Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ KUNNUDAGUR 8..OKTÓBER ?000 43 MINNINGAR skoða myndir af okkur, þar sem eft- irminnilegur hádegisverður endaði með því að þú keyrðir mig á ofsa- hraða upp á fæðingardeild með ömmu yfirspennta í framsætinu. Eg fékk að vera ég hjá ykkur og hef saknað ykkar eftir að þið fluttuð aft- ur til Islands. Það eru ekki margir sem geta sýnt ást með augunum og innilegu faðmlagi - maður bai-a veit! Þakka þér fyrir að elska mig og leyfa mér að kynnast þér, þakka þér Þóra Jóna fyrir að vera ótrúlega örlát á heimili ykkar. Ég veit að Jónatan og Kolbrún eiga þig og betri mömmu er ekki hægt að óska sér. Ég finn engin nógu sterk orð til að óska ykkur góðs gengis í framtíð- inni. Seinasta kveðjan til elsku frænda míns: Ég kveð þig Viggi, er þú leggur af stað að heimili eilífðar þú kvaddir með kossi og tókst engan með í endanlega ferð ljóssins. Eru vindar himins þér góðir? Við hefðum ekki leyft þér að fara leyft þér að deyja frá okkur leyft þér að skdja okkur eftir leyft þér að hætta að elska. Vissir þú að leið þín lá í gegnum okkar hjörtu. Þú munt lifa þar áfram og fylgja okkar fór. Þakka þér fyrir samveruna, þótt hún hafi verið of stutt var hún mikils virði. Þín frænka, Margrét Jensína Atladóttir, Uppsölum. Haustlaufin falla og fjúka um í eirðarleysi, sölnuð og visnuð. Rökkrið bolar burt skímu dagsins og náttmyrkrið breiðir út hyldjúpan faðminn. Ursvalir vindar færast í aukana, sveigja og beygja gróður jarðar svo það hriktir jafnvel í styrkustu stoðum. Eitthvað lætur undan; brestur; náttúran stynur. Stirðnuð kápa vetrarins leggst með þunga á allt sem hefur kiknað. Nóttin líður. Varfærnislegir geisl- ar vankaðrar morgunsólar gægjast roðagylltir yfir hvíta fjallstoppa. Litskrúðug trén standa keik í logn- inu. Hélaðir grastopparnir furðu sprækir. Dagrenningunni fylgir von um mildan vetur og vissa um að það muni vora á ný. Samt verður ekki allt eins og áður var. Hvert vor er nýtt líf sem leysist úr læðingi vetrar. Vignir Vignisson var hin styrka stoð fjölskyldu sinnar og vina. Stoð sem brast einn bálviðrisdag. Við bekkjarsystkini hans sem braut- skráðumst frá máladeild Mennta- skólans á Akureyri hinn sólríka 17. júní 1982 minnumst Vignis með mik- illi hlýju. Hann var hinn hægláti og trausti félagi og vinur. Við hin vorum mörg hver æði óstýrilát og sáumst ekki fyrir í stöð- ugri leit að stundarfró. í glaumi og galsa ristu samskiptin oft ekki djúpt og þá var gott að setjast niður með Vigni, ræða saman í alvöru og hreinskilni, hlýða á þungt og þróað rokk og að sjálfsögðu var stundum slegið á létta strengi eða fjasað um fótbolta. Vignir átti líka til hin kúnstugustu uppátæki þótt hann virtist iðulega ábyrgari, þroskaðri og hreinlega fullorðnari en við hin, svona stór, sterklegur og yfirvegað- ur. „Viggi er vinur vina sinna og vinir þeirra vinir hans ef svo ber undir“, segir í þeirri merku bók Carminu, sem helguð er stúdentsefnum Menntaskólans á Akurevri. Hér er væntanlega lagt út af vináttuerind- um Hávamála og það er sannarlega viðeigandi þegar við minnumst Vignis. Við bekkjarsystkini Vignis viljum þakka honum trausta vináttu og við færum fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur. Að loknu stúdentsprófi fluttist Vignir til Reykjavíkur. Það gerðum við Björg líka og vináttan hélst óslit- in. Hann kynntist Þóru Jónu, yndis- legri konu sem heillaði okkur strax og áttum við öll góðar og eftirminni- legar stundir saman í höfuðborginni. Þegar þau fluttust til Svíþjóðar varð gamla sendibréfaformið að duga. Það var okkur fagnaðarefni þegar þau ákváðu að setjast að á Akureyri eftir dvölina erlendis. Að vísu er alltaf stutt til traustra vina þótt þeir búi langt í burtu, samkvæmt Háva- málum, en óneitanlegra er nú þægi- legra að rækta vináttuna þegar styttra er að fara. Samverustundirnar með Vigni og fjölskyldu voru notalegar og gefandi en vissulega hefðu þær mátt vera fleiri í seinni tíð. Sem fyrr var alltaf gott að spjalla við Vigni og eiga hann að. Fyrir þetta viljum við þakka. Elsku Þóra Jóna, Jónatan og Kol- brún. Við biðjum Guð að gefa ykkur styrk og æðruleysi í sorginni. Við færum móður Vignis og systrum samúðarkveðjur. Víst er þetta sárt. Það finna allir til. Eftir stendur minningin um góðan dreng. Sú minning er fölskvalaus í okkar huga og við berum í brjósti þá von að eftir veturinn komi vor með sól- arglætu í hjarta. Stefán Þór Sæmundsson. • Fleirí minningargreinar um Vigni Vignisson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Amma okkar og langamma, MARGRETHE CARLSSON, andaðist á Droplaugarstöðum þann 28. september sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur t Eiginmaður minn, dr. philos. BJARNI EINARSSON, handritafræðingur, lést 6. október á Líknardeild Landsspítalans. Fyrir hönd barna okkar, Sigrún Hermannsdóttir. t Ástkær móðir okkar, ALMA ELLERTSSON, Kópavogsbraut 1a, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Túngötu, föstudaginn 6. október. Bragi Sveinsson, Eva Sveinsdóttir, ída Sveinsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okk- ur hlýhug og samúð við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU HELGADÓTTUR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, áður tii heimilis á Seftjörn, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á deild 2K á Landakotsspítala. Jón Alfreðsson, Gunnar Þór Alfreðsson, Sigríður Þórðardóttir, Baldur Alfreðsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Helgi Már Alfreðsson, Kristín Th. Hallgrímsdóttir, Ásthildur Alfreðsdóttir, Þórhallur Birgir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. **.'Tl^!/1,',,|^'MTOij TÍBMEi5BiB8yEifrWf,‘i OPIÐ HUS I DAG Kópavogsbraut 108 - Kópavogi 162 fm einbýlishús á einni hæð með 38,9 fm bílskúr. 4 svefn- herb., 2 stofur, sólskáli, heitur pottur, stór garður o.fl. Verð 18,9 millj. Áhv. 5,2 millj. húsn- lán. Laus fljótlega. Hildur sýnir í dag frákl. 12.00-15.00. 4330 FÉLAG .. ,© 5301500 ' EIGNASALANIIHUSAKAUP Suöurlandsbraut 52, viö Faxafen *Fax 530 1501 • www.husakaup.is TIL SÖLU HÁRGREIÐSLUSTOFA v Til sölu er rótgróin hárgreiðslustofa í hverfi 108. Stofan er mjög vel tækjum búin með 6 stóla. Hér er á ferðinni mjög gott tæki- færi fyrir áhugasamt og duglegt hárgreiðslufólk. Hagkvæmur langtímaleigusamningur um húsnæði stofunnar sem er í háum gæðaflokki. Stofan er til afhendingar nú þegar enda fer nú í hönd besti árstíminn í þessari starfsgrein. Upplýsingar veita Brynjar og Sigrún á skrifstofu Eignasölunnar Húsakaupa. Kringlan - nýtt Mjög góður sölutími framundan Vorum að fá í sölu, af sérstökum ástæðum, verslun með eigin innflutn. á sviði barna og unglingafatn. Gott leiguhúsn. ca 100 fm. Góð ieiga. Gott tækifæri! 4606. Upplýsingar gefur Magnús í gsm. 899 9271. Fasteignasalan Valhöll, Síðumúla 27, sími 588 4479. % 8 OPIÐ HUS A GRENIMEL 24 í DAG FRÁ KL. 16 TIL 18 Sýnd verður falleg, nýendumýjuð, 2ja herbergja íbúð, 65 fm á jarðhæð, í toppstandi. Sérinngangur. Parket og flísar á gólfum, fallegar nýjar inn- " réttingar. Hulda og Óli munu sýna íbúðina milli kl. 16 og 18. Gjörið svo vel. Komið og skoðið, sjón er sögu ríkari. Laus strax. WJ 0588 55 30 Bréfsími 588 5540 OPIÐ HÚS í KRÍUHÓLUM 4 í DAG FRÁ KL. 16 TIL 18 Sýnd verður falleg 4ra-5 herbergja, 122 fm íbúð á 7. hæð með frábæru útsýni yfir borgina, ásamt bílskúr. Stutt í alla þjónustu og skóla. Þvottahús í íbúð. Möguleiki að selja íbúðina án bíl- skúrs. Björn mun sýna íbúðina mitli kl. 16 og 18. Komið og skoðið. Sjón er sögu ríkari. Laus strax. Brú milli kaupenda og seljenda BIFROST fasteignasala Guðmundur Björn Stcinþórssoi lögg. fasteignasali Pálmi B. AJmarsson lögg. fasteignasali Ingvar Ingason sölumaSur Guðrún Gunnarsdóttir ritari Vegmúla 2 | Sfmi 533 3344 I Fax 533-3345 V___________________ ivivic .fa ste ign amtla. i$ ^MÁVAHLIÐ 48 - OPIÐ HÚS I DAG^ (fallegu húsi, sem er byggt árið 1965, er í dag til sýnis glæsileg hæð ásamt góðum bílskúr. Hæðin er mikið endumýjuð og er mjög skemmtilega innréttuð. Eldhúsið er með nýrri Alnó-innréttingu og baðherbergið er nýtt, flísalagt í hólf og gólf. Svefnherbergin eru fiögur, hol og stofur. Parket er á holi, stofum og herbergjum. Áhv. eru 4,6 millj. Verð 15,8 millj. ^ Baldur og Steinunn taka á móti gestum í dag frá kl. 14-16. ^ -ýr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.