Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 64
www.varda.is A VÍ/ m}ii* :4 »/iti Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk Landsbankinn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181,PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: R1TSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Hauststemmning hjá fuglunum á Snæfellsnesi Morgunblaðið/Rax Tíðni fóstureyðinga vaxandi hér en dregst saman á öðrum Norðurlöndum V erð á getnaðarvörnum hærra hér en víða erlendis HÉR á landi hefur ekki verið sam- bærileg vakning um að fyrirbyggja óvelkomnar og ótímabærar þung- anir eins og annars staðar á Norð- urlöndum á síðastliðnum áratugum, segir í skýrslu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins, sem fjall- aði m.a. um fóstureyðingar og að- gengi að getnaðarvörnum. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að tíðni fóstureyðinga meðal ungra stúlkna er hærri hér á landi en á öðrum Norðurlöndum og fer munurinn ^vaxandi. Fullt gjald fyrir getnaðarvarn- ir þrátt fyrir markmið laga í skýrslunni er fjallað um fjöl- margar leiðir til úrbóta. Par kemur fram að ekki hefur verið komið á niðurgreiðslum getnaðarvarna hér á landi eins og stefnt var að með lögum um fóstureyðingar, sem sett voru 1975, en í 5. grein þeirra segir að unnið skuli að því að auðvelda al- menningi útvegun getnaðarvarna, m.a. með því að sjúkrasamlög taki þátt í kostnaði þeirra. „Greiða þarf fullt gjald fyrir allar getnaðarvarnir. Þetta er væntan- lega einkum erfitt fyrir ungt fólk tog þá sem búa við erfiða fjárhags- hega og félagslega stöðu,“ segir í skýrslunni. Fram kemur að árið 1998 var árskostnaður við getnaðarvarna- pillu hérlendis að meðaltali 6.676 kr. en á sama tíma kostaði árs- Tíðni fóstureyðinga á hverjar 1000 konur 15-19 ára á Norðurlöndum 1976-98 .. eftir aldurs- hópum á 0,2 íslandi 1998 20-24 ára 15-19 ára -80 -85 -90 -95 skammtur af pillunni um 2.700 ísl. kr. í Svíþjóð. „Víða erlendis er kostnaður neytenda getnaðarvarna ýmist enginn eða mun minni en hér gerist," segir í skýrslunni og er bent á að í Bretlandi séu getnaðar- varnir afhentar án endurgjalds og í Finnlandi fær viðkomandi fyrstu getnaðarvörn án endurgjalds og þar til viðunandi getnaðarvörn er fundin. „Oft er það svo hér á landi að ungar stúlkur hafa ekki peninga þegar þær eru að byrja að nota pill- una en eftir að þær eru byrjaðar hafa þær meira svigrúm til að finna lausn á kostnaðarhliðinni, t.d. með því að strákurinn greiði helminginn eða meira,“ segir í skýrslunni. Rúmlega tvöfalt fleiri fóstur- eyðingar hér en í Finnlandi I samanburði á tíðni fóstureyð- inga á Norðurlöndum kemur fram að tíðni þeirra meðal íslenskra stúlkna undir 20 ára aldri hefur aukist á tímabilinu frá 1976 og er hærri en annars staðar á Norður- löndunum. Hefur tíðni fóstureyð- inga farið lækkandi undanfarin ár á öðrum Norðurlöndum. Tíðni fóstur- eyðinga á 1.000 konur meðal stúlkna yngri en 20 ára var 10,2 í Finnlandi 1997, 15,9 í Danmörku 1996, 17,8 í Svíþjóð 1997, 18,7 í Noregi en 24,1 á Islandi árið 1998, að því er fram kemur í skýrslunni. Skólahjúkrunarfræðingar geti afhent neyðargetnaðarvörn Leggur starfshópurinn mikla áherslu á margs konar tillögur um aukna fræðslu til úrbóta og leggur jafnframt til m.a. að fyrsta getnað- arvörn sé án endurgjalds, neyðar- getnaðarvörn sé á kostnaðarverði fyrir ungt fólk, smokkum sé dreift án endurgjalds til þeirra sem leita eftir fræðslu og ráðgjöf og að verð á smokkum sem eru til sölu fyrir almenning verði lækkað um helm- ing með niðurgreiðslum hins opin- bera. Huga þarf að sveigjanlegri af- greiðslutíma varðandi þjónustu um getnaðarvarnir og að hjúkrunar- fræðingar í skólum fái leyfi til að gefa neyðargetnaðarvörn að undan- gengnu námskeiði, er meðal til- lagna starfshópsins. Netverslun með matvör- ur opnuð um miðja viku NETVERSLUNUM fer sífellt fjölgandi, nýjungar koma stöðugt fram og viðskiptin aukast dag frá degi með almennari netaðgangi. Hagkaup opnar nýja netverslun með matvörur hagkaup.is - mat- vara um miðja vikuna. Þór Curtis, verkefnisstjóri raf- rænna viðskipta hjá Hagkaupi, seg- ir að boðið verði upp á rúmlega 5.000 vörutegundir. „Verðið verður eins og í Hagkaupsverslununum og verður viðskiptavinunum boðið að sækja vörurnar í afgreiðslu net- verslunarinnar í Hagkaupi við Smáratorg. Fyrst um sinn verður aðeins heimsendingarþjónusta í Kópavog. Fljótlega verður hægt að bjóða upp á heimsendingarþjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu," sagði Þór og fram kom að heimsendingin kostaði 500 kr. á pósthús eins og verið hefur. Sigmundur Halldórsson, vef- stjóri Flugleiða, segir að ýmislegt sé á döfinni til hagræðis fyrir við- skiptavini, t.d. í tengslum við breyt- ingar á bókunum. Viðskiptavinur geti í nánustu framtíð setið á fundi í Kaupmannahöfn og breytt bókun- inni á fluginu heim í gegnum WAP- símann sinn um leið og hann áttar sig á því að fundurinn er að dragast á langinn. ■ Vefverslun /10 Geisladiskataska / Skipulagsmappa / Penni Námsmannalínudebetkort / Bílprófsstyrkir Námsmannalínureikningur / Netklúbbur Framfærslulán / Lægriyfirdráttarvextir Námsstyrkir / Námslokalán / Tölvukaupalán ISIC afsláttarkort / Heimilisbankinn Bestu ár lífs þíns... www.namsmannalinan.is ®B0NAЫtMNKINN Troustur bonki Afkastageta ferðaþjón- ustunnar flöskuháls ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur að vart sé hægt að reikna með jafn mik- illi fjölgun erlendra ferðamanna á komandi árum og verið hefur að und- anfömu. Afkastageta ferðaþjónust- unnar á háannatíma sé sá flöskuháls sem takmarki að óbreyttu áfram- haldandi fjölgun erlendra ferða- manna og vandséð sé að afkastaget- an aukist til muna nema með betri nýtingu fjármuna í greininni utan há- annatímans. Spáð er 17% fjölgun erlendra ferðamanna á þessu ári frá fyrra ári en 9% aukningu á árinu 2001 þegar von er á um 335 þúsund erlendum ferðamönnum til Islands, að því er fram kemur í Þjóðhagsáætlun fyrir árið 2001. Heildartekjur tæpir 28 milljarðar Reiknað er með að erlendir ferða- menn sem koma til íslands verði um 307 þúsund á yfirstandandi ári. A seinasta ári voru heildartekjur af er- lendum ferðamönnum 27,9 milljarðar króna. „Erlendum ferðamönnum, sem koma utan háannatíma, hefur fjölgað verulega á undanfömum áratug og má gera ráð fyrir að svo verði áfram. Þrátt fyrir þetta komu 56% ferða- manna á tímabilinu maí til ágúst í fyrra. Það er vart hægt að reikna með jafn mikilli fjölgun ferðamanna á komandi árum og verið hefur,“ segir í þjóðhagsáætlun Þjóðhagsstofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.