Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 51 I DAG BRIDS Umsjón Guðmuiiilur Páll Arnarson í STERKU laufkerfi, þar sem opnun á hálit er bund- in við 11-15 HP, er oft hægt að afskiifa slemmu strax í byrjun og stökkva beint í fjóra með allgóð spil. Þetta er ekki hægt í Standard, þar sem opnun á hálit getur verið mjög sterk, og því eru stökkin í fjóra ætíð bundin við veik skiptingarspil. Suður gef- ur; enginn á hættu. Norður A A8 * K864 * K1063 * D105 Vestur Austur A G942 A K10653 * G10 » 92 ♦ D95 ♦ 74 + K632 A ÁG84 Suður aD7 VÁD753 * ÁG82 * 97 Vestur Norður Austur Suður - - 1 hjarta Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Hér er kerfið Precision og þess vegna leyfir norð- ur sér að fara beint í fjögur hjörtu þrátt fyrir allgóð spil. En þetta er áhuga- verð úrspilsþraut. Út kem- ur laufþristur, þriðja hæsta, og austur tekur á gosann, síðan ásinn og spilar svo þriðja laufinu. Suður trompar og tekur hjarta tvisvar. Nú er aug- ljóst að það verður að finna tíguldrottninguna, eða þá neyða vörnina til að hreyfa spaðann og gefa þar slag. Það er ekki skynsam- legt að spila spaðaás og meh-i spaða í þeirri von að vömin ráðist á tígulinn. Það er einfalt fyrir AV að telja upp hendi sagnhafa og reikna út að suður sé með fjórlit í tígli, en þá er allt í lagi að spila svörtu spili út í tvöfalda eyðu. Hægt er að taka ÁK í tígli. Ef drottningin kemur önnur, er spilinu lokið, en ef ekki, er tígli spilað í þriðja sinn í þeirri von að sá með tíguldrottninguna þurfi að spila frá spaða- kóng. Þessi leið gengur ekki, því vestur lendir inni á tíguldrottningu og spilar spaða. Suður gæti rifjað upp að vestur sagði EKKI einn spaða við einu hjarta. Utan hættu standast fáir slíka freistingu með fimm- lit. Laufið lítur út fyrir að vera 4^1 og ef vestur á ekki fimmlit í spaða, þá er orðið líklegt að skipting austurs sé S-2-2-4. Þar með verður heldur betra að taka á tígulás og svína tíunni. Jafnvel þótt það kosti slag á drottninguna, þá á austur væntanlega ekki tígul til að spila og verður þá að koma með spaða, vonandi frá kóng. Árnað heilla Í7A ÁRA afmæli. Nk. • V mánudag, 9. október, verður sjötugur Fjölnir Stefánsson, fyrrv. skóla- stjóri Tónlistarskóla Kópa- vogs, Lækjarsmára 6, Kópavogi. Á afmælisdaginn mun Tónlistarskóli Kópa- vogs halda tónleika með verkum eftir Fjölni honum til heiðurs í Salnum, Tónlist- arhúsi Kópavogs, Hamra- borg 6, og hefjast þeir kl. 20. Aðgangur ókeypis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júlí sl. í Alameda, San Francisco Jóhanna Margrét Garcia og Andrew Normart. SKAK Umsjón Ilelgi Áss Grélarsson Hvítur á leik. Staðan kom upp á minn- ingarmóti Miguels Najdorfs sem haldið var í Buenos Air- es fyrir skömmu. Hvítt hafði ungverska skákdrottningin knáa Judit Polgar (2656) gegn Nigel Short (2677). 36. f6! Hxe5 36...Dxf6 gekk ekki upp sökum 37. Hfl og hvítur vinnur. 37. fxg7+ Kxg7 38. dxe5 De4+ 39. Kal Hf7 Hugsanlega hefði 39...Dxe3 gefið svörtum betri möguleika á að halda jöfnu. 40. Hgl+ Kh7 41. Rg4! Bc6 42. Dxc6 Dxg4 43. Dg6+ ! og svartur gafst upp enda verður hann hróki und- ir eftir 43...Dxg6 44. hxg6+. Lokastaða mótsins varð þessi: 1-2. Judit Polgar og Viktor Bologan með 6Vz vinning af 9 mögulegum. 3. Nigel Short 6 v. 4. Anatoly Karpov ö'A v. 5. Pablo Ricardi i'/z v. 6-7. Vadim Milov og Rafael Leitao 4 v. 8. Pierrot Facundo 3Vz v. 9. Gilberto Milos 3 v. 10. Diego Flores l'/z v. UOÐABROT VISA Gakktu varlega, vinur minn. Vel getur skeð, að fótur þinn brotni, því urðin er ógurleg. Enginn ratar um þennan veg, því lifið er leiðin til dauðans. ÉG ELSKAÐI Ég elskaði lífið og ljósið og ylinn. Nú liggur það grafið í djúpa hylinn. Og vonirnar mínar, sem voru fleygar, sumar dánar, en sumar feigar. Jóhann Gunnar Sigurðsson. ORDABOKIN Slys - óhapp Svo virðist í seinni tíð sem ýmsir setji jafnaðarmerki milli þessara tveggja orða og láti þau tákna hið sama. Flestir munu þó álíta, að það, að verða fyr- ir slysi feli í sér miklu ai- varlegri hlut en felst í no. óhapp þó að hvort tveggja sé slæmt fyrir þann sem fyrir verður. Samkv. OM er aðalmerking no. slys, atvik, sem veldur (stór)- meiðslum eða dauða. Tal- að er t.d. um bílslys og banaslys o.s.frv. Hér má enn fremur minna á skyld orð eins og að slasast, slasaður. Afleiðingar af þessu eru venjulega lík- amlegir áverkar í ein- hverri mynd. Óhapp felur einkum í sér „e-ð illt eða óþægilegt sem fyrir kem- ur (einkum af utanaðkom- andi orsökum)“, segir í orðabókum. Sbr. líka no. eins og óheppni. í DV stóð þetta 16. sept. sl. með stóru fyrirsagnar- letri: 7 þílslys á 7 mánuð- um. I undirfyrirsögn sagði raunar: „ég er óheppin". En hvað kom i ljós þegar frásögnin var lesin. Jú, það, að bifreið þol- andans hafði orðið fyrir alls konar áverkum á sjö mánuðum en þolandinn sloppið ómeiddur nema í einu tilviki. Þá meiddi bíl- stjórinn sig „aldrei þessu vant“, eins og í frásögn- inni segir. Vissulega hefur hér orðið verulegt tjón en sem betur fer engin stórslys. Blaðamaður tekur of djúpt í árinni að tala um bílslys enda þótt bifreiðin hafi orðið fyrir ótrúlega mörgum óhöppum á sjö mánuðum. -J.A.J. STJÖRIVUSPA eftir Frances Drake VOG Afmælisbam dagsins: Þér hættir um of til þess að slá hlutunum á frest ognærð þvísjaldan takmarki þínu. Hrútur (21. mars -19. aprfl) Þú ættir að eiga auðvelt með að finna þér skoðanabræður, ef þú bara lítur vel í kringum þig. Vilji er allt sem þarf og hálfnað er verk, þá hafið er. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu það ekki eftir þér að grípa til aðgerða bara til þess að hrista upp í mannskapn- um. Slíkt hefur oftast öfug áhrif og þú ert ekki að sækj- ast eftir slíku. Tvíburar (21. maí-20.júní) Aa Nú eru þau öfl uppi, að þú verður að gaumgæfa framtíð þína. Ný sannindi sem þér hafa birzt munu hafa mikil áhrif á val þitt og er það vel. Krabbi (21.júní-22. júh') Það er um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, ef þú bara hefur það á hreinu hvað er raunveru- leiki og hvað býr í drauma- heiminum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Það getur reynst snúið að finna rétta svarið og stundum er ekkert einhlítt svar til við spurningum. Sýndu sveigjan- leika og leyfðu brjóstvitinu að njóta sín. Meyja ** (23. ágúst - 22. sept.) (Ð$L Varastu oflátungshátt í um- gengi við starfsfélaga þína. Það er orðið tímabært að þú breytir umhverfi þínu, bæði heima fyrir og á vinnustaðn- um. •-r'f-V (23.sept.-22.okt.) Það er um að gera að leita eftir samstarfi við þá, sem þér finnast geta aukið við hugmyndir þínar. Mundu að samstarf byggist á tillitssemi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Eitthvert mál, sem þú hélst að þú værir búinn að leysa, vaknar upp aftur og heimtar afskipti þín. Gefðu því tíma þótt þér sé það þvert um geð. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) ftlO Þú getur ekki haft nein áhrif á umhverfi þitt, ef þú stígur ekki fram og lætur til þín heyra. Mundu að tala skýrt og skorinort svo allir skilji. Steingeit „ (22. des. -19. janúar) éMC Vertu alltaf viðbúinn því að aðrir bregðist við með óvænt- um hætti. Þótt það valdi þér vonbrigðum skaltu samt reyna að setja þig í annarra spor. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Wní Það er ekki útlitið sem skiptir öllu máli. Það sem menn segja og gera er það sem skiptir máli. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt þúi hafir ekki græna glóru um hvað það er sem gengur á, skaltu umfram allt ekki fara á taugum. Dragðu djúpt andann og láttu mold- virðinu slota. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar & traustum grunni vísincialegra staðreynda. Trölladeigsnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Urval hugmynda. 9 ára reynsla. Aldís, sími 698 5704 HÁRSNYRTISTOFAN HÁR CLASS SKEIFUNNI 7 VILLI ÞÓR HÁRSNYRTIR Tímapantanir í síma 553 8222 Innkaupatöskumar Ver*4r'6500 á hjólum komnar aftur. Einnig ný sending af næiontöskum CSHigey Laugavegi 58 simi 5513311 Sendum í póstkröfu. Að gera erfitt hjónaband gott og gott hjónaband betra Námskeið fyrir hjón og sambýlisfólk um samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudaginn 13. október til sunnudagsins 15. október 2000, í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. yP Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið h.4 Mikið úrval af brúðarkjólum fyrir dramótin Einnig alltfyrir herra Fataleiga Garðabæjar, sími 565 6680. Opið virka daga frá kl. 10 til 18, laugardaga kl. 10 til 14. 5 Sjúkraþjálfun STYBKUR Hópþjálfun í Sjúkraþjálfun Styrk f Stangarhyl 7, Reykjavfk, er boðið upp á margs konar hópþjálfun. Hópþjálfunin er þjálfunarform sem hentar mörgum einstaklingum. Vegna eftirspurnar auglýsum við nú parkinsonshóp á þriðjudögum og föstudögum kl. 13.00 - 14.00, létta leikfimi fyrir konur á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 13.00 -14.00. Takmarkaður fjöldi er bókaður í hópana og vel er fylgst með hverjum og einum. Aðstaðan er góð, þjálfunarsalur og vel útbúinn tækjasalur. Einnig er hægt að kaupa kort í tækjasai. Leiðbeinendur eru sjúkraþjálfarar sem hafa sérhæft sig á ýmsum sviðum. Hópastarfið er hafið, en nánari uppiýsingar og skráning er í síma 587 7750.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.