Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Eldri borgarar eru óánægðir með kjör sín Efna til útifund- ar við Alþingi ALMENNUR félagsfundur eldri borgara í Reykjavík og nági*enni Fljótt, fljótt, hjálpið okkur að halda við hurðina, foreldrarnir eru að reyna að brjótast inn. Gallupkönnun meðal fólks á vinnumarkaði 39% hafa sveigjan legan vinnutíma SAMKVÆMT nýrri könnun Gall- up á viðhorfum fólks á vinnumark- aði til samræmingar starfs og einkalífs hafa 39% nú þegar sveigj- anlegan vinnutíma og 22% fólks vinna hluta af launaðri vinnu sinni heima. Niðurstöðurnar voru kynntar nýlega á ráðstefnunni Samkeppn- isforskot með auknum sveigjan- leika, sem er hluti af samstarfs- verkefni Reykjavíkurborgar og Gallup, Hið gullna jafnvægi, og fer fram samtímis í fjórum löndum með styrk frá Evrópusambandinu. Könnun sem þessi hefur ekki áður verið framkvæmd hér á landi. í könnuninni kemur fram að þeir sem hafa sveigjanlegan vinnutíma eru í meirihluta ungir karlkyns- stjórnendur með háskólapróf sem starfa hjá millistórum fyrirtækj- um. Af þeim sem segjast ekki hafa sveigjanlegan vinnutíma telja 29% mögulegt að koma honum á í sínu starfi. Um 73% sama hóps myndu nýta sér sveigjanlegri vinnutíma, stæði hann til boða. 45% sinna viðbótar- vinnu heima Af þeim sem segjast vinna hluta sinnar vinnu heima eru 45% þeirra að vinna viðbótarvinnu frá vinnu- staðnum en 28% telja hana vera til komna vegna eigin þarfa og fjöl- skyldunnar. Konur eru þar fjöl- mennari en karlar en fleiri karlar segja heimavinnuna vera viðbót. Könnunin fór fram í sumar og úrtakið var 1200 einstaklingar af höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 25 til 65 ára. Alls bárust 760 svör og þar af voru launþegar 531. Morgunblaðið/Ómar Mastrið málað HLUTI af viðhaldi báta er að mála þá hátt og lágt. Og þá dugar ekki að sleppa mastrinu. Hér er það mastrið á Kristjáni S. frá Grundar- firði sem fær nýjan og betri lit. Settu hlýjan svip á heimilið eða í sumarbústaðinn. Úrvalið er hjá okkur Rimmlaglugga tjöld Z-brautir & gluggatjöld Faxafen 14 1108 Reykjavfk | Sími 525 8200 \ Fax 525 8201 Alþjóðleg fagsýning þekkingariðnaðar Sýnir morgun- dagsins AGORA, alþjóðleg fagsýning þekk- ingariðnaðarins hefst á morgun kl. 16.00 í Laugardalshöll og stendur fram á föstudag. Samhliða sýningunni í stúku Laug- ardalshallar verður haldið málþing undir yflrskrift- inni: „Sýnir morgundags- ins.“ AGORA ehf. stendur að sýningunni í samstarfl við Islandsbanka FBA, OZ.COM, íslenska erfða- greiningu og Samtök iðn- aðarins. Einar Gunnar Guðmundsson situr í framkvæmdastjórn AG- ORA. Hann var spurður um tilgang þessarar sýn- ingar? „Markmiðin með þess; ari sýningu eru fjórþætt. í fyrsta lagi erum við að kynna ís- land fyrir umheiminum sem þekkingarþjóðfélag, það skiptir miklu máli fyrir okkar litla mark- að. I öðru lagi er tilgangurinn að auka skilning stjórnenda, fjár- málamanna og fagfólks á mögu- leikum og framtíðarþróun þekk- ingariðnaðarins, bæði hér á landi og I alþjóðlegu samhengi. í þriðja lagi er ætlunin að hvetja fleiri til dáða í nýsköpun, þróun og nýt- ingu þekkingarsköpunar. í fjórða lagi að koma á stefnumóti fyrir- tækja þannig að náist samstarf, sameining, nýir samningar verði til og framtaksfjármagn fáist inn í fyrirtækin. Að auki er mikilvægt að fyrirtækin kynni sig fyrir sínu framtíðarstarfsfólki.“ - Hvernig verða öll þessi mál- efni kynnt? „Annars vegar verða fyrirlestr- ar í stúku Laugardalshallar og hins vegar verður sýning á gólfi svæðisins. A fimmtudaginn verð- ur umræðuefni málþingsins upp- lýsingatækni. Þar verður m.a. rætt um gervigreind á Netinu, nýja hagkerfið, leiðir til að ná í framtaksfjármagn og þriðju kyn- slóð farsíma. Fyrirlesarar verða m.a. Skúli Mogensen, forstjóri OZ, Jeff Pulver, forstjóri Pulv- er.com, Bjarni Kr. Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Talentu, Alex Gove frá Walden VC. Á föstudag- inn verður rætt um líftækni og hvernig hún nýtist við þróun og framleiðslu lyfja. Að auki verður komið inn á hvert peningar fjár- festa streyma í líftækniðnaðinum. Meðal fyrirlesara eru Kári Stef- ánsson forstjóri Islenskrar erfða- greiningar, Jakob Kristjánsson framkvæmdastjóri Prokaria, Lu- is A. Parodi frá lyfjafyrirtækinu Pharmacia og Udayan Gupta, stofnanda Biztrail.com. Allir fyr- irlesararnir eru þekktir og virtir menn á sínu sviði og þeir halda allir erindi sín á ensku.“ -Hvað verður sýnt á sýning- unni? „Þar munu rúmlega 130 íslensk og erlend fyrirtæki kynna sig og sína framtíðarsýn. Fyrirtækin hafa komið sér fyrir á 1500 fer- metra svæði í Höllinni. Öll eru þau með kynningu sína _________ í básum.“ - Hvað er þarna nýtt að sjá? „Nokkur fyrirtæki ætla að birta þarna fréttir af nýjungum í starfi sínu. Einhverjir munu kynna nýjar lausnir á markaði, t.d. á fjarskiptamarkaði og í hugbúnaði. Yfirleitt má segja að öll fyrirtækin reyni að kynna rækilega það sem þau eru að vinna að núna og það sem fyrir liggur í nánustu framtíð. Öll helstu og umtöluðustu fyrirtæki landsins verða þarna með kynn- Einar Gunnar Guðmundsson ► Einar Gunnar Guðmundsson fæddist í Reykjavík 29. mars 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1991 og B.S.-prófi í líffræði í líffræði frá Háskóla Islands. Hann hefur starfað sl. þrjú ár hjá Eimskipafélagi íslands, annars vegar sem markaðsstjóri lausa- vöru og síðar sem verkstjóri. Einar er kvæntur Örnu Hauks- dóttur, sem starfar hjá ING, og eiga þau einn son sem Hlynur heitir. Kynnum ísland fyrir umheiminum sem þekking- arþjóðfélag ingu á starfsemi sinni, svo sem öll fjarskiptafyrirtækin og einnig t.d. Degasoft, Hugur, Strengur, i7, Tölvumyndir, íslandsbanki FBA, Nokia og Motorola, Teymi og Islensk erfðagreining. Þá má nefna frumkvöðlafyrirtæki svo sem Kine, Hafmynd, Netkort og Klak. Þá verða flest vefhús lands- ins með bása, svo sem Vefsýn, INNN, Vefur, Pjaxi, ibega, Esk- ill, íslandsvefir, Verði ljós og Gjorby margmiðlun. Af mörgu er að taka og fólk getur kynnt sér hvað á boðstólum er með því að skoða vefsíðu okkar www.agora.is eða fara á vef Gulu línunnar." - Hver var hvatinn að þessari sýningu? ,AGORA ehf. er sprottið upp í háskólasamfélaginu. Við erum þrjú sem stofnuðum þetta fyrir- tæki. Eg er líffræðingur, Sæ- mundur Norðfjörð er heimspek- ingur og Ragnheiður Hauksdóttir er viðskiptafræðingur. Við störf- uðum mikið í félagslífi stúdenta meðan við vorum í háskólanum og ég og Sæmundur efndum á sínum tíma til Tölvudaga íslenskra námsmanna og fengum tölvusala til að bjóða nemendum hagstæð kjör á nauðsynlegum tölvubún- aði. Þetta var nokkuð vel heppnað og okkur langaði til að gera þetta aftur, en þó mun stærra í sniðum. Þannig má segja að hugmyndin að AGORA hafi kviknað. Við skil- greinum AGORA sem þjónustu- fyrirtæki fyrir þekkingariðnað- inn. Yfirskrift AGORA er: „Maður, hugvit, AG0RA, fram- -------- farir“, og endurspeglar það tilgang félagsins. AGORA er gríska og þýðir markaðstorg. Það var á Agoratorg- inu, undir hlíðum Akropolis, þar sem miðpunktur þekk- ingarsköpunar var á gullöld Grikkja. Þar ræddu menn hugmyndir og skiptust á skoðun- um. Með AGORA færum við þennan dýrmæta, sögulega arf í nútímalegt samhengi og stuðlum að öflugri, íslenskri þátttöku í mótun þekkingarþjóðfélags fram- tíðar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.