Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000________________________________________________ MORGUNBLABIÐ FRÉTTIR Alvarlega slösuð eftir umferðar- slys í Víðidal ALVARLEGT umferðarslys varð aðfaranótt sunnudagsins á þjóðveg- inum við Víðihlíð í Víðidal í Húna- vatnssýslu. Ekið var á karl og konu á miðjum aldri og liggja þau alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Slysið varð á fjórða tímanum um nóttina eftir réttardansleik í félags- heimilinu í Víðihlíð. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við að koma fólkinu undir læknis- hendur á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hóf hún sig á loft um klukkan fimm um nóttina og lenti aftur í Reykjavík um sjöleytið um morguninn. -------------- Áframhald- andi gæslu- varðhald staðfest HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð um framlengingu gæslu- varðhalds til 13. nóvember yfir manni sem hefur játað að hafa átt sök á því að stúlka lést í Kópavogi í lok maí í sumar. Hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi síðan snemma í júní. Taldi Hæstiréttur að sterkur grunur væri kominn fram um að maðurinn hefði framið manndráp og væri verknaðurinn þess eðlis að gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjöms Kranabíll fjarlægði bílinn úr sjónum en bfllinn er talsvert skemmdur og óökufær. Ók út í sjó við ísafjörð ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar missti af einhverjum orsökum stjórn á bílnum sem fór þvert yfir gatna- mótin og hafnaði að lokum á rúm- lega tveggja metra dýpi í sjónum í Skutulsfirði. Óhappið var um kl. 13.30 á laugardag en bifreiðinni var ekið niður Vallartún og ætlaði ökumaðurinn að beygja suður Skutulsfjarðarbraut á Isafirði. Auk ökumannsins var eiginkona hans í bílnum en þau eru bæði um sext- ugt. Þau voru á leiðinni til Súðavík- ur þegar óhappið varð. Lögreglan á ísafirði segir hjónin hafa komist af sjálfsdáðum út úr bílnum sem sökk hratt þannig að aðeins glitti í farangurskistu á þaki bifreiðarinn- ar. Konan þurfti á aðstoð að halda til að komast að landi. Hún hélt sér því í farangurskistuna en vegfar- andi sem átti leið hjá óð út í sjó og kom konunni til hjálpar. Hjónin voru ómeidd en köld og blaut. Þau fóru heim, skiptu um föt og héldu áfram för inn í Súðavík. Lögregla og slökkvilið voru fljót á slysstað en skv. upplýsingum frá slökkviliðinu liðu aðeins fimm mín- útur frá því tilkynning barst um slysið og þar til kafari var kominn á staðinn. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Jón Eysteinsson, sýslumaður í Keflavík, Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnar- firði, og Þorleifur Pálsson, sýslumaður í Kópavogi, standa hér með gervilögregluþjón á milli sfn. Umferðarátak fjögurra sýslumanna á Reykjanesbraut „Gervilögregluþjónar“ minna á umferðarlögin SÝSLUMENNIRNIR í Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík og á Keflavík- urflugvelli kynntu á blaðamanna- fundi í gær umferðarátak lögreglu á Reykjanesbraut, allt frá Mjódd að Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en það stendur í dag og á fimmtudaginn. Ein helsta nýlundan í þessu átaki er án efa notkun svokallaðra „gervi- lögregluþjóna" sem eiga að minna vegfarendur á að virða umferðarlög- in. Gervilögregluþjónamir verða 8- 10 talsins og verða settir niður í veg- kanti Reykjanesbrautar. Þar munu þeir standa vakt allan sólarhringinn. Vegöxlum ætlað að greiða fyrir umferð Vegagerðin hefur nýlega lokið við lagningu bundins slitlags á vegaxlir Reykjanesbrautar. Tilgangurinn með vegöxlunum er sá að hægfara umferð geti vikið fyrir hraðari um- ferð og þannig komið í veg fyrir framúrakstur á akrein mótumferð- ar. Einnig geta þeir sem þurfa af einhverjum ástæðum að stöðva bif- reiðar sínar fært sig út á vegöxlina. Lögreglan hvetur til notkunar á vegöxlunum. Þær eru þó alls ekki Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ökumenn hægfara ökutækja geta nýtt sér vegaxlir á Reykjanesbraut til að víkja fýrir hraðskreiðari umferð. ætlaðar til framúraksturs og þeim er ekki heldur ætlað að greiða fyrir umferð bíla sem ekið er yfir leyfileg- um hámarkshraða. Slysum fækkar nyög við minni ökuhraða Auk þess að beina þeim tilmælum til ökumanna að þeir noti vegaxlir þegar tilefni gefst mun lögreglan fylgjast vel með ökuhraða. Jónas Benediktsson, sýslumaður á Kefla- víkurflugvelli, benti á að að sam- kvæmt rannsóknum Transport ökonomisk institutt í Noregi, sem hefur tekið saman niðurstöður hraðarannsókna víða úr heiminum, dregur úr Ukamstjónum vegna um- ferðarslysa um 10% og dauðaslysum fækkar um 18% ef ökuhraði er minnkaður um 5% og á það bæði við um þá sem aka hratt og hægt. Jónas benti einnig á að sá tímasparnaður sem vinnst með hraðakstri á Reykjanesbraut væri sárah'till. Samkvæmt útreikningum er sá öku- maður sem ekur á 110 km/klst. í stað 90 km/klst. aðeins 4 mínútum skem- ur á milli Hafnarfjarðar og Kefla- víkur. Með slíku aksturslagi væri ökumaðurinn auk þess að skapa sér og öðrum stórkostlega hættu. Spjall í síma veldur slysum Lögreglan mun í átakinu einnig kanna ástand ökutækja, s.s. ljósa- búnað og hvort ökutæki hafi verið færð til lögbundinnar skoðunar. Lögreglan vill einnig minna öku- menn á það að akstur krefst fullrar athygli þeirra. Notkun síma dragi athyglina frá akstrinum og valdi mörgum umferðaróhöppum og slys- um. Þá minnir lögreglan á að nú sé allra veðra von og færð og aðstæður geti breyst skyndilega til hins verra. Okumenn verði að miða akstur við aðstæður og jafnframt ætla sér rýmri tíma til að komast milli staða. Urskurður skipulagssljóra um áframhaldandi kísilgúrvinnslu Urskurðar ráð- herra að vænta 1. nóvember ÚRSKURÐAR umhverfisráðherra um áframhaldandi kísilgúrvinnslu í Mývatni er að vænta 1. nóvember nk. Kærufrestur rann út 16. ágúst sl. og samkvæmt því hefði ráðherra átt að fella úrskurð sinn 12. október nk. Því hefur hins vegar verið frestað vegna fjölda kæra og umfangs þeirra. Skipulagsstjóri féllst í júlí sl. á efn- istöku Kísiliðjunnar á nýju náma- svæði í Bolum í Syðri-Flóa, en þar eru svæði sem talin eru geta séð fyr- irtækinu fyrir hráefni í ríflega þrjá næstu áratugi. Hráefni á núverandi efnistökustað Kísihðjunnar, í Ytri- Flóa, mun hins vegar að líkindum ganga til þurrðar eftir um tvö ár. Skýrsla um mat á áhrifum þess, að hefja töku kísilgúrs á nýjum svæðum á náttúru Mývatns og byggð við vatn- ið, var lögð fram í september á síðasta ári. í kjölfarið úrskurðaði skipulags- stjóri að frekari rannsóknir þyrftu að fara fram á áhrifum vinnslunnar á líf- ríki vatnsins. Skýrsla um frekara mat lá fyrir síðasta vor og var hún lögð fyrir skipulagsstofnun. Skipulags- stjóri kvað um miðjan júlí upp þann úrskurð að Kísiliðjunni væri heimilt að hefja vinnslu á umræddu svæði, en taldi að enn skorti upplýsingar um námavinnslu á núverandi námasvæði verksmiðjunnar. Ýmis skilyrði voru þó sett í úrskurði skipulagsstjóra fyr- ir námavinnslunni. Lögum samkvæmt er unnt að kæra úrskurð skipulagsstjóra til um- hverfisráðherra og hefur hann átta vikur til að úrskurða í málinu. Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður um- hverfisráðherra, sagði í gær að máls- aðilar hefðu sýnt skilning á umfangi málsins og engar athugasemdir hefðu verið gerðar við frestun. „Fjórir aðil- ar lögðu fram kæru til ráðherra og að auki var umsagnar leitað hjá fjöl- mörgum aðilum. Þetta hefur verið mikil vinna og tímaírek," sagði Einar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það sem lærist þegar maður er ungur... INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðis- og tryggingamála- ráðherra heimsótti í gær sex og sjö ára nemendur í Lindarskóla í Kópavogi og gaf þeim grænmeti og ávexti í tilefni þess að nú er að hcfjast Evrópuvika gegn krabbameini undir yfirskriftinni Lífgaðu upp á Iífið - heilsubót með grænmeti og ávöxtum. Heil- brigðisráðuneytið, Krabbameins- félagið og Manneldisráð standa að átakinu hér á landi en markm- ið þess er að auka neyslu græn- metis og ávaxta, einkum meðal barna á aldrinum sex til tíu ára. Heilbrigðisráðherra ávarpaði börnin og sagði þeim að sér væri sönn ánægja að fá að heimsækja þau og minna þau á hversu mikil- vægt það væri að borða hollan og góðan mat eins og grænmeti og ávexti. Hún sagði þeim að það sem Iærist þegar maður er ungur væri auðveldara að halda áfram að gera þegar maður væri orðinn eldri. Að þvi loknu kastaði hún ávöxtum til barnanna við mikinn fögnuð þeirra og smjöttuðu þau á góðgætinu með bestu lyst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.