Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Eiga þau enn eitthvað sam- eiginlegt? Hljómsveitin Todmobile var að gefa út safn- plötu með öllum vinsælustu lögunum sínum. Birgir Örn Steinarsson hitti þríeykið sem myndaði upphaflegu hljómsveitina, rakti með þeim sögu sveitarinnar, spurðist fyrir um framhaldið og hvort það sé hollt að hanga mikið í símanum. Gefðu mér tíma, gefðu mérfríð. Eg þoli ekki síma, égþoli ekki bið. Þessar sönglínur raulaði Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri Islands- síma ásamt hljómsveit sinni Tod- ' mobile fyrir átta árum síðan. Þetta var á þeim tíma þegar tónar sellósins heilluðu hann meira en tónar síma- takkanna. En tímarnir breytast og tónamir með og Eyþór Amalds skellti upp úr þegar blaðamaður minnti hann á þetta textabrot. „I skáldskap verða ýmsar persón- ur tíl,“ svaraði hann og hló áfram með vinum og fyrrum samstarfsfélögum sínum. „Það er ekki víst að Halldór Laxnes hefði skrifað undir allar þær persónur sem hann skapaði. Ég held nú samt að flestir taki einhvern þátt í því að þola ekki símann, einhvem tímann. Tíma, síma? Ætli ég hafí bara ekki verið að reyna að ríma?“ Upphaf Todmobile Þegar blaðamaður leiddi þau And- reu, Þorvald og Eyþór saman höfðu þau fyrrnefndu ekki séð almennilega framan í þann síðastnefnda í lengri tíma. „Við hittumst núna bara svona á mannamótum, það em ekki nein fjöl- skylduboð haldin eða neitt,“ svarar Eyþór. „Við voram náttúralega mikl- ar samlokur. Við Þorvaldur voram saman í tónlistarskólanum við tón- fræðinám þannig að þá urðum við strax mjög nánir. Það var eiginlega frá árinu ’87 sem við vorum saman dag og nótt. Sérstaklega þó vorið ’88, þá voram við að vinna saman tónverk Morgunblaðið/Jim Smart Todmobile-þríeykið í dag; Andrea Gylfadóttir, Eyþór Arnalds og Þorvaldur Bjarni. fyrir Sinfóníuhljómsveitina. Þá bjuggum við saman,“ „Og sváfum saman,“ bætti Andrea snyrtilega inn í. ,,-Nei, við sváfum nefnilega í sitt- hvora lagi vegna þess eins að við unn- um á vöktum. Við áttum bara eina tölvu og tvö tónlistarforrit. Eitt til þess að slá inn nóturnar en hitt til þess að sjá þær og það þurfti að kveikja og slökkva á tölvunni á milli. Við skrifuðum allt tónverkið fyrir Sinfóníuna á Atari-töhu. Þetta átti náttúralega ekki að vera hægt,“ segir Eyþór og endui-minningin framleiðir bros á vöram vinanna. „Þarna vora tölvuskjölin ekki mæld í megabitum heldur kílóbit- um,“ bætir Þorvaldur svo við til þess að undirstrika þá miklu vinnu sem piltarnir lögðu á sig. „Svo söng Andrea í öðra verki eftir Þorvald og þannig láu leiðir okkai- saman. Síðan þróaðist Todmobile frá því að vera tilraunaeldhús yfír í það að verða atvinnugrein," segir Eyþór. Var það þá fyrir eins konar slysni að hljómsveitin Todmobile varð til? „Já, eiginlega en ég myndi nú segja að Þorvaldur hafí átt talsverða sök á þessu líka. Það að fara með prufuupptökurnar til útgefandans og svoleiðis,“ segir Eyþór og framkallar aðra hlátursbylgju. „Það var mikið af svona slysum," bætir Þorvaldur við. „Líka það að þetta náði fjöldavinsældum, það var ekki fyrirfram ákveðið og kom okkur í opna skjöldu. Þetta gerðist þrep fyrir þrep og á endanum var þetta orðin atvinnugrein sem 12-14 manns störfuðu við í 2-3 ár. Ég man eftir því að hafa rökrætt við Eyþór á sínum tíma hvort við ættum að halda út- gáfutónleika eða ekki. Mér fannst það eitthvað svo ómögulegt að þurfa að spila á tónleikum. Ég vildi bara gera þessa plötu og búið. Maður er víst í öðram málum núna.“ Fyrsta lagið sem var útgefið með sveitinni hét „Sameiginlegt“ og kom út á tímamótasafnplötunni „Frost- lög“ árið 1988, á stofnári sveitarinn- ar. Seinna það ár kom svo fyrsta breiðskífan og hét hún því hógværa nafni „Betra en nokkuð annað“. Fyrstu endalokin Fimm áram, tveimur breiðskífum, einni tónleikaplötu og þó nokkram útvarpssmellum seinna áttaði tríóið sig á því að þau voru byijuð að stíga aftur ofan í sín eigin fótspor. „Þetta var alltaf spuming um hvað kæmi næst,“ segir Eyþór. „Fyrst gerðum við prufuupptökur svo gerð- um við plötu. Því næst gerðum við metsöluplötu og héldum sveitaböll. Eftir það fór þetta að verða að endur- tekningum. Svo kom ný plata og þá vai- spurningin hversu mikið á að endurtaka og hvað þarf að gerast til þess að við fáum að takast á við eitt- hvað nýtt?“ „Við ákváðum það árið ’92 að halda áfram í eitt ár til viðbótar og eftir það myndum við annaðhvort taka pásu r- ^ •m. ■■*!* •V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.