Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svar lögreglunnar í Reykjavík við bréfí Blaðamannafélags íslands Áhersla á að gesturinn yrði ekki fyrir truflun BRÉF lögreglunnar í Reykjavík vegna fyrirspurnar Blaðamannafé- lags íslands varðandi heimsókn Li Pengs fer hér á eftir: „Með bréfi, dags. 15. september sl., óskar Blaða- mannafélag íslands eftir skýringum frá lögreglunni í Reykjavík á nokkr- um tilteknum atriðum er öll varða samskipti lögreglu og starfsmanna fréttastofu Stöðvar 2 í tengslum við heimsókn Li Peng, forseta þjóðþings Kína. Svör lögreglunnar fara hér á eftir í sömu röð og spurt er í tilv. bréfí. Rétt er þó að taka fram að ör- yggisgæsla og aðgerðir lögreglu á Nesjavöllum voru ekki undir stjórn eða á ábyrgð lögreglustjórans í Reykjavík. Því verður hér ekki fjall- að um það atvik sem varð á Nesja- völlum heldur eingöngu um það atvik er átti sér stað við Gyðufell 8 í Reykjavík. 1. Yfirstjóm öryggisgæslu vegna opinberra heimsókna er á forræði ríkislögreglustjórans (RLS), en framkvæmd hennar er í höndum lög- reglustjóra á hverjum stað. Lög- reglustjórinn í Reykjavík fékk eins og endranær fyrirmæli um sinn þátt í öryggisgæslu vegna heimsóknar Li Peng og sat yfirlögregluþjónn al- mennrar löggæslu undirbúnings- fundi með fulltrúum RLS og kín- versku sendinefndarinnar. Við undirbúning og skipulagningu var lögð áhersla á að tryggja að gestur- inn og fylgdarlið yrði ekki fyrir trufl- un eða áreiti. Stjórnandi fram- kvæmda af hálfu lögreglustjórans í Reykjavík var Geii' JónÞórisson, yf- irlögregluþjónn almennrar löggæslu. Heimsókn Li Peng á heimili í Gyðu- felli 8 var ekki á þeirri dagskrá sem lá fyrir þegar öryggisgæslan var skipu- lögð í upphafi. Snemma morguns, sunnudaginn 3. september sl., bárust boð frá aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá RLS, sem fór með yfirstjórn allrar öryggisgæslunnar, að ákveðið hefði verið að Li Peng og hluti af fylgdar- liði hans myndi heimsækja íslenska fjölskyldu sem býr í íbúð á 2. hæð í Gyðufelli 8. Óskað var eftir gæslu ut- andyra til að tryggja að heimsóknin yrði ekki fyrir utanaðkomandi áreiti því að um einkaheimsókn væri að ræða og ekki yrði gefin út tilkynning um hana. Á vettvang fór Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn við sjötta mann. Fyrii’varinn var stuttur og hann notaður til að koma boðum til íbúa hússins, en ekki mun þó hafa tekist að ná til þeirra allra. Voru gerðar ráðstafanir til að takmarka umferð um götuna við húsið meðan fylgdin var á ferðinni og loka af svæði framan við húsið þannig að hugsan- legum áhorfendum og öðrum vegfai'- endum yrði haldið í tiltekinni fjar- lægð frá húsinu meðan á heimsókn stæði. Það atvik er varð við fjölbýlis- húsið í Gyðufelli 8, og mjög hefur ver- ið fjallað um, hófst með því að frétta- maðurinn gerði tilraun til að fara inn á það svæði sem lögregla var búin að afmarka, en honum var meinaður að- gangur. Lögreglan hefur almennt ekki heimild til að hindra eða koma í veg fyrir myndatökur eða hljóðupptökur blaðamanna á opinberum vettvangi og heldur ekki við þær aðstæður sem voru við Gyðufell í umrætt sinn. Fyi'- irmæli um slíkt hafa heldur aldrei verið gefin. Aðgerðir lögreglu gagn- vart fréttamanninum í þessu tilviki gengu út á að beina honum frá lokaða svæðinu og á stað utan þess. Á meðan Geii' Jón Þórisson yfirlögregluþjónn átti samskipti við fréttamanninn mun lögreglumaður hafa haft afskipti af myndatökumanni sem var þar skammt frá, en Geir Jón hafði gefið þau fyrirmæli að fréttamenn eins og aðrir fengju ekki að fara inn á lokaða svæðið. Það er starfsregla hjá lög- reglunni í Reykjavík að vísa frétta- mönnum á ákveðinn stað í slíkum til- vikum, en engum lögreglumanni hefur verið fyrirskipað að koma í veg fyrir myndatökur. Sá lögi-eglumaður sem þarna átti í hlut hefúr komið at- hugasemdum sínum á framfæri og bent á að myndatökumaðurinn hafí þráast við að færa sig og jafnan haft myndavélina fyrir andlitinu þrátt fyrir að verið væri að ræða við hann. Hann hafi jafnvel beint myndavélinni að þessum tiltekna lögreglumanni þegar hann ávarpaði myndatöku- manninn, þegar eðlilegra hefði verið að hann tæki hana frá andlitinu til að ræða við viðkomandi lögreglumann. Hann hafi því verið að mynda lög- reglumanninn í stað þess að fara að fyrirmælum hans og færa sig. Við þær aðstæður tók lögreglumaðurinn á vélinni. Þegar hefur verið beðist velvirðingar á því að gripið var fyrir linsu myndatökuvélarinnar, enda er það ekki í samræmi við það verklag sem í gildi er hjá embættinu. Við- komandi lögreglumaður hefur skýrt frá því hvernig það gerðist, sbr. ofan- ritað. Hefur ríkislögreglustjóri í sinni greinargerð tekið undir það sjónar- mið að þessi aðgerð; að taka fyrir linsu myndavélarinnar, hafi verið óréttmæt og ónauðsynleg. Þá er rétt að taka fram að meðan á þessu stóð náðist samband við þann starfsmann Alþingis sem annaðist samskipti við lögreglu vegna öryggisgæslu og upp- lýsti hann að enginn væri á staðnum af hálfu Alþingis til að sinna blaða- mönnum enda væri ekki gert ráð fyr- ir þeim á staðnum. 2. Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. lög- reglulaga nr. 90/1996 hefur lögreglan heimild til afskipta af borgurunum til að gæta öryggis einstaklinga eða al- mennings. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar getur lögreglan einnig lokað af svæði, takmai'kað umferð eða bannað þar dvöl. Þá má benda á 19. gr. laganna þar sem lögfest er sú al- menna regla að almenningur skuli hlýða fyrirmælum lögreglu, hvort sem er vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglum á almannafæri. 3. í 14. grein lögreglulaga nr. 90/ 1996 er lögfest heimild lögreglu til að beita valdi við framkvæmd skyldu- starfa, en aldrei má þó ganga lengra í beitingu valds en þörf er á hveiju sinni. Þetta ákvæði er túlkað svo að meginreglan sé að lögreglan fram- kvæmi störf sín án valdbeitingar og ekki komi til þess, nema önnur úr- ræði hafi verið reynd án árangurs. Mat á því hvenær valdbeitingar er þörf liggur hjá stjómanda hverju sinni en annars hjá lögreglumannin- um sjálfum ef ekki er um fyrirfram skipulagðar aðgerðir að ræða. Það er óumdeilt og staðfest af Geir Jóni Þór- issyni yfirlögregluþjóni að hann ýtti ákveðið við fréttamanninum til að færa hann á þann stað sem hann mátti vera á enda hlýddi hann ekki margítrekuðum fyrirmælum. 4. Við framkvæmd öryggisgæsl- unnar í Reykjavík er fjölmiðlum ekki mismunað. Ef fjölmiðlamenn eiu á annað borð til staðar gildir það sama fyrir þá alla, hvort sem er á vettvangi rannsóknar eða við opinberar heim- sóknir. í Gyðufelli mun það hafa gerst að ljósmyndari frá Morgun- blaðinu var á svæði sem annars var lokað almenningi og fjölmiðlafólki og mun jafnvel hafa farið inn í umrædda íbúð á 2. hæð. Um þetta vissu lög- reglumenn ekki þegar komið var á staðinn. Sú skýring hefur komið fram að húsráðandi bauð ljósmyndaranum heim, enda var um einkaheimsókn að ræða og hvorki kínversku gestirnii1 né yfirstjórnendur öryggisgæslunn- ar gerðu athugasemd við það. Lög- reglan hafði ekkert með það að gera hverjum var boðið í heimsókn hjá fólkinu sem þar býr. Ef um mismun- um var að ræða þá réðst hún ekki af ákvörðun lögreglu. Rétt er að taka fram að engum fjölmiðlamönnum var hleypt inn á svæðið eða í húsið eftir að lögreglumenn komu á staðinn og mun fyrmefndur Ijósmyndari Morg- unblaðsins hafa verið kominn á stað- inn áður. Ennfremur má benda á það sem fram kemur í greinargerð ríkislögreglustjórans að í fylgdarliði Li Peng voru fulltrúar fjölmiðla í Kína og voru þeir af kínverskum yfir- völdum skilgreindir sem hluti af sendinefnd þeirri sem fylgdi Li Peng. 5. Aðgerðir lögreglu við fram- kvæmd öryggisgæslu við opinberar heimsóknir miðast við það að tryggja öryggi hinna opinberu gesta. Island er aðili að alþjóðasamningum og hef- ur íslenska ríkið með því undirgeng- ist að tryggja erlendum sendimönn- um og þjóðhöfðingjum vernd í formi öryggisgæslu. Vemdin nær tU hvers konar árása á þessa aðila, gegn frelsi þeirra og virðingu. Að öðra leyti en að ofan greinir má hér taka undir eft- irgreind orð í greinargerð Jóns H. Snorrasonar saksóknara og Helga Magnúsar Gunnarssonar, lögl. full- trúa, til ríkislögreglustjóra, dags. 19. september sl., en greinargerðin hef; ur í heild verið birt í dagblöðum: „I þessu felst að þegar öryggisgæsla er skipulögð í tengslum við heimsóknir þjóðhöfðingja og/eða háttsettra emb- ættismanna erlendra ríkja verður að taka tillit tU óska þeirra um sam- skipti við fréttamenn og fjölmiðla. Ákvörðun um viðtöl og myndatöku og það hvar fréttamönnum er hleypt í návígi við þessa aðila verður því ekki tekin af fréttamönnum sjálfum. Or- yggisgæsla lögreglu felst meðal ann- ars í því að koma í veg fyrir að utan- aðkomandi aðilar, þar með taldir fréttamenn, ryðjist fram hjá lög- gæslu og að viðkomandi gestum. Yrði slíkt látið óátalið væri skipulag ör- yggisgæslu í uppnámi auk þess sem íslenska íTkið væri að bregðast skyld- um sínum að þjóðarétti. Stöð 2 var af starfsmönnum Alþingis ásamt öðrum fjölmiðlum kynnt dagskrá heimsókn- arinnar þar sem gerð var nákvæm grein fyiúr hvar og hvenær frétta- mönnum gæfist kostur á að taka myndir af Li Peng og gestgjöfum hans. Fjölmiðlasamskipti ogskipulag í þeim efnum var á hendi Alþingis en ekki lögreglu." í framhaldi af þessu er rétt að ítreka að heimsókn Li Peng í Gyðufell 8 var ekki á opinberri dag- skrá heimsóknarinnar og þangað var fjölmiðlum ekki stefnt. Álþingi eða stai'fsmenn þess gáfu lögreglu engin fyrirmæli um einstakar aðgerðir eða viðbrögð þegar á hólminn var komið. Virðingarfyllst, Ingimundur Einars- son varalögreglustjóri". Álitsgerð stjórnar Blaðamannafélags íslands vegna heimsóknar Lis Pengs Fluttu inn eigin fréttamenn sem nutu fyrirgreiðslu EFTIRFARANDI er álitsgerð stjómar Blaðamannafélags Islands frá 6. október vegna samskipta við yf- irvöld vegna heimsóknar Lis Pengs, forseta kínverska þingsins: „Stjóm BÍ hefur við samningu eft- irfarandi álitsgerðar sinnar jafnframt haft hliðsjón af m.a. svari Ríkislög- reglustjórans við hliðstæðum fyrir- spumum Áma Snævarrs, frétta- manns, og Páls Magnússonar, fréttastjóra á Stöð 2, bréfi kínverska sendiráðsins til fréttastofu Ríkisút- varpsins/hljóðvarps, myndbandsupp- tökum frá fréttastofu Stöðvar 2 og Ríkisútvarpsins/sjónvarps auk erind- is Atla Gíslasonar, lögmanns BÍ, á Pressukvöldi nýverið. Fyrir liggur að hinir kínversku gestir Alþingis kærðu sig ekki um fjölmiðlaumfjöllun, sem þeir gætu ekki haft stjóm á sjálfir. M.a. þess vegna var ekki efnt til blaðamanna- fundar, eins og venjan er, þegar er- lendir gestir heimsækja landið í boði Alþingis. Tilgangurinn, sem fyrir þeim vakti, var augljóslega sá að bregða upp þeirri falsmynd af heim- sókninni heima fyrir að allt væri með felldu, án þess að getið væri um mót- mæli eða gagnrýni. í því skyni fluttu þeir með sér sína eigin svokölluðu fréttamenn, sem nutu margvíslegrar fyrirgreiðslu af hálfu innlendra gest- gjafa umfram íslenska blaða- og fréttamenn. Nægir hér að nefna rúm- an aðgang sem þeim var veittur, en ís- lenskum fjölmiðlamönnum meinaður, að fundum Lis Pengs með forseta ís- lands á Bessastöðum og forsætisráð- herra íslands í Ráðherrabústaðnum. Stjóm BÍ fellst því ekki á þá fullyrð- ingu forsætisnefndar Alþingis, að starfsmenn þingsins beri enga ábyrgð á því að fjölmiðlum var mismunað. Forsætisnefnd Alþingis upplýsir að Alþingi hafi aðeins borist ein ,Jbrm- leg“ beiðni um fréttaviðtal við Li Peng og henni hafi ldnverska sendi- nefndin hafnað með þögninni. Kín- verska sendiráðinu er hins vegar ekki kunnugt um neina viðtalsbeiðni. Stjóm BÍ hefur aftur á móti upplýs- ingar um að starfsmenn Alþingis hafi sagt ýmsum fréttamönnum, sem leit- uðu eftir viðtali við Li Peng, að það væri til einskis, hann veitti ekld viðtöl. Þorri fréttamanna gat ekki haft vitn- eskju um að óskir um viðtöl þyrftu að uppfylla einhver sérstök formsatriði tU þess að skrifstofa Alþingis kæmi þeim til skila við rétta aðila. Slíkt er nýlunda í samskiptum þingsins við fjölmiðla og síst til hægðarauka. A hinn bóginn skorti ekki á að starfs- menn Alþingis bæra fréttamönnum boð frá kínverskri öryggisgæslu um að ekki mætti trafla þingforsetann með spurningum. Athygli vekur að forsetar Alþingis koma sér hjá því að svara fyrirspum stjómar BI um hvort þeir telji þá atburði, sem áttu sér stað í samskiptum fjölmiðla og lögreglu annars vegar og starfs- manna Alþingis hins vegar í tengslum við heimsóknina, hafi verið með eðli- legu móti. Andlýðræðisleg vinnubrögð Greinilegt er og viðurkennt að skipuleggjendur heimsóknarinnar hér á landi kostuðu kapps um að verða við óskum gestanna, jafnvel þótt þær væra í andstöðu við lýðræð- ishefðir og viðtekna reglu Alþingis. Kínverski þingforsetinn skipaði sjálf- an sig í aðalhlutverk, Alþingi annaðist leiktjöldin og lögreglan sá til þess að ekld féOi blettur á leiksýninguna. Ljótustu dæmin um framgöngu lög- reglunnar meðan á heimsókninni stóð era afskipti hennar af fréttamönnum Stöðvar 2 við Gyðufell og á NesjavöU- um, þar sem lögregluþjónar létu hendur skipta af lítilfjörlegu tílefni. Stjóm BÍ fuUyrðir að lögreglumenn hafi í hvoragt skiptið gætt 73. gr. stjórnarskrárinnar um málfrelsi né meðalhófs íslensks stjómsýsluréttar. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefúr beðist velvirðingar á framkomu lög- reglumanns, sem með ofbeldi hindr- aði myndatöku við Gyðufell, og lýst því yfir að aðgerðir hans hafi verið bæði óréttmætar og ónauðsynlegar. Rfldslögreglustjórinn hefur jafnframt lýst afskipti lögreglu og kínverskra öryggisvarða af Áma Snævarr, fréttamanni, á Nesjavöllum óréttmæt og ónauðsynleg, önnur en þau að hindra að hann nálgaðist Li Peng. Stjóm BÍ hefúr skilning á því að lögreglan verði að gæta öryggis er- lendra gesta í opinberam heimsókn- um. Við Gyðufell var öryggissvæði þó aUs ekki Ijóst aftnarkað, þegar þá fréttamennina, Áma Snævarr og Þorvarð Björgúlfsson, bar að garði, og innan hinna ósýnilegu fjarlægðar- marka, sem lögregla skipaði þeim að virða, vora auk lögregluþjóna og starfsmanna Alþingis íbúar í húsinu númer 8, böm að leik, kínverskt fylgdarlið og ljósmyndari Morgun- blaðsins. í ljósi þess, að á Áma var brotin lögfest jafnræðisregla, vora mótmæU hans á vettvangi fuUkom- lega réttmæt. Þau kölluðu engan veg- inn á harkaleg viðbrögð Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns, sem lagði á Ama hendur, þegar hann sneri sér við og gekk á braut í samræmi við fyrirmæli sem Geir Jón gaf honum. Réttlæting lögreglu á þessu atviki er ótrúverðug og álítur stjóm BÍ að yfir- lögregluþjónninn hafi farið offari. Á Nesjavöllum átti lögreglan ásamt kín- verskum fylgdarmönnum Lis Pengs þátt í að þagga niður í sama frétta- manni, sem bar upp þá spumingu, sem allt skipulag heimsóknarinnar ber merki um að átt hafi að vemda þingforsetann kínverska fyrir, nefni- lega spuminguna um ábyrgð hans á fjöldamorðunum á Torgi hins himn- eska friðar árið 1989. Látið hefur ver- ið að því liggja að Ámi hafi brugðist trausti þeirra, sem hleyptu honum í návígi við Li Peng, með því að dirfast að varpa fram spumingu sinni. Nær væri að segja að hann hefði bragðist trausti hefði hann ekki spurt. Þá er ekki átt við traust þeirra, sem vildu tryggja að Li Peng sæi aðeins það sem hann vildi sjá og heyrði aðeins það sem hann vildi heyra, heldur traust almennings. Aðgerðir viðkom- andi lögreglumanna í þessu efni bera því miður vott um skilningsleysi á hlutverki fjölmiðla í lýðræðisþjóðfé- lagi og skeytingarleysi um stjórnar- skrárbundin réttindi fulltrúa þeirra, enda gengu afskipti þeirra af Áma Snævarr lengra en eðlilegt er og heimilt, hafi ásetningurinn eingöngu verið sá að koma í veg fyrir að hann ryddist fram fyrir Li Peng. Þessa til- burði lögreglunnar má jafna til rit- skoðunar. Fréttamönnum óviðkomandi Lögregluyfirvöld telja sér skylt að taka tillit til óska erlendra gesta um samskipti við fréttamenn og fjölmiðla, þegar öryggisgæsla er skipulögð í tengslum við heimsóknir þjóðhöfð- ingja og/eða háttsettra embættis- manna annarra ríkja. Þau segja ör- yggisgæsluna felast m.a. í því að koma í veg fyrir að „utanaðkomandi aðilar, þar með taldir fréttamenn, ryðjist fram hjá löggæslu og að við- komandi gestum“. Stjóm BÍ sættir sig ekki við það viðhorf, sem skín í gegnum svör Rfldslögreglustjórans og lögreglustjórans í Reykjavík, að fréttamenn teljist óviðkomandi við opinberar heimsóknir. Það er krafa Blaðamannafélagsins að lögregla og aðrir, sem hlut eiga að skipulagningu heimsókna af umræddu tagi, haldi ávallt í heiðri lýðræðislegar hefðir og geri sér grein fyrir þýðingu frjálsrar fjölmiðlunar, þrátt fyrir að boðið sé gestum frá alræðisríkjum. Ekki verð- ur við það unað að gestir færi með sér einræðislegar venjur sínar og hátt- semi hingað til lands.“ í lokin fagnar stjóm BI fagnar því framkvæði Rfldslögreglustjórans að skipa starfshóp um samskiptareglur lögreglu og fjölmiðla og þiggur stjómin boð um að skipa fulltrúa frá blaða- og fréttamönnum í þá nefnd. Segir að félagið hafi falið Atla Gísla- syni hrl., að taka saman upplýsingar um hvemig mannréttindadómstóll Evrópu hefur afgreitt mál varðandi stöðu og hlutverk blaðamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.