Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdasljóri BHM segir of algengt að EES-reglur séu brotnar Engin viðurlög við brotum á vinnuréttarreglum GÍSLI Tryggvason, framkvæmdastjóri BHM, segir nauðsynlegt að setja viðurlög sem tryggi að farið vefði eftir lögum um vinnurétt. Um er að ræða löggjöf sem er til komin vegna þátttöku ís- lands í Evrópska efnahagssvæðinu. Hann segir að það geti ekki talist eðlilegt að stjórnvöld og vinnu- veitendur komist upp með að bijóta rétt á launa- fólki án þess að það varði neinu. „Við finnum tilfmnanlega fyrir því að stjómvöld og vinnuveitendur brjóti rétt á einstaklingum án þess að það varði neinu. Þegar um vinnurétt er að ræða er oft erfitt að sýna fram á tjón, sérstaklega fjártjón, og jafnvel þó að það takist getur verið erf- itt að sanna orsakatengsl," sagði Gísli. Stjórnvöldum ber að tryggja að farið sé að reglum Á síðasta ári fékk félagsmálaráðuneytið Stefán Má Stefánsson lagaprófessor til að skoða þetta mál eftir að launaþegasamtökin höfðu bent á þann vanda sem fylgir því að engin viðurlög fylgja lög- um og reglum um vinnurétt. í álitsgerð hans kem- ur fram að aðildarríkjum EES-samningsins beri almennt að grípa til aðgerða gagnvart þeim sem brjóta fyrirmæli Evrópuréttar. Fram kemur í álit- inu að það leiði af dómaframkvæmd Evrópudóm- stólsins að aðildarríkin geti valið hvaða viðurlög- um er beitt enda séu þau ávallt virk, skapi varnaðaráhrif og gangi ekki of langt. Prófessorinn nefnir að meðal þess sem til greina kom sé févíti en það er eins konar sambland af refsingu og skaðabótum en mismunandi er til hvers þær renna. Gísli sagðist hafa verið að vonast eftir að stjórn- völd eða Álþingi hefðu frumkvæði að því að taka á þessu með lagasetningu, en það hefði ekki gengið eftir. Álitsgerð Stefáns er dagsett 13. desember 1999 og sagði Gísli að frá þeim tíma hefðu verið sett tvenn lög þar sem eðlilegt hefði verið að taka upp viðurlög. Það hefði ekki verið gert þrátt fyrir að þingnefnd hefði verið minnt á álitsgerð Stefáns. Gísli sagði að sumum tilskipunum ESB um vinnuréttarmál hefði verið vísað til aðila vinnu- markaðarins í þeim tilgangi að þeir semdu um framkvæmdina, en illa hefði gengið að fá vinnu- veitendur til að fallast á að það kostaði einhver við- urlög að brjóta reglurnar. Gísli sagði að þær reglur sem hér um ræddi fjölluðu m.a. um vinnutíma og hópuppsagnir svo dæmi væri tekið. Þessar reglur væi:u mjög já- kvæðar fyrir launafólk og því mikilvægt hags- munamál að þær væru virtar. „Þessar reglur eru hins vegar til lítils ef þeim fylgja ekki einhver við- brögð, úrræði eða viðurlög." Gísli sagðist vita til þess að í danskri löggjöf væru ákvæði sem tryggðu launþegum úrræði til að bregðast við þegar á þeim væri brotið. Hann sagði að BHM væri ekki endilega að krefjast refsi- viðurlaga heldur einhvers konar úrræðis, t.d. kæruréttar, dagsekta eða févíta. Gusugangur í lauginni Erill hjá lögreglu í fyrrinótt LÖGREGLUNNI í Reykja- vík bárust tvær tilkynningar um líkamsárásir í fyrrinótt. Annars vegar sparkaði ölvað- ur maður á þrítugsaldri í leigubifreið í Pósthússtræti og þegar ökumaður steig út úr bílnum og hugðist ræða við manninn fékk hann hnefa- högg í andlitið, en hann sak- aði þó ekki. Gekk berserksgang Þá gekk maður á fimm- tugsaldri berserksgang á veitingahúsi við Laugaveg. Maðurinn skemmdi fjóra spilakassa og einn leðursófa, auk þess sem hann rotaði mann. Klukkan þrjú var lög- reglunni tilkynnt um brot- hljóð frá versluninni ACO í Skipholti. Þar hafði verið brotist inn og tölvu að and- virði 200.000 krónur stolið. Breiðafjarðar- ferjan Baldur Vega- gerðin samdi við Sæferðir VEGAGERÐIN gekk í vikunni frá samningi við Sæferðir hf. um að taka við rekstri Breiðafjarðarfeij- unnar Baldurs frá næstu áramótum. Sæferðir áttu lægsta tilboð í nýlegu útboði en núverandi rekstraraðilar, sem siglt hafa Baldri í áratugi, hætta siglingunum og hyggjast skipta fyrirtækinu upp. Áð sögn Gunnars Gunnarssonar hjá Vegagerðinni er enn verið að huga að tilboðum í siglingar Herj- ólfs milli lands og Vestmannaeyja. Sem kunnugt er áttu Samskip hf. töluvert lægra tilboð en Herjólfur hf., sem séð hefur um rekstur skips- ins frá upphafi. Gunnar sagði það skýrast á næstu dögum hvoru til- boðinu yrði tekið, en forsvarsmenn Vegagerðarinnar hafa átt fundi síð- ustu daga með Samskips- og Herj- ólfsmönnum. MIKIÐ gekk á í Kópavogslauginni þegar Ijósmyndari átti leið þar hjá í vikunni. Miklar skvettur fylgdu vatnsáflogunum, en meiðsl voru engin. Vel mun viðra til sundspretta á höfuðborgarsvæð- inu um helgina. f dag mun kólna aðeins og er að sögn Veðurstofu von á skúrum og rigningu og því skynsamlegt að halda sig í sund- lauginni sé ætlunin á'ánnað borð að vera utandyra í vætunni. Heimssýningin Svíadrottn- ingí íslenska skálanum SILVÍA Svíadrottning og Viktoría krónprinsessa heimsóttu íslenska skálann á heimssýningunni EXPO 2000 í Hannover í Þýskalandi á fimmtudag. Tók Sigurður Björns- son, móttökustjóri íslenska skálans, á móti þeim og sýndi þeim framlag Islendinga til heimssýningarinnar. Islenski skálinn nýtur mikilla vinsælda á sýningunni og er enn sá næstvinsælasti á eftir þýska skál- anum. Alls hafa nú 3,6 milljónir heimsótt skálann og 1. október sl. voru gestir alls 39.927 og hafa aldrei verið fleiri. Að meðaltali eru gestir um 30 þúsund á dag og því nær öruggt að heildarfjöldi gesta verður rúmar fjórar milljónir er sýningunni lýkur um næstu mán- aðamót. Utanríkis- ráðherra sendi Kost- unica árn- aðaróskir HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sendi í gær Vojislav Kost- unica, réttkjörnum forseta Júgóslav- íu, árnaðaróskir. Fagnaði ráðherrann því að íbúar Júgóslavíu hefðu „valið sér leið lýðræðis og umbóta og hafn- að Milosevic og einangrun landsins á alþjóðavettvangi," eins og segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. I skeyti utamTkisráðherra til Kost- unica kemur fram að nú sé tækifæri til að hefja friðsamlegt uppbygging- arstarf í landinu ásamt því að vinna að eflingu lýðræðis og mannréttinda í samstarfi við Evrópuríki og alþjóða- stofnanir. Segir einnig að lýðræðisleg Júgóslavía hefði miklu hlutverki að gegna fyrir varanlegan stöðugleika á Balkanskaga. Ari Edwald framkvæmdastj óri Samtaka atvinnulífsins Telur að 10.000 manns gæti vantað á vinnumarkað 2010 ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, sagði á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva sl. föstudag að atvinnuþátttaka hér á landi væri orðin miklu meiri en í öðrum löndum og ástæða sé til að hafa áhyggjur af að þessi þróun muni draga úr framleiðni og hægja á hagvexti. Ari sagði að gera megi ráð fyrir að ef hagvöxtur verður 3% á næsta áratug megi reikna með að um 10 þúsund manns muni vanta á vinnumarkaðinn árið 2010. Innflutningur vinnuafls „Þetta gat í vinnuaflsþörfinni verður ekki fyllt nema með innflutningi vinnuafls eða með því að losa fólk úr þeim störfum sem unnin eru í dag til þess að taka að sér ný verkefni. Þótt það sé engin goðgá að flytja inn vinnuafl þá er þessi stærðargráða umhugsunarefni. Við hljótum að leggja allt kapp á að leysa þau verkefni sem unnin eru í dag með færri starfsmönnum og losa þann- ig um vinnuafl til nýrra og vonandi verðmætari starfa," sagði Ari. Meiri atvinnuþátttaka en þekkist meðal ríkja í OECD Fjallað er um mikla atvinnuþátttöku hér á landi í ný- útkominni þjóðhagsáætlun fyrir árið 2001. Þar kemur fram kemur að atvinnuþátttaka sé nú meiri á Islandi en annars staðar þekkist meðal OECD-ríkja. Á seinasta ári töldust 85,9% íslendinga á aldrinum 15-64 ára til vinnuaflsins, samanborið við 70,4% meðal OECD-ríkja og 69% í löndum Evrópusambandsins. Að mati sér- fræðinga Þjóðhagsstofnunar er talið líklegt að atvinnu- þátttaka hér á landi sé nú nálægt mögulegu hámarkí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.