Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 25 Það kemur fram í máli Bjargeyj- ar að það fylgir því engin lágdeyða að vera leikstjóri í Spuna. „Æfing- arnar eru oftast haldnar í heima- húsum og áður fyrr var algengt að konurnar þyrftu að taka börnin með sér. Stundum voru upp undir tíu ung börn á æfingum og fjörið eftir því. Leikklúbburinn hefur einnig staðið nokkrum sinnum fyrir því, í samvinnu við Islendingafélagið, að fá leikhópa frá Islandi til að sýna í Lúxemborg.“ Eftirsjá að prestinum „Við höfðum hér ágætan prest á meðal okkar, Flóka Kristinsson, en ekki fékkst fjárveiting frá ríkinu til að hafa hann nema í takmarkaðan tíma og fór hann til starfa á Islandi. Okkur er eftirsjá að Flóka en hinn ágæti prestur í London, Jón A. Baldvinsson, þjónar okkur. Hann var okkar prestur áður en Flóki kom til starfa. Okkur finnst nokkuð langt að sækja prestinn alla leið til London en það má geta þess að flugsamgöngur milli þessara staða hafa lagast mjög að undanförnu og bætir það úr skák. Það eru því ekki lengur fastar messur hér eins og áð- ur en messað verður hér af og til og sú næsta verður 17. desember næst- komandi. Það má líka geta þess að við höf- um fengið inni í mótmælendakirkju hér í borg þegar við þurfum að halda kirkjulegar athafnir. Fram til þessa höfum við verið á hálfgerðum hrakhólum með slíka aðstöðu. íslenskukennsla hefur farið fram á vegum félagsins og er kennt einu sinni í viku á veturna en námið er styrkt af menntamálaráðuneytinu. Islenskukennsluna sækja bæði börn sem eru fædd í landinu og aðflutt og menntaður kennari annast kennsl- una. Við teljum nauðsynlegt að halda málinu við, það tengir okkur saman.“ Hittast þar sem henta þykir best Bjargey segir að lengi vel hafi staðið til að íslendingafélagið færi í eigið húsnæði en ekkert hefði orðið af því ennþá. „Það er dýrt að kaupa húsnæði hér og reka það og þyrftu að koma til vegleg framlög ef það ætti að takast. Nú hittumst við þar sem henta þykir hverju sinni,“ segir formaðurinn. Bæði Bjargey og Agnar segja mjög gott að búa í Lúxemborg. „Eg ætlaði aðeins að dveljast hér í tvö ár en er hér ennþá,“ segir Agn- ar. „Hér búa börn og barnabörn okkar hjóna.“ Agnar er kvæntur Helgu Jónínu Walsh. „Það er kostur að borgin er í hjarta Evrópu svo það er stutt að fara í allar áttir. Það tekur tvo tíma að aka til Brussel, tvo og hálfan til Frankfurt og tæpa fjóra tíma til Parísar svo dæmi séu tekin. Hér er líka langt og gott sumar og verðlag er hagstætt, til dæmis er verð á bensíni hér mun lægra en í ná- grannalöndunum." Velmegun mikil í landinu „í þessu landi er mikil velmegun og maður sér enga eymd á götum úti,“ segir Bjargey. „Fólkið er vingjarnlegt og landið lítið og viðhorf íbúanna endurspegla það. Opinbera málið er franska en hægt er að komast vel af með ensk- una. Meðallaun eru yflrleitt góð og skattar sanngjarnir og það er hag- stætt fyrir fjölskyldufólk að búa hér því laun einnar fyrirvinnu nægja. Fyrir þá sem eru mikið fyrir að fara út að borða má geta þess að hvergi eru fleiri veitingastaðir á fer- kílómetra en í Lúxemborg og er fjölbreytnin eftir því. Það stafar ekki síst af því að rúmlega fjórðung- ur af heildaríbúafjölda landsins er útlendingar, en svo hátt hlutfall er einsdæmi í heiminum." Bæði Bjargey og Agnar sakna þess að hafa ekki beint flug til ís- lands frá Lúxemborg og segja það hafa áhrif á ferðir Islendinga heim og heimsóknir Islendinga til Lúx- emborgar. „Nú tekur það 6-7 klukkutíma að komast milli land- anna en áður tók það okkur þrjá tíma. Það breytir því þó ekki að flest förum við heim einu sinni til tvisvar á ári því að það er alltaf gott að koma heim til Islands." Fundir um bandarísku forsetakosning- arnar BANDARÍSKI stjómmálafræðipró- fessorinn dr. Howard I. Reiter mun í vikunni halda erindi um ýmsar hliðar forsetakosninga í Bandaríkjunum á tveimur opnum fundum í Reykjavík. Næstkomandi þriðjudagskvöld hinn 10. október mun dr. Reiter, sem er prófessor við háskólann í Conn- ecticut, flytja erindi sem hann nefnir „The Clinton Administration in History" í húsakynnum Reykjavík- urAkademíunnar, JL-húsinu við Hringbraut, fjórðu hæð kl. 20.30. Miðvikudaginn 11. október mun hann síðan halda annað erindi á veg- um Félags stjómmálafræðinga og stjórnmálafræðiskorar Háskóla Is- lands, sem ber titilinn „The Presi- dential Election of 2000 and what it means for US foreign policy". Fund- urinn fer fram í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 17. Á fyrri fundinum mun dr. Reiter fjalla um forsetatíð Clintons, m.a. stefnu stjórnar hans í innanríkismál- um og á alþjóðavettvangi. Viðfangs- efni seinni fyrirlestrar dr. Reiters verður fyrst og fremst kosningabar- áttan sem nú stendur yfir og hvaða áhrif kosningarnar framundan muni hafa á bandaríska utannldsmála- stefnu. SP - kort Sparisjóðsins Þann 18. október 2000 taka í gildi endurskoðaðir skilmálar SP-kortanna. Korthöfum hafa verið sendar upplýsingar um breytingarnar í pósti og bárust þær með gíróseðli á gjaldaga þann 4. október. Athygli korthafa er hér vakin á hinum nýju skilmálum í samræmi við ákvæði 12. gr. upphafs- skilmálanna og eru þeir hvattir til að kynna sér efni þeirra. Upplýsingar um nýja viðskiptaskilmála er hægt að nálgast á næsta afgreiðslustað Sparisjóðsins. '*Sí j r ^ »spk t spv Frumsýnd sama dag og í Bandaríkjunum föstudaginn 13. október O TtlLV'VE HAD TH-EIF ZOOO YEAKS...MOVV Jt'Á 0WR Tvi?H. ÍM«r IHASKOLABIOI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.