Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Forlagið gefur út tíu bækur á þessu hausti Skáldsögur, ljóð, ritgerðir og sálfræði I AR gefur Forlagið út tíu bækur auk endurútgáfna og endurprent- ana. Fyrst bera að nefna nýja skáld- sögu eftir Birgi Sigurðsson, Ljósið í vatninu. Þetta er í senn ljóðræn og dramatísk saga um baráttu manns fyrir lífi sínu og lífshamingju. Lýs- ing á fólki sem komið er að tímamót- um á ævi sinni og verður að taka afdrifaríkar ákvarðanir um hvort það eigi að halda áfram í fari sem liggur til óhamingju eða brjóta sér leið, jafnvel með illu, til betra lífs. Skáldsagan Dís eftir Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur er nýstárleg, fyndin og léttúðug saga um Reykja- víkurmærina Dís Sigurðardóttur. Sagan gerist í Menningarborginni Reykjavík sumarið 2000 þegar Geysir gaus trekk í trekk, jarð- skjálftar skóku Suðurland og hin 23 ára Dís skimaði eftir því hvað hún gæti hugsanlega orðið. Möguleik- arnir eru margir, kröfurnar miklar og ung kona í valkreppu þarf að hlusta á grobbið í öllu þessu liði sem er að slá í gegn jafnt heima sem er- lendis. Tvö stór ritsöfn koma út hjá Forlaginu í ár. Ský fyrir ský er heildarsafn Ijóða Isaks Harðarson- ar. Þar eru komin saman öll ljóð hans, allt frá fyrstu bók hans Þriggja orða nafn frá árinu 1982 til bókarinnar Hvítur ísbjörn frá árinu 1995. Andri Snær Magnason ritar inngang en á síðasta ári gaf hann út bókina Maður undir himni, sem fjall- ar um trú í ljóðum Isaks. I Ritgerðum og pistlum eftir Sig- fús Daðason er safnað saman öllum greinum Sigfúsar Daðasonar um bókmenntir, auk mannlýsinga hans frá nærri fjörutíu ára tímabili. Hér er meðal annars að finna kunna rit- gerð Sigfúsar frá yngri áram, „Til varnar skáldskapnum", og gi'einar um verk Halldórs Laxness og Þór- bergs Þórðarsonar. Þorsteinn Þor- steinsson valdi efnið, bjó bókina til útgáfu og ritar einnig inngang að verkinu og samdi skýringar. Láttu ekki smámálin ergja þig er eftir bandaríska sálfræðinginn Richard Carlson í þýðingu Guðjóns Inga Guðjónssonar. I hundrað smá- greinum leiðbeinir Carlson lesend- um um hvernig komast má hjá streitu með því einfaldlega að hugsa um smáatriðin í lífi okkar á nýjan hátt. Þetta er fyrsta bókin í vinsæl- um flokki. Önnur bók sem notið hefur vin- sælda erlendis er Bókin með svörin. Þetta er bók sem er sérhönnuð fyrir þá sem ekki lesa bækur en finnst hins vegar gaman að blaða í bókum. Sjöhundruð síðna doðratur með svör við öllum okkar spurningum, en bara ef þær era settar fram sem ,já- eða-nei spurningar": A ég að gifta mig? Á ég að fá mér að borða í há- deginu? Heyrst hefur um fólk sem orðið hefur algerlega háð bókinni og getur ekki tekið neina ákvörðun án þess að spyrjahana ráða. Bókin Drykkja, ástarsaga eftir Caroline Knapp er lýsing á ást alkó- hólistans á áfengi skrifuð af konu sem enginn trúði að ætti við vanda- mál að etja þótt hún drykki sig út úr á hverju kvöldi og notaði hvert tæki- færi til að staupa sig. Bókin hefur vakið mikla athygli fyrir að lýsa alkóhólisma frá sjónarhóli konu og þeim niðurlægjandi og sjálfeyðandi hugsunarhætti sem fylgm langvinnri neyslu vímuefna. Rnapp hefur lengst af starfað sem blaðamaðm- og er höfundur bóka sem spanna allt frá hundarækt til skopsögu um nú- tímakonuna. Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir þýddi. Ein kunnasta skáldsaga síðustu ára, Ströndin eftir breska rithöfund- inn Alex Garland, kemur nú út í þýð- ingu Björns Þórs Vilhjálmssonar. Richard er ungur ferðalangur sem eins og allir af hans kynslóð eru bún- ir að fá nóg af því að kynnast aldrei neinum ævintýrum. Þegar hann heyrir um dularfulla sæluströnd þar sem sandurinn er hvítur og hafið blátt fer hann af stað og finnur að vísu ströndina, en líka ótalmargt fleira. Fyrr á þessu ári var framsýnd samnefnd kvikmynd, byggð á sög- unni sem gerð var af leikstjóra Trainspotting þar sem Leonardo di Caprio lék aðalhlutverkið. Garland er væntanlegur til Isiands í tilefni af útkomu bókarinnai-. Fyrr á þessu ári gekk hópurinn Tekknólamb til liðs við Forlagið, en hann hefur að markmiði sínu að þýða og kynna fyrir íslenskum les- endum mörg helstu framúrstefnu- verk evrópskra bókmennta. Er stefnt að því að á næstu áram komi Alex Garland Auður Haralds Birgir Sigurðsson Sigfús Daðason Isak Harðarson út hjá Forlaginu sérstakur bóka- flokkur Tekknólambsins, þar sem verk franskra, þýskra, spænskra og ítalskra rithöfunda verða þýdd og kynnt með eftirmálum. Tekknólamb skipa þeir Björn Þorsteinsson, Geir Sigurðsson, Haukur Ástvaldsson og Svanur Kristbergsson og era þeir dreifðir um jarðarkringluna alla, allt frá Honolulu á Hawaii-eyjum, til Andalúsíu, Kaupmannahafnar, Par- ísar og Reykjavíkur. Fyrsta bókin í flokknum kemur út nú í haust, Blý- nótt, eftir þýska rithöfundinn Hans Henny Jahnn. Annar hópur sem er með bók hjá Forlaginu í ár er hinn kunni femínistahópur Bríet, en tveir með- limir hópsins, þær Hugrún Hjaltadóttir og Kristbjörg K. Kristjánsdóttir, þýða bókina Píkutorfan úr sænsku. Píkutorfan vakti athygli þegar hún kom út í Svíþjóð fyrir rúmu ári en einn- ig í Noregi og Dan- mörku þar miklar um- ræður spunnust í kjölfar hennar um nýj- ar áherslur í jafnrétt- isbaráttunni. I bókinni skrifa ungir femínistar um ýmsar hliðar nútíma kynja- og jafnréttis- baráttu, allt frá kynfræðslu í skólum til vandamála tengd átröskun, kvenímyndum og um afstöðu yngri femínista til fyrirrennara sinna. Hópur úr Bríeti skrifar formála og Guðrún Guðmundsdóttir ritar bók- arhluta þar sem fjallað er um sérís- lenskt sjónarhorn: Einstæðar mæð- ur. Þess má einnig geta að Forlagið endurútgefur nú í kilju Hvunndags- hetjuna eftir Auði Haralds og ritar höfundur að henni formála sem dul- búinn er sem eftirmáli. uppKaup Uppkaup verðtrjg’gðra spariskírteina með tilboðs- fyrirkomulagi 11. október 3000 Flokkur Gjalddagi Lánstími RSoi-oaoi/K í.febrúarsooi 4,,omán RSoí - 0401/K i. apríl -ioo-í 1,5 ár Lánasýsla ríkisins óskar eftir að kaupa verðtiyggð spariskírteini í framangreindum flokkum með tilboðsfýrirkomulagi. Öllum er heimilt að gera sölutilboð að því tilskildu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir króna að söluverði. Heildarfjárhæð útboðsins er áætluð á bilinu 3oo - 500 milljónir króna að söIuvirði.Sölutilboð þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir ld. 14:00 á morgun, miðvikudaginn 11. október Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 540 7500. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 5*0 7S00 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasys!a.is AP John Lennon í Sydney BÍTLARNIR hafa viðhaldið tryggum aðdáendahóp Hér hefur ástralskur listamaður til að mynda mót- sínum þó langt sé síðan hljómsveitin lagði upp laup- að andlit Bítilsins Johns Lennons í ísskúlptúr við óp- ana. eruhúsið í Sydney í Ástralíu. HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavík Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupóstur: sala@tiellusteypa.is Siu’eínisvönir Karin Herzog Vita-A-Kombi olía BATMAN ER MÆTTUR MYNDASÖGUBLAÐIÐ ZETA www.nordiccomic. com INetfoá^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR KOSTABOÐ ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR #Friform 1 HÁTÚNI 6A (i húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420 Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.