Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 11 FRÉTTIR Reynir Ingibjartsson, framkvæmdasljóri Búmanna Hugmyndir um að kaupa íbúðir í félagslega kerfínu Morgunblaðið/Margrét Þóra Sigrún Ragnarsdóttir tekur við íbúð sinni við Melateig á Eyrarlands- holti á Akureyri, en þar eru fyrstu íbúðir Búmanna sem afhentar hafa verið, og fær jafnframt heillaóskir þeirra Heimis Ingimarssonar fram- kvæmdastjóra og Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra. REYNIR Ingibjartsson, fram- kvæmdastjóri Búmanna, segir að fé- lagið hafi áhuga á að skoða hugsan- leg kaup Búmanna á íbúðum í félagslega húsnæðiskerfinu víða um land. Hann segir að hugmyndin sé sú að félagið fari yfir stöðuna, m.a. skuldm, ástand íbúða, þjónustu á viðkomandi stöðum og leiðir til að losna við skuldir. Vaxandi fjöldi sveitarfélaga eigi í erfiðleikum með íbúðii- í félagslega kerfinu vegna skulda, takmarkaðra möguleika á sölu og almennra erfiðleika í rekstri. Búmenn, sem er húsnæðissam- vinnufélag þeirra sem orðnir eru 50 ára og eldri, afhentu fyrstu íbúðir sínar á Akureyri um helgina, en þær eru við Melateig á Eyrarlandsholti. Alls voru afhentar fjórar íbúðir nú, en þrjár verða afhentar í desember og níu næsta sumar, eða alls sextán íbúðir. Búmenn eru þegar með í byggingu eða áforma að byggja á næstu tveimur til þremur árum alls um 270 íbúðir á ýmsum stöðum á landinu. Reynir segir að fyrst þurfi að ræða hugmyndina við m.a. forsvars- SAMBAND ungra sjálfstæðismanna (SUS) telur að íslendingar eigi að miða utanríkisstefnu sína við að tryggja að hér haldi áfram að vaxa frjálst og opið samfélag. Með hliðsjón af núverandi ástandi mála telur SUS að ísland eigi ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í stjórnmálaályktun mál- efnaþings SUS, sem haldið var um liðna helgi á Akureyri. Sigurður Kári Kristjánsson, for- maður SUS, segir þingið hafa heppn- ast vel, það hafi verið fjölmennt og vel hafi gengið að ræða máiefnastarf- ið. „Við teljum tíma til kominn að leggja af skattheimtu á einstaklinga, fyrirtæki og fjármagn,“ segir Sigurð- ur. „Fólk á að njóta þess með áþreif- anlegum hætti hve vel hefur verið haldið á efnahagsmálum þjóðarinn- ar,“ bætir hann við og vísar þar í stjórnmálaályktun þingsins, þar sem lagðar eru til byltingarkenndar til- lögur í skattamálum. í ályktun SUS segir að mikill upp- gangur hafi einkennt íslenskt efna- hagslíf síðastliðin ár. „Þessi mikla uppsveifla, sem vart á sér hliðstæðu í sögu lýðveldisins, er ótvírætt ávöxtur efnahagsstefnu ríkisstjórna Davíðs Oddssonar, sem hefur m.a. falist í auknu ftjálsræði og hófsemi í skatt- menn Sambands íslenskra sveitarfé- laga, Ibúðalánasjóðs, félags- og heil- brigðisráðuneyta, Byggðastofnunar og samtaka eldri borgara. Búmenn myndu eiga og reka íbúðirnar Gmnnhugmyndin er sú að skuldir á viðkomandi íbúðum verði afskrif- aðar svo sem kostur er, þannig að viðmiðunin verði aðeins hugsanlegt markaðsverð í stað uppreiknaðs byggingarkostnaðai-. Viðkomandi sveitarfélag, íbúðalánasjóður og ríkið muni skipta með sér þeim skuldum sem afskrifaðar era. Þá verði seldur búsetturéttur í þessum íbúðum til þeirra sem orðnir era 50 ára og eldri og myndi hann nema 10% til 30% af uppreiknuðu verði og lán verði veitt til endurbóta á íbúð- unum svo þær henti eldra fólki. Búmenn myndu eiga og reka íbúð- irnar. Reynir segir að fái hugmyndin hljómgrann verði farið í að skoða alla kosti við búsetu á þéttbýlis- kjörnum hringinn í kringum landið sem nú eigi í vök að verjast. Meðal lagningu. Uppgangi efnahagslífsins má einnig að einhverju leyti þakka aðild Islands að EES-samningnum vegna greiðari aðgangs Islendinga að erlendum mörkuðum. í Ijósi sterkrar stöðu efnahagslífsins og góðra lífs- kjara á íslandi telur Samband ungra sjálfstæðismanna að færa þurfi veigamikil rök fyrir því að eftMáta erlendum aðilum að móta framtíð ís- lensku þjóðarinnar. Slík rök hafa ekki verið færð fram,“ segh- í álykt- uninni og að SUS leggi því áherslu á að ísland verði aðili að sem flestum fríverslunai’samningum og öllu því samstarfi þjóða sem miðar að frelsi í verslun og viðskiptum, en standi utan bandalaga sem hefti viðskiptafrelsi þjóðarinnar. SUS telur allar forsendur fyrir því að fella niður tekjuskatt ríkisins fyrir lok kjörtímabilsins, enda verði ekki annað séð en það sé hægt án þess að framkalla fjárlagahalla. „Töluverð umræða hefur verið að undanförnu um alla þá peninga sem streymt hafa úr landi að undanfórnu. Astæðan er vitaskuld sú að fjármagn er afar hreyfanlegt og eðlilega leitar það þangað sem skattar vegna tekna þeirra eru lágir. Fyiirtæki era mörg hver einnig nokkuð hreyfanleg og hefur sýnt sig að þau finna sér einnig samastað þar sem tekjuskattai- þess sem athugað verður er þjón- usta, s.s. heilsugæsla, verslun, fé- lagsaðstaða, samgöngur, atvinnu- tækifæri og möguleikar fólks á að sinna áhugamálum sínum. Þá þurfi að kanna þá markhópa sem til greina koma, en þar megi nefna íbúa á staðnum sem búa í of stóra og óhentugu húsnæði, brottflutta íbúa sem gætu hugsað sér að flytja til æskustöðvanna, fólk sem gjarnan vill búa á tveimur stöðum og svo fólk sem fremur vildi búa á þéttbýl- isstað á landsbyggðinni en í sumar- húsi upp til sveita. Loks nefndi Reynir fólk sem vildi hætta búskap eða fólk sem búsett er erlendis en vildi eiga sér fastan samastað á Is- landi. „Vaxandi fjöldi fólks vill kom- ast í ró og næði þegar árin færast yfir til að geta sinnt sköpunarvinnu af ýmsu tagi. Við verðum vör við þetta á höfuðborgarsvæðinu í aukn- um mæli,“ sagði Reynir. Margir kostir Hann benti á að kostirnir við fé- lagsform Búmanna væru m.a. þeir að landið væri allt eitt félagssvæði, þeirra era lágir og annað umhverfi íyrirtækjanna er vinsamlegt. Af þessu má ráða að íslendingar gætu haft af því ótrúlegan hag að fella nið- ur tekjuskatt á fjármagn og fyrir- tæki. Þetta verður að sjálfsögðu ekki gert án þess að fella niður tekjuskatt einstaklinga, enda annað bæði ósann- gjarnt og leiðir til umfangsmikilla skattsvika.“ Þá segir ennfremur að áhyggjuefni sé að margir líti sveitarfélög öðram augum en opinbera aðila almennt. Sagt er að hér sé mjög alvarlegur misskilningur á ferðinni sem verði að leiðrétta. Ymis fyrirtæki sveitarfé- laga séu rekin með hagnaði, eins og um sé að ræða einkafyrirtæki, og hagnaður þessara fyrirtækja sé sjaldnast annað en dulbúin skattlagn- ing. Fyrir vikið verði skattkerfið ógagnsætt og skaðlegt efnahagslífi sveitarfélagsins og landsmanna. Ungir sjálfstæðismenn telja mikil- vægt að einkaaðilar komi í auknum mæli að rekstri orkufyrirtækja og nefna að beinast liggi því við að einkavæða Landsvirkjun. Þá beri að selja Landssíma íslands hf. sem hraðast og án þess að skipta fyrir- tækinu upp. Lagt er til að gera landið allt að einu kjördæmi til þess að jafna vægi atkvæða við alþingiskosningar, hlutareign eða búseturéttur hentaði vel sem eignarform, auðvelt væri fyrir félagsmenn að færa sig milli staða og íbúða og þá væri gert ráð fyrir að sveitarfélög gætu verið eig- endur að búseturétti. Félagið sér- hæfði sig í rekstri og viðhaldi íbúða og eigendur að búseturétti gætu nýtt sér vaxtabótakerfið og þá hefði félagið rétt á lánum hjá Ibúðalána- sjóði á hagkvæmustu kjörum sjóðs- ins. „Það er því margt sem mælir með þessu,“ sagði Reynir. kirkja og ríki verði að fullu aðskilin og þær hömlur sem ríkisvaldið legg- ur á einstaklinga fyrir aldurs sakir falli niður þegar sjálfræðisaldiá hefur verið náð. Skorað er á ríkisstjórnina að lækka nú þegar álögur á eldsneyti og því lýst að opinber sjónvarps- og útvarpsrekstur eigi ekki rétt á sér. Því er lagt til að RÚV verði gert að hlutafélagi og selt. „Menntakerfinu ber að efla frum- kvæði og sjálfstæði einstaklinganna og búa þá undir þátttöku í samkeppn- isþjóðfélagi. Tengsl menntakerfisins við atvinnulífið þurfa að vera virk og lifandi á öllum skólastigum. Ungir sjálfstæðismenn telja að rekstur framhaldsskóla og leikskóla sé betur kominn í höndum einkaaðila en opin- berra. Þannig megi ná fram aukinni hagkvæmni, metnaði og fjölbreyti- leika, nýsköpun og aðhaldi í skóla- starfi. Ungir sjálfstæðismenn era þeirrar skoðunar að leggja beri ríkari áherslu á þátttöku einstaklinga við fjármögnun menntunar sinnar enda njóti þeir ábatans. Það er mat ungra sjálfstæðismanna að hlutverk LÍN sé betur komið í höndum bankastofnana eða annarra útlánaaðila jafnvel þó að skattgreiðendur haldi áfram styrkja stúdenta með lánum,“ segir ennfrem- ur í stjórnmálaályktuninni. Ályktun SUS um sjávarútvegsmál Alit auð- lindanefnd- ar verði virt að vettugi MÁLEFNAÞING SUS samþykkti ályktun um sjávarútvegsmál þar sem því er lýst að Hæstiréttur hafi staðfest að kerfi varanlegra og framseljanlegra aflaheimilda í for- mi hlutdeildar í heildarkvóta stríði ekki gegn stjórnarskránni. Segir í ályktuninni að niðurstaða réttarins marki tímamót, en með honum sé aðaldeilumálið úr sögunni. Tilefni sé því til þess að líta fram á við og ræða um framtíð íslensks sjávar- útvegs með uppbyggjandi hætti. Bent er á að rétturinn til þess að framselja aflahlutdeild tryggi að kvótinn sé í höndum þeirra sem á hverjum tíma gera út með mestri hagvæmni. Framleiðni í sjávarút- vegi hafi aukist töluvert frá því kvótakerfið var tekið upp 1984 og sú aukning sé miklu meiri en í al- mennum iðnaði og landbúnaði. í ályktuninni er ennfremur vikið að þeim breytingum sem orðið hafa í sjávarútvegi síðan kvótakerfinu var komið á fót og þeim lýst sem stórkostlegum. Lögð er áhersla á að breytingar á kerfinu verði því gerðar á grundvelli þess árangurs sem náðst hefur. Þannig verði framsal frjálst, enda leiði allar takmarkanir á framsali aflahlut- deilda til óhagkvæmni og sóunar, aflahlutdeild verði sjálfstæð eign, en hún er samkvæmt núgildandi lögum bundin skipum, byggðaút- hlutun kvóta verði aflögð, enda sé reynsla af úthlutun svonefndra byggðakvóta afar slæm, sjómanna- afslátturinn verði aflagður, á þeim forsendum að ekki sé eðlilegt að sjávarútvegurinn búi við hagstæð- ara skattaumhverfi en aðrar at- vinnugreinar og kaup og kjör sjó- manna eigi að ráðast á frjálsum markaði á sömu forsendum og kjör annarra landsmanna. Þá er hvatt til þess að erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi hér á landi verði leyfðar, enda sé honum ekki í hag að vera sviptur möguleik- um á erlendu áhættufjármagni. Að- gangur að erlendu fjármagni gæti orðið grundvöllur frekari framfara og tækninýjunga í greininni. Tillögur auðlindanefndar féllu hins vegar ekki í góðan jarðveg hjá ungum sjálfstæðismönnum, ef marka má ályktunina: „Samband ungra sjálfstæðis- manna hafnar tillögum auðlindan- efndar sem miða að þjóðnýtingu auðlindarinnar og aukinni skatt- heimtu. Það verður aldrei sátt um sósíalisma á íslandi. Samband ung- ra sjálfstæðismanna leggur til að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Alþingi íslendinga virði tillögur auðlindanefndar að vettugi." Svíadrottning heimsótti íslenska skálann Sylvía Svíadrottning og Viktoría krónprinsessa heimsóttu íslenska skálann á heimssýningunni EXPO 2000 í Hannover í Þýskalandi á fimmtudaginn í síðustu viku og er myndin tekin við það tækifæri en Sigurður Björnsson, móttökustjóri íslenska skálans, tók á móti þeim og sýndi þeim framlag Islendinga til heimssýningarinnar. Silvfa Svíadrottning og Viktoría krónprinsessa í íslenska skálanum ásamt Sigurði Björnssyni móttökustjóra. Málefnaþing SUS á Akureyriiim helgina Aðild að ESB hafnað og tekjuskattur verði afnuminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.