Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Stofna nýtt ís- lenskt flugfélag Bláfugl hefur keypt flugvél af gerðinni Boeing 737 300 sem undanfarin ár hefur verið notuð í farþegaflugi fyrir Sterling Airways í Danmörku. NÝTT íslenskt flugfélag hefur fest kaup á danskri farþegavél og hyggur á fraktflutninga milli íslands og meginlands Evrópu í upphafi næsta árs. Flugfélagið nefnist Bláfugl eða Blue- bird Cargo á ensku. Stjórnarformaður Bláfugls er Einar Ólafsson sem var fyrsti forstjóri Carg- olux. Hann er stjórnarformaður Flugflutninga sem hafa séð um fraktflutninga fyrir Cargolux og önnur fyrirtæki hér á landi. Framkvæmda- stjóri Bláfugls verður Þórarinn Kjartansson. Veruleg fjárfesting Þórarinn segir að með stofnun flugfélags og kaupum á flugvél sé verið að leggja í verulegar fjárfestingar. Kaupin á vélinni séu að langmestu leyti fjármögnuð í gegnum banka- og peningast- ofnanir erlendis. Lán hafí verið tekið fyrir vél- inni hjá banka sem sérhæfir sig í slíkri fjár- mögnun. Að sögn Þórarins er vélin sem nú hefur verið keypt ellefu ára gömul af gerðinni Boeing 737 300 og hefur hún undanfarin ár verið notuð í farþegaflugi fyrir Sterling Airways í Danmörku. Aðspurður segir Þórarinn að ekki sé enn búið að ákveða endanlega hvert verði flogið á meginlandi Evrópu. Kveikjan að stofnun sérstaks flugfélags sé auðvitað komin í gegnum Flugflutninga en eigendur Bláfugls verði mun fleiri og gert sé ráð fyrir að hluthafar í flugfélaginu verði á bilinu tuttugu til þrjátíu talsins. Vélin verði afhent í Kaupmannahöfn fyrsta nóvember en henni síð- an flogið til Bandaríkjanna þar sem henni verði breytt í fraktvél og taki sú breyting um hundr- að daga þannig að vélin komi ekki aftur til Is- lands fyrr en um mánaðamótin janúar-febrúar og þá muni reksturinn hefjast. Bláfugl verður staðsettur í Keflavík og þar verða skrifstofur félagsins. Þurfa að geta boðið upp á tiðari flutninga Flugflutningar hófu rekstur árið 1994 og er fyrirtækið rekið sem umboðsaðili og söluþjón- ustuaðili fyrir flugfélög. Að sögn Þórarins er helsta umboð félagsins Cargolux þó Flugflutn- ingar séu einnig með umboð fyrir önnur flugfé- lög. Eigendur Flugflutninga eru Einar Ólafs- son, Þórarinn Kjartansson, Úlfur Sigurmundsson og Elías Skúli Skúlason, sem er framkvæmdastjóri Flugflutninga. Að sögn Þór- arins hefur rekstur Flugflutninga gengið vel og vaxið jafnt og þétt á þeim tíma sem félagið hef- ur starfað. Mikil þekking og reynsla hafi byggst upp hjá fyrirtækinu. Flugflutningar hafa að- stöðu á Keflavíkurflugvelli og að sögn Þórarins er félagið að fara að taka í notkun nýja 1.500 fermetra vöruskemmu. Aðspurður segir Þórarinn að meginástæða þess að menn ráðist í það að stofna flugfélag sé sú að það hafi lengi verið ljóst að félagið þurfi að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á tíðari flutninga. Cargolux fljúgi hingað til íslands tvisvar sinnum í viku frá Evrópu og einu sinni í viku frá Bandaríkjunum. Vélar Cargolux séu hins vegar svo stórar að erfitt sé að bæta í tíðn- ina. Flugflutningar hafi því lengi haft auga á og skoðað valkosti til þess að bæta úr þessu þó það hafí ekki endilega verið markmiðið að stofna flugfélag. Flugflutningar hafí verið í samstarfi við íslandsflug á sínum tíma og þannig hafi ver- ið hægt að auka tíðnina en síðan hafi Flugleiðir keypt þann rekstur og það hafí ýtt á Flugflutn- inga að finna leiðir til þess að auka tíðnina. Þórarinn segir að markaðurinn hér á landi sé farinn að venjast og nota flugfrakt mun meira en áður var. Með tilkomu Flugflutninga hafi valkostir í flugfrakt aukist og aukinnar sam- keppni hafi gætt í verði og þjónustu. Að sögn Þórarins er það einkum flskur og vélar og bún- aður í sjávarútvegi, varningur frá Iyfjaframleið- endum og hestar, sem Flugflutningar flytja út. Uppistaðan í innflutningnum sé þjónusta við flutningsmiðlanir á íslandi. S Utboð og skráning Kaupþings hf. Þriðja undanþágan frá regl- um um dreifða eignaraðild í REGLUM um skráningu verð- bréfa á Verðbréfaþingi fslands kemur fram að skilyrði fyrir skráningu á þinginu séu meðal annars að a.m.k. 25% hlutabréf- anna og atkvæðisréttur séu í eigu almennra fjárfesta. Þetta skilyrði á bæði við um félög á aðallista og vaxtalista Verðbréfaþingsins. Þá kemur fram í reglunum að stjórn þingsins geti við skráningu veitt tímabundna undanþágu frá skilyrði um dreifíngu, mæli rök með því, og á það einnig við um báða listana á þinginu. Kaupþingi hf. hefur verið veitt undanþága frá ákvæðinu um dreifða eignaraðild til 1. nóvember 2001. Sala á nýju hlutafé í Kaup- þingi hófst í dag og lýkur hinn 12. október. Samtals er um að ræða hlutafjárhækkun að fjárhæð 180 milljónir króna að nafnvirði, sem er um 18,6% af heildarhlutafé fé- lagsins. Fordæmi og yfírlýsing hlut- hafa ástæða undanþágu Finnur Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings ís- lands, segir að ástæðan fyrir því að stjórn Verðbréfaþingsins hafí fall- ist á beiðni Kaupþings um undan- þágu frá skilyrðinu um a.m.k. 25% dreifða eignaraðild sé sú að for- dæmi hafl verið fyrir slíku svo og yfírlýsing stjórnar Kaupþings og stjórna sparisjóða sem eiga meira en % af hlutafé félagsins. „Undan- þága frá þessu skilyrði hefur verið veitt tvisvar áður, þegar ríkisbank- arnir, Landsbankinn og Búnaðar- bankinn, voru skráðir á Verðbréfa- þinginu í nóvember og desember 1998. Stjórn Verðbréfaþingsins féllst á að veita undanþágu í þriðja skiptið, nú í tilviki Kaupþings, gegn því að fyrir lægi yfirlýsing bæði frá stjórn Kaupþings og frá stjórnum sparisjóða, sem eiga meira en % af hlutafé í Kaupþingi, um að a.m.k. 25% dreifð eignar- aðild yi-ði tryggð fyrir 1. nóvember 2001. Þá verði annaðhvort búið að gefa út nýtt hlutafé, og selja það út fyrir sparisjóðahópinn, eða þessir aðilar verði þá búnir að minnka sinn eignarhluta," segir Finnur. Guðmundur Hauksson, formaður stjórnar Kaupþings, segir að ástæðan fyrir því að farið hafí ver- ið fram á undanþágu frá ákvæðinu um a.m.k. 25% dreifða eignaraðild vegna skráningar Kaupþings á Verðbréfaþinginu sé sú að sparis- jóðirnir, eigendur félagsins, vilji fara varlega í opnun þess. „Sparis- jóðirnir áttu kost á því að bjóða út stærri hluta af hlutafé félagsins. Það var hins vegar ákveðið að stíga heldur minna skref að þessu sinni en stærra, en þá er jafnljóst að úr þessu verður bætt innan til- skilins tíma, ef dreifingin verður ekki af sjálfu sér orðin meiri,“ seg- ir Guðmundur. Námskeið á lands- byg’gðinni um ný- sköpunar stj ðrnun NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnu- lífísins og Byggðastofnun standa nú sameiginlega fyrir námskeiðum á landsbyggðinni, þar sem fjallað er um nýsköpunarstjórnun innan fyr- irtækja, og eru námskeiðin haldin í samvinnu við atvinnuþróunarfélög víða um land. I námskeiðslýsingu segir að nýs- köpun sé framandi hugtak fyrir marga stjórnendur. Menn tengi gjarnan nýsköpun við uppfinningar og einkaleyfi og telji það því utan ramma hefðbundinnar stjórnunar. Slíkt sé þó ekki raunin, enda feli nýsköpun ekki síður í sér að inn- leiða ný ferli eða skipulag í rekstri og þróa nýja vöru eða þjónustu í því skyni að skapa verðmæti og auka hagræðingu fyrir viðskipta- vini og fyrirtækið. „Þarna er í rauninni verið að tala um nýsköpun inni í fyrirtækjunum, og auðvitað er þetta skylt vöruþró- un og markaðssetningu. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að fylgj- ast með því sem er nýjast í umræð- unni varðandi þessi mál og aðferða- fræðinni í þessum málaflokki,“ segir G. Ágúst Pétursson verkefn- isstjóri. Fyrsta námskeiðið af sex var haldið á ísafirði um síðustu helgi og tókst mjög vel, að sögn Ágústs. Hann segir að gríðarlegur áhugi sé á þessu námskeiði á landsbyggð- inni, og að stefnt verði að því að halda námskeiðið á fleiri stöðum eftir áramót. Næsta námskeið verð- ur á Egilsstöðum, en síðan verður námskeiðið haldið á Akureyri, í Borgarnesi, Reykjanesbæ og Ár- borg. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Örn Daníel Jónsson, prófessor í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum við Háskóla Islands og Gylfí Ein- arsson, verkefnastjóri hjá fræðslur- áði málmiðnaðarins. Sjóður til að bæta viðskipta- siðferði Ósló. Morgunblaðið. • TALIÐ er að meirihluti sé fyrir því á norska þinginu að tekjur rikisins af sölu á Kauphöllinni í Ósló verði not- aðartil að setja á fót sjóð sem hefur m.a. það hlutverk aö bæta viö- skiptasiðferði á verðbréfamarkaöi, að því er fram kemur í Dagens nær- ingsllv. Ríkisstjórnin hefur lagtfram frum- varp um söiu á hluta af Kauphöllinni í Ósló og að henni verði breytt í hluta- félag. Mikill meirihluti þingmanna er samþykkurfrumvarpinu en deilur hafa aftur á móti vaknað um hvernig skuli verja ágóða ríkisins af sölunni. Fjármálaráðherrann, Karl Eirik Schjott-Pedersen, vill að tekjurnar fari beint í ríkissjóð en Hægriflokkur- inn og Framfaraflokkurinn hafa mót- mælt því harölega og leggja til að stofnaður verði sjóðursem hafi það markmiö að auka skilning og þekk- ingu á verðbréfaviðskiptum. Miðju- flokkarnir eru samþykkir því að stofna skuli sjóð en vilja að hluti teknanna af kauphallarsölunni renni í ríkissjóö. Ef af stofnun sjóðsins veröur er hugsanlegt að fjármagni verði varið til að fjármagna prófessorsstöðu við einhvern af háskólunum í Noregi. Talsmenn miðju- og hægriflokkanna eru sammála um að sjóöurinn muni gegna mikilvægu hlutverki vió að bæta viðskiptasióferði í Noregi, ekki sé vanþörf á. MeritaNord- banken fram- lengir tilboð í Kreditkassen Ósló. Morgunblaðiö. • TILBOÐ eignarhaldsfélags MeritaNordbanken, NBH, í hlut norska ríkisins T Kreditkassen rann út í gær en bankinn framlengdi boð- ið til 20. október, að því er fram kemur í Dagens industri. Merita- Nordbanken lagði fyrst fram tilboð fyrir rúmu ári. Búist er við að yfirlýsing komi frá nefnd um sölu Kreditkassen í næstu viku en tilboösfresturinn hef- ur nokkrum sinnum verið fram- lengdur þar sem ríkiö hefur freistað þess að fá inn fleiri tilboð. Ekki hefur verið tilkynnt formlega um fleiri tilboð í Kreditkassen en það sem borist hefur frá NBH. Tveir sænskir bankar, Handelsbanken og Föreningssparbanken, hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanleg- ir tilboösgjafar en ekkert hefur verið staðfest. Ýmsar tilgátur hafa heyrst allt frá því MeritaNordbanken lagði fyrst fram tilboð sitt fyrir rúmu ári. Tilboð NBH hljóðar upp á 44 norskar krónur á hlut sem samsvar- ar 24,3 milljörðum norskra króna eða um 220 milljörðum íslenskra króna. Norska ríkið á tæp 35% hlutafjár í Kreditkassen en NBH á tæp 10% í Kreditkassen. Einnig hafa hand- hafar 16% hlutafjár játað tilboði NBH, þannig að segja má að NBH ráöi nú þegar yfir 26% hlutafjár Kreditkassen. Væntanlegur samruni mat- vöruverslana á Norðurlöndum Ósló. Morgunblaðið. • ÞRJÁR keðjur matvöruverslana á Norðurlöndum munu að öllum líkind- um sameinast á næstunni, að því er fram kemur í ýmsum fjölmiðlum á Noröurlöndum. Um er að ræða KF í Svíþjóð, FDB í Danmörku og Coop í Noregi. Markmiöið með samrunanum er að mæta stöðugt harðari samkeppni frá alþjóölegum verslanakeðjum. Markaðshlutdeild sameinaös fyrir- tækis á Noröurlöndum verður 30%. Stjórnirfyrirtækjanna hafa skilað tillögum sínum til framkvæmdastjóra verslanakeðjanna og er miðaö við að fyrirtækin sameinistfyrir áramót. Ekki hefurveriðtekin endanleg ákvöröun um hvort af samrunanum verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.