Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 1 5 AKUREYRI Fyrstu íbúðir Búmanna á Eyrarlandsholti afhentar Morgunblaðið/Margrét Þóra Búmenn afhentu fyrstu íbúðir sínar um liðna helgi við Melateig á Eyrar- landsholti. F.v. eru Þengill Jónsson, Sigríður G. Sigurðardóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Heimir Ingimarsson framkvæmdastjóri, Anna Kr. Sverr- isdóttir, sem tók við íbúð fyrir hönd Sverris Benediktssonar og Báru Sigurðardóttur, og Aðalsteinn Þórólfsson og Margrét Þóroddsdóttir. Morgunblaðið/Kristján Valgerður og Nanna líta á reyniberin, en þessi reyniviður í Kjarnaskógi skartaði sínum fegurstu haustlitum í sólinni í gær. Víða mikið um birkifræ í ár Keppst við að tína fræin og safna birgðum FYRSTU íbúðir Búmanna á Eyrar- landsholti voru afhentar um helgina, en þar var um að ræða fjórar íbúðir sem jafnframt eru fyrstu íbúðir fé- lagsins á landinu. Ibúðimar eru í fjórbýlishúsi við Melateig 33 og eru þær tveggja herbergja, 70 fermetrar að stærð. Næstu íbúðir Búmanna á þessu svæði verða afhentar um miðj- an desember næstkomandi, alls þrjár íbúðir og þá verða níu íbúðir af- hentar síðla sumars árið 2001. Átta íbúðir árlega Búmenn áætla að afhenda átta fullgerðar íbúðir árlega á Akureyri næstu árin að því er fram kom í máli Heimis Ingimarssonar, fram- kvæmdastjóra Hagþjónustunnar, sem sér um stjóm framkvæmda fé- lagsins á Akureyri við afhendingu íbúðanna. Heimir rakti sögu fram- kvæmda Búmanna og Búesta á Eyr- arlandsholti, en tæp tvö ár em nú frá því Búseti og Búmenn sóttu sameig- inlega um lóðir á holtinu. Félögunum var úthlutað lóðum undir 19 íbúðir í desember 1998 og í framhaldi af því var gengið til samninga við Bygg- ingafélagið Hymu, sem hafði fengið úthlutað svæði við Melateig undir 31-41 íbúð. Það var m.a. gert til að Um sjötíu manns í skoðunarferð að Gásum UM SJÖTÍU manns tóku nýlega þátt í skoðunarferð að gamla verslunarstaðnum á Gásum í Eyjafirði en ferðin var farin í til- efni af menningarminjadegi Evrópu. Að ferðinni stóðu Þjóð- minjasafn íslands, Minjasafnið á Akureyri og Gásafélagið. Leið- sögn var í höndum Odds Gunn- arssonar oddvita Giæsibæjar- hrepps, Halldórs Péturssonar frá Akureyrarsetri Náttúrufræði- stofnunar íslands, og Guðrúnar M. Kristinsdóttur, safnstjóra Minjasafnsins. Ferðin hófst með því að skoðuð var sýning Minja- safnsins, „Eyjafjörður frá önd- hægt yrði að komast sem lengst á móts við eftirspum af hálfu félags- manna og hagnýta þau fyrirheit sem fengist höfðu um lánveitingar frá íbúðalánasjóði. Samið var um kaup Búmanna á tólf íbúðum við Melateig og fjómm við Holtateig, en þar bygg- ir Búseti einnig fimmtán íbúðir. verðu“, þar sem sagt er frá versl- un á miðöldum, sérstaklega verslunarstaðnum á Gásum. Gásir eða Gáseyri er vel þekktur staður úr miðaldaheimildum. Gás- eyrarkaupstaðar er getið í ís- lendingasögum þeim sem gerast í Eyjafirði, sem og í Sturlungu, Rétt ár er því liðið frá því samning- ar vom undirritaðir við Hymu um að byggja alls 31 íbúð fyrir bæði félögin, Búseta og Búmenn, en þær verða all- ar afhentar nú í ár og á því næsta. Fanney Hauksdóttir arkitekt og Teiknistofa Hauks ehf. sáu um hönn- un allra íbúðanna. Biskupasögum og annálum. Oft er staðarins getið í sambandi við skipakomur og utanfarir. Gegn- um sögurnar má sjá að kaupskap- ur hefur sett svip á mannlíf á Gásum öðru fremur. Gásir voru alþjóðlegur verslunarstaður frá þvi' á landnámstíð að talið er og fram yfir 1400 en líklega hefur þá höfnin spillst af framburði Hörgár. Á Gásum dvöldu bændur og fjölskyldur þeirra yfir sumar- tímann í búðum reistum úr torfi og tjaldað yfir. Kirkja var á Gás- um, reist af norskum kaupmönn- um en hún fauk 1359 og eru ekki heimildir um hana eftir það. Fornleifarannsóknir hafa meðal annars ieitt í ljós að undir sýni- legum tóttum eru leifar eldri bygginga, en mikið er ókannað. Fornleifarnar á Gásum eru friðlýstar og í umsjá Þjóð- minjasafnsins. Staðurinn er vel þekktur sem ferðamannastaður nú þegar og áform eru uppi um að bæta aðgengi að fornleifunum og koma fyrir upplýsingum urn þær. Tóttir Gáseyrarkaupstaðar eru með merkustu fornleifum hérlendis og þykir mikil þörf fyr- ir áframhaldandi rannsóknir á þeim. ÓVENJU gott birkifræár er nú á Norður- og Austurlandi og þær Nanna Stefánsdóttir og Valgerður Jónsdóttir, starfsmenn í Kjarna- skógi við Akureyri, kepptust við að safna því saman í blíðskapar-haust- veðri gærdagsins. „Það er óvenju gott fræár núna á Norður- og Austurlandi og um að gera að hafa hraðar hendur við að ná sem mestu,“ sagði Valgerður, en lítið er þetta árið um birkifræ á Suður- og Vesturlandi. Hún sagði að hagstætt veður í sumar réði mestu um hversu mikið væri um birkifræ, það hefði verið hlýtt og gott og ekki hefði frosið mikið í vor eftir að birkið blómgaðist. Þá tókst blómgunin vel og þroskinn var góð- ur. „Þetta tókst eins vel núna og best verður á kosið,“ sagði Val- gerður. Góð ár á 10 ára fresti Hún taldi að ein átta ár væru frá því síðast var hægt að tína birkifræ norðan heiða, eða haustið 1992, en HELDUR fleiri fluttu til Akureyr- ar en frá Akureyri á tímabilinu jan- úar-september í ár, samkvæmt yf- irliti frá Hagstofunni um búferlaflutninga á tímabilinu. Að- fluttir voru 939, brottfluttir voru 842 og er munurinn 97 manns. Á tímabilinu janúar-júní í ár var nið- urstaða búferlaflutninga neikvæð fyrir Akureyri sem nemur 18 manns. Þá voru brottfluttir 540 en aðfluttir 432. Á tímabilinu janúar-september sl. var niðurstaða búferlaflutninga neikvæð í sex af ellefu sveitarfélög- um í Eyjafirði, Ólafsfirði, Dalvíkur- byggð, Hrísey, Skriðuhreppi, Öxna- dalshreppi og Grýtubakkahreppi og einnig í Grímsey. Frá Hrísey fluttu 34 á tímabilinu en til eyjarinnar fluttu 7 og er munurinn 27 manns. Frá Ólafsfirði fluttu 66, til bæjarins 31 og er munurinn 35 manns. það væri langt í frá árvisst að fræ- fall yrði á birki. „Það kemur sér einkar vel að mikið er um birkifræ núna, því við vorum nánast búin með þær birgðir sem við söfnuðum síðast. Við getum ekki búist við svona góðu ári hvað birkifræin varðar nema á um 10 ára fresti," sagði Valgerður. Það fræ sem safnað verður nú í haust verður þurrkað og því síðan komið fyrir í kæli þar sem það verður geymt þar til kemur að notkun þess, en að sögn Valgerðar er hægt að geyma birkifræ í 6-8 ár. Valgerður sagði að sjálfboðaliðar hefðu stundum boðið fram krafta sína við fræsöfnunina, en sem stendur eru starfsmenn í Kjarna- skógi nú einungis fimm talsins og sinna þarf fleiri verkefnum. Val- gerður vonaði að veðrið héldist gott áfram næstu tvær vikur eða svo þannig að hægt yrði að halda söfnuninni áfram, en veðrið réði mestu þar um. Ef gerði mikla bleytu og rok myndi fræið falla af. Brottfluttir úr Dalvíkurbyggð voru 146, aðfluttir 131 og er munur- inn 15 manns. Þá fluttu 11 úr Öxna- dalshreppi á tímabilinu en enginn í hreppinn. Brottfluttir úr Grýtu- bakkahreppi voru 30 en aðfluttir 22 og brottfluttir úr Skriðuhreppi 12 en aðfluttir 4. í Grímsey voru brott- fluttir 10 en aðfluttir 6. í Eyjafjarðarsveit voru brott- fluttir á tímabilinu 95 en aðfluttir 101, í Svalbarðsstrandarhreppi voru brottfluttir 14 en aðfluttir 16, í Glæsibæjarhreppi voru brottfluttir 30 en aðfluttir 41 og í Arnarnes- hreppi voru brottfluttir fjórtán en aðfluttir nítján. Samkvæmt þessu voru aðfluttir sautján fleiri en brottfluttir í Eyja- firði eða 121 á móti 104. Um er að ræða búferlaflutninga fólks milli landa, milli landsvæða og milli sveitarfélaga innan landsvæða. Aukin þjónusta Landssímans Boðið up^ á ADSL-. tengingu á Akureyri LANDSSIMINN hefur lokið við að setja upp búnað fyrir ADSL- tengingu í símstöðinni á Akureyri og er stefnt að því að bjóða upp á slíka þjónustu innan tveggja vikna, að sögn Ólafs Þ. Stephen- sen upplýsingafulltrúa Símans. Þessi þjónusta hefur verið í boði á höfuðborgarsvæðinu frá því í mars en Akureyri er fyrsti staður- inn á landsbyggðinni sem boðið getur upp á þessa þjónustu. ADSL er háhraðatenging sem nýtir símalínur sem liggja inn á heimili og fyrirtæki. Þeir sem nýta sér þessa þjónustu eru þá sí- tengdir, inn á Netið eða inn á stað- amet fyrirtækja, sem dæmi og greiða fyrir það fast gjald. Hægt er að tala í síma og vera á Netinu á sama tíma. „Þetta hefur náð mjög miklum vinsældum á höfuðborgarsvæðinu og er mikið notað fyrir Netið og fjarvinnu starfsmanna fyrii-- tækja,“ sagði Ólafur. Morgunblaðið/Sveinn Jónsson Fjölmenni tók þátt í skoðunarferð að gamla verslunarstaðnum að Gásum í Eyjafirði. Búferlaflutningar íjanúar-september Heldur fleiri flytja í bæinn en í burtu REYKIAVIK-AKUREYRI-REYKIAVIK ...fljúgðufrekar . Atta sinnum á Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 930 kr . metflu$vallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.