Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Mannréttindi þarf að samþætta allri menntun Katarina Tomasevski er prófessor í mannrétt- indafræðum við Wallen- berg-stofnunina í Lundi og sérstakur eftir- litsfulltrúi Sameinuðu þjóðanna með réttinum til menntunar. Margrét Heinreksdóttir ræddi við hana. SKÓLAR landsins eru nú komnir á fullan skrið með vetrarstarf- ið; ungmenni á aldrin- um 6-16 ára sest á skólabekk í skyldu- námi og þúsundir þeim eldri við nám í framhaldsskólum og háskólum. Bæklingum um námskeið á fjölmörgum sviðum, bæði til end- urmenntunar og tómstundaiðkunar, hefur rignt inn um bréfalúgur, a.m.k á höfuðborgarsvæðinu, með slíkum freistingum, að maður óskar þess að 48 klukkustundir væru í hverjum sólarhring í stað 24. Enda þótt eitt og annað megi vafalaust betur fara í íslensku menntalífi erum við íslendingar þó með best settu þjóðum á sviði menntunar. Islensk ungmenni eru svo lánsöm að fá tækifæri til að leita menntunarleiða sem hæfa eiginleik- um þeirra, til að láta drauma sína rætast og vinna þar með gagn bæði sjálfum sér, landi sínu og þjóð - og kannski veröldinni allri. Hver veit hver frami kann að bíða hvers og eins nemanda sem nú sest á skóla- bekk? Víst er að íslenskum ungmennum eru veitt réttindi og tækifæri sem gífurlegur fjöldi barna og ungmenna víðsvegar um heiminn fer á mis við. Það hefur í för með sér takmarkaða framtíðarmöguleika bæði fyrir þau sem einstaklinga og þjóðir þeirra sem vísast munu dragast æ lengra afturúr í þróun félags- og efnahags- mála með þeim afleiðingum að bilið milli ríkra þjóða og fátækra fer sí- fellt breikkandi. Það ástand er ekki vænlegt til eflingar heimsfriði og því Ijóst að eitt brýnasta verkefnið á al- þjóðavettvangi er að efla og bæta menntun í hinum svokölluðu þróun- arlöndum heimsins. Þess utan má ekki gleyma því, að sérhver einstakl- ingur, hvar svo sem hann er niður kominn í veröldinni, á beinlínis rétt til menntunar, rétt sem kveðið hefur verið á um í fjölmörgum alþjóðleg- um yfirlýsingum og samningum. Viðurkenndur réttur Rétturinn til menntunar telst til viðurkenndra mannréttinda, hefur verið lögfestur í alþjóðlegum mann- réttindasáttmálum. Þótt hann teljist allajafna til menningarlegra rétt- inda, sem margir hafa því miður til- hneigingu til að gera minna úr en svokölluðum borgaralegum og stjómmálalegum réttindum, er hann óvefengjanleg undirstaða margra hinna síðarnefndu. Nauðsynlegt er til dæmis að hafa notið einhverrar menntunar til þess að geta nýtt rétt sinn til félaga- og fundafrelsis, rétt til að afla upplýsinga og tjá hugsanir sínar,. hugmyndir og skoðanir, til þátttöku í lýðræðislegum kosning- um, hvort heldur er sem kjósandi eða frambjóðandi, til að gegna opin- berum störfum, til þess að geta sótt rétt sinn fyrir dómstólum og þannig má lengi áfram telja. Rétturinn til menntunar snýr ekki eingöngu að þeim sem hennar eiga að njóta, þ.e. nemendum, að þeir fái uppfræðslu. Hann snýr einnig að kennurum og öðrum leiðbeinendum, Presslink/Jose Luis Cuesta Skólabörn í Guatemala. „Þróunaráætlanir fyrir börn lúta sérstökum lögmálum," segir Tomasevski. „Það verð- ur að taka þau út fyrir hið lýðræðislega stjórnmálaferli." í 26. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna frá 10. desem- ber 1948. Þar sagði: Hver maður á rétt til menntunar. Skal hún veitt ókeypis, að minnsta kosti barnafræðsla og undirstöðu- menntun. Börn skulu vera skóla- skyld. Iðnaðar- og verknám skal öll- um standa til boða og æðri menntun vera öllum jafnfrjáls, þeim er hæfi- leika hafa til að njóta hennar. Menntun skal beina í þá átt að þroska persónuleika einstakl- inganna og innræta þeim virðingu fyrir mannréttindum og mannhelgi. Hún skal miða að því að efla skiln- ing, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarflokka og að efla starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðarins. Foreldrar skulu öðrum fremur ráða, hverrar menntunar börn þeirra skuli njóta. Með Alþjóðasamningi SÞ um efnahagsleg, félagsleg og menning- arleg réttindi var rétturinn til menntunar útfærður ítarlegar. Hann var samþykktur árið 1966, gekk í gildi tíu árum síðar og er bindandi að alþjóðarétti gagnvart þeim ríkjum, sem hafa fullgilt hann. Sex árum fyrr höfðu aðildarríki UN- ESCO, Mennta-, menningar- og vís- indastofnunar Sameinuðu þjóðanna, samþykkt alþjóðasamning, sem gekk í gildi árið 1962, um bann við mismunun á sviði menntunar, þ.e. aðgangur að menntun á öllum stig- um skyldi óháður kynþáttum, litar- hætti, trúarbrögðum, skoðunum, þjóðemis- og félagslegum uppruna, eignastöðu, ætterni eða öðrum að- stæðum. Með fullgildingu þessara samninga tókust aðildarríkin á hendur ýmsar mikilvægar skyldur í menntamálum. Samkvæmt fyrrgreinda samn- ingnum ber aðildarríkjunum - ein- um sér eða með alþjóðlegri aðstoð og samvinnu - að gera með öllum tiltækum ráðum þær ráðstafanir sem þau „frekast megna“ til að fá viðurkennd þau réttindi sem samn- ingurinn kveður á um. Tekið er fram, að þróunarlöndin megi ákveða, með tilhlýðilegu tilliti til mannrétt- inda og efnahags þjóða þeirra, að hvaða marki þau muni ábyrgjast efnahagslegu réttindin. Enda þótt efnahagur þeirra kunni að vera bág- borin er ætlast til að þau setji sér markmið og geri áætlanir um hvem- ig og að hversu miklu leyti þau geti - stig af stigi - uppfyllt þær kröfur sem samningurinn gerir til þeirra. í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem undirritaður var af aðildarríkj- um Evrópuráðsins árið 1950, var Lijosmyna/Morcen nangKiiae Katarina Tomasevski: „Þá sjaldan mig dreymir starf mitt er það á ensku, um bernskuárin dreymir mig á ftölsku, sem ég lærði í leikskóla, og um bókmenntir og matseld dreymir mig á spænsku." foreldrum og öðrum forráðamönn- um og þeim sem reka menntastofn- anir, hvort semjpað eru opinberir að- ilar eða ekki. I honum felst einnig inntak menntunarinnar, hvað er kennt, hvemig er kennt og í hvaða skyni, markmið menntunar. Og er þá ekki allt talið. Sú var tíðin, að markmið mennt- unar var fyrst og fremst að ala upp og fræða fólk - og þá fyrst og fremst karlmenn - til þess að stjóma við- komandi samfélagi og viðhalda til- teknum gildum; trúarlegum, heim- spekilegum, menningarlegum og öðram samfélagslegum gildum á hverjum stað. Þá var menntunin for- réttindi fárra og sú hugsun flestum fjarri, að sérhverjum einstaklingi bæri réttur til menntunar sjálfs sín vegna; ekki aðeins til að auka mögu- leika sína til mannsæmandi efna- legra aðstæðna heldur og til aukinn- ar lífsfyllingar og persónulegs þroska. I Evrópu var það ekki fyrr en á nítjándu öldinni sem spekingar fóru að hvetja til aukinna afskipta ríkisvaldsins af menntunarmálum, m.a. með það í huga að verja böm og ungmenni fyrir ofríki kirkjunnar og jafnvel foreldra. Lög og reglur um skyldur ríkisins til að sjá öllum börn- um fyrir menntun - jafnframt skyldu barna til að sækja skóla - komu ekki til fyrr en tuttugasta öld- in var gengin í garð. Rétturinn til menntunar sem slík- ur var fyrst fram settur á heimsvísu ekki kveðið beint á um ótvíræðan rétt til menntunar. Úr því var nokk- uð bætt með fyrsta viðauka hans ár- ið 1954, þó með mun veikara orða- lagi en í Mannréttindayfirlýsingunni og framangreindum Alþjóðasamn- ingi SÞ. Var þar einungis kveðið á um að engum skyldi synja um rétt- inn til menntunar og áhersla lögð á rétt foreldra til að tryggja að mennt- un barna þeirra og uppfræðsla væri í samræmi við þeirra eigin trúarskoð- anir og sannfæringu. Komið hafa upp mál vegna þessa ákvæðis þar sem saman hefur slegið þessum rétti foreldra og rétti barna til að fá upp- fræðslu, sem þeim hefur verið talin nauðsynleg. Hafa mannréttinda- nefndin og Mannréttindadóm- stóllinn í Strassbourg alloft bætt lóð- um á vogarskálarnar börnunum í hag með túlkun sinni á ákvæðum samningsins. Með félagsmálasátt- mála Evrópu, sem gekk í gildi árið 1965, voru innleidd ákvæði um rétt til starfsþjálfunar. Yíirlýsingar Evrópubandalagsins í menntamáb um hafa verið á svipuðum nótum. I ameríska mannréttindasáttmálan- um var ekki kveðið á um rétt til menntunar fyrr en með viðauka frá 1988, sem gekk í gildi 1994, en þá líka með þeim ótvíræða hætti að allir ættu rétt til menntunar. Slíkt ákvæði var þá þegar komið í afríska mannrettindasáttmálann frá 1981, sem gekk í gildi 1987. Síðast en ekki síst ber að geta Barnasáttmála SÞ - sem flest ríki heims hafa fullgilt - þar er kveðið ítarlega á um rétt barna til menntunar og um markmið hennar. Erfitt og kröfuhart sjálfboðaliðastarf Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa um árabil starfað á ýmsum sviðum svonefndir sérstakir eftirlits- fulltrúar - Special Rapporteurs - ýmist til þess skipaðir að fylgjast með mannréttindabrotum í tiltekn- um löndum eða brotum á tilteknum afmörkuðum réttindum - og þá á heimsvísu. Til skamms tíma fengust síðarnefndu eftirlitsfulltrúarnir ein- göngu við brot á borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum en árið 1998 var skipaður sérstakur eftir- litsfulltúi með réttinum til menntun- ar, hinn íyrsti á sviði svonefndra efnahagslegra, félagslegra og menn- ingarlegra réttinda. Til starfsins valdist kona að nafni Katarina Tomasevski, þekktur rithöfundur og fræðimaður á sviði mannréttinda og prófessor við Raoul Wallenberg- mannréttindastofnunina í Lundi í Svíþjóð, sem nú er undir stjórn ís- lenska mannréttindafræðingsins Guðmundar Alfreðssonar, en hann er einnig með þekktustu fræðimönn- um á þessu sviði.. Undirrituð sá og heyrði Katarínu Tomasevski fyrst á norrænni mann- réttindaráðstefnu í Kaupmannahöfn í desember 1994 þar sem hún hélt fyrirlestur um þróunarmál, mann- réttindi og afskipti Alþjóðabankans af þróunarlöndunum. Hún vakti þar athygli og aðdáun viðstaddra, ekki einasta fyrir framúrskarandi efnis- tök heldur og einstaklega sköraleg- an flutning án þess að styðjast við skrifaðan texta. Fyrirlestrar hennar í Lundi vora sama marki brenndir og var sama um hvaða viðfangsefni hún fjallaði. Það er því enginn auk- visi sem um þessar mundir hefur eft- irlit með rétti bama heimsbyggðar- innar til menntunar - enda eins gott því verkefnið er yfirþyrmandi. Verksvið eftirlitsfulltrúans nær til heimsins alls og er honum ætlað að fjalla um öll mál er tengjast réttin- um til menntunar - sem er vitaskuld óhugsandi íyrir eina manneskju. Ætla mætti að slíkt starf væri vel launað en það er öðra nær; hinir sér- stöku eftirlitsfulltrúar Sameinuðu þjóðanna með mannréttindabrotum eru ólaunaðir með öllu og hafa því al- gert sjálfstæði gagnvart aðildarríkj- um samtakanna. Kostnaður við rannsóknarferðir þeirra er greiddur og Katarina Tomasevski hefur smá- vægilega fjárveitingu til að greiða dulítið fyrir aðstoð ungs mannrétt- indafræðíngs, sem hún hefur komið fyrir í skrifstofunni sinni hjá Raoul Wallenberg-stofnuninni. Starf eftirlitsfulltrúa SÞ krefst mikilla diplómatískra hæfileika því það er unnið í nánu samstarfi við stjómvöld á viðkomandi stoðum, þ.e. hina brotlegu sjálfa, því það er ríkis- stjórnanna að sjá til þess að mann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.