Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ Opið hús í dag á miili kl. 14 og 17 Nokkrar íbúðir eftir sem eru til afhend- ingar eftir næstu áramót Básbryggja 13, íbúð á 3. hæð t.h. í dag býðst þér og þínum að skoða stórglæsilega 149 fm „pent- house"-íþúð í þessu húsi. íbúðin er til afhendingar strax, fullbúin án gólfefna en með vönduðum mahóní-innréttingum frá Axis. Skápar eru í herbergjum. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, baðkar og sturta. Þetta er síðasta íbúðin í húsinu, svo nú er bara að drífa sig og skoða. Ásmundur Skeggjason sölumaður á Höfða verður á staðnum. Básbryggja 5-9 Eigum eftir nokkrar óseldar þriggja til fimm herbergja íbúðir í þessu fallega húsi. íbúðirnar verða afhentarfullbún- ar að innan með vönduðum innréttingum og tækjum, en án gólfefna. Að utan er húsið af- hent fullbúið ásamtfullbúinni lóð. Hægterað nálgast teikningar og allar nánari upplýsingar um þessar íbúðir í dag, í íbúð á 3. h. t.h. í Bás- bryggju 13, þar sem nú er opið hús. -,-ý LUNDUR FASTEIGNASALA SÍIVLI 533 1616 FA>C 533 1617 SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN ÐLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasleignasali Opið á Lundi í dag 12-14 Bústaðavegur Til sölu glæsileg og mikið endumýjuð 5-6 herb. efri sérhæð með risi og stór- um kvistum. Nýlegar inn- réttingar. Sérinngangur. Gott útsýni. Nýtt þak og Steni-klæðning. Nýr garð- skúr. Gott umhverfi og stutt í alla helstu þjón- ustu. V. 16,9 m. Fífulind Glæsileg 4ra herb. ca 105 fm endaíbúð á 2. hæð. Stórar suðursvalir. Vand- aðar innréttingar og gólf- efni. V. 14,2 m. Opið hús í dag kl. 14-16 í Melgerði 23 - Reykjavík Gott og vel staðsett einbýli á einni hæð ásamt góðum bílskúr. V. 17,2 m. ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR Mig langar að draga upp nokkrar myndir frá umliðnum dögum er ég var lítill drengur og seinna fulltíða maður í Svínadal í Skaftár- tungu. Þar stóð í stafni hæfileikaríkt fólk svo ekki sé meira sagt. Agústa Agústsdóttir og sambýlismaður hennar Eiríkur Björnsson, raf- virki og túrbínusmiður. Það er erfltt að skrifa stutta afmælisgrein um sómakonuna Agústu í Svínadal eins og flestir þekkja hana í dag. Móð- uramma min er fædd í Þykkvabæ í Landbroti hinn 8. október 1905 og ólst þar upp við þeirra tíma kjör. Hennar foreldrar voru: Anna Þor- láksdóttir og Agúst Jónsson. Seinna varð hún svo vinnukona þar í sveit og í vist í Reykjavík. Þar náði hún sér í menntun í Kvennaskóla Reykjavíkur einn vetur. Með þessa menntun og bjartsýni að vopni hóf hún búskap með manni sínum Eiríki Björnssyni í Svínadal 1932 að hluta og svo að fullu og öllu 1944. Þau eignuðust þrjú böm sem eru: Sigur- dís Erla, Björn og Ágúst Hjalti Sigurjón. Það var ekki í kot vísað er amma mín tók á móti íýrsta barna- barni sínu er ég kom í sveit fimm ára gamall til hennar. Það var margt að snúast í á stóru heimili og ekki sló hún af við að halda heimili og meðlimum þess við efnið. Alltaf tilbúin í glens og grín. Er lítill strákur rak augun í harmonikku í skáp og fór að spyrja um hver ætti hana kom það svar að amma ætti gripinn. Nei, hver þremillinn, átti amma harmonikku og gat hún spilað á hana? Þó það nú væri og var þeirra tíma skemmtari á böllum í Land- broti. Nú þótti mér týra. Seinna spil- aði hún nokkra lagstúfa fyrir mig í einrúmi er flestir voru úti við önnur störf. En það var bara einu sinni... Það vantaði ekki heldur gjafmild- ina. Ófá sokkaplöggin voru prjónuð og þæfð handa heimilisfólkinu og mörg pörin frá henni hafa yljað á köldum dögum. Það voru ekki jól í Opið hús Hátröð 6, Kópavogi Til sölu mjög vel staðsett einbýlishús í austurbæ Kópavogs. Verulega endurnýjað, samtals 204,3 fm. 5 svefnherbergi, fallegur garður, rúmgóð flísalögð sólstofa. Góður bílskúr. Hlýleg og góð eign. Verð 19,9 millj. Til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 14.00 og 17.00 Sjón er sögu ríkari Laufás Suðurlandsbraut 46, sími 533 1111 --------------------\ Fjárfestingar í atvinnuhúsnæði Höfum til sölu nokkrar úrvals fasteignir á verðbilinu 100—300 milljónir með traustum leigjendum. V Vagn Jónsson ehf., fasteignasala, Skúlagötu 30, sími 561 4433. J 4RA HERB. ÍBÚD VIÐ VESTURBERG 146 OPIÐ HÚS f DAG FRÁKL. 14.00-17.00 í þessu fallega álklædda fjölbýlishúsi við Vesturberg 146 er til sýnis og sölu þessi fallega 111 fm íbúð á 3. hæð. íbúðin er með fallegu parketi. Herbergi eru rúmgóð. Útsýni er glæsi- legt. Svalir eru yfirbyggðar. Stutt í alla þjónustu og skóla. íbúðin er laus eftir mánuð. Sandra tekur á móti gestum. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 5624250, Borgartúni 31 mínum huga öðruvís en að fá jólagjöf frá ömmu með kertum og spilum í hér í eina tíð. Og oftast leyndist bók í pakkanum. Skepnur, sérstaklega hundar og hestar, höfða mjög til Ágústu ömmu. Hún hefur jú líka gaman af fuglum sem gleðja og ylja með söng sínum í skógi. Það var eimmit það sem hana hafði langað til í langan tíma að koma upp garði við Svínadalshúsið með trjágróðri í. Það var eitt sinn er við sátum yflr kaffibolla og ræddum landsins gagn og nauðsynjar. Þá fæddist sú hugmynd að setja upp girðingu svo engin skeppna kæmist í tæri við þann gróður sem þangað væri settur. En það var hængur á. Það vantaði framkvæmdaraðila í verkið. Ég hélt nú að það væri ekki mikið mál. Ég skyldi sjá um fram- kvæmdina ef hún sæi um plöntuval. Og þar með var þetta ákveðið. Garð- urinn er veruleiki í dag og eftir 23 ár sem liðin eru hafa tré og fuglar tekið sér varanlega bólfestu. Ollum til ánægju. Forspá er amma. Oft á tíð- um er við sátum við eldhúsborðið og málin voru rædd komu athugasemd- ir sem seinna urðu að veruleika ann- aðhvort hjá mér eða öðrum. En ekki var því til að dreifa að amma flíkaði þessu við okkur sem umgengumst hana á hverjum degi. Já, það er margt sem vert væri að minnast á, á heimili þeirra afa og ömmu. En eitt er víst að málrækt er henni ofarlega í huga. Okkur bræð- ur, mig, Óskar og Eirík, var hún óvægin að leiðrétta sem við njótum góðs af í dag. Að tala gott og hreint mál. Ef okkur varð á að fara með rangt mál málfræðilega vorum við óðar minntir á! Að ég tali nú ekki um allan orðaforðann um hina ýmsu hluti sem senn heyra sögunni til við vinnu til sveita. Svo rammt kvað að þessu að bróðir minn var gerður aft- urreka með ritgerð í menntaskóla og sagt að umskrifa hana. Þetta ritmál væri ekki lengur til! Þetta fór í hart. Ritgerðin stóð óhögguð og bróðir minn fór með rétt mál. Að þessum orðum sögðum vil ég segja eitt. Ég get ekki kosið mér betri ömmu. I mínum huga er hún mér skjól og hvatnig á þyrnum stráðri braut sem lífið stundum er. Nú um stundir dvelur hún á dvalar- heimilinu Klausturhólum á Kirkju- bæjarklaustri og heldur upp á af- mælið sitt með dyggum stuðningi strafsfólks sem hefur í gegnum árin verið frábært í umönnun og hjúkrun. Til hamingju með daginn, amma! Þinn einlægur, Páll Steinþór Bjarnason. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl,- is). Nauðsynlegt er, að sima- númer höfundar/sendanda fylgi- Um hvern látinn einstakl- ing birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfílegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.