Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 232. TBL. 88. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLADSINS Barak setur Palestínumönnum úrslitakosti vegna bldðugra átaka Kofí Annan reynir að afstýra allsherjarstríði Kaírd, Jerúsalem. Reuters, AP, AFP. EKKERT lát var á átökum ísraelskra öryggis- sveita og Palestínumanna á Vesturbakkanum í gær þegar frestur, sem ísraelsstjórn hafði veitt leiðtog- um Palestínumanna til að binda enda á ofbeldið, rann út. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, fór til ísraels í gær til að reyna að af- stýra því að átökin leiddu til allsherjarstríðs. ísr- aelskir og líbanskir hermenn voru í viðbragðsstöðu eftir að Hizbollah-skæruliðar í Líbanon tóku þrjá ísraelska hermenn til fanga í árás við landamærin að ísrael á laugardag. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, lýsti því yfir á laugardag að Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, fengi frest til kl. sex e.h. að íslenskum tíma í gær til að binda enda á átökin, ella myndi ísraelsstjórn líta svo á að friðarviðræðunum væri lokið og fyrirskipa öryggissveitum sínum að beita „öllum ráðum" til að kveða niður mótmæli Palest- ínumanna. Átökin hafa kostað að minnsta kosti 89 lífið, aðal- lega araba. Palestínumenn kenna ísraelum um blóðsúthellingarnar og segja að Barak sé sá eini sem^geti bundið enda á þær. „Eg kem ekki hingað með neina töfralausn," sagði Kofi Annan í Tel Aviv í gærkvöld eftir fund með Shlomo Ben-Ami, starfandi utanríkisráðherra ísraels, og skoraði á alla ísraela og Palestínumenn að hafna ofbeldi. Annan ræddi síðar um kvöldið við Arafat á Gaza og hyggst ræða við Barak í dag. Stjórn ísraels kom saman í gærkvöld til að ræða hvernig bregðast ætti við átökunum. Barak sagði fyrir fundinn að leiðtogar Palestínumanna væru ekki tilbúnir að stuðla að friði og stjórnin yrði því að grípa til „gagnaðgerða". Muhammad Dahlan, æðsti embættismaður pal- estínsku heimastjórnarinnar í öryggismálum, sagði að Palestínumenn myndu ekki láta hótanir ísraela hafa áhrif á sig og væru staðráðnir í að verja rétt- indi sín. Leiðtogafundi hafnað Bandarískir embættismenn sögðu í gærkvöld að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefði rætt við leið- toga ísraels, Palestínumanna og Egyptalands í síma um hvort þeir ættu að koma saman til að freista þess að leysa deiluna en ekM hefði náðst samkomulag um slíkan fund. Þeir sögðu að ekki væri útilokað að efnt yrði tii leiðtogafundar síðar en að svo stöddu væri ekki talið að slíkur fundur bæri árangur. Yasser Arafat fór til Kaíró í gær til að ræða við Hosni Mubarak Egyptalandsforseta i þriðja sinn frá því átöMn hófust fyrir tæpum tveimur vikum. Hann sagði að ástandið væri „hættulegt" en ekkert benti til þess að hann myndi verða við kröfu Baraks. Bashar Assad, forseti Sýrlands, ræddi kreppuna í friðarviðræðunum við ígor ívanov, utanríkisráð- herra Rússlands, í Damaskus og sagði að ekki yrði hægt að leysa vandann nema „Israelar virtu álykt- anir Sameinuðu þjóðanna og kæmu þeim í fram- kvæmd". ívanov sagði að árásum ísraelskra örygg- issyeita á Palestínumenn yrði að linna. ívanov hélt síðan til Líbanons þar sem Hizbollah- skæruliðar halda þremur ísraelskum hermönnum og segjast ekM ætla að láta þá lausa nema ísraelar leysi arabíska fanga úr haldi. Rolf Knutsson, sendi- maður Sameinuðu þjóðanna, ræddi við leiðtoga Hizbollah í gær og kvaðst bjartsýnn á að lausn fyndist á máli fanganna bráðlega. Hizbollah sagði í yfirlýsingu að ákveðnar hugmyndir um fangaskipti hefðu verið ræddar á fundinum. Barak hótaði að grípa til „harðra aðgerða" ef stjórnvöld í Líbanon og Sýrlandi hefðu ekki taum- hald á Hizbollah-hreyfingunni. Abdullah, krónprins Sádi-Arabíu, sagði að arabaríkin myndu ekki „sitja aðgerðalaus" ef Barak stæði við hótunina. Hann sagði þó ekkert um til hvaða aðgerða Sádi-Arabar kynnu að grípa. ¦ Átök í Ramallah/34 Omagh-tilræðið Nöfn meintra arasar~ manna birt Belfast. Reuters. DÓMSTÓLL á Norður-írlandi úr- skurðaði í gær að breska ríkissjón- varpið BB C mætti sýna þátt þar sem fjórir menn, sem grunaðir eru um að- ild að sprengjutilræðinu í Omagh ár- ið 1998, eru nefndir á nafn. Þátturinn var því sýndur í gærkvöld. Mannréttindanefnd Norður-ír- lands hafði óskað eftir því að sýning þáttarins yrði bönnuð á þeirri for- sendu að hún græfi undan rétti mannanna til sanngjarnra réttar- halda. Dómarinn í málinu hafnaði þeirri röksemd. 29 manns biðu bana í sprengjutil- ræðinu í Omagh, mannskæðustu árás sem gerð hefur verið á Norður- írlandi. Lögreglan hefur yfirheyrt tugi manna en aðeins einn hefur ver- ið ákærður fyrir aðild að sprengjutil- ræðinu. ' Aðstoðaryfirlögregluþjónn Norður-írlands lýsti því yfir nýlega að lögreglan teldi sig vita hverjir for- sprakkar tilræðismannanna væru en hefði ekki nægar sannanir til að ákæra þá. BBC ákvað að greina frá nöfnum þeirra í von um að það yrði til þess að frekari sannanir kæmu fram. Kostunica kemur tveimur pólitískum andstæðingum sínum frá völdum Búist við að stjórn Serbíu fari frá í dag Belgrad. Morgunblaðið. MOMIR Bulatovic, forsætisráðherra Júgóslavíu, sagði af sér í gær og lét þar með undan þrýstingi Vojislavs Kostunica, forseta Júgóslavíu, sem reynir nú allt hvað hann getur til að ná völdunum í Serbíu. Þá er búist við að stjórn Serbíu segi af sér í dag. Með þessu er Kostunica skrefi nær takmarki sínu en afsögn Bulatovic eykur möguleikann á að kosið verði til þings Serbíu í desember. Einn af stuðningsmönnum Kostunica skýrði frá því í gær að serbnesku flokkarnir hefðu náð samkomulagi um að þing- kosningar yrðu haldnar 17. desember en í gærkvöld benti ýmislegt til þess að bandamenn Milosevic væru að reyna að koma í veg fyrir þingrof. Evrópusambandið aflétti efna- hagsþvingunum sínum á Júgóslavíu í gær og hét tveggja milljarða dala fjárhagsaðstoð til að rétta við efnahag Serbíu. Var ákvörðuninni fagnað mjög þar sem aðgerðirnar hafa lamað efnahag Serbíu og Svartfjallalands og sjá þjóðirnar nú fram á mikla erlenda fjárfestingu og einkavæðingu. Kostunica er í afar erfiðri stöðu, þar sem hann reynir nú að tryggja völd sín og fara að vuja þjóðarinnar, sem kom svo berlega í Jjós í júgó- slavnesku kosningunum en um leið að sjá til þess að lögum og reglum sé framfylgt. Einungis var kosið til þings og forsetaembættis Júgóslavíu í kosningunum í september en Serbar eru um 90% íbúa sambandslýðveldis- ins. Á serbneska þinginu eru sósíalist- ar enn stærsti flokkurinn og stjórna með stuðningi flokks þjóðernisöfga- mannsins Vojslavs Seseljs. Óttast Kostunica og stuðningsmenn hans mjög að verði serbneska þingið ekki leyst upp og gengið til kosninga, sem fullvíst er talið að Kostunica muni vinna með miklum yfirburðum, reyni Slobodan Milosevic, fyrrverandi for- seti Júgóslavíu, að ná völdum að nýju. Vilja lögregluna undir stjórn Kostunica Auk Bulatovic sagði Vlajko Stoj- ujkovic, innanríkisráðherra Serbíu, af sér í gær en Kostunica hefur lagt allt kapp á að ná stjórn yfir lögreglunni sem heyrir undir serbneska innanrík- isráðuneytið. Kostunica hefur aftur á móti ekld tekist að fá Milan Milut- inovic, forseta Serbíu, til að fallast á að rjúfa þingið. Reynir Kostunica að nýta tímann til að koma bandamönn- um sínum í lykilembætti, s.s. í bönk- um, ríkisfyrirtækjum og dómstólum. Milutinovic er einn fjórmenning- anna sem stríðsglæpadómstóll Sam- einuðu þjóðanna hefur ákært fyrir Morgunblaðið/Þorkell Serbneskir háskólanemar söfnuðust saman við þinghús Serbíu í Belgrad í gær til að mótmæla því að lög, setn takmarka starfsemi háskóla og málfrelsi kennara, skyldu ekki enn hafa verið afnumin. glæpi gegn mannkyninu vegna stríðs- ins í Kosovo og hefur Kostunica gert honum grein fyrir því að verði hann ekki við kröfum hinna nýju valdhafa í Júgóslavíu kunni þeir að neyðast til þess að framselja hann. Seselj mót- mæltí í gær harðlega atíögu Kostun- ica að tveimur helstu bandamönnum Milosevic, Stojilkovic og Bulatovic, og líkti henni við valdarán. Sese\j grýttur Mikil spenna var er fundað var í serbneska þinginu og safnaðist fjöldi fólks saman við þinghúsið til að sýna Kostuniea stuðning sinn og láta van- þóknun sína í ljós á sósíalistum og Seselj. Er blaðamann Morgunblaðs- ins bar að hafði Seseij yfirgefið þingið og átti fótum fjör að launa þar sem steinum og öðru lauslegu rigndi yfir hann, menn hrópuðu ókvæðisorð að honum og blésu í blístrur. Er lífverðir hans skutu tveimur skotum upp í loft- ið tíl að halda fjöldanum frá jókst reiðin um allan helming en Seseh; komst undan. Þá sneri hópurinn sér að skrifstofubyggingu þingsins þar sem mannfjöldinn hugðist koma í veg fyrir að flokksbræður Seseljs yfir- gæfu hana. Ástæður atlögunnar á Sesejj virtust ekki aðeins uppsöfnuð reiði í garð þeirra sem hafa verið við völd í meira en áratug heldur tilraun hans til að koma í veg fyrir afsagnir ráðherranna í dag. Milosevic varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar sonur hans, Marko, var stöðvaður á flugvellinum í Peking og honum meinað að dvelja í landinu. Flugvél hans hélt til Moskvu og fréttastofan Interfax hafði eftír rússneskum embættísmönnum að honum yrði heimilað að dve^a í Rússlandi. ¦ Umskipti í Júgóslavíu/29-32 MORGUNBLAOIÐ 10. OKTÓBER 2000 690900«090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.