Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Ein af vinnustofum hönnunardeildar Jan van Eyck. Els Kuypers í vinnustofu fyrir tölvuvinnslu í Jan van Eyck Akademie. Vilja fá fleiri Islendinga Margiríslenskir myndlistarmenn hafa sótt menntun í Jan van Eyck Akademie í Maastrichtí Hollandi. Guðrún Guólaugs- dóttir var þar á ferð fyrir skömmu. Hún skoðaði skólann og fékk upplýsingar um námið þar. Einnig ræddi hún viö þá Helga Þorgils Frið- jónsson og Finnboga Pétursson sem þar voru viö nám í tvö ár. Morgunblaðið/ Guðrún Guðlaugsdóttir Ein af hinum stóru vinnustofum sem stendur auð og bíður eftir næsta listamanni. Hið fræga tímamótaverk Jan van Eyck, „ Arnoifini og brúður hans“. Þetta ertalin brúðarmynd. Verkið er sagt nýskapandi í stíl og listtækni. / /'Aldaslóð Bjöms Th. Bjöms- sonar er sagt írá hollenska málaranum Jan van Eyck. Hann málaði mjög fræga bróðkaupsmynd af kaup- manninum Amolfini og brúði hans sem nú er varðveitt í National Gall- ery í London. Jan van Eyck fæddist 1390 og dó 1441. Umrætt málverk er talið fyrsta hreina olíumálverkið í evrópskri list. í Maastricht í Hollandi er skóli sem kenndur er við þennan fræga málara, Jan van Eyck Aka- demie, þar hafa um tveir tugir ís- lenskra listamanna dvalið við störf og nám undanfarin tuttugu og fírnm ár. ENGINN FRÁ ÍSLANDINÚNA Ég heimsótti þessa menntastofnun í haust og bjóst við að þar væri mikið um að vera - skólastarf að hefjast. En það var öðra nær. Fótatak mitt berg- málaði í auðum göngum hins stóra húss og vinnustofumar stóra galtóm- ar. Ég fékk mér sæti í anddyrinu og heyrði loks óm af rödd sem mælti á hollensku. Ég virti fyrir mér um- hverfíð og sá í anda unga myndlistar- menn af ýmsum þjóðemum arka fram og aftur og ræða saman um allt það sem þeir ætluðu að gera eftir að hafa fengið tækifæri til að stunda hér rannsóknir og listsköpun í tvö ár. Hér voru á árum áður margir ís- lendingar en enginn landi hefur verið í Jan van Eyck Akademie í fjögur ár. „Okkur finnst þetta einkennilegt og höfum velt því fyrir okkur hvers vegna enginn komi frá íslandi leng- ur,“ segir Els Kuypers sem starfar á skrifstofu akademíunnar. Hún hafði á leið sinni rekist á mig og tekið að sér að sýna mér skólann. STARFIÐ HEFST UM ÁRAMÓT „Hér hófst skólastarf alltaf í sept- ember þar til í ár, þá ber nýrra við. Nú hefst starfíð ekki fyrr en um ára- mót. Skólinn hefur fengið nýjan rekt- or, Koen Brams sem áður var rit- stjóri „de Witte raaf“ sem er þekkt tímarit í Hollandi. Ritstjórinn sem orðinn er rektor situr nú við að móta nýjar áherslur í starfi Jan van Eyck Akademie. „Nemendur era hér yfirleitt milli 40 og 50, alls staðar að úr veröldinni, líklega er að jafnaði aðeins einn þriðji þeirra frá Hollandi. Jan van Eyck Akademie er alþjóðleg „póstakadem- ísk“ stofnun fyrir verklega tilrauna- starfsemi og rannsóknir á sviði sjón- rænnar menningar,“ segir Els. ÝTTUNDIR SAMVINNU DEILDA „Stofnunin samanstendur í grund- vallaratriðum af þremur deildum, fagurlist, hönnun og listfræði. Þetta era jafngildir þættir í sameiginlegu prógrammi umræðna og rannsókna. Skólanum er ætlað að uppfylla kröfur reyndra atvinnulistamanna, hönnuða og fræðimanna. í skólann er aðeins tekið fólk sem þegar hefur lokið prófi frá viðurkenndum listaskólum og ekki er hægt að taka neitt lokapróf héðan. Nemendur geta einbeitt sér að sín- um eigin verkum á sínum forsendum, ásamt því að hafa tækifæri til að stunda rannsóknir. Hver deild er op- in öllum þátttakendum, þannig að þeir geta farið á milli þeirra að vild. Ýtt er undir og stuðlað að samvinnu deilda. Námsáætlun og stefna skólans er að sjónræn starfsemi hljóti alltaf að vera í tengslum við síbreytilegan heim, félagslegan, efnahagslegan, stjómmálalegan og tæknilegan, og geti ekki þrifist án gagnrýnna tengsla við umheiminn. Grandvallar- forsenda skólans er því að myndlist sé órjúfanlega tengd hinu þjóðfélags- lega samhengi. HINN ALÞJÓÐLEGI BLÆR Á meðan dvöl fólks stendur í stofn- uninni fær það tækifæri til að þróa list sína persónulega og meta eigin verk út frá þessum mælikvarða, fræðOega og gagnrýnið. VOji tíl að leggja sitt af mörkum í þessu ferli er mjög mikOvægt viðmið varðandi inn- töku nemenda og við ráðningu kenn- ara. Það er eindregin ætlun að þessi Hafði heyrt að þar væru tvö segulbandstæki Finnbogi Pétursson mynd- listarmaður var nemandi við Jan van Eyck skólann í Maastricht á árunum 1983 til 1985. „Ég var þar samtíða Helga skjaldböku," segir Finnbogi. „Ég kom þarna út og bjó fyrstu mánuðina hjá Ástu Ólafsdóttur myndlistar- manni sem lokið hafði námi frá Jan van Eyck árinu áður. Hún bjó síðan í Maastricht í nokkur ár eftir að hún hætti i skólanum. Það tók mig dálítið langan tíma að finna húsnæði. Ég fór út á undan konu minni og syni og ætlaði að finna húsnæði, en það endaði með að við bjuggum öll þijú hjá Ástu fyrsta hálfa árið mitt i skólanum. Gerði filraunir með alls kyns umhverfishljóð Ég fór í þennan skóla af því að ég hafði heyrt að það væru þar tvö segulbandstæki. Ég hef alltaf unnið með hljóð í mynd- list minni. Ég byggði ásamt öðr- um hljóðstúdíó í kjallara Myndlista- og handíðaskólans að Skipholti, sem var síðar notað af Oxsma. Siðasta árið mitt hafði ég það stúdió einn. Eg var líka nánast einn með segulbandstækin tvö í Hollandi og líkaði það vel. Ég var mikið að gera tilraunir með alls kyns umhverfishljóð þarna úti, þar á meðal röddina í mér. Ég fór svo fljótlega út í innsetningar, (þá er hlutum kom- ið inn í fyrirfram ákveðið rými). Ég varð fyrir nokkru „menn- Finnbogi Pétursson í stúdói sínu í Jan van Eyck Akademie 1985, myndin er hluti af kynningarblaði um Finnboga frá námsdvöl hans þar. ingarsjokki" þegar ég kom þarna. Hér hafði ég verið með fjölda fólks í námi í litlum kcnnslustofum, þarna fékk ég sama rými með helmingi meiri lofthæð og ég áður deildi með kannski tíu manns. Mér leið næstum eins og „Palli var einn í hciminum." En rýmið var fljótt að fyllast og verða of lítið. Námsdvöl sem mildar höggið! Skólinn er af svipaðri stærð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.