsmaður Milosevics. Svartfellingar tóku afstöðu gegn Milosevic í Kosovo-stríðinu. Sam- skipti sambandsríkjanna tveggja era enn í mikilli óvissu en undanfama mánuði hafa margir óttast að Milos- evic efni til styijaldar til að tryggja að Svartfellingar gangi ekki úr sam- bandinu og lýsi yfir sjálfstæði. Skoð- anir em mjög skiptar meðal Svart- fellinga, talið að meirihlutinn vilji sjálfstæði en öflugur minnihluti lítur á Svartfellinga og Serba sem bræðraþjóðir er eigi að vera í sama ríki. Milan Djukanovic, forseti Svart- fjallalands, segir að allt velti á því hvort ný stjórn í Belgrad viðurkenni kröfur Svartfellinga um aukna sjálf- stjóm. Sjónvarpsstöðin Sky sagði í gær að sonur Milosevics, Marko, væri flúinn til Moskvu en Marko hefur verið umsvifamikill í viðskiptum og er meðal annars talinn hafa reynt að leggja undir sig allt sígarettusmygl í Júgóslavíu. Einn af vinum forsetans, kaupsýslumaðurinn Vladimir Bokan, sem bjó í Aþenu, var skotinn til bana við heimili sitt í gærmorgun er hann steig út úr bíl sínum. Grísk yfirvöld höfðu um hríð rannsakað hvort Bokan stæði á bak við peningaþvætti og smygl á bensíni og vopnum. Marko Milosevic bjó hjá Bokan um þriggja ára skeið. Verðir með bros á vör Andrúmsloftið í Belgrad ein- kenndist af gleði í gær og greinilegt að miklu fargi var létt af íbúum landsins. Serbneskir landamæra- verðir, sem yfirleitt taka sér góðan tíma í að grandskoða vegabréf ferða- manna, hleyptu hópi erlendra blaða- manna inn í landið með bros á vör þó svo að enginn þeirra hefði tilskilda vegabréfsáritun. Leigubílstjóri sem ók blaðamanni og Ijósmyndara Morgunblaðsins inn í miðborg Belgrad var einnig brosmildur og bauð gesti „velkomna til hinnar frjálsu Serbíu“. ■ Örvæntingin of mikil/6 Mannréttindi þarf að samþætta allri menntun 28 HEILDARLA USNIR ERU OKKAR STYRKUR VEDSKIFTIAIVINNULÍF & SUNNUDEQI SUNNUDAGUR RttytuiHiiMb islenski refurlm hefur verið llla t»tik»ðurafmðfgum. Aðrir aést «ð þrautSBieuÞMWi (mmbygaa somhehirpreyö mar*an t»rrariri oggðun*. DanM B*r*- auuin övaltji 6 refaslóöum 6 Homstrðnflum og fytg IðfufjðtskytUu /« Sex fórust í Mexíkó FARÞEGAÞOTA af gerðinni DC-9 í eigu Aeromexico-félagsins rann út af flugbraut í Iendingu í gær og rakst á tvo bfla og þijú hús með þeim afleiðingum að sex manns fór- ust. Slysið varð í Reynosa í norður- hluta Mexíkó og var mikil rigning á svæðinu. 88 voru um borð í vélinni og sluppu lítt meiddir. Flugmaður- inn mun hafa reynt að nota heml- ana en þeir virkuðu ekki vegna vatnsflaums á brautinni. -----*-+-*---- Trimble krefst hollustu Belfast. AfP, The Daily Telegraph. DAVID Trimble, forsætisráðherra N-írlands, ávarpaði landsfund Sam- bandsflokks Ulster (UUP) sem hófst í gær. Hann réðst á gagnrýn- endur sína innan flokksins og sagði þá grafa undan sér og stefnunni sem hefði verið samþykkt með lýðræðis- legum hætti. „Hættið að hlaupa í fjölmiðla og ráðast á forystumenn flokksins," sagði forsætisráðherr- ann. Andstæðingar Trimbles em á móti friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa. Staða Trimbles þykir veik og hugsanlegt að honum verði senn velt úr sessi. I grein í The Irísh Times á föstudag er greint frá því að Trimble hafi leitað stuðnings breskra og írskra ráðamanna í síðustu viku og beðið þá m.a. um að koma skriði á af- vopnun Irska lýðveldishersins, IRA og endurskoða að einhverju leyti þá endurskipulagningu sem til stendur hjá lögreglusveitunum á N-írlandi. MORGUNBLAÐIÐ 8. OKTÓBER 2000 5 69090 0 090000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.