Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 29 réttindi séu virt. Beita verður til- teknum viðurkenndum aðferðum, sem hafa verið að þróast í áranna rás. Katarina byrjaði starfið á því að safna saman upplýsingum frá ýms- um stofnunum Sameinuðu þjóðanna um ástand í menntunarmálum víða um heim og leggja ferskt mat á þær jafnframt því sem hún hefur sjálf verið að afla upplýsinga um brot á réttinum til menntunar. Sú upplýs- ingaöflun er afar viðtæk. Hún nær ekki eingöngu til brota gagnvart þeim, sem menntunar eiga að njóta, þ.e. nemenda; að þeir fái tækifæri og aðstöðu til að ganga í skóla heldur og fjölda annarra þátta sem námsvist barna tengjast, allt frá efni náms- bóka til líkamlegra refsinga. Hún nær einnig til þeirra, sem menntun- ina eiga að veita, þ.e. kennara, meðal annars til brota gagnvart þeim á ýmsum sviðum sem starfstéttir þeirra varða, t.d. þegar samtök þeirra eru bönnuð af pólítískum eða öðrum ástæðum eða kennarar rekn- ir úr starfi vegna skoðana sinna og/ eða vinnu að félags- og launamálum. Hún tók dæmi frá Eþíópíu þar sem framkvæmdastjóri samtaka kennara var í fangelsi en fyrirrennari hans hafði verið drepinn. Þar hafa árum saman staðið deilur milli stjórnvalda og kennai-a um hvað eigi að kenna og hvernig og hver skuli ákveða það. Skyldu allir vegir færir En hver er hún þessi kona, sem gegnir þessu kröfuhai'ða starfi og gefur svo mjög af sjálfri sér til hags- bóta fyrir börn og ungmenni heims- byggðarinnar og hvernig hyggst hún ráðast til atlögu við verkefnið. I sam- tali okkar um starf hennar á vegum Sameinuðu þjóðanna bað ég hana að segja fyrst svolítið frá sjálfri sér. Hver er Katarína Tomasevski og hvaðan er hún upprunnin? „Eg hef stundum svarað þessari spurningu þannig, að ég sé mann- eskja sem dreymir á þremur tungu- málum,“ segir hún. „Þá sjaldan mig dreymir starf mitt er það á ensku, um bernskuárin dreymir mig á ít- ölsku, sem ég lærði í leikskóla og um bókmenntir og matseld dreymir mig á spænsku." Hún heldur áfram: „Ég fæddist í héraðinu Istríu við norður- hluta Adríahafs, sem áður heyrði Italíu til, síðan Júgóslavíu og nú Króatíu. Afi minn og amma fluttu þangað frá Póllandi 1921 og settust þar að í stað þess að halda áfram til Bandaríkjanna eins og margir land- ar þeirra gerðu á þessum árum. Tungumálið, bókmenntir og menn- ing svæðisins höfðuðu til þeirra en efth- heimsstyrjöldina síðari lenti svæðið austan Járntjaldsins. Ég var send snemma í skóla og látin læra bæði ensku og rússnesku. Foreldrar mínir vildu tryggja að ég gæti bjarg- að mér, hvort sem ég lenti austan eða vestan við það. Ég hlaut mennt- un beggja vegna tjaldsins sem hefur komið sér vel í starfi mínu því að ég þekki og skil bæði kosti og galla beggja kerfanna. I starfi mínu sem sérstakur eftirlitsfulltrúi Sameinuðu þjóðanna með réttinum til menntun- ar auðveldai' þessi bakgrunnur mér að setja mig inn í hin mörgu og mis- jafnlegu réttar- og menningarkerfi sem hann tengist á heimsvísu." Katarina kveðst snemma hafa byrjað að vinna fyrir sér með skóla og hafa komið víða við. Hugur henn- ar stóð til að verða blaðamaður en af því varð ekki. „Foreldrar mínir töldu það starf ekki nógu öruggt fyrir unga konu, sem fædd var án ríkis- fangs og gat átt ýmislegt á hættu á þessum árum kalda stríðsins, svo að þau hvöttu mig til að læra lögfræði. Ég var ekki ýkja hrifin af henni í fyrstu. Mér leiddist sú hefðbundna hugsun að nota bæri lögfræðina til að styrkja stjórnskipunina og þvinga fólk til hlýðni við gildandi lög, hvern- ig svo sem þau væru. Upp úr 1960 fór að komast verulegur skriður á mannréttindahreyfinguna og hún olli gerbyltingu í lögfræðilegri hugs- un. Það kunni ég vel að meta, að geta notað lögin sem tæki til að leita rétt- ar þeirra sem rændir höfðu verið réttindum sínum og tækifærum og koma þeim í skilning um að þeir væru ekki fómarlömb óheppni held- ur mannréttindabrota. Doktorsrit- gerðina mína skrifaði ég við háskól- ann í Zagreb. Hún var á vettvangi þjóðaréttar, Ijallaði um hryðjuverk - terrorisma. Ég hélt því þar fram, að alþjóðalög réðu ekkert við pólitískt ofbeldi, enda væru ríkisstjórnir hvorki færar um það né til þess fús- ar að skilgreina hryðjuverkastarf- semi á þeim vettvangi hvað þá að taka höndum saman til að vinna gegn henni. Það átti síðar eftir að breytast, en á þessum árum þótti þetta ekki góð latína og gömlu pró- fessorarnir við háskólann minn héldu því fram að ég beitti röksemd- um stjórnmálafræðinnar meira en rökum lögfræðinnar. Að námi loknu hóf Katarína störf fyrh' ýmsar mannréttindastofnanir, m.a. lítil samtök sem unnu að rétt- indum barna, nefndust Defense of Children’s Rights Intemational og þegar AIDS-plágunnar varð fyrst vart réðst Katarina til Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (World Health Organization, WHO) til þess að skipuleggja áætlun um það hvernig vinna skyldi á heimsvísu gegn þessum vágesti og verja rétt- indi þeirra sem yrðu honum að bráð. „Þetta var í fyrsta sinn sem mann- réttindaþátturinn var fléttaður inn í heilbrigðisáætlun og því afar áhuga- vert á allan hátt. Yfirleitt er það læknastéttin sem stjómar heilbrigð- isáætlunum og læknar læra ekkert í námi sínu um mannréttindi. Þeir hafa sínar siðareglur, sem þeir sjálf- ir setja sér í skiptum sín í milli og gagnvart sjúklingum með þeim hætti, að þeir líta á sjúklinga sem fólk er þarf að vernda, en ekki fólk sem á réttindi. Tvíbent afstaða Alþjóðabankans Starfið íyrir börnin vakti fljótlega áhuga Katarínu á þróunaraðstoð og starfsemi Alþjóðabankans, sem átti eftir að verða eitt af sérfræðisviðum hennar; hún hefur fjallað mikið um þau mál bæði í ræðum og ritum. „Þróunaráætlanir fyrir börn lúta sérstökum lögmálum,“ segir hún, „það verður að taka þau út fyrir hið lýðræðislega stjómmálaferli. Börn geta ekki staðið á réttindum sínum sjálf, því þau hafa engan atkvæðis- rétt nema með milligöngu foreldra sinna. Enda blasa afleiðingar þessa við í hlut þeirra í þjóðartekjum ríkja heims. Tökum sem dæmi Afríku þar sem 60% íbúanna eru undir 18 ára aldri. Maður skyldi ætla að fjárfram- lög til menntunar og heilsugæslu barna hefðu þar forgang en því er ekki alls staðar að heilsa, þau em víða neðst í fjárveitingastiganum. Þar sem um er að ræða mjög fátæk ríki em þessi mál erfið viðureignar. Það er til dæmis ekki auðvelt að segja við ríkisstjórnir landa eins og Uganda og Zambíu að þær ættu að veita meira fé til menntunarmála, því að þær hafa bókstaflega úr engu að spila. Margar þjóðir eru að kikna undan skuldabyrði og þar kemur að stefnu stofnana eins og Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóð- ins, sem krefjast þess í sífellu og gera að skilyrði fyrir lánveitingum, að þróunarríkin dragi úr rfkisum- svifum, þar á meðal hverskonar op- inberri þjónustu. Þegar við skilgreinum vandamál heimsins skiptir öllu hvaða sess við ætlum fólki í forgangsröðinni og þegar við lítum á starf Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem segjast vera að vinna að þróun, mannkyninu til góðs, sjáum við að þeir hugsa ekki fyrst og fremst um þarfir fólksins, heldur líta á það sem tæki í þjónustu hagvaxtar og skulda- greiðslna. Stefna þeirra er þannig afskaplega tvíbent. Þegar velferð- arríki Vestui'landa vom að byggjast upp sóttu þau auð til nýlendnanna - en þar voru ekki byggð upp nein velferðarríki. Þessum auði hefur ekki verið skilað aftur til að efla menntun eða heilsugæslu og nú virðist auður, gróði og hagsæld safn- ast á æ færri hendur með þeim af- leiðingum að bilið milli hinna fáu auðugu og fjölmörgu öreiga stækkar í sífellu. Síðan ég tók við þessu verkefni hjá SÞ,“ segir Katarina, „hef ég lagt mig fram um að koma mönnum hjá Alþjóðabankanum í skilning um nauðsyn þess að menntun í þróunar- ríkjunum sé ókeypis og fá þá til að hætta að krefjast þess að börn verði látin greiða skólagjöld. Þeir segjast stefna að því að draga úr fátækt en virðast ekki skilja að úr henni verður ekki bætt með því að svipta börn möguleikum til menntunar. Fátækir foreldrar hafa einfaldlega ekki efni á að greiða skólagjöld. A hitt ber að líta, að Alþjóðabankinn hefur varið sex sinnum meira fé til stuðnings menntunar á síðustu tíu ámm en t.d. á ámnum 1980-90 en þetta hafa ver- ið lán sem þarf að endurgreiða þótt tiltölulega hagstæð séu. Þessi fjár- festing er lengi að skila arði. Kemur þar margt til, m.a. að peningarnir hafa í stóram mæli verið notaðir til þess að greiða fyrir erlenda sér- fræðiþekkingu, sem er rándýr en skilar sér ekki fyrr en eftir langan tíma og því má ekki gleyma, að börn sem í dag setjast í barnaskóla, eru ekki komin út í atvinnulífið fyrr en eftir í fyrsta lagi 7, 8-10 ár, þannig að þótt fjárfestingin sé góð til langs tíma litið dregur hún fátæku ríkin lengra og lengra niður í skuldafen- ið.“ Misbeiting valdsins leynist víða Þegar fyrst var farið að skipa eft- irlitsfulltrúa SÞ með mannréttinda- brotum var það til þess að skrásetja augljós dæmi um misbeitingu valds svo sem pyntingar, aftökur án dóms og laga, mannshvörf o.s.frv. „A sviði réttar til menntunar,“ heldur Kata- rina áfram, „er misbeiting valdsins ekki nándar nærri eins augljós, hún getur komið fram í svo margvísleg- um myndum, til dæmis með því að neita að viðurkenna tilvist minni- hlutahópa, neita þeim um að nota eigið tungumál og neyða þá til að læra á máli sem þeir aldrei nota dags daglega; ennfremur með því hvernig námsgreinar eins og landa- fræði og mannkynssaga em fram settar, í samræmi við einhverja eina hugmyndafræði, eina afmarkaða út- gáfu sannleikans, eina afdráttar- lausa trú á því hvað sé gott og illt, rétt og rangt í heimi hér. Tökum dæmi af landi eins og Nep- al, þar sem öll kennsla fer fram á nepölsku, sem 40% íbúanna tala ekki, heldur ýmis önnur tungumál. Þetta stendur bæði nemendum og kennumm minnihlutahópanna fýrir þrifum. Þá er hægt að heilaþvo börn í skólum undir yfirskini menntunar og aga þau með þeim hætti að auð- velt verði að gera úr þeim hermenn, baráttumenn fyrir tilteknum kenn- ingum, sem þeim era innprentaðar. Það er hægt að ala börn upp í þvi, að þjóðarmorð séu réttlætanleg - eins og gerðist t.d. í Rwanda þar sem börnum Hutufólksins var kennt í skólunum að Tutsar væru eins og eitraðir snákar, þeir væm óáreiðan- legir, latir og heimskir. Þau era mýmörg dæmin um að börnum séu á skólabekk innrættir allskonar for- dómar undir hinu heilaga yfirskini menntunar." Katarina segir mikilvægt að knýja fram viðurkenningu á því að slíkt háttaleg teljist á brot á réttinum til menntunar en ekki sé hlaupið að því. Sem dæmi nefnir hún að Banda- ríkjamenn viðurkenni helst ekki hin efnahagslegu, félagslegu og menn- ingarlegu réttindi sem mannrétt- indi. Það gera hinsvegar ríki eins og Kúba og Kína - en þar með er ekki sagt að sú viðurkenning sé algild í reynd né nái til þessara þátta. Þar viðurkenni valdamenn ekki að kenn- arai' og nemendur hafi rétt til að hugsa sjálfstætt eða storka mark- ■■ miðum valdhafanna og opinberum kennisetningum. Kataiána Tomasevski leggur að lokum áherslu á, að greina þurfi á milli hugtakanna „menntun", „réttur til menntunar" og „mannréttindi í menntun". Rétturinn til menntunar þýðii-, að stjómvöld verða að tryggja, að öll börn komist í skóla og fái menntun, en ekki bara einhverja skóla til að fá einhverja menntun, heldur í góða skóla til að fá góða menntun. Og það þarf að samþætta mannréttindi allri fræðslu. Það er ekki nóg að sjá um að börn gangi í skóla, það þarf líka að sjá til þess að þau læri, fái andlega og líkamlega örvun og að komið sé fram við þau af virðingu; að þau séu hvött til að hugsa sjálfsætt, til að spyrja spum- inga, draga í efa staðreyndirnar sem bornar era á borð fyrir þau; sjá til þess að þau séu ekki þvinguð með andlegu og líkamlegu ofbeldi til þess að innbyrða, endurtaka og endur- óma hvaðeina sem foreldrum, kenn- umm eða valdhöfum kann að þókn- ast. Óhætt er að fullyrða, að Katarina Tomasevski muni ekki liggja á liði sínu við börn og ung- menni framtíðarinnar; þau eiga góð- an málsvara þar sem sú kona er. Þrír nýir dömuilmir fyrir ungu konuna Fást á útsölustöðum Givenchy. Höfuðborgarsvæöiö: Snyrtivömverslunin Nana, Hólagarði, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Skeifunni, Hagkaup Smáratorgi, Silla Make up Studio Firði, Hafnarfirði. Landið: Miðbær, Vestmanneyjum, Gallery Förðun, Keflavík, Hagkaup Akureyri. VMfölAHOI 00 oauvísi Stílhnein og vönduð hreinlæl i Gj r, þ 'A Ifð Cera með tvívirkum hnappi Með Ifö Cera kynnum viö heil og hálfskol. Með tvívirkum hnappi er valið á milli 6 eða 3 lítra skolunar. Ifö Cera - engu líkt! Besta hreinlætistækjalína Ifö til þessa. Salerni og handlaugar sem henta við hvers konar aðstæður. Fáanleg í 3 litbrigðum. Ifö - sænsk gæðavara TCÍ1GI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.