Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 36
.6 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ELLIÐ AVATN SEN GJAR OG ÞINGNES: ELLIÐAVANGUR Myndin sýnir gróft kort af Elliðavatni og nágrenni. Innfellt er kort Dan- iels Bruuns af Þingnesi eins og það leit út fyrir liðlega 100 árum. Kortið er gert eftir loftmynd (Ólafur Valsson). Brotnu línumar sýna hvemig ætla megi að ströndin hafi litið út áður en stíflað var og vatnsborðið hækkaði. Ætla má að flatarmál Elliðavatnsengja, sem sökkt var, sé 80-90 ha. HVERRI borg, ekki síst menningarborg eða höfuðborg, er til vegsauka, að vel sé hugað að sérstæðum náttúrufyrirbærum og fornminjum í borgar- landinu. Svo vill til, að í landi Reykjavíkur eru merkar fornminjar í Þingnesi við Elliða- vatn og í borgarland- inu þar nærri er merkilegt hraun, Leit- ishraun, sem Elliða- vatnsengjar eru hluti af. Engjunum var sökkt fyrir sem næst mannsaldri og þeim spillt. Jafn- framt var umgjörðinni um þing- staðinn í nesinu spillt með vatns- ágangi og einnig að einhverju leyti honum sjálfum. Ég er þeirrar skoð- unar, að við svo búið skuli ekki una alla tíð, og ég mun hér reyna að skýra og rökstyðja þá skoðun nokkrum orðum. Elliðavatnsengjar á Leitishrauni Suðaustanvert við Bláfjöll er gíg- ur einn mikill og að innan sandorp- inn, er nefnist Leiti (eint.). Frá hon- um hefur runnið mikill hraunfláki, sem réttu lagi ætti að heita Leitis- hraun eftir gígnum (fremur en Leitahraun). Jón Jónsson hefur lýst hrauninu vel (Náttúrufr. 1971, 41, 49-63). Honum farast svo orð um hraunið: „Það hefur verið afar þunnfljótandi, runnið næstum eins og vatn, og vafalaust verið mjög heitt, þegar það rann.“ Jón bendir einnig á, að hraunið sé yfirleitt þunnt og sums staðar afar þunnt og það hafi náð að renna sem næst 28 km leið frá eldvarpinu til sjávar í Elliðavogi og síðasta spölinn í farvegi eða meðfram kvíslum Elliðaánna. Upptök hraunsins eru í Árnessýslu. Éfri hluti þess er í landi Kópavogs, en frá brúnni á Hólmsá á Suðurlandsvegi er það næstum allt í Reykja- vík. Hraunið hefur „þunnfljótandi runnið næstum eins og vatn“ og myndað á ferli sín- um tiltölulega slétta fleti í mjóddum og víddum á víxl. Efsta mjóddin, sem greind verður, er á Bolaöld- um ofan Fóelluvatna, sem ásamt Sandskeiði mynda mikla vídd í hrauninu neðan ald- anna. Ein almesta mjóddin (og þar er hraunið einnig áber- andi þunnt) er í Fossvallaklifi ofan gamla bæjarstæðisins á Lögbergi og þar, sem þjóðvegurinn liggur yf- ir. Þar fyrir neðan bera víddirnar í hrauninu yfirleitt hólmanöfn bæði ofan og neðan við það samfellda svæði á hrauninu, sem heitir Rauð- hólar, Elliðavatnsengjar og Krókar (Vatnsendakrókar Vatnsendakrók- ur). Önnur áberandi mjódd í hraun- inu er milli Skyggnis og suðurenda Seláss, en þar hefur Bugðu verið veitt í Skyggnislæk. Á árunum 1924-1928 var reist stífla á mörkum jarðanna Elliða- vatns og Vatnsenda þannig, að engjunum var sökkt undir rúmlega 1 m djúpt vatn að svokölluðu Sundi milli Stekkjarholts og Bugðu undir Norðlingaholti, en Vatnsendakrók- ar héldust norðan stíflunnar (sjá kort). Var með þessu myndað miðl- unarlón vegna raforkuframleiðslu í Ártúnum. Fyrstu árin var raforku- þörf ekki meiri en svo, að hleypt var úr miðlunarlóninu á sumrin, svo að heyja mátti á engjunum. Það var víst síðast gert sumarið 1933. Síðan hafa engjarnar engum nýst, þótt ekki sé óalgengt, að hluti þeirra, einkum hæsti hlutinn að sunnan, komi upp úr vatninu á sumrin (sjá: Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson. Áfangar, Reykjavík 1986 (bls. 191-192)). Því má svo hér við bæta, að heyskapur á Elliða- vatnsengjum hefur verið stór í snið- um, því að samkvæmt Fasteigna- bók 1932 nam útheyskapur á Elliðavatni 1.300 hestburðum. Þingnes og þingið þar í íslendingabók (3. kafli) segir, að áður en Alþingi var sett hafi Þor- steinn Ingólfsson, sonur Ingólfs Amarsonar landnámsmanns, og faðir Þorkels Mána lögsögumanns, haft þing á Kjalarnesi „og höfðingj- ar þeir er að því hurfu“. Svipuð frá- sögn er í Landnámu (bls. 46-47). Neðanmáls við 3. kafla Islendinga- bókar segir, að líklegt sé, að á Kjal- arnesþingi „hafi farið fram undir: búningur að stofnun Alþingis". í íslenskri menningu I (Reykjavík 1942) tekur Sigurður Nordal í sama streng og túlkar orð Islendingabók- ar enn fremur svo, að einhverjir höfðingjar utan landnáms Ingólfs hefðu tekið þátt í þinghaldinu (bls. 109). Þegar Jónas Hallgrímsson ætlaði 1841 að leita minja um þing á Kjal- arnesi var svo að skilja, að þar væri ekkert að finna. Honum var svo bent á búðarústir í Þingnesi við Elliðavatn. Hann fór þangað og kannaði þær fyrstur manna, svo að vitað sé (Jónas Hallgrímsson. Bréf og dagbækur. Reykjavík 1989 (II bls. 426-430)). Síðan hafa ýmsir haldið því fram, að Þorsteinn Ing- ólfsson hefði annaðhvort sett þing á Kjalarnesi og flutt það síðar í nesið, sem eftir það fékk nafnið Þingnes, eða beinlínis sett þingið þar í önd- verðu. Álit Guðmundar Ólafssonar fornleifafræðings er og eindregið á þessa lund. Guðmundur hefur einn- ig staðið fyrir langítarlegustu rann- sóknum á rústunum í Þingnesi. Rannsóknir hans benda til þess, að þar megi finna merki um mannvist- ir frá því um 900 og til 1200 og allt bendi til, að um þingbúðir hafi verið að ræða (Rannsóknir á hinum fornu héraðsþingum. Félag áhugamanna um réttarsögu 1984). Ef skoðun Guðmundar er rétt, og rannsóknir hans styðja það, er aug- ljóst, að í Þingnesi gætu verið í lít- illi hirðu einhverjar merkustu forn- minjar á landinu. Sumir myndu án efa segja hástemmdum orðum, að þar væri vagga þingræðis í landinu! En hvernig var Þingnes áður en vatnsborðið hækkaði? Daniel Bru- un (Fortidsminder og nutidshjem paa Island. Kbhvn 1928 (bls. 95 og 97)) kom í Þingnes 1896 og 1897 og þá í fylgd Benedikts Sveinssonar, þingmanns og eiganda Elliðavatns. I bók hans er kort af nesinu eins og það leit úr þá. Ég hef leyft mér að setja það innfellt á meðfylgjandi kort til samanburðar við nesið eins og það lítur út í dag (sjá kort). Þeg- Komdu að vinna með okkur Hugvit hf. er eitt öflugasta hugbúnaöarfyrirtæki landsins og í örum vexti. Við höfum hlotið fjölda viðurkenninga fyrir lausnir okkar og eru viðskiptavinir fyrirtækisins mörg stærstu fyrirtæki landsins. Hugvit er hluti af GoPro Group sem er alþjóðleg samsteypa hugbúnaðarfyrirtækja og hjá samsteypunni starfa í dag um 300 manns. Starf hjá Hugviti býður því upp á margvíslega möguleika á þessum starfsvettvangi. SQL Java ASP s°Ap XMflztalk DelPhl com C+ + he GoPro group goprogroup.com Þorkell Jéhannesson ar horft er á kortið, er augljóst, að land hefur skerst verulega í nesinu. Bruun nefnir litla eyju (Þingnes- hólma) fram af tanga nessins, sem stundum sé landfastur og tengdur hafi verið með steinum við tangann. Nú hefur gengið svo á nesið, að þar eru orðnir tveir hólmar og nesið allt minna og öðruvísi en áður var. Það þarf því lítinn speking til þess að sjá, að fullkominni úttekt á búðun- um í nesinu verður tæpast við kom- ið nema lækkað verði fyrst í vatn- inu. Af einni af gerðum Landnáma- bókar má svo skilja, að Þorsteinn Ingólfsson hafi sett þing í Kross- nesi og með því væri átt við Þing- nes (bls. 46 neðanmáls). Þegar ég horfi á kort Bruuns af nesinu finnst mér, að ég sjái krosslag á því. Skyldi nesið í raun fyrst hafa heitið Krossnes eftir lögun sinni, en nafn- giftin hafi síðar breyst í Þingnes, þegar þinghald hófst þar? Hér ber að sjálfsögðu að hafa það í huga, að kross getur verið annað en kristinn kross. Þingið og engjarnar Ótvírætt er, að þingstaðurinn í Þingnesi hefur legið mjög vel við þingsækjendum á Suður- og Suð- vesturlandi. Þorsteinn Ingólfsson hefði ekki getað valið betri stað í öllu landnámi föður síns. í því sam- bandi má nefna hina víðáttumiklu hrosshaga á Elliðavatnsengjum og Vatnsendakrókum, sem auðvelt hefur verið að verja í mjóddunum í Sundinu og sunnan undir Selási. Lega Þingvalla hefur trúlega þótt betri en Þingnes með tilliti til að- komu af landinu öllu. Að einu leyti var þingstaðurinn á Þingvöllum þó mun síðri en í Þingnesi. Var það einmitt skortur á víðáttumiklum högum og erfiðleikar við vörslu hrossa. Konrad Maurer kom strax auga á þetta með sínu glögga gests- auga í Islandsferð sinni 1858 (Is- landsferð 1858. Reykjavík 1997 (bls. 42-43)). Benedikt Sveinsson benti Bruun á, að í Norðlingaholti (hann nefndi það Norðlendingaholt; sjá kort) norðan við vatnið væru búðir og þær hefðu að sögn tekið nafn af Norðlendingum, sem sótt hefðu þing í Þingnesi áður en Aiþingi var stofnað. Ótrúlega föst sagnahefð er fyrir því, að með Norðlingum (Norðlendingum) hefði þarna verið átt við Borgfirðinga sunnan Hvítár, sem sóttu þing í Þingnesi (ég heyrði þetta sumarstrákur á Vatnsenda forðum af munni aldraðs manns, sem gamlir tímar voru hugstæðir). Þessar búðir fóru svo í kaf, þegar stíflað var og hækkað var í vatninu eins og íbúi á Norðlingaholti hefur nýlega lýst í ágætri grein (Guð- mundur Víðir Guðmundsson: Norð- lingaholt og Þingnes. Lesbók Morgunblaðsins 13.05.00 (bls. 8-9)). íhuga má hvers vegna Norðling- ar skyldu hafa búðir sínar norðan engjanna, en ekki sunnan þeirra í Þingnesi. Þessi staðsetning skýrist væntanlega af tvennu. í fyrsta lagi lá staðurinn betur við þingmönnum að norðan. Þyngra hefur þó vegið, að þarna fóru höfðingjar utan land- náms Ingólfs Arnarsonar, þótt þeir væru í sömu þinghá og Þorsteinn, sonur hans (sbr. orðafarið „og höfð- ingjar þeir er að því hurfu“, sem áð- ur ræðir). Því gat verið að fullu eðli- legt, að þeir hefðu búðir sínar sér og ekki með Þorsteini Ingólfssyni og hans liði. Frá búðunum var og auðvelt fyrir Norðlinga að koma hrossum sínum yfir í beitilandið og vafningalítið að láta ferja sig yfir mjóan álinn af engjunum og yfir í Þingnes. Elliðavangur Reykjavíkurborg hefur haldið til streitu að framleiða rafmagn í raf- stöðinni í Ártúnum. Vægi þessarar rafmagnsframleiðslu hefur farið minnkandi og getur í raun ekki skipt nema mjög litlu máli, þegar orkuframleiðsla á vegum borgar- innar eykst annars staðar. Af völd- um virkjunarinnar hafa orðið veru- leg landspjöll við Elliðavatn, eins og af kortinu má sjá, svo og spillt fornum minjum eða að minnsta kosti rannsóknum á þeim. Þá hefur virkjunin eðlilega truflað fiski-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.