Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 4 MINNINGAR + Ástkær sonur minn, STEFÁN GUÐMUNDUR VIGFÚSSON, Kópavogsbraut 5, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 28. sept- ember, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 9. október kl. 10.30. Jóhanna Stefánsdóttir frá Haga. + Ástkær faðir okkar, eiginmaður, sonur, bróðir, afi, tengdasonur, tengdafaðir og systrasonur, LUIS GONZÁLEZ MARTÍNEZ, C/Borneo, 28 Salamanca, Spáni, lést á Spáni fimmtudaginn 8. júní. Minningarathöfn verður haldin í Dómkirkjunni föstudaginn 13. október kl. 21.00. Maribel González Sigurjóns, Nanna Luisa González Sigurjóns, Steingerður Sigurjónsdóttir, Carmen Martínez, Karl Guðmundsson, Maria Luisa González Martínez, Soffía Lára Karlsdóttir, Héðinn Gunnarsson, Sigríður Helga Karlsdóttir, Adrian Héðinsson González og systkinabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og virðingu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU HANNESDÓTTUR kennara, Hjallabrekku 13, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Salvör Kristjana Gissurardóttir, Magnús Gíslason, Kristinn Dagur Gissurarson, Guðrún Stella Gissurardóttir, Jóhann Hannibalsson, Ásta Lilja, Ásta Björg, Kristín Helga, Magnea Gná og Þorsteina Þöll. + Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, GÍSLA TEITSSONAR fyrrv. framkvæmdastjóra, Bauganesi 28. Þóra Stefánsdóttir, Stefán Gíslason, Anna Þóra Gísladóttir, Örn Arnarson. + Innilegustu þakkir færum við öllum sem auð- sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar og ömmu, ÖNNU JÓNSDÓTTUR, Miklubraut 30, Reykjavík. Jón Rafn Sigurjónsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Anna Sigurborg Ólafsdóttir, Ingi Rafn Ólafsson, Sigurjón Ólafsson, Nathalía D. Halldórsdóttir. + Kærar þakkir fyrir samúð og hlýhug við fráfall og útför bróður okkar, KONRÁÐS BERGÞÓRSSONAR, Nökkvavogi 1. Systkini hins látna. — + Stefán Guð- mundur Vigfús- son fæddist á Sel- fossi 16. júlí 1954. Hann lést á sambýli C, Landspítalanum í Kópavogi 28. sept- ember síðastliðinn. Hann var sonur hjón- anna Jóhönnu Stef- ánsdóttur, f. 27.8. 1919 og Vigfúsar Guðmundssonar, f. 16.9. 1903, d. 22.11. 1990. Alsystir Stef- áns var Guðmunda, f. 1955. Hálfbræður Stefáns samfeðra voru Eggert, f. 1932; Guðni, f. 1934, d. 1992; Þór, f. 1936; Jón, f. 1938, d. 1995 og Öm, f. 1941. Stefán fór ungur að heiman og bjó lengst af á Landspítalanum í Kópavogi og starfaði á vinnustof- umjiar. Utför Stefáns fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 9. október og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku Stefán, þú varst sannarlega sólargeislinn í lífi okkar. Það var allt- af gaman að mæta í vinnuna þegar þú komst hlaupandi á móti manni, kysstir og knúsaðir, skellihlæjandi og dróst mann upp tröppurnar og inní herbergi. Þar var tónlistin sett í botn og axlaböndin dregin úr skúff- unni. Oft hlóstu og hljópst í burtu. Þar með hófst eltingarleikurinn um íbúðina. Mikið afskaplega varstu stríðinn. Það skein úr augunum grallaraskapurinn. Það var eins og lítill púki byggi í þér. Skrokkurinn iðaði af stríðni og augun glömpuðu. Hvað get ég gert næst? spurðu þau. Stefán þú hafðir yndislegt bros, þegar þú brostir var eins og sólin skini. Annars varstu með kvik augu að leita að einhverjum uppátækjum. Þú þráðir endalaust að vera veik- ur. Þér var illt í fætinum, höfðinu, maganum og hálsinum, allt á sama tíma, auk þess sem þú varst með tannpínu og hlustaverk. En þú mátt- ir ekki heyra talað um lækni eða spít- ala. Þú barðist hetjulega þegar þú áttir að hitta lækni. En þegar þú fékkst kaffibolla eftir á þá varstu búinn að gleyma raunum þínum. Við munum aldrei gleyma tilfærsl- unum yfir veðurfréttunum. Það var sama hvað var spáð, alltaf fussað- irðu. Sömuleiðis fannst þér allur matur vondur, nema það sem þú eld- aðir sjálfur. Það aftraði þér samt ekki frá að taka hraustlega til matar þíns. Þú varst mikill matmaður, gegn þínum vilja. Það var ósjaldan sem við komum að þér hálfum inni í skáp að næla þér í aukabita. Ekki fannst þér það verra ef það var kaka eða kex. Þú varst alltaf ánægður að fara í vinn- una og komst alltaf ánægður heim. Það þýddi þó ekki að þú hafir verið duglegur. Yfirleitt fórstu með því hugarfari að klípa í stelpurnar. Þvi- líkur kvennabósi. Þú gerðir allt til að heilla hitt kynið upp úr skónum og tókst það oft. Þú varst mikið samkvæmisljón. Maður hélt varla í við þig. Þú varðst að heilsa og dansa við alla. Það var ekki möguleiki að fá þig til að vera kyrr eina sekúndu. Þú iðaðir allur af krafti. Það skipti þig höfuðmáli að vera fínn, snyrtilegur og lykta vel. Þótt það hafi þýtt að þú skiptir um föt fjórum sinnum yfir daginn. Þú varðst að vera í skyrtu og með bindi. Þegar bindið var komið á hljópstu um allt til að sýna öllum hvað þú værir nú orðinn fínn. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl, flygiégtilþín. Svomínasálunú, sigraða hefur þú. Engumégunnamá, öclrum en þér. Leggjum svo kinn við kinn, komdu með faðminn þinn. Hátt yfir hálsinn minn, höndþínabreið. Svomínasálunú, sigraðahefurþú. Engum ég una má, Öðrum en þér. (Þýsk þjóðvísa.) Yndislegi Stefán okkar. Við vonum að þú sért á stað þar sem þú ert alltaf fínn og þar sem er nóg af stelpum til að klípa í. Við erum ævinlega þakklátar fyr- ir að hafa kynnst þér, besti vinur okkar. Þú átt stóran stað í hjarta okkar alla tíð, og þurftir ekki að hafa mikið fyrir því. Þínar Elín og Oddrún. Prakkari, stríðnipúki, þverhaus, ærslabelgur eru allt orð sem koma upp í hugann nú þegar ég hugsa til vinar míns Stefáns Vigfússonar eða Stebba eins og hann var alltaf kallað- ur. Við Stebbi höfum verið nágrann- ar og vinir í ein 12 ár. Stebbi hafði ríka kímnigáfu og engan veit ég sem hló eins innilega og hann. Þegar best lét hló hann svo að hann þurfti að leggjast niður. Þrátt fynr að vera kominn á fimmtugsaldur hafði hann enn gaman af strákapörum og stríðni, enda má segja að Stebbi hafi varðveitt strákinn í sjálfum sér, meira að segja í útliti og hreyfingum (alltaf hljóp hann til vinnu). Stebbi gat líka verið greiðvikinn og eru þeir ófáir kassarnir og pokarnir er hann hjálpaði mér að bera í gegnum tíðina. Ég á eftir að sakna þess að hann komi ekki lengur í heimsókn og kaffi. Ég veit að það gildir líka um aðra vini hans á Kópavogsbraut 5b. Ég sendi samúðarkveðjur til ætt- ingja Stefáns og sérstakar samúðar- kveðjur til heimilis- og starfsfólks á Sambýli C. Magnús Björgvinsson (Maggi B.) Hinn 28. september lést vinur minn Stefán Guðmundur Vigfússon, aðeins 46 ára gamall. Við Stefán kynntumst fyrir rúmum sjö árum er ég fór að vinna á heimili hans í Kópa- vogi. Stefán kynnist mörgum á ferli sín- um, hann var búsettur á heimilis- deild fyrir fatlaða í Kópavogi og margir starfsmenn komu þar við og unnu margir hverjir í eitt til tvö ár, sumir skemur og aðrir lengur. Stef- án hafði gaman að kynnast mörgum en jafnframt fannst honum sárt að horfa á eftir vinum sínum þegar þeir hættu. Lífshlaup Stefáns var háð þeim takmörkunum sem fötlun hans setti honum og þeim takmörkunum sem þjónusta við fatlaða setur. Þrátt fyrir það kunni Stefán að njóta lífsins og var nautnamaður í eðli sínu. Kaffi- húsaferðir voru honum að skapi en alltaf lá honum á, vildi ekki sitja lengi, heldur halda áfram og gera eitthvað, nánast ofvirkur á stundum. Vinnuglaður var Stefán með ein- dæmum og fór alltaf brosandi til vinnu sinnar, fannst honum miður ef ekki voru nóg verkefni að hans mati eða hlutir gengu ekki nógu hratt fyr- ir sig. Duglegur að taka til hendinni heima en ekki alltaf eins vandvirkur. Stefáni fannst ekki gaman að dvelja of lengi við hvert verk. Allt átti að ganga hratt fyrir sig. Margar eru minningar eftir sjö ára samleið, minnist ég fyrst og fremst gönguferðanna sem við fór- um oft bara tveir saman. Skemmti- legast var að ganga á dimmum vetr- arkvöldum og stundum litum við inn hjá vinum okkar á deild 1. Það fannst Stefáni skemmtilegt, ekki síst þegar við ákváðum að segja ekki frá því heima. Þegar við vorum einir saman tók Stefán oft í hönd mér og leit í augu mín og sagði svo margt í þögulli tján- ingu. Tjáning Stefáns var sérstök, fá töluð orð og einhver kunnátta í tákn- máli en oftast sögðu augun það sem tungan og táknin náðu ekki að tjá. Augun sem oft ljómuðu af gleði. Stef- án leit líka oft á mann biðjandi aug- um og var þá erfitt að neita honum um nokkurn hlut. Við Stefán vorum ekki alltaf sammála og gat það verið erfitt þegar tveir ákveðnir tókust á, en aldrei varpaði það skugga á vin- áttuna og alltaf gátum við kvaðst sáttir. Stefáni fannst gaman að mann- fögnuðum og heimsóknum og sat sjaldan heima ef skemmtun var í boði. Oft kíkti hann líka í heimsókn í íbúð B þar sem fyrrum sambýlingar hans búa og vinir starfa. I þeim heimsóknum var mikið hlegið enda Stefáni lagið að heilla fólk með bros- inu og léttu lundinni og smitaði það út frá sér. Þegar Þóra vinkona okkar Stefáns hætti, saknaði Stefán hennar mikið. Hans hlutskipti var oft að sjá á eftir fólki sem hann hafði bundist vináttu- böndum og geta ekkert að gert. Skyndilega kveður Stefán og fer og skilur okkur eftir og við getum ekkert að gert nema yljað okkar við minningar um geislandi bros og leiftrandi augu. Sendi vinum og fjölskyldu Stefáns mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þóroddur. Elsku Stebbi. A lífsleiðinni kemur það íýrir að maður kynnist einhverjum, sem hef- ur svo mikil áhrif á mann, að heims- mynd manns breytist. Þú hafðir slík áhrif á mig. Þú fórst kannski ekki mörgum orðum um hlutina. Þau voru reyndar mun fæn-i en hjá flestum sem ég hef kynnst, en í mínum augum komst þú samt þínu oftast nær mun skýrar á framfæri en fólk gerir flest. Þú veigraðir þér nú ekki við að láta í ljós ef þér mislíkaði eitthvað, og að sama skapi fengu gleði og gott skap aukna merkingu með þér. Þegar ég sit og skrifa þessar línur þá hellast yfir mig minningar um þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Þar stendm- þjóðhátíðin á Þingvöllum einna hæst, og þrátt fyr- ir hvað ég er leið núna, þá kallar það strax fram bros hjá mér eins og svo margar góðar minningar um þig. Við áttum alveg skínandi dag, og hann varð fyrir mér alveg sérstaklega há- tíðlegur vegna þess að þú varst með. Þú smitaðir fólkið í kringum okkur með hátíðarskapinu þínu, þar sem þú heilsaðir og hlóst að þjóðhöfðingjum, innlendum sem erlendum. Hláturinn og brosið þitt var svo smitandi, að fólk gat ekki stillt sig um að brosa og taka þátt í gleði þinni. Þannig var þessu líka farið með mig, ég komst bara alls ekki hjá því að fara í hátíðarskap nálægt þér, þegar sá gállinn var á þér, enda varðstu fljótt ómissandi partur af jól- unum hjá mér og fjölskyldu minni. Það voru líka einföldustu hlutir, sem fengu nýja vídd í nálægð við þig, eins og að hella uppá og drekka kaffibolla með þér. En nú hef ég búið í útlönd- um í tvö ár og ekki haft þig hjá mér yfir hátíðarnar, boðið þér í kaffi eða getað leyft börnunum mínum að kynnast þessu ekta hátíðarskapi, sem bara þú gast boðið upp á. Ég verð að hugga mig við að við gátum hitt þig í sumar þegar við komum í heimsókn til íslands. Það voru miklir fagnaðarfundir. Nú er ég svo þakklát fyrir þá stund sem við fengum saman þá, til að þú fengir að vita að ég hefði svo sannarlega ekki gleymt þér. Þá plönuðum við að þú kæmir oft og mörgum sinnum í heimsókn til okkar þegar ég flytti heim aftur, og að ég myndi senda þér myndirnar sem við létum taka af okkur þennan sólríka sunnudag. En nú verður sá draumur aldrei að veruleika. Þú ert dáinn, elsku stutti vinurinn minn, og ég á eftir að sakna þess svo mikið að fá ekki að hitta þig aftur. Þú varðst að fastri stærð í lífi mínu fljót- lega eftir að ég kynntist þér, og þú heldur áfram að vera það þótt við hittumst ekki meir. Þú átt alltaf eftir að lifa í minningunni hjá mér sem þessi skapstóri hreinskilni káti sjarmör sem þú varst. Ég var lánsöm að kynnast manni eins og þér. Þln vinkona, STEFÁN GUÐMUND- UR VIGFÚSSON Unnur Mjöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.