Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ tfpif - LISTIR Cavallini faðir nú- tímamyndlistar? Róm. Daily Telegraph. í RÓM fannst á dögunum freska sem kann að hafa 1 för með sér endurritun listasögunnar að því er breska dag- blaðið Daily Telegraph greindi ný- lega frá. Freskan, sem aðeins hefur verið afhjúpuð að hluta, fannst undir lagi annarra verka í Santa Maria kirkjunni í Aracoeli. Verkið þykir sýna mehi dýpt en tíðkaðist í annars tvívíðri myndlist miðalda, en verkið er talið unnið fyrir tíma ítalska lista- mannsins Giotto er jafnan hefur ver- ið talinn faðir nútímamyndlistar. Freska Giottos af ævi heilags Frans í kirkjunni í Assisi hefur til þessa verið talinn marka tímamót í myndlist, en við gerð þeirrar fresku hörfar Giotto frá ílatri, stílfærðrí myndgerð miðalda og kynnir þess í stað til sögunnar bæði dýpt og for- myndun. I freskunni í Aracoeli, sem virðist eldri freskunni í Assisi, er hins vegar að fínna svipaða formmyndun og frumkvöðulstitillinn því e.t.v. ekki með réttu Giottos. Talið er að verkið sé eftir listamanninn Pietro Cavall- ini, einn af lærimeisturum Rómar- skólans, er vann að myndlist sinni á árunum 1273-1308. A 20. öldinni deildu listfræðingar gjarnan um hvor skyldi teljast frumherjinn Gi- otto eða Cavallini, en verk Cavallinis töldust þó almennt ekki nógu vönduð til að titill Giottos væri í hættu. Freskan í Aracoeli kann hins veg- ar að breyta þessu þar sem hún þykir mun vandaðri en önnur verk Cavall- inis. „Freskan í Aracoeli hefur raun- verulega formmyndun. Tæknilega séð leikur enginn vafi á að hún er verk Pietro Cavallinis. Önnur verk sem honum eru eignuð eru síðri, en þetta verk virðist hápunktur ferils hans,“ sagði Paolo Vegheggi, mynd- listargagnrýnandi ítalska dagblaðs- ins La Repubblica. Stóra spumingin er því nú hvort freskan í Aracoeli sé í raun eldri freskunni í Assisi og Cavallini þannig faðir nútíma myndlistar en ekki Giotto. Töluverð bið er hins vegar á því að endanleg aldursgreining liggi fyrir því að mati Vegheggis kunna ein 30 ár að líða þar til gátan verður ráðin. Ljósmynd/La Republica María mey og guðsbarnið sjást í þeim hluta fresk- unnar sem búið er að afhjúpa. JLjosmynd/lja Kepublica Tvívítt form miðaldamynda sést hér víkja fyrir þrí- vídd í þessum tumi. Hörpuútgáfan Ljóðabók, Lífsgleði og hljóðbækur ISDN SIMSTÖÐVAR LG Stafrænt síma- 09 samskiptakerfi w &3ohm£3<S) Hér erum við LG GDK ISDN simstöóvarnar henta flestum heimiium, fyrírtækjum og stofnunum. Góóír eigínieíkar eins og þráðiausír símar, ínnbyggð símsvörun og tölvutengingar. n Svar hf. er sameinað fyrírtaeki Istel hf. og Símvirkjans ehf. Þjónustudeíld Svars annast ,**■«*. þjónustu á ölíum eldri símstöðvum beggja fyrirtækja. mmS V «•*« Kj' Bæjarlínd 14-16 200 Kópavogur Simi 510 6000 Fax 510 6001 Ráðhústorgi 5 600 Akureyri Sími 460 5950 Fax 460 5959 Jóhann Hjálmarsson MEÐAL útgáfubóka Hörpuútgáf- unnar á þessu hausti er ný ljóðabók, Hljóðleikar, eftir Jóhann Hjálmars- son. Einnig ný bók í bókaflokknum „Lífsgleði“ - Minningar og frásagnir eftir Þóri S. Guðbergsson og end- urútgáfa bókarinnar Máttur bænar- innar eftir Norman Vincent Peale. Einnig fímm nýjar útgáfur á hljóð- bókum fyrir börn. Hljóðleikar eftir Jóhann Hjálmarsson er sextánda ljóðabók skáldsins. Eins og bók hans Marlíð- endur, sem kom út 1998, sækir hún efni í Eyr- byggju og aðrar íslenskar fornsög- ur og Eddukvæði. Þannig má segja að hún sé eins konar framhaid Mar- líðenda. Einnig er ort um landafundi Islendinga og Vínland. Flest ljóðanna eru þó úi- eigin umhverfi skáldsins og sum afar persónuleg. Jafnframt því sem ljóðin endurspegla tímann, ferð- ir og hugmyndir er leitað til upprun- ans og dregnar upp myndir úr fortíð. Marlíðendur (1998) vakti mikla at- hygli og fékk góða dóma gagnrýn- enda. Bókin hefur að hluta eða í heild verið þýdd á mörg tungumál og er væntanleg á spænsku. Hún hefur verið kynnt víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, á alþjóðlegri ráð- stefnu í Venezuela og á Bóka- stefnunni í Gautaborg. Lífsgleði eftir Þóri S. Guðbergs- son. Lífsgleði-bækumar hafa unnið sér fastan sess á íslenskum bóka- markaði og um mörg undanfarin ár verið í flokki söluhæstu ævisagn- anna. Þau sem segja frá í þessari nýju bók eru: Séra Birgir Snæbjörnsson, fyrrverandi sóknar- prestur á Akureyri, Jón Guðmunds- son á Reykjum, fyrrverandi bóndi og sveitarstjómarmaðm’ í Mosfellsbæ, Margrét Thoroddsen, húsmóðir og viðskiptafræðingur, Páll Gíslason yf- irlæknir, íyrrverandi skátahöfðingi, og Ragnheiður Þórðardóttir á Gmnd, húsmóðir á Akranesi. Ails hefur 51 Islendingur rifjað upp minningar sínar og slegið á létta strengi í þessum vinsæla bókaflokki. Máttur bænarinnar eftir Norman Vincent Peale. Bænirnar í bókinni gáfu Peale kjark og kraft til að takastávið lífið. Sömu reynslu hafa hinir fjöl- mörgu lesendur hans upplifað. Þýð- endur: Kristinn Ágúst Friðfinnsson og Kristján Valur Ingólfsson. Þessi ágæta bók hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið en verður gefin út á ný á þessu hausti. Hver er sinnar gæfu smiður, ný skáldsaga eftir Bodil Forsberg. Háskaflug, ný spennusaga eftir Jack Higgins. Fimm hljóðbækur Hörpuútgáfan gefur út fimm nýj- ar hljóðbækur í haust en í fyrra komu út þrjár bækur í þessum flokki. I hverri öskju era tvær snældur (lestur 3 klst), Lögð er áhersla á vandaðar þýðingar og flutning. Hljóðbækurnar sem koma út í haust eru Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Þýðing: Vilborg Dagbjartsdóttir. Lesari: Bessi Bjarnason. Þar segir frá því þegar Emil tróð höfðinu ofan í súpuskálina og gerði þrjár hetjulegar tilraunir til að draga jaxlinn úr Línu. Þegar Emil setti allt svoleiðis á annan end- ann að maður getur varla sagt frá því. TvæV snældur með bráð- skemmtilegu efni um prakkarann Emil í Kattholti. Ævintýri H.C. Andersen 1-2. Sögumaður: Heiðdís Norðfjörð. Sögurnar eru Ljóti andamnginn, Flibbinn, Kertaljósin, Murusóleyin, Svínahirðirinn, Penninn og blek- byttan, Silfurskildingurinn, Þum- alína. Ævintýri H.C. Andersen 3-4. Sögumaður: Heiðdís Norðfjörð. Sögurnar eru Hans klaufi, Tindátinn staðfasti, Nýju fötin keisarans, Grenitréð, Litla stúlkan með eldspýturnar, Koffortið fljúg- andi, Prinsessan á bauninni, Eld- færin, Engillinn. Ævintýrin okkar 1-2 eftir Heiðdísi Norðfjörð. Lesari: Heiðdís Norðfjörð. Sögurnar eru Ævintýri úr Dagdraumalandi, Er kötturinn með stél? Má ég fara í sveit, Afmælisgjöfin, Sparigrísinn, Kalli huldustrákur, Tinna, og fleiri sög- ur. Ævintýri frá annarri stjörnu 1-2 eftir Heiðdísi Norðfjörð. Lesari: Heiðdís Norðfjörð. Sögurnar eru Ævintýrastjörnur, Astró og vinir hans, Skógarferðin, Vinur í neyð, Pabbi verður hræddur, Krummi króknefur, Allt verður gott á ný og fleiri sögur. KVIKMYNDAKATIÐ I REYKJAVIK SUNNUDAGUR Bióborgin Kl. 15.40 cosi Ridevano Ki. 15.50 Buena Vista Social Club Kl. 17.50 The Straight Story Kl. 17.55 The Loss of Sexual Inn- ocence Kl. 20.00 The Loss of Sexual Inn- ocence, Buena Vista Social Club Kl. 22.00 The Straight Story Kl. 22.05 Cosi Ridevano Háskólabíó Kl. 18.00 Une Liaison porno- graphique, The Filth and the Fury Kl. 20.00 Une Liaison porno- graphique Kl. 22.00 Une Liaison porno- graphique, Kikujiro Regnboginn Kl. 14.00 Crouching Tiger, Hiddan Dragon Kl. 16.00 MissJulie Kl. 18.00 Cosy dens Kl. 20.00 Crouching Tiger... Kl. 22.00 Princess Mononoke, Ride with the Devil, Onegin Laugarásbíó Kl. 20.00 Legend of 1900 Kl. 22.10 Legend of 1900 MÁNUDAGUR Bíóborgin Kl. 15.40 Cosi Ridevano Kl. 15.50 Buena Vista Social Club Kl. 17.50 The Loss of Sexual Inn- ocence Kl. 20.00 The Loss of Sexual Inn- ocence, Buena Vista Club Kl. 22.00 The Straight Story Kl. 22.05 Cosi Ridevano Háskóiabio Kl. 17.40 Aberdeen Kl. 18.00 Une Liaison pomo- graphique Kl. 20.00 Une Liaison porno- graphique, Jing ke ci wang Regnboginn Kl. 16.00 Onegin, Un Pent entre deux Rives, Princess Mononoke, Crouching Tiger, Hidden Dragon Kl.18.00 Onegin Kl. 20.00 Cosy dens, Crouching Tiger, Hidden Dragon Kl. 22.00 Ride with the Devil Laugarásbíó Kl. 20.00 Legendof 1900 Kl. 22.10 Legendof 1900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.