Morgunblaðið - 08.10.2000, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 B 21
----------------------------%
fslenskir blaðamenn í kynnisför í Bretlandi í júlí 1941. F.v.: Ólafur Friðriksson, Ámi Jónsson frá Múla, R. A.
Butler, Thorolf Smith, Jóhannes Helgason, Cyril Jackson og fvar Guðmundsson.
Og síðar var hann gerður að pers-
ónulegum fulltrúa hans hjá Roose-
velt eftir að Bandaríkin komu inn í
styrjöldina og var virtur svo mjög af
Bandaríkjamönnum að þegar hann
dó rétt fyrir styrjaldarlok var hann
jarðsettur í Arlington, þjóðargraf-
reit Bandaríkjamanna í Washing-
ton, í heiðursskyni.
Það vildi svo til að ég átti nokkur
orðaskipti við hann á eftir og spurði
spurninga gagnvart hernáminu hér
og fullvissaði hann mig um upplýs-
ingar um að Þjóðverjar hefðu þá
verið að undirbúa innrás. Eg sagði
honum að yíirgnæfandi fjöldi Is-
lendinga hefði frekar kosið Breta en
Þjóðverja o.s.frv. Og ég býst við að
boð okkar til Bretlands sé eitthvað
tengt þessari viðkvæmu hlið málsins
og ég minnist í styrjaldarsögu
Churchills að hann lýsir því að það
hafi verið haldnir margir fundir um
þær aðstæður þegar þeir vissu að í
undirbúningi var að Þjóðverjar
hemámu Noreg. Þá tekur hann
fram að eina ráðið fyrir Breta að
stöðva Þjóðverja var að fara inn í
landhelgi Noregs. En tekur fram í
sínu riti að eitt af grundvallarprins-
ipum eða meginreglum fyrir styrj-
aldarrekstri Breta væri að virða
sjálfstæði smáþjóða. Svo að þeir
sjálfsagt fundu fyrir því að hér væri
um gagnstæða hluti að ræða.
Pétur: Að þeir hafi ætlað svona
með ýmsum hætti að ...
Jóhannes: Að milda þetta. Nú,
hinn formlegi gestgjafi var Butler,
sem var menntamálaráðherra
Breta, mjög mætur maður. Nú
þarna voru einnig landbúnaðarráð-
herra og svo aðrir aðstoðarráðherr-
ar og topp-embættismenn og eftir á
undraðist maður næstum hvers
vegna svona háttsettir menn væru
þarna.
Pétur: Ja, þeir hafa sýnt ykkur
mikla virðingu með þessu boði og
með viðveru sinni.
Jóhannes: Alveg einstæða virð-
ingu. Auðvitað vissum við að þetta
átti þjóðin en ekki við neitt pers-
ónulega, það var augljóst mál.
Pétur. Voru haldnar ræður í þess-
ari veislu?
Jóhannes: Já það voru haldnar
ræður og venjan var sú hjá okkur
þar sem þurfti að svara og þakka
fyrir og halda ræðui- þá var það yfir-
leitt Ami frá Múla, hann var eins og
sjálfkjörinn forystumaður á þeim
vettvangi og leysti það af hendi með
prýði.
Pétui■: Hvernig var svo þegar þið
komuð heim? Þá hafið þið náttúr-
lega skýrt í blöðum ykkar frá dvöl-
inni.
Jóhannes: Jú jú, allir rituðum við
eða sögðum frá því sem á dagana
hafði drifið. Og ég má minnast þess
svona í lokin hér að ég fann oft til
þess að ég undraðist hvað auðvelt
var að fá hvers konar upplýsingar,
jafnvel um hernaðarrekstur þeirra í
Bretlandi, og eins og engu væri
haldið leyndu og ítrekað að við
mættum skrifa hvað sem okkur
hentaði af því sem við upplifðum
þama í ferðinni til Bretlands. Það
fannst mér mikill styrkur fyrir sam-
félagið breska.
Pétur: Já, þetta vekur eiginlega
furðu að þið skylduð fá að taka þátt í
þessum heræfingum og ykkur
greint frá því að þær væru undir-
búningur að innrásinni á meginland-
ið.
Jóhannes: Já það má segja það.
Og mér fannst ákaflega athyglisvert
hvað Bretar yfirleitt lögðu sig fram
um það að gera okkur þessa ferð
sem allra ánægjulegasta í alla staði.
Ánægjulegf að fá
blaðamennina
Hilmar Foss, skjalaþýðandi og
dómtúlkur, var samstarfsmaður
Péturs Benediktssonar er var full-
trúi Islands í Lundúnum um þessar
mundir. Hilmar fylgdist gjöria með
atburðum og man þá glöggt.
Hilmar: Jú, það var mjög ánægju-
legur viðburður þegar þeir komu,
Ami Jónsson frá Múla fyrir Vísi, Ól-
afur Friðriksson fyrir Alþýðublaðið,
Jóhannes Helgason fyrir Tímann,
Ivar Guðmundsson fyrir Morgun-
blaðið og Thorolf Smith fyrir Ríkis-
útvarpið í boði British Council. Árni
var sjálfkjörinn forystumaður
þeirra.
Sá sem aðallega annaðist móttöku
var sir Hai'old Nicholson, sá kunni
rithöfundur, þingmaður og um tíma
upplýsingamálaráðherra í ráðuneyti
Winstons Churchills. Það þótti
skemmtilegt að sjá - sir Harold var
ákaflega myndarlegur og hugguleg-
ur maður, en Ámi, vegna stærðar
sinnar og glæsileika, bar hann
hreint ofurliði. Því miður em glatað-
ar myndir frá þessari heimsókn en
er nú verið að leita þeirra og verður
skemmtilegt að sjá hvernig þetta
tók sig út.
Pétur: Það munu nú víst vera til
kvikmyndir sem sýna ferð þeirra til
einstakra staða.
Hilmar: Já. Ég hef ekki séð hana.
En þegar ég lít á þennan gesta-
lista, það er haldið þama hádegis-
verðarboð í Savoy-hóteli í Lundún-
um 10. júlí ’41. Og ef við byrjum
þarna, Pétur, við borðsendann, þar
er Cyril Jackson, hann var starfandi
hjá BBC, mikill menntamaður, hafði
verið hér sendikennari og var
tengdasonur séra Friðriks Hall-
grímssonar dómkirkjuprests og
dómprófasts.
Pétur: Hann var daglegur gestur í
útvarpinu á sínum tíma á vegum ein-
mitt breska setuliðsins sem hafði þá
aðstöðu til að útvarpa einhvern
hluta úr degi.
Hilmar: Já, ég var ekki kunnugur
því, því að ég var erlendis þessi ár.
Þarna er háttsettur fulltrúi í
breska utanríkisráðuneytinu, sir
John Dashfoot, sem var tengiliður
við konungsfjölskylduna. Þarna er
sá mikli maður sir John Dili, hers-
höfðingi og forseti herráðsins, sir
Malcolm Robertson, sem vai' for-
maður British Council, og Butler
sem kallaður var Rabb Butler, þá
aðstoðarráðherra, síðan mennta-
málaráðherra og var síðan í flestum
ráðuneytum nema forsætisráðu-
neyti og munaði litlu. Hann er látinn
fyrir fáeinum mánuðum.
Þarna er sir Tom Philips aðmíráll.
Sá ágæti maður fór niður með skipi
sínu, Prince of Wales, þegar því
stóra skipi og Repulse var sökkt við
Kínastrendur síðar á árinu. Mr.
Dinkel Foot þarna, síðar Sir Dinkel
Foot, bróðir Michaels, formanns
Verkamannaflokksins lengi vel og
síðar dómsmálaráðherra, og I.D.
O’Brian eða Toby O’Brian eins og
hann var kallaður, sem var þekktur
blaðamaður og skrifaði m.a. árum
saman „Peterborrow“-dálkinn í
Daily Telegraph eða Times, ég man
ekki hvort.
Meðan á þessari heimsókn stóð
var Árna Jónssyni gefinn kostur á
að ávarpa bresku þjóðina í BBC og
gerði hann það með slíkri snilld að
ég man enn. Og sérstaklega vildi ég
geta þess að dagana á eftir hringdi
fjöldi grátandi kvenna í sendiráðið
og ég var gjarnan látinn verða fyrir
svörum og spurður hvaða yndislegi
ágætismaður það hefði verið sem
hefði talað fyrir hönd íslendinga í
breska útvarpið og talið sig hafa
heimild til að flytja kveðju til eigin-
kvenna, mæðra og heitkvenna her-
manna á íslandi, og mælti af slíkri
snilld að fólk komst við hreinlega.
Og mér hlotnaðist sú ánægja að geta
svarað: Þetta var hann Árni Jónsson
frændi minn frá Múla.
Ég sá fyrir nokkrum árum í Im-
perial War Museum, stríðsssafninu,
blað Sigurðar Benediktssonar, Daily
Post, þá sé ég að Árni hefur stund-
um skrifað ágætar greinar. Ámi var
fluggáfaður maður eins og allii' vita
sem hann þekktu og geysimikill
enskumaður og átti þar vingott.
Hann kom þangað ungur maður og
var hjá Zöllner í Newcastle sem
unglingur og hann satt að segja
vakti stórkostlega athygli hvar sem
hann fór, fríður maður og fönguleg-
ur, söngmaður góður.
Ólafur vakti athygli, hann var
bindindismaður, en þarna var að
sjálfsögðu drukkinn bjór og vín eftir
þörfum nema hvað Árni frændi
minn var mjög reglusamur í þessu
ferðalagi, sem kom nú ekki alltaf
fyrir hann alla ævi. En Ólafur vildi
mikið drekka mjólk, sem var hrein-
lega ekki fáanleg frekar en aðrar
landbúnaðarafurðir þarna. Matar-
skammturinn var m.a. eitt egg á
mánuði á mann. En Ólafur bað
þjóna þarna um „safa úr kú“, eins og
hann bar það fram, og skýrði að það
væri safi úr kú eða mjólk. En eins og
hann bar þetta fram héldu þjónar að
hann væri að tala frönsku og voru í
mestu vandræðum með að afgreiða
þennan mann.
Ég fór með Ólaf í BBC og þar
ávarpaði hann Dani í danska útvarp-
ið. Það var einkar skemmtilegt, við
sátum eins og við hér, Pétur, og Ól-
afur fór úr jakkanum, hann bretti
upp ermar og hann talaði með
steytta hnefa á lofti (Pétur: Eins og
hann væri í Bárubúð!) og gerði þetta
af mikilli snilld og stappaði stáli í
blessaða Danina.
Það má bæta því við um Árna
Jónsson frá Múla, þann stórmerka
mann, að hann hafði að mér skilst
skrifað ritjórnargrein í Vísi undir
fullu nafni og heimilisfangi þannig
að breska setuliðið gæti gengið að
honum ef óskað væri þar sem hann
gagnrýndi mjög að rofin hefði verið
friðhelgi Alþingis með handtöku
Einars Olgeirssonar alþingismanns.
Þetta hefur eflaust haft sín áhrif en
eitt af því fyrsta sem Árni óskaði
eftir þegar hann kom utan var að fá
að heimsækja þá fangana þrjá, Ein-
ar, Sigfús Sigurhjartarson og Sigurð
Guðmundsson, hvað hann gerði, og
síðan lagði hann áherslu á það við
breska ráðamenn að þessir menn
yrðu þegar látnir lausir og það liðu
sem betur fer ekki margir dagar
þangað til svo varð.
Ég vildi bæta því við að að sjálf-
sögðu hefði ekki af þessari heimsókn
getað orðið og hún ekki getað orðið
eins vel heppnuð og raun varð á ef
ekki hefði komið til forysta Péturs
heitins Benediktssonar, þess mikla
ágætismanns, sem annaðist öll sam-
skipti við bresk stjómvöld af mikilli
snilld og bar öllum nefndarmönnum
saman um það að á betra hefði ekki
verið kosið. Pétur var einstakur full-
trúi okkar í Bretlandi og annars
staðar alla sína tíð í utanríkisþjón-
ustu og svo síðar merkur banka-
stjóri og alþingismaður - en því mið-
ur mjög stutt - eftir heimkomu hans
1956. Hann gat sér góðan orðstír og
hafði mjög gott samband við þessa
menn sem ég nefndi áðan, aðallega
þá sir John Dashfoot og Butler að
sjálfsögðu. Það var lengi svo að við
höfðum sameiginlega skrifstofu svo
ég gat heyrt hvað hann talaði við
menn og það var svo áhrifamikið allt
sem þessum manni datt í hug og
hvemig hann bar það fram og fram-
kvæmdi að maður gat dáðst að og
það leiddi til vináttu með okkur svo
lengi sem hann lifði.
Pétur hafði þá reglu að fara mjög
vandlega eftir fyrirmælum að heim-
an, eins og góðum sendimönnum
ber. Og hann gerði ekki mannamun
og blandaði ekki stjórnmálaskoðun-
um í sín störf. Hins vegar má geta
þess til gamans að þegar þeir vora
þama í betranarhúsi, blessaðir
mennimir, þurftum við að útvega
þeim fatnað og fleira og ég bauðst
einhvem tíma til að fara með böggl-
ana en Pétur afþakkaði það og sagði
að það væri greinilega ósk mín að
komast þangað eingöngu til þess að
geta séð fyrrverandi stærðfræði-
kennara minn bak við lás og slá.
Pétur: Sigfús Sigurhjartarson?
Hilmar: Mikið rétt.
Pétur: En hvað þetta var dæmi-
gert fyrir Pétur! •'*
Hilmar: Já, hann var mikill húm-
oristi og ákaflega skemmtilegur
maður. Við vorum þarna saman ein-
ir loftárásaveturinn 1940-41.
Stóryrði Wise majórs
Segja má að breska setuliðið og
hemámsyfirvöld hafi beitt sér af
hörku gegn starfsemi svokallaðra
kommúnista, sem höfðu raunar
myndað flokk með Alþýðuflokks-
mönnum og nefndu samtökin Sam-
einingarflokk alþýðu - Sósíalista-
flokkinn. Jafnframt því að þjarma að,
flokksmönnum þessum og hrella þá ’
hvenær sem færi gafst má þó segja
að „kommúnistar“ hafi mátt vera til-
tölulega sáttir við sinn hlut miðað
við lögreglustjóra Reykjavíkur,
Agnar Kofoed-Hansen. Wise majór,
yfirmaður bresku leyniþjónustunn-
ar, ofsótti lögreglustjórann. Gekk
hann svo langt í einelti sínu að hann
brigslaði Agnari Kofoed-Hansen um
nasisma og krafðist þess að hann léti
af starfi.
Wise majór gekk feti framar en
margur hefði gert. Hann kvað lög-
reglustjórann njóta sérstakrar
vemdar stjórnvalda sökum þess að
hann væri óskilgetinn sonur Her-
manns Jónassonar forsætisráð-,
herra. Þessi tíðindi hafði hann sagt
bandarískum diplómat, Kuniholm.
Hann brá við skjótt og gekk á fund
utanríkisráðherrans (Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar) og flutti honum
tíðindin. Hér er vitnað til skjala sem
Ásgeir Guðmundsson sagnfræðing-
ur var svo vinsamlegur að sýna
greinarhöfundi. Af þessum skjölum
verður ljóst að gestgjafar íslensku
blaðamannanna í Lundúnum höfðu
ærinn starfa að hlutast til um ís-
lensk málefni. Þeirra er að mörgu
getið í þessum „leyniskjölum". Allt^
viðmót breyttist með innrás Þjóð-
verja í Sovétríkm. Þá varð um skeið
viðhorfsbreyting í alþjóðamálum og
roðinn í austri varð áhrifamikill í
pólitísku litrófi næstu áratuga.
London
kr. 14.
í október með
Heimsferðum
Tryggðu tiér lága
verðið meðan
enn er laust
Nú seljum við síðustu sætin í októ-
ber á hreint frábærum kjörum og
bjóðum þér topphótel í hjarta
heimsborgarinnar. Londonferðir Heimferða hafa fengið
ótrúleg viðbrögð og nú þegar er uppselt í fjölda brottfara,
bókaðu því strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust.
Flugsæti til London
Verð kr.
14.900
Verð kr.
29.990
Flugsæti fyrir mánudaga
til fimmtudags.
Skattar kr. 3.790.-, ekki innifaldir.
Verð kr.
19.900
Flugsæti, fimmtudaga til mánudags.
Verð kr. 19.900
Skattar kr. 3.790.-, ekki innifaldir.
Flug og hótel í 4 nætur, hclgarferð
12. og 19. okt.
Ferð frá fimmtudegi til mánudag,
AMBASSADOR hóteliö í
Kensington, rn.v. 2 í herbergi með
morgunmat.
Ferðir til og frá flugvelH, kr. 1.600.
HEI DIR
Austurstræti 17, 2. hæð, sfmi 595 1000. www.heimsferdir.is