Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart F.v.: Jón Þór Iljaltason sljórnarformaður, Bjöm Einarsson markaðs- og sölustjóri og Guðmundur Halldórsson framkvæmdasljóri. HEILDARLA USNIR ERU OKKAR STYRKUR VIÐSKEPnAlVINNUllF Á SUNNUDEQI ► Jónar Transport hf. er stærsta fyrirtæki landsins í al- hliða flutningsmiðlun til og frá Islandi auk þess að vera með stór verkefni erlendis og er stjórnað frá skrifstofum fyrirtækisins í Hollandi og Danmörku. Fyrirtækið er í örum vexti og hyggur á aukin strandhögg. eftir Guðmund Guðjónsson ÓN Þór Hjaltason er stjórn- arformaður fyrirtækisins og Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri þess. Guðmundur er fæddur 12. júlí 1950, er kvæntur Sólveigu Hauks- dóttur og þau eiga þrjú börn. Guð- mundur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Islands, starfaði hjá Eim- skipi í ýmsum deildum til ársins 1982, en fór þá til Rotterdam og starfaði sem fulltrúi Eimskips hjá umboðsmanni fyrirtækisins fyrst í stað. Opnaði síðan fyrstu eigin skrifstofu Eimskips erlendis í Rotterdam og var framkvæmda- stjóri hennar fyrstu árin. Síðan flutti hann aftur til íslands og tók við Norðurlandadeild Eimskips, tók síðan þátt í uppbyggingu Flutningsmiðlunarinnar Jóna í Hafnarfirði frá 1986 og var fram- kvæmdastjóri hennar til ársins 1992. Stofnaði þá gisti- og veitinga- staðinn Nesbúð á Nesjavöllum og rak hann til 1994, en gerðist þá framkvæmdastjóri BM Flutninga og síðan, við sameiningu BM Flutninga og Flutningsmiðlunar- innar Jóna, framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis, Jónar Transport. Flutningsmiðlunin Jónar hefur starfað síðan Jón Þór Hjaltason og Jón Helgi Guðmundsson stofnuðu fyrirtækið árið 1978 og nefndu eft- ir sjálfum sér. Frá árinu 1978 hef- ur fyrirtækið séð inn- og útflytj- endum á íslandi fyrir „hágæða flutningsmiðlunarþjónustu um all- an heim,“ eins og þeir Jón Þór og Guðmundur komast að orði. Fyrir- tækið hefur verið á hraðri uppleið, ekki síst á þann hátt að hafa sam- einast keppinautum og útvíkkað þjónustu sína, t.d. með því að taka að sér þjónustu DHL-hraðflutn- inga á Islandi. Stærstu leikirnir voru þegar Jónar sameinuðust Flutningsmiðluninni árið 1995 og hét fyrirtækið um tíma Flutnings- miðlunin-Jónar. Ekki hafði samein- ing við BM Flutninga 1. júlí síð- astliðinn minni áhrif á hag fyrirtækisins. Þá hét fyrirtækið BM Jónar um stutta hríð, en síðan, er eigendur fyrirtækisins settu aukna útrás á oddinn, varð núver- andi nafn, Jónar Transport, fyrir valinu. I kynningu þar sem Jónar Transport skilgreina sig segir að fyrirtækið hafi frá upphafi leitast við að vinna með bestu mögulegu flutningsaðilum, bæði heima og er- lendis og þar sé átt við skipa-, flug- og hraðsendingar hvaðanæva úr heiminum. Jónar Transport bjóði upp á alla tengda flutnings- þjónustu og í því sambandi megi nefna alla skjalameðhöndlun, heimakstur eða annan innanlands- flutning, vöruhúsaþjónustu, þar með talda tollvörugeymslu- og vöruhótelaþjónustu. Þá sé staðsetning fyrirtækisins í Skútuvogi mikilsverð, þar sem í næsta nágrenni séu stærstu skipa- vöruhafnir landsins, vörumiðstöðv- ar flugfélaganna og helstu dreif- ingaraðilamir innanlands. „Það er hérna sem hjartað slær,“ segja þeir félagar um Skútuvoginn og nágrenni hans. AtilB Þeir félagar segja að umsvif þeirra hafi aukist mjög og það sé ekki einvörðungu góðæri og þenslu að þakka, heldur beinskeyttri markaðssókn þeirra sjálfra, þeir hafi í vaxandi mæli boðið fyrir- tækjum og einstaklingum „heildar- lausnir", eins og þeir komast að orði. „Við höfum byggt upp net sam- starfsaðila erlendis og getum sinnt öllum gerðum vöruflutninga, allt eftir kröfum og þörfum viðskipta- vinarins í hverju tilviki. Við nýtum okkur flugfélögin fjögur, Cargolux, Flugleiðir, Atlanta og íslandsflug og skipafélögin þrjú, Samskip, Eimskip og Atlantsskip. Okkar hlutverk er að finna hagstæðustu leiðirnar, s.s. hámarkstíma fyrir lágmarkskostnað. Það sem við höf- um síðan bætt við þjónustua eru heildarlausnirnar. Við getum sagt að flugfélag eða skip flytji vöru frá A til B. Við bjóðum hins vegar miklum mun meira, sannkallaða heildarlausn. Við sækjum í hús eða verksmiðjur og komum varningi til viðskiptavina með þeim hætti að þeir þurfa varla að lyfta litla fingri. Það er séð um allt, samninga, pappírsvinnuna, uppskipun og flutning. Allt. Þetta höfum við ver- ið að þróa með góðum árangri síð- ustu 3-4 árin og þarna liggja mikil sóknarfæri, bæði heima og erlend- is,“ segir Guðmundur. Þið talið um útrás? „Já, við stefnum á aukin umsvif erlendis. Við erum komnir með tvær skrifstofur erlendis, aðra í Danmörku og hina í Hollandi. Fleiri verða opnaðar á næstunni og munum við kynna það sérstaklega þegar þar að kemur. Starfsemi okkar hefur lengst af snúist um að flytja til og frá Islandi, en æ fleiri verkefni koma aldrei til Islands og við erum að þreifa fyrir okkur víða erlendis. Það liggur við að það séu alls staðar sóknarfæri ef menn vinna vandaða vinnu og þá skiptir ekki máli hverrar þjóðar fyrirtæk- ið er. Við bindum t.d. miklar vonir við Norður- og Suður-Ameríku og Asíu. Til marks um það eru Jónar með vikulegar safnsendingar í skipafragt frá ótal höfnum ytra, Rotterdam, Hamborg, Imming- ham, Árósum, Kaupmannahöfn, Gautaborg, Varberg, Fredrikstad, Moss og Norfolk. Aðeins ein þess- ara hafna er vestan hafs. Safn- sendingar eru nýtt fyrirbæri í flutningsmiðlun hérlendis og hug- myndafræðin er að við kaupum óháðir pláss í skipum, flugvélum eða gámum og berum sjálfir ábyrgð á kostnaðarhliðinni. Með því að viðskiptavinir nýti plássið vel lækkar kostnaður. Þannig virk- ar það.“ Guðmundur undirstrikar að fyr- irtækið nýti ekki síður flugið til sendinga og að Jónar Transport séu frumkvöðlar á sviði safnsend- inga í flugi til íslands, hafi alla tíð verið í forystu á markaðnum á því sviði og njóti samvinnu færustu fyrirtækja erlendis til að allt standi eins og stafur á bók. í tengslum við flugsendingar sé síð- an nýjasta viðbótin við starfsemi Jóna, hraðþjónusta DHL. „DHL er stærsta hraðflutningsþjónusta Evrópu og frá og með 1. septem- ber sl. höfum við séð um alla toll- afgreiðslu og dreifingu sendinga hér á landi fyi-ir þá,“ segir Guð- mundur. SMT-tengdir Jónar Transport nýta sér ríku- lega að vera nettengt fyrirtæki og segja þeir félagar að áhugasamir geti orðið margs vísari um starf- semina með heimsókn á heimasíðu fyrirtækisins. Síðan nýti þeir sér tölvutæknina á margvíslegan máta annan, t.d. séu bókunarupplýsing- ar, svokallað „preadvice“, sendar beint af tölvukerfi Jóna til við- skiptamanna um leið og skráningu er lokið. Það sé gert nokkrum dög- um áður en sendingin kemur til landsins ef um safnsendingar er að ræða. „Það liggur nú í hlutarins eðli að fyrirtæki á borð við Jóna nýtir sér í ríkum mæli tölvutækn- ina og það gerum við á mörgum sviðum. Þar má nefna í sömu and- ránni fleiri svið þar sem við höfum komið okkur fyrir eins og til dæm- is tollskýrslugerð og heimakstur, en sú starfsemi okkar hefur vaxið hröðum skrefum enda eru það sí- fellt fleiri innflytjendur sem nýta Starfsemi okkar hefur lengst af snúist um að flytja til og frá íslandi, en æ fleiri verkefni koma aldrei til íslands og við erum að þreifa fyrir okkur er- lendis sér slíka þjónustu, ásamt því að fá vörunni skilað heim á hlað. Við höfum um langt skeið verið SMT- tengdir við tollinn hér heima, en samkvæmt nýjum lögum þurfa all- ir sem hyggjast tollafgreiða vörur að SMT-tengjast tollinum frá árs- byrjun 2001. Þessi hluti starfsem- inar mun því aukast enn meira, enda er það raunin um allan heim að sérhæfðir flutningsmiðlarar sjá um þennan þátt að mestu eða öllu leyti. Almennt séð bjóðum við þá þjónustu að tollafgreiða og afhenda sendingar samdægurs eða næsta virka dag eftir komu til landsins," segir Guðmundur og heldur áfram: „Við rekum einnig tollvöru- geymslu í Holtagörðum. Þar er leitast við að veita viðskiptavinum alhliða þjónustu, þannig að hann þarf yfirleitt ekki að koma á stað- inn þar sem varan er afhent skömmu eftir að hann hefur pant- að. Við getum nefnt sem dæmi, að í gegnum tollvörugeymslu okkar er afgreiddur meirihluti alls áfengis sem kemur inn í landið. Við erum enn fremur með al- hliða viðskiptaþjónustu, enda höf- um við yfir færasta starfsfólki á þessu sviði að ráða. Loks má nefna að við tökum að okkur ýmiss konar sérverkefni og sýningar. Jónar Transport hafa í gegnum tíðina tekið að sér stærri verkefni, t.d. flutning á 70 tonna spennu fyrir raforkuver. Við erum einnig sérhæfðir í sýningum af ýmsu tagi og sú þjónusta er veitt í samræmi við þarfir og kröfur við- skiptavina. Starfsfólk okkar sér þá um öll formsatriði, þar á meðal alla skjalameðhöndlun, innflutning og endursendingu á sýningarmunum, einnig flutning, afhendingu og frágang á sýningarstað ef nauðsyn krefur.“ Háðir sveiflum Guðmundur segir að áætluð velta fyrirtækisins á þessu ári sé rúmlega tveir milljarðar. Ekki sé hægt að bera það saman við neitt, því svo stutt sé síðan fyrirtækið var mun smærra og minnir á sam- runann við BM Flutninga. Um vöxt og viðgang vill hann aðeins segja að fyrirtækið sé „langstærst“ á sínu sviði hér á landi. Erfitt eða ógjörningur sé hins vegar að nefna prósentutölur í þeim efnum. Guð- mundur segir enn fremur að gott efnahagslíf og stöðugleiki glæði starfsumhverfið og niðursveifla í þjóðfélaginu myndi að sama skapi hafa sams konar áhrif á starfsem- ina. „Versnandi efnahagsástand myndi hafa bein áhrif á okkur, um það er engin spurning. Við erum svo heppnir að ástandið hefur ver- ið gott á þessum uppgangstímum okkar og það er á okkar valdi að búa svo um hnútana að fyrirtækið standi styrkum fótum þótt á móti kunni að blása síðar meir. Það er ekki síst ástæðan fyrir því að við leggjum nú svo mikla áherslu á að byggja upp starfsemi okkar er- lendis. Við erum ekki einir í flutn- ingsmiðlun á íslandi, en auk þess að vera langstærstir í geiranum er- um við eina fyrirtækið sem farið hefur í útrás. Það er engin ástæða til að draga af sér í þeim efnum, verkefnin eru úti um allt og æ betra að nálgast þau eftir því sem fyrirtækið getur sér frekara orð fyrir vönduð vinnubrögð. „Góð þjónusta" eru kjörorð okkar og það hefur reynst ágætlega."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.