Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ingimundur gamli HU-65 sökk í mynni Húnaflóa á sunnudagmn Skipstjórinn er talinn af INGIMUNDUR gamli HU-65 sökk í mynni Húnaflóa skömmu eftir hádegi á sunnudag. Tveir skipverjar kom- ust um borð í björgun- arbát og var bjargað. Friðriks Jóns Friðriks- sonar skipstjóra er saknað og er hann nú talinn af. Friðrik var 63 ára gamall, fæddur 30. nóvember 1936. Hann lætur eftir sig eigin- konu og þrjár upp- komnar dætur. Ingi- mundur gamli var 100 tonna bátur, gerður út frá Hvamms- tanga. Hann var á rækjuveiðum um 10 mílur vestur af Rifsnesi þegar hann sökk skyndilega. Bátsverjum tókst ekki öllum að komast strax í flotgalla. Tilkynning barst Vestmannaeyja- radíói kl. 12:30 frá Sæbjörgu ST-7 sem var á veiðum á Húnaflóa. Bárust þau boð að Ingimundur gamli hefði tilkynnt að eitthvað mikið væri að og skömmu síðar hefði báturinn horfið af ratsjá. Skipstjóri Sæbjargar lét klippa á veiðarfæri og hélt þegar á vettvang. Vestmannaeyjai-adíó lét tilkynningaskylduna þegar vita og kallaði hún til nálægra skipa. Tvær trillur sem voru staddar skammt frá héldu á slysstað ásamt Sæbjörginni sem kom á staðinn um hálftíma eftir að Ingimundur gamli sökk. Þá voru tveir skipverjar af Ingimundi gamla um borð í gúmmíbjörgunarbát en ekkert sást til Friðriks. Hann mun hafa komist frá borði en hafði ekki haft ráðrúm til að klæð- ast flotgalla. Þeir sem komust af eiu búsettir á Hvammstanga og Skagaströnd. Annar mannanna er dóttur- sonur Friðriks Jóns. TF-SIF, þyrla Land- helgisgæslunnar, vai' kölluð út skömmu síðar. Þegar hún kom yfir Húnaflóa um kl. 14.30 hóf hún leit ásamt þremur bátum sem þá voru á slysstað. Rúmri klukkustund síðar voru björgunarsveitirnar á Skagaströnd og Hvammstanga kall- aðar út af Landhelgisgæslunni. Þokkalegt veður var þegar Ingi- mundur gamli sökk en versnaði þeg- ar leið á daginn og erfitt varð til leit- ar. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN hélt áfram leit í gær án árangurs. Hvasst var á svæðinu og ekki hægt að leita af sjó. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi verða fjörur gengnar á Ströndum í dag. Sjópróf hafa ekki enn farið fram en lögreglan hefur tekið skýrslu af skipbrotsmönnun- um. Um borð í Ingimundi gamla var búnaður sem sendir í sífellu boð um staðsetningu sem berast tilkynn- ingaskyldunni. Ef boð berast ekki frá skipi í 15 mínútur kviknar viðvör- unarljós hjá vaktmanni í tilkynn- ingaskyldunni í loftskeytastöðinni í Reykjavík. Síðasta boð frá Ingi- mundi gamla barst nokkrum mínút- um áður en tilkynning kom frá Sæbjörginni. Friðrik Friðriksson c í Ljósmynd/Snorri Snorrason Ingimundur gamli var 100 tonna bátur og gerður út frá Hvammstanga. Sveinn Garðarsson, skipveiji á Ingimundi gamla, þakkar hér skipverja á Sæbjörginni björg- unina. Bflstjórar ræða við olíufélögin Oskað eftir viðræðum við stjórnvöld AÐGERÐAHÓPUR vegna hækkunar olíuverðs mun óska eft- ir viðræðum við stjómvöld á næst- unni vegna olíuverðshækkana. Hópurinn hefur rætt við öll olíufé- lögin að undanförnu og á þeim fundum hefur komið fram að olíu- félögin telja sig ekki vera aflögu- fær í þessum efnum. Unnur Sverrisdóttir, talsmaður aðgerðahópsins, sagði eftir fund með forsvarsmönnum Olíuversl- unar ísiands í gær að alltaf væri gagnlegt að ræða saman, en kom- ið hefði fram á fundunum með ol- íufélögunum að þau teldu sig ekki hafa neitt svigrúm til að koma til móts við þessa hópa sem mest yrðu fyrir barðinu á olíuverðs- hækkununum. Ekki væri hægt annað en að hafa skilning á þeirri afstöðu því þeir hefðu lagt fram sínar tölur og forsendur. Hins vegar væru þessi svör henni vissu- lega vonbrigði. Eins og náttúruhamfarir Unnur sagðist reikna með að óskað yrði eftir fundum með ríkis- stjórninni á næstunni vegna þess- ara olíuverðshækkana því það væri alveg ljóst að þeir atvinnu- vegir sem hækkanimar bitnuðu mest á bæru þær ekki einir og sér. Hækkanirnar væru svo miklar að þær minntu á náttúruhamfarir. Óánægja meðal trósmiða í Smáralind Unnið að gerð vinnu- staðasamnings ÓÁNÆGJA með launakjör hefur ríkt að undanförnu meðal ís- lenskra trésmiða sem starfa hjá Istaki við byggingu verslunarmið- stöðvarinnar Smáralindar í Kópa- vogi og er nú unnið að gerð vinnu- staðasamnings vegna þessa, að sögn Finnbjörns Hermannssonar, formanns Samiðnar og Trésmiða- félagsins. Fjörutíu til fimmtíu íslenskir trésmiðir starfa hjá Istaki við byggingu Smáralindar en þar starfa einnig um fjörutíu trésmiðir frá Svíþjóð, Ðanmörku, Portúgal og Póllandi. Segir Finnbjörn að óánægjan stafi annars vegar af samanburðinum við kjör þeirra sem ráðnir hafi verið erlendis frá, en þeir fái auk hefðbundinna launakjara frítt fæði og húsnæði auk greiddra ferða til og frá land- inu og séu því fyrirtækinu mun dýrari en íslensku smiðirnir. Hins vegar stafi óánægjan af launa- skriði sem orðið hafi á markaðnum hér sem smiðirnir hjá Istaki í Smáralind telji sig ekki hafa feng- ið. Skýrist í þessari viku Finnbjörn sagði að sér hefði verið falið að reyna að ná vinnu- staðasamningum við Istak sem myndu gilda þarna og þeir væru að velta á milli sín einhvers konar bónuskerfi sem gæti verið ábata- samt fyrir báða aðila. Finnbjörn sagði að það myndi skýrast í þessari viku hvort sam- komulag næðist. Fundur með for- svarsmönnum fstaks hefði verið ákveðinn á miðvikudag og þá myndi koma í ljós hvort menn næðu saman eða ekki. Aðilar hefðu ræðst við óformlega og hann væri tiltölulega bjartsýnn á að einhvers konar samkomulag næðist. Upplýsingar um erlend símanúmer Danir svara á nóttunni ÞEGAR viðskiptavinir Lands- símans hringja að næturlagi í 905-5010, áður 114, sem er upp- lýsingaþjónusta um erlend síma- og faxnúmer, er svarað hjá upplýsingaþjónustu Tele- Danmark í Kaupmannahöfn. Komin er nokkurra mánaða reynsla á þetta samstarf og að sögn Ólafs Þ. Stephensen, for- stöðumanns upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, er ánægja með þjónustu Tele- Danmark og hafa notendur hennar til þessa ekki komið neinum alvarlegum kvörtunum á lramfæri við Landssímann. Ólafur sagði í samtali við Morgunblaðið að næturvaktin hefði ekki þótt svara kostnaði í gamla 114-númerinu, sökum lít- illar eftirspumar eftir þjónust- unni, og því hefði verið gripið til samstarfs við TeleDanmark, sem hófst sl. vor og gildir frá miðnætti til klukkan 8 að morgni. Þegar hringt er í 905-5010 (114 gildir að vísu ennþá) að nóttu til tilkynnir talvél að sím- talinu verði beint áfram til Tele- Danmark, og þar er þá svarað á dönsku en jafnframt eru töluð fleiri tungumál, t.d. enska og þýska. Þjónustan kostar það sama, eða 66 krónur á mínútu, og er símtalið þar með ekki dýr- ara þótt því sé beint áfram til Kaupmannahafnar. Aðspurður hvort ekki sé hætta á tungumálaörðugleikum benti Ólafur á að þeir sem þyrftu að leita að númeri er- lendis gætu langflestir bjargað sér á enskri eða danskri tungu. Ættingjar og vinir væru einnig líklegir til að eiga símanúmer íslendinga erlendis og ólíklegt að þeir lentu í vandræðum þótt samband fengist við Danina að næturlagi. Hvort frekara samstarf við TeleDanmark væri fyrirhugað á þessum sviðum sagði Ólafur svo ekki vera á þessu stigi. Féll milli stiga ofan af þriðju hæð TÍ U ára drengur fótbrotnaði er hann féll af þriðju hæð niður á jarðhæð í stigagangi við Fannarfell í Breiðholti á fjórða tímanum í gærdag en að sögn lögreglu er hann talinn hafa sloppið ótrúlega vel. Pilturinn mun hafa verið að renna sér á handriði of- an af fjórðu hæð og var kominn niðui á þriðju hæð er hann missti jafnvæg- ið með þeim afleiðingum að hann fell milli stiga niður á jarðhæð hússins. Auk þess sem hann fótbrotnaði kvartaði hann undan eymslum i vinstri hendi. •m Heimili Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.