Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Að breyta þekk- ingu í verðmæti ÞEKKINGARSTJÓRNUN Mvl er að þekk- ingarstjórnun staðið telja María Amm- endrup og Eggert Oddur Birgisson að hún geti verið leið fyrir fyrirtæki til að ná og halda forskoti á keppinautana. FYRIRTÆKI og stofnanir byggja afkomu sína og framtíð að miklu leyti á þekkingu og reynslu starfs- manna. Markmið þekkingarstjórn- unar er að breyta þekkingu starfs- manna í auðlind sem síðan verður að auknum verðmætum í meðhöndlun heildarinnar. Stór hluti þekkingar er einungis til í vitund starfsmanna og því má segja að megnið af þekk- ingu fyrirtækis og þar með verð- mætum þess gangi út með starfs- mönnum í lok vinnudags. Með tíðum starfsmannaskiptum er hætta á að ••• þekking glatist alfarið út úr fyrir- tækinu, oft yfir til keppinauta. Hvað er þekkingarstjórnun? KPMG skilgreinir þekkingar- stjórnun sem tæki til að skapa, finna, meta, flokka, kortleggja, varðveita, auka, mæla og miðla þekkingu innan fyrirtækis. Þekk- ingarstjórnun veitir fyrirtækjum stjórn á og yfirsýn yfir þau þekking- arbrot sem máli skipta fyrir árang- ur, breytir þeim í nothæfar upplýs- ingar og miðlar þeim til þeirra starfsmanna sem á þurfa að halda. Þekkingu má skipta í mótaða þekkingu, t.d. samninga, bréfa- skriftir og skýrslur, og ómótaða þekkingu, t.d. reynslu, hugmyndir og samskipti. Mörg fyrirtæki eru byrjuð að taka á mótaðri þekkingu, NÁIMSAÐSTOÐ í stærðfræði, eðlis- og efnafrædi fyrir grunnskóia, framhaidsskóla og háskóla. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf. Brautarholti 4, sími 551 5593 en færri hafa áttað sig á vaxandi mikilvægi þess að koma ómótaðri þekkingu á miðlunarhæft form, en þar liggja oft þau verðmæti sem geta ráðið úrslitum um afkomu fyr- irtækis. Kostir þekkingarstjórnunar KPMG kannaði nýlega notkun þekkingarstjórnunarkerfa meðal um 400 fyrirtækja í Bretlandi, á meginlandi Evrópu og í Bandaríkj- unum. Ríflega 80% svarenda segjast hafa nú þegar innleitt, eða séu að hugleiða innleiðingu þekkingar- stjórnunarkerfa. Flest fyrirtækin líta á þekkingarstjórnun sem mikil- vægt tæki til að ná samkeppnisfor- skoti og telja að hún leiði til raun- verulegs ábata. Þrír fjórðu svarenda sem þegar hafa slíkt kerfi telja að ákvörðunartaka hafi orðið markvissari, um 70% fá skjótari svör við lykilspurningum og V-i telja sig veita betri þjónustu. Með því að taka upp árangursríka þekkingar- stjómun öðlast stjómendur tæki sem gerir þeim m.a. kleift að: • Fá betri stjórnendaupplýsing- ar og yfirsýn • Nýta markvissar hæfileika, þekkingu, reynslu og innsýn starfs- manna Sía burt gagnslausar upplýs- ingar • Stytta tíma við upplýsingaleit • Halda mikilvægri þekkingu innan íyrirtækis • Bæta ákvörðunartöku • Skapa þekkingargrunn sem leyfir nýsköpun og framþróun • Bregðast tímanlega og með ör- uggum hætti við utanaðkomandi Eggert Oddur Birgisson samkeppni og breytingum • Bæta starfsmannastjórnun • Bæta samskipti á vinnustað • Skapa aðlaðandi vinnuum- hverfi og viðhalda stöðugleika í starfsmannahaldi • Bæta ímynd fyrirtækis • Bæta þjónustu við viðskipta- vini. Innleiðing þekkingarstjórnunar Mörg fyrirtæki hafa stigið fyrstu skrefin í innleiðingu þekkingar- stjórnunar, en ná ekki fullnægjandi árangri vegna vanmats á heildaram- fangi hennar. Fyrirtæki fjárfesta gjarnan í hópvinnukerfum og dýram tölvubúnaði sem oft er vannýttur þar sem starfsmenn fá hvorki nauð- synlega kennslu né hvatningu til að nota hann. Því þarf víða gagngera hugarfarsbreytingu til að taka upp árangursríka þekkingarstjórnun. Stjórnendur verða að leita svara við nokkram lykilspurningum: • Hvar er fyrirtækið statt í dag, hvernig og hversu vel er þekkingu stjórnað, hvaða þekking er til, hver er þörfin og hvernig er þekking not- uð? • Hvert er framlag þekkingar til starfseminnar og hvernig má há- marka það? • Hver era helstu tækifæri til úr- bóta? • Hvaða lausnir þarf að innleiða til að markmið í þekkingarstjórnun nái fram að ganga? Til þess að inn- leiðing geti tekist vel þarf að huga að eftirfarandi atriðum: • Marka þarf stefnu um þekking- arstjómun sem fellur að heildar- stefnu og viðskiptalegum markmið- um fyrirtækis. Stuðningur æðstu stjómenda og markviss upplýsinga- miðlun til starfsfólks er nauðsyn. • Meta þarf framlag þekkingar og þekkingarstjórnunar eins og hvern annan þátt í rekstri fyrir- tækja. • Taka þarf mið af fyrirtækja- •jr BEDCO & MATHIHSEN EHF Bæjarhraun 10 - Sími 565 1000 • S1& Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 Collection brag og mannlega þættinum. • Tæknileg atriði þarf að leysa á full- nægjandi hátt og tryggja verður getu og kunnáttu til að nýta þau verkfæri sem eru fyrir hendi. • Áhersla verður að vera á að bæta við- skiptaferli. • Styðja verður við allan feril þekkingar- vinnslu. • Líta verður á María þekkingarstjórnun Ammendrup sem tæki til að auka tekjur eða draga úr kostnaði, en ekki sem takmark í sjálfri sér. Vert er að hafa í huga að form og umfang þekkingarstjórnunar verð- ur að mótast af þörfum hvers fyrir- tækis. Það sem vill gleymast Eins og fyrr segir er oft einblínt á tæknilegar lausnir, t.d. hópvinnu- kerfi, við innleiðingu þekkingar- stjórnunar og mannlegi þátturinn vanmetinn. Vilji starfsmanna til að skrá og miðla þekkingu fer að miklu leyti eftir fyrirtækjabrag hverju sinni. Ef fyrirtækjabragur hvetur ekki til upplýsingamiðlunar, starfs- þróunar, nýsköpunar og teymis- vinnu er ekki von á góðum árangri, t.d. af uppsetningu hópvinnukerfa. Þekking starfsmanna stjórnar á vissan hátt stöðu þeirra innan fyrir- tækis og oft hafa starfsmenn hvorki áhuga á né tóm til að koma þekk- ingu sinni á það form að hún sé til hagsbóta fyrir samstarfsmenn og fyrirtækið í heild sinni. Innleiðing þekkingarstjórnunar verður því að taka mið af samskiptaháttum í fyrir- tækinu til að ná góðum árangri. Að lokum Þekkingarstjórnun er annað og meira en nýjasta tískuorðið í stjórn- unargeiranum. Ef vel er að henni staðið er hún leið fyrir fyrirtæki til þess að ná og halda forskoti á kepp- inautana. Hinar öru breytingar sem einkenna viðskiptaumhverfi nútim- ans leiða af sér að viðbragðstími inn- an fyrirtækja styttist sífellt. Fyrir- tæki sem hefur innan sinna vébanda upplýst, áhugasamt og virkt starfs- fólk verður fyrst til að bregðast með réttum hætti við breyttum aðstæð- um. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einmitt það sem þekkingar- stjórnun snýst um: Að tryggja með tækni, skipulagi, ferlum og upplýs- ingamiðlun að stjórnendur og starfsfólk fyrirtækis hafi nauðsyn- legar upplýsingar til þess að bregð- ast við breyttum aðstæðum og taka þær ákvarðanir sem þarf að taka, fyrirtækinu til hagsbóta. Eggert Oddur starfar við ráðgjöfí upplýsingatækni á ráðgjafarsviði KPMG. María starfar við ráðgjöfí starfs- mannamálum á ráðgjafarsviði KPMG. o o o Corolla bíla var að renna í htað Nánarí upplýsingar fást á www.toyota.is Við hjá Toyota - betri notuðum bilum höfum fengið fjöldann allan af góðum og traustum Toyota Corolla á sölu á Nýbýtaveginum. Bítarnir, sem altir eru mjög nýlegir og koma frá Bílateigu Ftugteiða, hafa fengið gott og reglulegt eftirlit og eru altir í ábyrgð. TOYOTA Betn notaðir bílar Sími 570 5070
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.