Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMSKIPTI í JÚGÓSLAVÍU Þurfa milljarð dala fyrsta árið Serbar fagna því að efnahagsþvingunum hefur verið aflétt og hygg;jast nú einbeita sér að því að fá erlenda fjárfesta inn í landið og hefja einkavæðingu. Morgunblaðið/Þorkell „Nú verður allt í lagi, meira vöruúrval og fólk getur keypt meira,“ sagði Jelika Tomic brosandi og vísaði til þess, að efnahagsþvingunum hefði verið aflétt. Tomic starfar í kjötverslun og segir greinilegt hvernig fólk hafi orðið að herða sultarólina eftir því sem Milosevic sat lengur í embætti. Fólk keypti minni og minni kjötskammta og dínarinn var orðinn verðlaus. Sjálf segist hún hafa lagað sig að breyttum aðstæðum, leyfí sér engan munað, aðeins brýnustu nauðsynjar, og svo hafí verið í nær tíu ár. Launin eru enda ekki há þótt Tomic telji sig heppna en hún er með um 2.000 dínara á mánuði, um 3.500 ísl. kr. SERBÍA þarf um milljarð banda- ríkjadala í erlend fjárframlög fyrsta árið ef takast á að koma lagi á efna- hag landsins, að sögn Mladja Dinkic, framkvæmdastjóra G17 Plus sem eru samtök óháðra hagfræðinga og annarra menntamanna. Dinkic segir mikilvægasta verkefni nýrrar ríkis- stjórnar augljóslega vera efnahags- mál og að sá lærdómur sem draga megi af reynslu annarra fyrrverandi kommúnistaríkja við umbyltingu efnahagsins sé að einkavæðing er mikilvægur hluti hennar og hún verður að gerast hratt. Samtökin G17 Plus tengjast fylk- ingu Vojislav Kostunica, forseta Júgóslavíu, og hafa verið áhrifamik- ill hluti stjórnarandstöðunnar frá upphafí níunda áratugarins. Til marks um það má nefna að fullvíst er talið að Dinkic verði næsti seðla- bankastjóri sambandslýðveldisins. G17 Plus njóta myndarlegs fjár- hagsstuðnings Norðmanna og ESB sem hefur gert þeim kleift að vinna að rannsóknum á efnahag, velferðar- kerfi, menntakerfí og menningu landsins, og hafa þau undirbúið breytingar á lagasetningu Serbíu og Júgóslavíu sem eru óhjákvæmilegar þegar færa á hana í lýðræðisátt. Dinkic sagði í gær að mikilvægasta verkefnið sem fyrir Kostunica liggur væri að mynda ríkisstjóm skipaða sérfræðingum fremur en stjóm- málamönnum og að hún sæti í eitt ár til þess að henni gæfist færi á að koma breytingum í gegn. Stjórn sem sæti skemur yrði ekkert ágengt. Dinkic útilokaði þó ekki að stjóm skipuð að hluta til af sérfræðingum og að hluta til stjórnmálamönnum yrði til góðs. „Aftur á móti er fyrir öllu að sama umbylting og átt hefur sér stað í sambandslýðveldinu nái einnig til Serbíu og að skipuð verði sérfræðingastjóm þar.“ Hraði lykillinn að efnahagsumbótum Mikilvægasta verkefni nýrrar rík- isstjórnar er að bæta efnahag lands- ins sem er í rúst, að sögn Dinkic. Erfitt er að gefa nákvæmar tölur um hve slæmt ástandið er því opinberar stofnanir hafa að jafnaði gefið vill- andi upplýsingar um það til að fela það hversu illa er komið fyrir efna- hagnum. Aætlað er að verðbólga sé um 100% og tvær milljónir af átta séu atvinnulausar. Gengi júgó- slavneska dinarsins hefur rokkað upp og niður, fór niður í 40 gagnvart þýska markinu í lok síðustu viku, rauk á sunnudag upp í 22 og svo aft- ur niður í 25 í gær. Dinkic sagði að G17 Plus hefði í samvinnu við seðla- bankann tekist að stöðva þessa miklu hreyfingu á gjaldmiðlinum en hún væri þó fyllilega skiljanleg. Óstöðugleiki gjaldmiðilsins væri bein afleiðing óstöðugleika í stjórn- málum og nú þegar Kustunica hefur svarið í embættiseið teldi fólk fullvíst að birta myndi til í efnahagsmálun- um sem aftur yrði til þess að styrkja gjaldmiðilinn. Dinkic segist vera bjartsýnn á að hægt verði að bregðast við skjótt þegar tekist hafi að koma gömlu valdhöfunum frá í öllum stofnunum ríkjanna beggja, Serbíu og Júgóslav- íu. Fjöldi erlendra banka, fyrirtækja og stofnana hafi lýst sig reiðubúin til að koma til aðstoðar, m.a. norska rík- isstjómin sem hafi lofað 35 milljón- um marka. Hari Stainer stjómmála- skýrandi segir nú komið að því að Vesturlönd efni loforðin um aðstoð. „Okkur var boðin hjálp við að koma Milosevic frá völdum og við að reisa efnahaginn úr rústunum. Við vildum sjálfir koma honum frá en nú er komið að ykkur að standa við fögra orðin.“ Hröð einkavæðing Mestu máli skiptir að bragðist verði skjótt við, að sögn hagfræðing- anna, annars er hætt við að bjartsýni og von almennings víki fyrir óánægju og vonbrigðum. „Þá verður einnig að koma lagaumbótum í gegn sem skjótast og í því sambandi má nefna að við höfum unnið að undir- búningi þess um árabil," segir Dink- ic. „Drög að fjölmörgum nýjum laga- setningum er varða efnahagsmál, menntun og fleira era þegar til.“ Dinkic segir að veita þurfi um millj- arð dala til serbnesks efnahags fyrsta árið ef takast á að rétta hann við, bæta samgöngur, tryggja raf- magns- og olíubirgðir og tryggja dinarinn í sessi. Fyrri tillaga G17 Plus-samtakanna til Stöðugleika- sáttmála Balkanskaga hafi verið 650 milljónir í byrjunarfé. Hagfræðingar G17 Plus segjast hafa lært af mistökum annarra Aust- ur-Evrópuþjóða hvað varði um- breytinguna úr sósíalisma í kapítal- isma. Helsti lærdómurinn sem megi draga af því sé að einkavæðing er eina lausnin til þess að losa ríkið undan gríðarlegu skuldafargani og hún verður að gerast eins hratt og auðið er. Einn hagfræðinga G17 Plus, Branco Gradulavic, segir að hið eina sem teljist jákvætt við áratug efnahagsþvingana sé að Serbar geti komist hjá því að gera sömu mistök og aðrar Austur-Evrópuþjóðir gerðu. Predrag Markovic, sérfræðingur G17 Plus í menningarmálum, segir að ein helstu mistökin sem gerð voru við einkavæðingu og umbyltingu efnahagskerfisins hafi verið of mikil græðgi. Stjómvöld verði að kunna sér hóf og verði að stjóma því hvar fjárfest sé, ekki megi gefa fjárfest- um algerlega lausan tauminn. Þá verði öll loforð um umbætur að vera hófleg, svo að þjóðin missi ekki trú á stjómvöldum og því sem þau séu að reyna að gera. Spilling í sósíalíska kerfinu var geysileg og mikil blaðaskrif hafa ver- ið um embættismenn sem sakaðir eru um að hafa dregið sér um 50 milljónir þýskra marka úr velferðar- kerfinu og veitt til eigin fyrirtækja. Þá hafi Milosevic veitt fé til velferð- arkerfisins sem nota hafi átt til ann- ars í þeim tilgangi einum að kaupa sér frið og koma í veg fyrir uppreisn vegna vangreidds ellilífeyris og at- vinnubóta. Dinkic segir sannanir þurfa til að hægt sé að fara með mál sem þessi fyrir dómstóla og kveðst vona að það verði gert. Telur hann ljóst að nokkrir háttsettir embættis- menn seðlabankans muni sjá sitt óvænna og flýja. Þá kveðst hann vona að einn þeirra sem verða ákærðir fyrir að draga sér fé úr sjóð- um ríkisins verði Milosevic. Forset- inn fyrrverandi eigi sér í raun ekki marga kosti, annaðhvort að flýja eða fara fyrir rétt. Dinkic ýjar raunar að þvi að stjórnvöldum kæmi best að Milosevic flýði, því að þá þurfi þau ekki að takast á við þá spurningu hvort framselja eigi Milosevic eður ei. Þeir era einnig margir sem efnast hafa á vafasaman hátt og varla dett- ur nokkram manni í hug að haegt verði að draga þá alla fyrir rétt. Áð- urnefndur Markovic segir að í raun sé næg refsing íyrir þá að standa uppi í markaðskerfi, þar sem þeir njóti ekki vemdar valdhafa. ESB afléttir refsiaðgerðum gegn Júgóslavíu Milosevic væri ekkert því til fyrir- stöðu að landið fengi aðild að sam- starfi um endurappbyggingu á Balkanskaga, en það gæti þýtt að Júgóslavar fengju um 170 milljarða króna í aðstoð á næstu sjö áram. Ólík sjónarmið Kostunica hefur lýst því yfir að hann muni ekki framselja Slobodan Milosevic til stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, en ólík sjónarmið era uppi meðal leiðtoga vestrænna ríkja um hvort setja eigi framsal forsetans fyrrverandi og samstarfsmanna hans sem skilyrði fyrir efnahagsaðstoð við Júgóslavíu í framtíðinni. Robin Cook sagði fréttamönnum í gær að of snemmt væri að taka ákvörðun um það og Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði það ekki vera for- Lúxemborg, Þessalóníkía. AFP, AP, Reuters. UTANRIKISRÁÐHERRAR Evr- ópusambandsríkja samþykktu á fundi sínum í gær að aflétta refsiað- gerðum gegn Júgóslavíu að mestu leyti, í kjölfar þess að Slobodan MiÞ osevic sagði af sér forsetaembætti. I yfirlýsingu þeirra segir að þetta sé fyrsta skrefið í átt að innlimun landsins í alþjóðasamfélagið á ný. „Júgóslavneska þjóðin hefur kos- ið lýðræði og í kjölfarið hefur Evrópusambandið ákveðið að end- urskoða stefnu sína í garð landsins," segir í yfirlýsingu sambandsins. Ut- anríkisráðhemar aðildarríkjanna ákváðu á fundi sínum í gær að af- létta án tafar banni við olíusölu, fjár- festingum, áætlunarflugi og útgáfu vegabréfsáritana, en þvinganir sem beinast sérstaklega gegn Milosevie og samstarfsmönnum hans era enn í gildi. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að Evrópusam- bandið ætti að bregðast „skjótt og af örlæti" við nýrri stjóm í Júgóslavíu, og ráðherramir tilkynntu eftir fund sinn að ESB hefði hafið undirbúning að aðstoð við uppbyggingu í landinu. Gert er ráð fyrir að nánari upplýs- ingar um fyrirhugaða efnahagsað- stoð verði kynntar á aukaleiðtoga- fundi Evrópusambandsins í Biarritz í Frakklandi í lok vikunnar, en Voj- islav Kostunica, nýskipuðum forseta Júgóslavíu, hefur verið boðið til fundarins. Hubert Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði frétta- mönnum eftir ráðhemafundinn í gær að ákveðið hefði verið að hefja umræður um hugsanlega inngöngu Júgóslavíu í ESB í framtíðinni. Vedrine sagði einnig að eftir afsögn Morgunblaðið/Þorkell Lífið er óðum að færast í eðlilegt horf, en þessi mynd er tekin bak við þinghúsið. gangsverkefni. Kostunica hlaut stuðning frá Madeleine Albright, ut- anríkisráðhema Bandaríkjanna, á sunnudag, er hún útilokaði að gera aðstoð háða framsali Milosevic. Kvaðst hún treysta því að stuðning- ur við framsal stríðsglæpamanna færi vaxandi meðal almennings í Serbíu. Þá sagði William Cohen, varnarmálaráðhema Bandaríkj- anna, í gær að Kostunica þyrfti að koma á reglu og stöðugleika í land- inu áður en hann tæki afstöðu til framsals meintra stríðsglæpa- manna. Evrópusambandið hóf refsiað- gerðir gegn Júgóslavíu í september 1998 til að þrýsta á stjórn Milosevic að hætta ofsóknum gegn albönskum íbúum Kosovo-héraðs. Sambandið hafði reyndar áður lýst því yfir að framsal Milosevic væri skilyrði fyrir því að refsiaðgerðunum yrði aflétt, en hét því fyrir kosningarnar í síð- asta mánuði að falla frá aðgerðunum ef Kostunica færi með sigur af hólmi. Javier Solana, æðsti embætt- ismaður sambandsins í utanríkis- og öryggismálum, sagði í gær að nauð- synlegt hefði verið að senda strax jákvæð skilaboð til nýn-ar stjórnar í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.