Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Andstæðingar Slobodans Milosevic í Júgóslavfu ráðast á lögreglubíl fyrir utan þinghúsið 5. október. Reiði al- mennings magnaðist enn er stjórnvöld reyndu að ógilda forsetakosningamar að hluta til að vinna tíma. Örvæntingin of mikil, kjörin of bág |||g "1 m BAKSVIÐ Breytingarnar sem hafa skekið Balkan- skagann um árabil hafa loksins náð til Serbíu, skrifar Urður Gunnarsdóttir, sem telur að reiðin vegna slæmra lífskjara, einangrunar og vonleysis hafi að þessu sinni rekið Serba áfram. ATBURÐIR síðustu daga í Serbíu minna um margt á þá umbyltingu sem átti sér stað víða í Austur-Evrópu fyrir áratug. Óánægður almenningur hefur tek- ið völdin í sínar hendur, með hóf- saman mann í broddi fylkingar. Pólland og Tékkóslóvakía komu upp í hugann og Rúmenía reyndar líka á fímmtudag þegar svo virtist sem mótmælendur myndu ráðast á bústað Slobodans Milosevic. En aðgerðimar fóru ekki úr böndun- um, nokkuð sem var í takt við kosningabaráttu Vojislavs Kostun- icas og sýnir ef til vill betur en margt annað hve almennur stuðn- ingur er við hann. Ofbeldi er oftar en ekki mætt með ofbeldi á Balkanskaga en að þessu sinni virðist sú regla hafa verið brotin. Milosevic viðurkenndi loks ósigur sinn í forsetakosning- unum 24. september í sjónvarps- ávarpi á föstudag eftir að stjórn- lagadómstóll Júgóslavíu hafði úrskurðað að Kostunica hefði verið kjörinn forseti. Áreynslulítið Leiðtogi Serba síðasta áratuginn var þrautseigur í embætti og erfið- ur viðureignar fyrir vestræna stjórnmálamenn, sem settust ít- rekað að samningaborði með hon- um og oftar en ekki stóð Milosevic uppi með pálmann í höndunum. Það var í raun ekki fyrr en í Kos- ovo-deilunni sem Vesturveldin, með Bandaríkin í broddi fylkingar, spymtu raunveralega við fótum og hættu að láta undan Milosevic, sem hafði einstakt lag á því að ná sínu fram. Um tíma var talið að sveitir inn- an lögreglunnar myndu styðja Milosevic en á fimmtudag tóku hundrað lögréglumanna niður húf- ur og hjálma og bættust í hóp mót- mælenda, fullsaddir á einræðis- herranum sem kallað hefur svo mikla eymd yfir þjóð sína. Lög- reglumenn hafa haldið uppi gæslu við mikilvægar stofnanir en blaða- maðurinn og stjórnmálaskýrand- inn Bratislav Grabacic sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hún hefði eingöngu verið til málamynda. „Og þetta gekk allt vel og áreynsluhtið fyrir sig,“ segir hann. Reiðir fremur en hræddir Margir þeirra sem rætt hefur verið við í Belgrad af fjölmiðlum hafa sagt fólk enn óttaslegið vegna óvissunnar um hvað Milosevic kunni að taka til bragðs. En Grab- acic er ekki á sama máli. „Mér finnst fólk ekki hafa verið hrætt, það var miklu frekar reitt.“ Og það er reiðin sem hefur rekið Serba áfram. Reiðin vegna slæmra iífskjara, einangranar og vonleys- is, sem hefur verið að byggjast upp um árabil. Lengi vel tókst Milosev- ic að spila á strengi öfgafullrar þjóðernisstefnu og útmála Vestur- lönd sem höfuðandstæðinginn. Við- skiptaþvinganir Evrópusambands- ins og sprengjuárásir Atlants- hafsbandalagsins þjöppuðu fólki saman gegn andstæðingnum sem flestir höfðu þó að mörgu leyti tek- ið í sátt, þar sem vestræn menning og vestræn lífskjör freista ekki síð- ur Serba en annarra á Balkan- skaga. Það er í raun óskiljanlegt hvern- ig Serbar hafa getað dregið fram lífið á þeim sultarlaunum sem þeir hafa haft síðustu árin. Meðal-mán- aðarlaun um 40 þýsk mörk, um 1.500 ísl. kr., atvinnuleysi útbreitt og breytingar ekki í augsýn undir valdhafanum Milosevic. „Örvænt- ingin var orðin of mikil, kjörin of bág,“ segir Grabacic. Og svo birt- ist Kustunica, stjórnmálamaður sem almenningur treysti. Fimm- tugur lögfræðingur sem veit nú varla hvaðan á hann stendur veðr- ið í öllu því óskaplega umróti sem verið hefur síðasta mánuðinn. Réttur maður á réttum tíma Kostunica hefur lýst því yfir að hann hafi ekki granað hvað væri í aðsigi þegar hann ákvað að bjóða sig fram og víst er að hann er ekki einn um það. Hann þótti í byrjun litlaus stjómmálamaður en hann hafði það til að bera sem mestu skipti; heiðarleika og algerlega óháður Milosevic. Ólíkt því sem fólk átti að venjast frá þeim mönn- um sem reynt hafa að fylkja serb- nesku þjóðinni að baki sér; Vojslav Seselj, Vuk Draskovic, Zoran Djindjic. Hann var einfaldlega réttur maður á réttum tíma. Annað lykilatriði sem nefnt hef- ur verið er verkfall námamann- anna í bænum Kolubara. Það var hluti hinnar almennu óhlýðni er Kustunica hafði boðað til og þegar lögreglu var skipað að leysa upp setuverkfall námamannanna á mið- vikudag snerist hún á sveif með þeim. Þar með var ísinn brotinn í hugum margi-a og ekki aftur snúið. Góð áhrif á Balkanskaga „Einungis góð áhrif,“ var svar Carstens Flidelius prófessors við Kaupmannahafnarháskóla, sér- fræðings í málefnum Balkanskaga, þegar hann var spurður hvaða áhríf fall Milosevic myndi hafa á nágrannalöndin. Þar vísar hann til þess að viðskipti og flutningar verði óhindraðir að nýju þegar ESB aflétti efnahagsþvingunum af Serbíu, og því að fall Milosevic verði til þess að gefa lýðræðisöfl- um í löndunum aukinn meðbyr eins og raunin hafi orðið í Króatíu. „Lega Serbíu er afar mikiðvæg fyrir flutninga og samgöngur í Evrópu og bannið hefur gert mönnum ákaflega erfitt fyrir. Nú þegar hægt verður að fljúga til Serbíu, yfir Serbíu og keyra um Serbíu, losnar um stóran hnút, og efnahagur landsins mun að sjálf- sögðu glæðast með öllu því fjár- magni sem líklega mun streyma þangað. Og áhrifin á lýðræðisþró- un eru eingöngu jákvæð, þegar einn einræðisherra fellur, fylgja hinir, þeir hafa haldið hverjir öðr- um við völd. Þetta er einstakt ár sem hófst með láti Franjo Tudjm- ans í Króatíu og nú þetta,“ segir Flidelius. Hann kveðst þess fullviss að það sama verði upp á teningnum í Kosovo, þar sem ný stjómvöld í Belgrad muni styðja lýðræðisöfl í héraðinu, menn á borð við Ibrahim Rugova. Um það era þó skiptar skoðanir. Albanir sem Morgun- blaðið ræddi við í gær sögðust lít- inn áhuga hafa á því sem væri að gerast í Serbíu, sér kæmi það ekki við. „Ég er hræddur um að hér hafi menn ekki alveg áttað sig á því hvaða afleiðingar atburðirnir í Serbíu kunna að hafa í Kosovo. Yf- irmenn stjórnar Sameinuðu þjóð- anna sitja nú á löngum fundum til að ræða þau og er nema von,“ sagði háttsettur starfsmaður Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu í Kosovo. „Ég hef enga trú á því að öfl á borð við þau sem standa að baki Hashim Thaci [leiðtoga fyrram Frelsishers Kosovo, KLA] kunni að meta þær breytingar sem eru að verða í Serbíu og fyrir því eru einkum tvær ástæður; peningar og sjálfstæði,“ bætti hann við. „I fyrsta lagi eykst nú samkeppnin um það fé sem lagt er í uppbygg- ingu á Balkanskaga og í öðru lagi verða menn nú að líta aftur á ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna no. 1244, sem hefur verið grandvöllur vera og starfs SÞ og NATO í Kosovo. I ályktuninni er kveðið á um að Kosovo sé hluti af Serbíu. Á Vesturlöndum hefur engum dottið í hug að framfylgja þessu ákvæði á meðan Milosevic hefur verið við völd en hvað gerist nú?“ Þá er ekki útilokað að minnt verði á samkomulag NATO við serbnesk stjórnvöld þar sem kveð- ið var á um að hluti af her og lög- reglu Serba gæti snúið aftur til Kosovo. I kosningabaráttunni lýsti Kostunica, sem er yfirlýstur þjóð- ernissinni, því yfir að eitt af því sem biði hans væri að skilgreina að nýju landamæri Serbíu. Kosovo er hins vegar fjarri því að vera Serb- um ofarlega í hug nú í þeirri um- byltingu sem er að eiga sér stað í landinu sjálfu. Breytingarnar sem hafa skekið Balkanskagann um árabil hafa loksins náð til Serbíu, síðasta hluta gömlu Júgóslavíu. bók eftir Sigrúnu Eldjárn iMl Mál og monnlntiÍIffl malogmsnnlng.l8ip|l Laugavegl 18 • Slml 515 2500 • Sfðumúla 7 • Slml 510 2500 Bráðskemmtileg og frábærlega myndskreytt bók fyrir hressa krakka eftir einn vinsælasta barnabókahöfund okkar. Kólumbíumenn flýja átök milli skæruliða Bogota. AP, AFP. HÖRÐ átök hafa geisað milli tveggja skæruliðahreyfinga í rík- inu Putumayo í suðurhluta Kól- umbíu og íbúar á átakasvæðunum hafa flúið í átt að landamærunum að Ekvador. Liðsmenn stærstu skæruliða- hreyfingar marxista í Kólumbíu, FARC, og hægrimenn í Sameinuð- um sjálfsvarnarsveitum Kólumbíu berjast um yfirráð yfir plantekrum þar sem ræktaðir era kókarunnar, en þurrkuð lauf þeirra eru notuð í kókaín og fleira. Hersveitir hafa verið sendar á vettvang til að binda enda á átökin og opna vegi sem skæraliðarnir hafa lokað. „Fyrirtæki eru farin að loka dyrum sínum, matvælabirgðir eru að ganga til þurrðar og bensín fæst ekki lengur,“ sagði ríkisstjóri Putumayo, Jorge Devia. Átökin hófust fyrir tæpum hálf- um mánuði og óstaðfestar fregnir herma að mikið mannfall hafi orð- ið. Matvælaflutningar hafa stöðv- ast þar sem skæruliðar hafa hótað að eyðileggja flutningabíla á þjóð- vegunum. Ríkisstjórinn segir að „mjög verulegur" fjöldi íbúa á átaka- svæðunum hafi lagt á flótta að landamærunum að Ekvador. Þá var skýrt frá því að skæruliðar hefðu myrt níu bændur á þriðju- dag. Stjórn Kólumbíu hefur í hyggju að senda um 3.000 hermenn, sem hafa verið þjálfaðir í Bandaríkjun- um, til Putumayo og nágranna- ríkisins Caqueta til að binda enda á kókaínsmygl skæruliðanna og borgarastríð sem hefur kostað 130.000 manns lífið síðustu 36 árin. Um tvær milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðsins. Bandaríkin hafa stutt áform stjórnarinnar en grannríki Kól- umbíu hafa gagnrýnt þau þar sem óttast er að hernaðaraðgerðirnar verði til þess að flóttafólk, skæruliðar og eiturlyfjasmyglarar streymi yfir landamærin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.