Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ## Forsetakosningar í Póllandi Orug’g’ur sigur Kwasniewskis Reuters Kwasniewski veifar til stuðningsmanna við höfuðstöðvar flokksins í Varsjá. Á blómvendinum stendur „01ek“ en það er gælunafn forsetans. Reuters Rick Lazio, frambjóðandi Repúblikana, og Hillary Clinon, frambjóðandi Demókrata, takast í hendur við upphaf kappræðnanna. Kappræður Hillary og Lazio Forðuðust harðar deilur Varsjá. AP, AFP. ALEKSANDER Kwasniewski var endurkjörinn forseti Póllands í for- setakosningum sem fram fóru á sunnudag. Sigur Kwasniewskis var mjög öruggur en hann hafði hlotið 55% atkvæða þegar atkvæði úr 63 af 68 kjördæmum höfðu verið talin í gær. Talningu lýkur í dag en ekki var búist við neinum breytingum á niður- stöðum. Úrslitin þýða að ekki þarf aðra umferð kosninga, en svo er ef enginn frambjóðandi hlýtur yfir 50% atkvæða. Rúmlega 60% þátttaka var í kosningunum. Kwasniewski, sem tilheyrir Lýð- ræðisbandalagi vinstrimanna, arf- taka kommúnistaflokksins, hefur lagt áherslu að hann sé fulltrúi hins venju- lega Pólverja. Forsetaembættið í Póllandi er ekki valdamikið en forseti hefur þó neitunarvald gagnvart laga- breytingum. Því hefur Kwasniewski beitt nokkrum sinnum, m.a. þegar hann neitaði að samþykkja lög um um endurbætur á skattamálum sem honum þótti bitna á verkamönnum. Kwasniewski var sigurviss þegar á sunnudagskvöld og lýsti sér í sjón- varpsþætti sem eina forsetanum sem náð hefði endurkjöri í í Póllandi. Flest benti í gær til að Andrezej Olechowski, óháður frambjóðandi, hefði komið næstur með um 17% at- kvæða. Úrslitin þykja vera mikið áfall fyrir Marian Krzaklewski, fram- bjóðanda Samstöðu, sem ekki hlaut nema um 16% atkvæða. Krzaklewski var maðurinn á bak við Kosninga- bandalag Samstöðu, sem er saman- safn margra flokka, sem varð sigur- vegari í þingkosningum íyrir þremur árum. Bandalagið er nú í minnihluta stjórn í pólska þinginu. Sigur Kwasniewskis hefur gefið liðsmönnum Lýðræðisbandalagsins byr undir báða vængi. Þeir hvöttu í gær forsætisráðherrann Jerzy Buzek til að efna til þingkosninga við fyrsta tækifæri en þær ættu með réttu að Ncw York, London. AP, Telegraph. BORIS Jeltsín segir í nýútkomnum endurminningum sínum að frá unga aldri hafi hann hallað sér að flöskunni þegar álag var mikið. „Frá unga aldri þótti mér drykkja eina leiðin til að slaka á.“ Jeltsín rifjar einnig upp heimsókn sína til Berlínar árið 1994 í tilefni brottfar- ar síðustu rússnesku hermannanna þaðan. Frægt varð þegar hann greip tónsprota og hóf að stjórna lúðrasveit hersins i beinni út- sendingu eftir að hafa skálað ótæpi- lega. „Eg minnist þess að mér fannst álagið á mér hverfa eftir nokkur glös. Ég varð svo léttur í lundu að mér fannst ég geta stjórn- að hljómsveit." Eftir atvikið segir Jeltsín að ráð- gjafar hans hafi skrifað honum og sagt að hegðun hans hefði skaðleg áhrif. Hann segir það hvimleitt að fjölmiðlar hafi síðan þá tengt allt hans heilsuleysi við drykkjuskap. Sú er ekki raunin, segir Jeltsín, sem segist ekki hafa drukkið sfðan hann gekkst undir hjartaaðgerð 1995 að undanskildu einu vínglasi á dag sem hann drekki að læknisráði. í endurminningunum segir einnig frá áformum Jeltsíns 1996. Þá hafi hann viljað leysa upp þingið og banna Kommúnistaflokkinn eftir að hann hafði unnið yfir 40% þing- sæta. Það var ráðgjafi hans Anatoly Chubais sem kom honum ofan af því með því að segja það firru að reyna að losna við kommúnista með þessum hætti. „Hugmyndafræði fara fram eftir ár. Buzek sagði í gær að ekld ætti að nota úrslit kosning- anna til að auka á óstöðugleika í land- inu. Skoðanakannanir hafa sýnt að færu þingkosningar fram nú myndi Lýðræðisbandalagið hljóta 40-50% en Kosningabandalag Samstöðu 15- 20%. Talsmaður Krzaklewskis sagði að slakt gengi hans í kosningunum skýrðist einkum af óvinsælum að- gerðum ríkisstjómarinnar í mennta- og heilbrigðismálum. Liðsmenn Kosningabandalags Samstöðu sögðu í gær að mikilvægt væri að það klofn- aði ekki í framhaldi af úrslitum for- setakosninganna. Öruggur sigur Kwasniewskis þyk- ir einnig sýna að kaþólska kirkjan hafi ekki mikið að segja í pólskum stjómmálum, þrátt fyrir styrka stöðu í þjóðfélaginu. Myndband sem sýndi Kwasniewski hæðast að páfanum kommúnismans er hluti þanka- gangs fólks. Tilskipun forseta breytir því ekki. Eingöngu þegar við höfum byggt upp venjulegt, sterkt, ríkt land losnum við við kommúnismann,“ sagði Chubais, segir í endurminningunum. Jeltsín segist hafa mótmælt þessum skoð- unum hástöfum en síðan skipt um skoðun. Jeltsín segir í bókinni einnig frá því að hann, Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac Frakklandsforseti hafi hist á óformlegum fundi árið 1998 og rætt um að mynda bandalag sem væri mótvægi við Bandaríkin. „Augu þeirra voru full af skilningi en því miður var enskumælandi hluti heimsins ekki á sama máli.“ Jeltsín lýsir því einnig þegar hann valdi Pútín sem arftaka sinn. Hann segist hafa tekið eftir Pútín vegna þess að ólíkt öðrum aðstoð- armönnum sínum hafi hann skrifað kjarnyrtar skýrslur og ekki eytt ti'manum í óþarfa spjall. „Allir aðrir voru alltaf að lýsa lyrir mér fram- tíðarsýn sinni á Rússlandi og heim- inum. Pútín reyndi hins vegar aldrei að hefja samræður við mig og þess vegna vildi ég einmitt tala meira við hann.“ Jeltsín segir að hann hafi séð að Pútín hafi verið sá eini sem kom til greina sem arftaki sinn og hann hafi verið sá fyrsti sem fékk að heyra um þau áform sín að segja af sér. hafði t.d. ekki þau áhrif sem andstæð- ingur hans, Krzaklewski, hafði von- ast til og dró lítið úr vinsældum for- setans. Pútín í heimsókn til Póllands Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hringdi í Kwasniewski í gær til að óska honum til hamingju með sigur- inn. Kwasniewski bauð honum í heimsókn til Póllands sem hann og þáði og ræddu þeir um að bæta þyrfti tengsl Póllands og Rússlands. Stirt samband hefur verið á milli ríkjanna allar götur síðan Pólland braust und- an oki kommúnismans áriðl989. Ekki bætti innganga Pólverja í NATO úr skák en að sögn kosningastjóra Kwasniewskis sagði forseti Rúss- lands að gott samstarf á sviði stjórn- mála sem og efnahagsmála væri framundan. Dagsetning heimsóknar Pútíns heíur ekki verið ákveðin. Reuters Borís Jeltsín New York. AFP, AP, Telegraph. HILLARY Rodham Clinton, fram- bjóðandi Demókrata, og Rick Lazio, frambjóðandi Repúblikana, er bæði sækjast eftir sæti New York í öld- ungadeildinni, mættust í annað sinn í sjónvarpskappræðum á sunnudag. Frambjóðendurnir tókust á um mörg málefni, allt frá fóstureyðing- um til fjárframlaga í kosingasjóði sem hefur verið eitt af helstu deilu- málunum í kosningabaráttunni. Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum hefur Hillary Clinton örlítið forskot á og fátt bendir til að kapp- ræðurnar breyti nokkru þar um. Virðast fréttaskýrendur sammála um að Clinton hafi staðið sig betur eða þau skilið nokkuð jöfn. Frambjóðendurnir þóttu báðir hafa nokkum hemil á sér en skoð- anakannanir sýndu að íbúum New York þótti nóg um hamaganginn í fyrstu umræðunum. Lazio var gagn- rýndur eftir þær fyrir að vera helst til aðgangsharður við Hillary þegar samband eiginmanns hennar og Monicu Lewinsky var rætt. í kapp- ræðunum á sunnudag var Hillary Clinton aftur spurð um hvers vegna hún hefði ekki yfirgefið eiginmann sinn í kjölfar hneykslisins. Hún svaraði því til að sú ákvörðun ætti rætur sínar í trúarskoðunum og trú á fjölskylduna. Þegar Lazio var spurður álits sagði hann einungis að hann virti ákvarðanir Hillary Clint- on og framboðsslagurinn snerist eingöngu um hvor yrði hæfari þing- maður fyrir New York. Mesta harkan hljóp í umræðurnar þegar talið barst að fjárframlögum í kosningasjóði en Hillary Clinton sakaði Lazio um að hafa svikið sam- komulag þeirra sem snerist um takmarkanir á fjárframlögum. Þessu neitaði Lazio og frábað sér gagnrýni frá „gistihúsinu 1600“ og vísaði þar með til heimilisfangs Hvíta hússins sem liggur við Penn- sylvaníu-breiðgötu númer 1600 og þeirrar umræðu sem hefur verið um hvort stuðningsmenn Hillary Clint- on hafi fengið að gista í Hvíta hús- inu. En Clinton og Lazio voru ekki á öndverðum meiði þegar ályktun ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna er samþykkt var sl. laugardag bar á góma. í henni er ástandið í Mið- Austurlöndum fordæmt og hlutur Israels gagnrýndur. Bandaríkin sátu hjá við samþykkt ályktunarinn- ar og það gagnrýndu Clinton og Lazio en báðum fannst að Banda- ríkin hefðu átt að beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir samþykktina. Atök í Ramall- ah og Nasaret Jerúsalem, Ramallah. AFP, AP, Reuters. KYRRT var í Jerúsalem í gær, þegar gyðingar héldu upp á helsta hátíðisdag sinn, yom kippur. Átök héldu þó áfram á sjálfstjómar- svæðum Palestínumanna og ann- ars staðar í ísrael, meðal annars í Ramallah og Nasaret. Talið er að fjöldi látinna eftir átök síðustu daga sé orðinn um 90 og að um 2000 manns hafi særst. Flest fóm- arlömbin eru Palestínumenn. Óeirðir brutust út í Ramallah í gær eftir að lík fertugs Palestínu- manns fannst illa leikið og bmnnið, en fullyrt var að hann hefði verið handtekinn af ísraelskum her- mönnum daginn áður. Palestínu- menn mótmæltu með því að kasta steinum og heimatilbúnum eld- sprengjum að ísraelskum her- mönnum og fregnir bárust af því að þeir hefðu einnig beitt skot- vopnum. Hermennimir svöruðu með táragasi og gúmmíkúlum. Israelskur maður af arabískum uppruna lét lífið í átökum ísr- aelskra landnema og ísraelskra ar- aba í Nasaret, en talið er að um 4 þúsund manns hafi tekist þar á. Einnig kom til átaka í borgunum Nablus og Hebron í gær. Lík rabbína, sem hafði verið saknað síðan á laugardag, fannst í helli nálægt Nablus á Vesturbakk- anum á sunnudag. Maðurinn hét Hillel Lieberman og hann hafði flutt til ísraels frá Bandaríkjunum fyrir 14 árum. Gyðingaleiðtogar í New York sögðu í gær að hann hefði verið fjarskyldur ættingi Jos- ephs Liebermans, varaforsetaefnis bandaríska Demókrataflokksins. Endurminningar Jeltsíns Drakk til að slaka á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.