Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Framkvæmdir eru hafnar við bráðabirgðagatnamót Breiðholts- og Reykjanesbrautar. Morgunblaðið/Þorkell Breiðholtsbraut til bráðabirgða Reykjavík FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar við bráðabirgða- gatnamót Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar en Vegagerðin hyggst á næsta ári hefja þar framkvæmdir við mislæg gatnamót. Bráðabirgðatengingunni er ætlað að taka við umferð um gatnamót Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar meðan á framkvæmdunum stendur. Gert er ráð fyrir að bráðabirgðagatnamótin verði tekin í notkun um ára- mótin og notast verði við þau fram á næsta haust en þá verða mislægu gatnamót- in tekin í notkun. Þau sam- eina gatnamót Reykjanes- brautar við Breiðholtsbraut og Nýbýlaveg. Aætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 2002. Útboð í bráðabirgða- gatnamótin var opnað 11. september sl. og hlaut Há- fell hf. verkefnið sem mun kosta um 50 milljónir en á vegaáætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir við mis- lægu gatnamótin kosti 857 milljónir. Sérhæft leik- fanga- safn Hafnarfjörður SKÓLASKRIFSTOFA Hafnarfjarðar hefur opnað leikfangasafn í húsnæði sínu að Strand- götu 31 en um er að ræða safn með sérhæfðum leikföngum fyrir börn með frávik í þroska. Meginmarkmið starf- seminnar er að veita starfsfólki leikskóla, greiðari aðgang að sér- hæfðum leikföngum og kennslugögnum íyrir börn með frávik í þroska. Auk sérhæfðra leikfanga er hægt að fá fagbækur og önnur kennslugögn lánuð á safninu. Einnig getur starfs- fólk í leikskólum fengið ráðgjöf og ábendingar um hvaða gögn henti hverju sinni og hvernig hægt sé að vinna með þau svo þau skili sem bestum árangri fyrir barnið. Morgunblaðið/Golli Nemendur í Foldaskóla gengu frá skólanum og upp á Stórhöfða í fylgd Iögreglu, þar sem á svæðinu vantar gangstéttir. Aðstöðuleysi gangandi vegfarenda NEMENDUR í 3. bekk í Foldaskóla fóru í göngu- _ ferð frá skólanum og að ís- Iandspósti upp á Stórhöfða í fylgd lögreglu í gær. Ferðin var liður í stærð- fræðikennslu skólans, en með gönguferðinni voru nemendurnir einnig að benda á aðstöðuleysi gang- andi vegfarenda á svæðinu, en þar vantar víða gang- stéttir. Berglind Jack, kennari í Foldaskóla sem fylgdi nem- endunum, sagði að aðstað- an fyrir gangandi vegfar- endur á Artúnshöfða væri afar slæm, sérstaklega við Stórhöfða, og því hefði hún beðið lögregluna um fylgd á því svæði þar sem mest umferð væri. Berglind sagði að í nýrri kennslubók, sem krakkarn- ir væru með í stærðfræði, væri pósturinn notaður til að kenna stærðfræði. Hún sagði að krakkarnir flokk- uðu og vigtuðu póst og einnig væru þeir látnir telja bréfín sem berast inn á heimili þeirra í hverri viku. Að sögn Berglindar var ákveðið að heimsækja Is- landspóst vegna þessa og sagði hún þetta gera vinn- una í skólanum meira lif- andi. í höfuðstöðvum ís- landspósts var krökkunum sýnt hvernig pósturinn er flokkaður og einnig var þeim boðið upp á köku og drykk þar sem verið var að halda upp á eins árs afmæli húsnæðisins á Stórhöfða. A Ibúar gamla austurbæjarins í Kópavogi * Ottast þunga umferð með tilkomu Smáralindar Kópavogur ÍBÚASAMTÖK gamla aust- urbæjarins í Kópavogi hafa þungar áhyggjur af aukinni umferð vegna verslunarmið- stöðvarinnar Smáralindar sem verður opnuð á næsta ári. íbúar í hverfínu óttast að umferð frá henni og hin- um nýju íbúðarhverfum í austri sé ætlaður fai’vegur í gegnum íbúðarhverfið. Þá lýsa samtökin yfir áhyggjum af umferðaröryggi við Kópa- vogsskóla og aðliggjandi götur s.s. Álfhólfsveg, Digr- anesveg og Vallartröð. í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að um- ferð um þetta svæði sé enn of mikil og hröð þrátt fyrir þær hraðahindranir sem hafi verið settar þar upp. Ennfremur segir að ekki hafi verið hugsað sem skyldi fyrir að- og fráveitu umferð- ar vestan Smáralindar. Úr- bóta sé þörf strax og ekki seinna vænna en að bæjar- yfirvöld og Vegagerðin upp- lýsi íbúa og væntanlega gesti Smáralindar um hvernig umferðarstreyminu skuli háttað. Rúna S. Geirsdóttir, for- maður íbúasamtaka gamla austurbæjarins, segir ljóst að umferð um hverfið sé alltof þung og umbætur brýnar. Mikil umferð sé um hverfið frá nýju hverfunum og ljóst að með opnun Smáralindar þyngist hún enn frekar. Úmferðartaln- ingar sýni að umferð um Digranesveg sé um 7.200 bílar á sólarhring. „Það er alltof mikið í íbúðargötu sem liggur um hlaðið á barnaskóla," sagði Rúna. Hún segir íbúa hverf- isins ekki hafa fengið nein skýr svör frá bæjaryfirvöld- um eða Vegagerðinni um leiðir til úrbóta. Göngustígar í slæmu ástandi A aðalfundi íbúasamtak- anna í síðustu viku var einn- ig rætt ástand göngustíga hverfisins sem flestir þykja í slæmu ástandi og þess sér- staklega getið að öryggis- girðingar vanti víða á stíg- ana við götubrúnir, s.s. í Hvömmunum þar sem mikil hætta hefur skapast þegar börn renna sér eftir þeim inn á götur. Þá var sérstaklega fjallað um gangbrautir yfir vestur- hluta Alfhólsvegar sem þykja svo illa merktar og frágengnar að foreldrar treysta börnum vart til að nota þær. Félag' ábyrgra feðra fékk styrk Hafnarfjörður JAFNRETTISNEFND Hafnarfjarðar úthiutaði nýverið í fyrsta sinn styrkj- um til jafnréttisverkefna, en nefndin samþykkti að styrkja þrjú verkefni um alls 450 þúsund krónur. Kvennaathvarfið, Kvenna- ráðgjöfin og Stígamót hlutu 200 þúsund króna styrk til sameiginlegs kynningar- átaks. Samasemhópurinn, sem er hópur ungs fólks, fékk 150 þúsund króna styrk til útgáfu blaðs um jafnrétt- ismál fyrir ungt fólk og Fé- lag ábyrgra feðra fékk 100 þúsund króna styrk til út- gáfu bæklings um réttar- stöðu feðra og barna. Jafnréttisnefnd Hafnar- fjarðar mun framvegis út- hluta styrkjum til sérstakra jafnréttisverkefna árlega. Reykjavík Daggæsla barna í grunnskólum Reykjavíkur Foreldrar greiða það sama fyrir fulla vistun FORELDRAR þeirra barna sem eru í 1.-4. bekk í þeim grunnskólum, þar sem íþrótta- og tómstundaráð sér um daggæslu, borga, þegar á heildina er litið, ekki meira fyrir gæsluna en foreldrar barna sem eru í öðrum skólum. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðs- ins við Guðmund Þór Ás- mundsson, verkefnisstjóra hjá Fræðslumiðstöð Reykja- víkur. „Þegar upp er staðið ætti þetta að koma í sama stað niður,“ sagði Guðmundur Þój'. ITR sér um daggæsluna í Breiðholtsskóla; Fellaskóla, Seljaskóla og Ölduselsskóla og er um tilraunaverkefni að ræða, sem hófst nú í haust og stendur í tvö ár. Guð- mundur Þór sagði að í þess- um skólum byðist sex ára börnum að vera ókeypis í tónlistarforskóla tvisvar í viku, í íþróttaskóla tvisvar í viku og einu sinni í viku í sérstöku tómstundastarfi á vegum ÍTR. Þá væru 7 til 9 ára börnin að fá eina til eina og hálfa kennslustund á dag til viðbótar í ýmsa skóla- tengda vinnu. Daggæslan stendur frá klukkan 13 til 17 í Morgunblaðinu var ný- lega rætt við móður barns í Breiðholtsskóla og sagðist hún borga 14.280 krónur á mánuði fyrir þriggja tíma vistun á dag á meðan for- eldrar barna í öðrum skól- um, þar sem ÍTR sæi ekki um gæsluna, greiddu 10.710 krónur fyrir sömu þjónustu. Guðmundur Þór sagði það rétt að kostnaður við gæslu í Breiðholtsskóla frá klukk- an 14 til 17 væri 14.280 krónur á mánuði, en að ekki væri rétt að tala um þriggja tíma gæslu því í raun hæfist hún klukkan 13, þó að tím- inn frá klukkan 13 til 15 flokkaðist ekki beint undir daggæslu heldur skóla- tengda vinnu. Hann sagði að í þeim skólum, þar sem ÍTR sæi um gæsluna, væri að- eins greitt fyrir tímann frá klukkan 15 til 17 og að klukkustundin kostaði 340 krónur eða samtals 680 krónur. Hann sagði að í öðr- um skólum hæfist daggæsl- an formlega klukkan 13 og stæði til 17 og að greiddar væru 170 krónur fyrir hverja klukkustund eða 680 krónur fyrir daginn. Að sögn Guðmundar Þórs borga foreldrar, sem fullnýta sér vistunina, mjög svipað verð fyrir vistunina sama í hvaða skóla börnin eru. Hins vegar borguðu þeir sem ekki fullnýttu sér vistunina ekki það sama, þar sem fyrstu tvær klukku- stundirnar væru ókeypis í skólunum fjórum þar sem tilraunaverkefni ÍTR væri í gangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.