Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 41 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. REFSIAÐGERÐUM GEGN JÚGÓSLAVÍU AFLÉTT Ríki Evrópusambandsins ákváðu í gær að aflétta flestum efna- hagslegum refsiaðgerðum gegn Júgóslavíu og buðu stjórnvöldum í Belgrad jafnframt að taka upp form- legt pólitískt samband við ESB. Þeim refsiaðgerðum er snerta Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgó- slavíu, og nánustu starfsmenn hans var þó ekki aflétt. I því felst að eignir þeirra erlendis verða frystar áfram og þeir munu ekki geta ferðast utan Júgó- slavíu. Refsiaðgerðir voru fyrst lagðar á Serbíu af Sameinuðu þjóðunum árið 1992 vegna átakanna í Króatíu og Bosníu. Þeim var hins vegar aflétt að mestu eftir undirritun Dayton-sam- komulagsins árið 1995. Þegar upp úr sauð í Kosovo gripu Evrópusambandið og Bandaríkin til refsiaðgerða á nýjan leik og hafa þær nú verið í gildi frá árinu 1998. Þessar aðgerðir undanfarinna ára hafa haft alvarleg áhrif á efnahagslíf Júgóslavíu. Útflutningur hefur hrunið, atvinnuleysi aukist verulega og skort- ur verið á flestum nauðsynjavörum, ekki síst eldsneyti. Við þetta bætast áhrif sprengjuárása Atlantshafs- bandalagsins á síðasta ári þar sem fjöl- mörg samgöngumannvirki voru eyði- lögð og verksmiðjur sprengdar í loft upp. Refsiaðgerðirnar komu vissulega illa við almenna borgara í Júgóslavíu en þær drógu jafnframt hægt og hægt úr styrk stjórnar Slobodans Milosevic. Á innan við viku hafa aðstæður í Júgóslavíu gjörbreyst. Slobodan Mil- osevic hefur hrökklast frá völdum og Vojislav Kostunica tekið formlega við embætti forseta. I gær sagði ríkis- stjórn Serbíu af sér og skömmu síðar lýsti Momir Bulatovic, forsætisráð- herra Júgóslavíu, því yfír að hann myndi láta af embætti. Líklegt er talið að kosningar verði haldnar í Serbíu þegar í desember og má búast við að þar muni stuðningsmenn Kostunicas ná meirihluta. Valdagrundvöllur Milosevics er að hverfa og stuðningsmenn hans í kerf- inu á útleið þótt hann hafi raunar sjálf- ur lýst því yfir að hann hyggi á áfram- haldandi afskipti af stjórnmálum. Vesturlönd geta ekki haft bein áhrif á stjórnmálaþróunina í Júgóslavíu. Þeim ber hins vegar skylda til að styðja nú við bakið á serbnesku þjóðinni, sem með eftirminnilegum hætti reis upp gegn harðstjóranum í síðustu viku. Evrópusambandið hefur þegar aflétt refsiaðgerðum sínum og boðað um- fangsmikinn fjárhagslegan stuðning. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst því yfír að þau muni fylgja í kjölfarið innan skamms. Þessu ber að fagna. Vissulega er ekkert sem bendir til að Milosevie verði á næstunni látinn svara til saka fyrir grimmdarverk þau er hann ber ábyrgð á. Hinn nýi forseti Júgóslavíu hefíir raunar lýst því yfír að hann muni ekki framselja Milosev- ic. Þessa ákvörðun Kostunicas verður að virða enda vandséð hvernig ser- bneskur stjórnmálamaður ætti að geta gert annað í stöðunni. Því má hins vegar ekki gleyma að Milosevic er ákærður stríðsglæpamað- ur. Yfirgefi hann Júgóslavíu ber öðr- um ríkjum skylda til að handtaka hann og afhenda stríðsglæpadómstólnum í Haag. Fyrr eða síður mun hann svara til saka, hvort sem það verður fyrir dómstólum í Belgrad eða Haag. Það sem skiptir mestu máli nú er að samskiptin við Júgóslavíu og ástandið innan Júgóslavíu komist í eðlilegt horf. Það mun taka langan tíma og kosta óhemju fjármuni að endurreisa efna- hag landsins. Þar verða önnur ríki að sýna stuðning sinn í verki enda besta tryggingin gegn því að afturkippur komi í hina pólitísku þróun. Ákvörðun Evrópusambandsins í gær var fyrsta skrefið í þá átt. RÁÐSTAFANIR TIL AÐ FÆKKA FÓSTUREYÐINGUM ÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að grípa til ráðstafana til að fækka fóstureyðingum hér á landi, einkum hjá ungum stúlkum. Fóstureyðingum hef- ur fjölgað síðustu árin á íslandi og voru um 900 talsins á síðasta ári. Samkvæmt skýrslu starfshóps heil- brigðisráðuneytisins kemur í ljós, að fóstureyðingar hjá stúlkum undir 20 ára aldri eru mun fleiri á Islandi en á hinum Norðurlöndunum. Tíðnin hjá þessum hópi á hverjar 1000 konur var 10,2 í Finnlandi (1997), 15,9 í Dan- mörku (1996), 17,8 í Svíþjóð (1997), 18,7 í Noregi og 24,1 á íslandi (1998). Tíðnin hefur farið lækkandi á hinum Norður- löndunum undanfarin ár, öfugt við það sem gerist á Islandi. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra segir að landlækni hafí verið falið að hrinda af stað miklu fræðslu- verkefni, sem snýr að starfsfólki heilsugæzlunnar, skólum og almenn- ingi. Kynntar verða þær getnaðarvarn- ir, sem til eru, og þær verða gerðar að- gengilegri, þ.á m. svokölluð neyðargetnaðarvarnarpilla, sem kem- ur hér á markað um áramótin. Hún verður gerð aðgengileg í heilsugæzl- unni og verður ekki lyfseðilsskyld. Heilbrigðisráðuneytið hefur markað þá stefnu, að ótímabærum þungunum ungra stúlkna, einkum 19 ára og yngri, fækki um 50% á næstu tíu árum, svo og verði veruleg fækkun fóstureyðinga í framtíðinni. í skýrslu starfshópsins er bent á, að greiða þurfí fullt gjald fyrir getnaðar- varnir hér á landi og þær séu meira en tvöfalt dýrari en í flestum nágranna- löndum. Sums staðar séu getnaðar- varnir ókeypis eins og í Bretlandi og í Finnlandi sé fyrsta getnaðarvörn án endurgjalds. Starfshópurinn leggur m.a. til, að fyrsta getnaðarvörn verði ókeypis hér á landi og neyðargetnaðar- vörn verði á kostnaðarverði fyrir ungt fólk. Þá þurfí sveigjanlegri afgreiðslutíma á þjónustu vegna getnaðarvarna, svo og að hjúkrunarfræðingar í skólum fái leyp til að veita neyðargetnaðarvörn. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að- gerðir er lofsverð og ástæða til að vinna að því að tíðni fóstureyðinga verði ekki meiri hér en í nálægum löndum. Nýskipan norræna samstarfsins Norrænn starfshópur, sem Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fj árfestingarbankans, er formaður fyrir, gef- ur í dag út skýrslu sína um framtíð norræns samstarfs. Jón Sig- urðsson gerir, í grein sinni hér á eftir, grein fyrir tillögum starfs- hópsins. NORRÆN samvinna hef- ur lengi verið snar þátt- ur í skiptum íslendinga við aðrar þjóðir. Það varðar því íslendinga afar miklu að samstarf Norðurlanda sé mark- visst, bæði inn á við og út á við. Um þessar mundir er þörf fyrir gagngerar breytingar í verkefna- vali og skipulagi norrænnar sam- vinnu. Núverandi samstarf á vegum Norðurlandaráðs er þrískipt. Þar er um að ræða Evrópumálefni, málefni grannsvæðanna í austri og Norður- landamálefni. Þessu þarf að breyta. I stað þrískiptingar ætti að koma samstarf sem byggt yrði á sveigjan- legum samstarfshringum um mikil- væga málaflokka. Slík tilhögun myndi í senn gera norrænt sam- starf markvissara og auðvelda sam- starf við grannríkin í austri og vestri. Auk þess ættu helstu fasta- nefndir þjóðþinganna að taka bein- an þátt í samstarfinu. Þetta er álit starfshóps sem ríkis- stjórnir Norðuilanda skipuðu í fyrra til þess að greina framtíðar- verkefni og meginstefnu norrænnar samvinnu við upphaf nýrrar aldar. Vaxandi hnattvæðing sýnir greinilega að einstök þjóðríki eru þess ekki lengur megnug að leysa ýmis mikilvæg verkefni þjóðmál- anna. Verði ekki vakað sameigin- lega yfir þörfum Norðurlanda í evrópskri samvinnu og víðar á al- þjóðavettvangi er hætt við að hvort tveggja verði fyrir borð borið, nor- rænir hagsmunir og norrænt gildis- mat. Stöðugt nánara samstarf innan Evrópusambandsins (ESB) og fjölgun aðildairikja þess á næstu árum veldur því að Norðurlönd geta ekki lengur látið sér nægja að sam- ræma sjónarmið, heldur þurfa þau að tala einum rómi í mikilvægum stefnumálum bæði í evrópskum samskiptum og á alþjóðavettvangi. Skýrsla starfshópsins I hópnum, sem nú hefur skilað skýrslu sinni til ríkisstjómanna, störfuðu, auk þess sem þetta skrif- ar, Britta Lejon frá Svíþjóð, Ole Norrback frá Finnlandi, Tove Bull frá Noregi, Lykke Friis frá Dan- mörku, Marianne Jensen frá Græniandi, Jóannes Dalsgaard frá Færeyjum og Anders Yngves frá Álandseyjum. Verkefni starfshópsins var að greina sameiginlega þætti í þjóðfé- lagsþróun á Norðurlöndum við upp- haf nýrrar aldar og kanna hvaða kröfur hún gerir til norrænnar sam- vinnu. Hópurinn ákvað að freista þess að skilgreina mikilvæga þróunar- þætti sem móta framtíð Norður- landa, meta áhrif þeirra á samstarf landanna og gera tillögur um sam- eiginleg viðbrögð og aðgerðir af þeirra hálfu. Hópurinn telur mikils um vert að horfið verði frá þvi að norræn sam- vinna sé fyrst og fremst innhverft og lokað samstarf. Hann vill líta á þetta samstarf sem pólitískt starf- stæki fimm ríkja sem bjóði öðrum þjóðum til sam- starfs þegar það á við. Á það er bent að áhrif Norður- landa ykjust í heimi tíðra og snöggra breytinga ef nor- rænu ríkin lýstu í tæka tíð sameigin- legri afstöðu sinni skýrt og skorinort. Tíu þættir í skýrslu starfs- hópsins er gerð grein fyrir tíu mik- ilvægum mála- flokkum og settar fram hugmyndir um stefnu og að- gerðir sem tengjast hverjum þeirra. Þættirnir tíu eru: 1. Hnattvæðing 2. Tækniþróun 3. Evrópusamruni 4. Öryggi 5. Fólksfjöldaþróun ogfólks- flutningar 6. Menning og menntun 7. Markaður og hagkerfi 8. Velferð 9. Lýðræði 10. Umhverfi Norðurlönd sem heimamarkaður Hér er þess ekki kostur að fjalla um allar þær tillögur sem hópurinn gerir, en ég skal fara nokkrum orð- um um Norðurlönd sem markaðs- svæði. Þegar lögð eru á ráð um aukin umsvif í norrænu atvinnulífi er það orðið eðlilegt og sjálfsagt að líta á Norðurlönd sem óskiptan heima- markað. Þetta á jafnt við um stór- fyrirtæki og önnur smærri, bæði um gróna atvinnuvegi og nýjar há- tækni- og þekkingargreinar. Aukin umsvif fyrir tilstilli samruna eða með yfirtöku á öðrum fyrirtækjum eru eðlilegur þáttur í vexti og við- gangi atvinnulífsins. Slíkt getur ver- ið bæði flókið og tímafrekt. í seinni tíð er oft um að ræða samruna fyrir- tækja yfir landamæri. Það er þess vegna mikilvægt verkefni að gera það sem gera þarf til þess að Norð- urlönd myndi í raun einn sameigin- legan heimamarkað með samruna og yfirtöku á fyrirtækjum yfir landamæri. í þessu þarf ekki að fel- ast að fyrirtækjalöggjöf landanna verði samræmd í öllum gi’einum. Með því að fella niður óþarfar höml- ur í þessum efnum má styrkja nor- rænan heimamarkað. Opinn nor- rænn fyrirtækjamarkaður og náið samstarf norrænna verðbréfaþinga yrði mikilvæg viðbót við vaxtar- möguleika norrænna fyrirtækja til gagns fyrir starfsfólk þeirra, eig- endur og neytendur. Leiðbeiningar Evrópusambands- ins um hlutafélagalöggjöf (sem eru bindandi fyrir Norðurlönd) ná ekki til samruna lýrirtækja yfir landa- mæri. Ekki er til neinn non-ænn samningur um þetta efni. Þá eru ekki heldur til nein- ar almennar reglur sem tryggja hlut- lausa skattameð- ferð við samruna fyrirtækja eða yfir- töku yfir landa- mæri milli ESB- landa og annarra landa á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).Þaðervafa- laust hvorki ráð- legt né framkvæm- anlegt að sam- ræma allar þær reglur sem gilda á Norðurlöndum um starfsemi fyrir- tækja. En það er án efa gagnlegt að auðvelda og örva ráðstafanu- af þessu tagi sem auka atvinnuvegunum vaxtarmegn. Á þessu sviði gætu Norðurlönd gegnt forystuhlutverki innan ESB/EES með því að koma á þjálum og hald- góðum reglum um þetta efni í sam- ræmi við EES-samninginn. Nor- rænn samningur um þetta efni og lagaleg viðurkenning á tilvist nor- rænna hlutafélaga er áhugavert og mikilvægt verkefni í norrænni sam- vinnu. Náið samstarf um eftirlit með starfsemi fjármálastofnana og verð- bréfaviðskiptum er annað slíkt verkefni sem treystir enn betur nor- rænan heimamarkað. Eystrasalts- löndin þrjú gætu svo tengst slíku samstarfi á næstu árum. Skipulag samstarfsins Skáldskap og stjórnmálum er líkt farið að því leyti að form og efni verður ti-auðla að skilið. Af þessum sökum fjallaði starfshópurinn nokk- uð um skipulag norræns samstarfs í almennum atriðum auk þess sem til- lögur voru settar fram um mála- flokkana tíu sem fyrr gi-einir. Starfshópurinn telur að miklir kost- ir fylgi því fyrirkomulagi sem ríkt hefur um nokkurt árabil að forsæt- isráðherrar hafi forystu um sam- starf landanna og samráð þeirra á milli. Starfshópurinn telur að þrískipt- ing í Evrópumál, grannsvæðamál og norræn málefni feli í sér þá hættu að kröftum verði dreift um of. Bent er á að Rússland verði senn eina grann- svæðið í þessum skilningi. Auk þess tekur Evrópusamvinna nú til svo margra þátta þjóðmálanna að nor- rænu samstarfi verður ekki einbeint að henni sem einu verksviði. I stað þriggja stuðla skipulagsins leggur starfshópurinn til samstarfs- aðferð sem byggist á allmörgum samstarfshringum með ólíkri þátt- töku Ianda eftir málefnum. Málefna- skiptingin gæti hugsanlega fylgt í aðalatriðum þáttunum tíu sem hóp- urinn fjallar um. Á það er lögð áhersla að samræmi sé í skipulagi samstarfs á vegum ráðherranefnda Norðurlanda á aðra hlið og Norður- landaráðs, þ.e. þjóðþinganna, á hina. Hugmynd starfshópsins er að Norð- urlönd myndi fastan kjarna í hverj- um hring sem mætti víkka eftir efn- um og ástæðum til þátttakenda utan hins norræna svæðis. Lífríki Norður-Atlantshafs Gott dæmi um útvíkkun norræns samstarfs er sú tillaga starfshópsins að Norðurlönd eigi frumkvæði að samvinnu allra strandríkja við Norðuratlantshaf til verndar lífríki hafsins og til þess að stuðla að ábyrgri og skynsamlegri nýtingu á auðlindum sjávar. I þessari tillögu styðst stai'fshópurinn við gi'einar- gerð sérfræðinga sem fengnir voru til þess að greina þá mörgu milli- rikjasamninga og stofnanir sem fjalla um noi'ðlægar slóðir. Á þessu sviði er þörf fyrir pólitíska yfirsýn og fi'umkvæði ríkisstjórna. Norður- lönd eiga að taka hér forystu. Þetta er að sjálfsögðu mikið hagsmuna- mál fyrir hin vestlægu Norðurlönd, en hér er þó enn meira í húfi því að jarðarbúar allir eiga mikið undir líf- ríki Norðuratlantshafs. Starfshóp- urinn leggur ríka áherslu á mikil- vægi umhverfismála í norrænu samstarfi og vill gera veg þeirra enn meiri en verið hefur. Einbeiting samstarfsins Starfshópurinn dregur í efa gagn- semi þess að hafa jafnmargar nor- rænar ráðherranefndir og nú sitja að störfum, en þær munu vera nærri tveimur tugum. Hópurinn mælir með því að ráðherranefndir verði um það bil tíu og sinni þverfaglegum viðfangsefnum, líkum þróunarþátt- unum tíu sem fyrr voru nefndir. Samsvarandi nefndaskipan innan Norðurlandaráðs og bein tengsl þess við helstu nefndir þjóðþing- anna myndi án efa einnig styrkja samstarfið og gera það markviss- ara. Skipulag af þessu tagi myndi örva umræðu um málefni Norður- landa og auka áhuga á norrænu samstarfi. Starfshópurinn mælir með því að skipulag norrænnar samvinnu verði bætt, að norrænu velferðarsamfé- lögin, og þar með alþjóðleg sam- keppnishæfni Norðurlanda, verði efld, að aukin áhersla verði lögð á umhverfismál í samstarfinu, að samstarf landanna um öryggismál verði aukið og Norð- urlönd efli samstöðu um sameigin- legt gildismat og mannúðarhugsjón- ir jafnt heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Þá er í skýrslunni lagt til að birt verði norræn rétt- indaskrá þar sem lýst verði á að- gengilegan hátt gagnkvæmum rétt- indum Norðurlandabúa í löndunum fimm. Starfshópurinn leggur áherslu á að norrænt samstarf sé pólitísk leið til að efla hag Norðurlandabúa allra. Áhersla er lögð á þá stefnumörkun að norrænt samstarf beinist í fram- tíðinni í meira mæli út á við en verið hefur. Þetta er nauðsynlegt til þess að tryggja réttindi og tækifæri Norðurlandabúa á tímum hnattvæð- ingar. Á alþjóðavettvangi eiga Norðurlönd sameiginlega að beita sér fyrir því að jákvæð áhrif hnatt- væðingar nái til allra þjóða og gegn neikvæðum áhrifum hennar. Aðild þriggja af þjóðunum fimm að Atl- antshafsbandalaginu og þriggja að Evrópusambandinu felur í sér tæki- færi til jákvæðra áhrifa sem þarf að nota. Sú staðreynd að norrænt sam- starf á hljómgrunn hjá öllum al- menningi á Norðurlöndum gefur því kraft umfram annars konar millir- íkjasamstarf. Þennan styrk þarf að nota til góðra verka. Til þess að það takist þarf að einfalda og styrkja skipulag samstarfsins. Höfundur er bnnkastjórí Norræna tjárfestingarbnnknns í Helsingfors. Skýrsla norræna starfsbópsins, sem bann er formaöur fyrir, „Öpp- ct för várldens vindar: Norden 2000“, kemur út ibókarformi ídag. Hún er jnfnfrnmt birt á Netinu með netfnnginu: www.norden.org/vis. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er í dag Engin heilsa án geðheilsu Yfírskrift alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins er vinna og geðheilbrigði. Jóhanna K. Jóhannesdóttir kynnti sér málið frekar og heimsótti Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi. Morgunblaðið/Ásdís Eydís Sveinbjarnardóttir, formaður Geðhjálpar og sviðsstjóri geð- hjúkrunarsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. Gengið frá Hallgríms- kirkju í Ráðhúsið EYDÍS Sveinbjarnadótt- ir, formaður Geðhjálp- ar og nýráðin sviðs- stjóri geðhjúkrun- arsviðs Landspítalans - háskólasjúkrahúss, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að dagur- inn hafi verið lengi í undirbún- ingi enda sé hugmyndin sú að vinna út frá þemanu allt árið en ekki aðeins þennan eina dag. Geðrækt, samstarfsverkefni Geðhjálpar, geðsviðs Landspít- ala - háskólasjúkrahúss og Landlæknisembættisins, gengur út frá þessu með sameiginlegu átaki á sviði fræðslu og forvarna í geðheilbrigðismálum. Einkunn- arorð Geðræktarinnar eru „eng- in heilsa án geðheilsu". Að sögn Eydísar sýna rannsóknir að kostnaður samfélagsins af geð- heilsuvanda sé síst minni en af líkamlegum veikindum. Þennan kostnað megi minnka með fyrir- byggjandi aðgerðum svo sem að fólk verði betur meðvitað um geðræna heilsu sína. Þannig má koma í veg fyrir þjáningu, sárs- auka og áföll sem geta fylgt langvarandi fjarveru frá vinnu og heimili vegna geðraskana. „Við verðum að samhæfa líkamsrækt við geðrækt og huga þannig jafnt að líkamlegri heilsu og andlegri. Hver og einn þarf þannig að líta í eigin barm og skoða hvað þarf að gera til að halda bæði góðri líkamlegri heilsu og geðheilsu. Fólk verður að geta rætt líðan sína Eydís segir nauðsynlegt að huga að fyrirbyggjandi aðgerð- um snemma á lífsleiðinni, allt niður í leikskólabörn. „Það þarf að byrja að tala við börn og unglinga um að eitthvað geti komið upp á andlega og að það sé ekki síður mikilvægt en að tala um skrámur og sár á líkam- anum. Börn þurfa að geta sagt að sér líði illa og einnig spurt sig hvers vegna þeim líði illa. Þau eiga að geta rætt líðan sína og vita að það séu til aðferðir til úrbóta, alveg eins og þegar við fáum sár þá setjum við plástur á sárið til að lækna meinið." Hvíld er líkama og sál nauðsynleg til að endurnærast. Nú er að sögn Eydísar rætt um að íslensk börn sofi of lítið og fái þar af leiðandi ekki næga hvíld. „Það hefur áhrif á geðheilsu að sofa ekki nóg. Börn verða ekki aðeins úrill á morgnana og eiga erfitt með að einbeita sér við skólastarfið heldur hefur svefnskortur líka ALÞJÓÐLEGI geðheilbrigðis- dagurinn er haldinn hátíðlegur um heim allan 10. október. I til- efni dagsins standa stuðnings- og styrktarfélög geðsjúkra fyrir dagskrá til þess að vekja athygli á mikilvægi góðrar geðheilsu og vitundarvakningar meðal al- mennings um að það búa allir við geð sem nauðsynlegt er að rækta líkt og lfkamann. „Geð- sjúkir vilja einnig vekja athygli á sínum málum og þeirri laun- helgi sem enn hvílir yfir mála- flokknum, vilja brjóta upp múra fordóma og fáfræði," segir í fréttatilkynningu. Dagskráin er fjölbreytt en hápunktur hennar er samkoma í Tjarnarsal Ráðhússins frá kl. 17 til kl. 19. Lúðrasveit tónlistar- skóla Hafnarfjarðar leikur við innganginn. Helgi Seljan fundar- stjóri setur hátíðarfundinn og Auður Hafsteinsdóttir fíðluleik- ari leikur við undirleik Guðríðar Sigurðardóttur. Helga M. Jóns- dóttir flytur erindi um lxðan á vinnustað og Jón Sigurgeirsson fjallar um hugmyndafræði klúbbsins Geysis fyrir heil- brigða. Þá syngja Berþór Páls- son og Helgi Björnsson við und- irleik Kjartans Valdimarssonar. Héðinn Unnsteinsson verkefnis- stjóri Geðræktar kynnir svo þetta samstarfsverkefni Geð- hjálpar, Landlæknisembættisins og geðsviðs Landsjpítala - há- skólasjúkrahúss. Áður en sam- koman hefst er gengið í kröfu- göngu frá Hallgrímskirkju að Ráðhúsinu. Gangan hefst kl. 16:30 en safnast verður saman við kirkjuna kl. 16. Til þess að vekja sem mesta athygli á mála- fíokknuxn hefur verið ákveðið að hafa gönguna með sérstökum hætti. Göngufólki er boðið að ganga með brúna bréfpoka á höfðinu, aðeins ineð opum fyrir augu og munn. Pokarnir eru tákn fáfræði og fordóma. Þegar komið er að Ráðhúsinu eru pok- arnir teknir af og brenndir á opnum eldi fyrir utan húsið sem tákn um að brenna burt það lýti sem fordómar og fáfræði í garð geðrænna vandkvæða eru í þjóðfélaginu. áhrif á geðheilsu þeirra og heildarvellíðan." Það eru ekki bara börn sem þurfa að kunna að tjá sig um til- finningar sínar, fullorðnir þurfa líka að læra að leysa tilfinninga- hnútinn og tala um líðan sína. „Við fullorðna fólkið ættum að leggja áherslu á það í uppeldi barna okkar og viðhorfum að það bæði megi og sé nauðsyn- legt að ræða hvernig okkur líð- ur. Þá taka börnin þeim skila- boðum og koma til með að ræða sín mál óþvingað.“ Geðraskanir eru enn feimnismál og fordómar gegn geðsjúkum ekki óalgengir. Þetta mynstur þarf að sögn Eydísar að rjúfa og opna enn frekar fyrir umræðu um mál þeirra sem lifa við geðröskun eða geðsjúkdóma. „Við erum að byrja að opna okkur og átak eins og Geðrækt er hugsað til að opna gættina enn betur. Sérhver einstaklingur verður svo að gera það upp við sig hvort eða hversu mikið hann vill ræða um sína geðrænu líðan. Það er von okkar að eftir því sem umræðan verð- ur jákvæðari eigi fólk eftir að tala meira um geðheilbrigði eins og sjálfsagðan hlut sem hann og' er.“ Eydís segir að umræðan sé vel á veg komin hvað börn og unglinga varði og foreldrar eigi mun auðveldara nú með að ræða vandamál og lausnir barna sinna en áður. Mikil fjölgun hefur orð- ið á þeim sem sækja og fá þjón- ustu hjá BUGL - barna- og unglingageðdeild Landspítalans og segir Eydís að það séu um 600 fjölskyldur sem eiga sam- skipti við deildina á ári. Til að auka fræðslu og bæta aðgengi um málefni geðheil- brigðis verður í dag opnaður vefur á vegum Geðhjálpar, „alls- herjarupplýsingavefur þar sem fólk getur á þægilegan hátt fengið upplýsingar um geðsjúk- dóma og geðræn vandamál auk upplýsinga um meðferð og geð- heilbrigðiskerfið sjálft.“ Fram- tíðaráætlanir um vefinn eru svo að þar geti fólk fengið raunveru- lega og áþreifanlega hjálp, pant- að tíma hjá sérfræðingum o.s.frv. Slóðin er: http://www.- ged.is/. Þar sem málefni Geðhjálpar og geðhjúkrunarsviðs Landspít- ala - háskólasjúkrahúss eru ná- tengd telur Eydís að ekki farí vel á því að vera í forsvari á báð- um stöðum. Hún hefur því ákveðið að gefa ekki kost á sér á næsta aðalfundi Geðhjálpar sem haldinn verður í vor. Brú milli sjúkrahúss og samfélags HJÁ DVÖL í Kópavogi finna þeir, sem eiga við geðraskanir og geðfötlun að stríða, sér athvarf. Dvöl var stofnuð 10. október 1998 og fagnar því tveggja ára starfsafmæli í dag. Athvarfið er liður í þriggja ára til- raunasamstarfi Kópavogsbæjar, svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og Rauða kross íslands - Kópavogsdeild- ar. Forstöðumaður Dvalar, Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, segir að gestir at- hvarfsins kunni vel að meta heimilislegt og rólegt andrúmsloft sem í húsinu er. Húsið opnar níu á morgnana og þá taka einhverjir hinna þriggja fastráðnu starfs- manna eða fimmtán sjálfboðaliða á móti árrisulum gestum. Sigríður leggur áherslu á að Dvöl sé ekki stofnun. Þar standa allar dyr opnar og ólæstar og skýrslur eða lyf er hvergi að finna. Gest- irnir koma til að hitta annað fólk og þar með losna úr þeirri félagslegu einangrun sem margir geðsjúkir finna sig stadda í. „Hér fær fólk stuðning og félagslega hjálp og því erum við eins konar brú á milli sjúkrahúss og samfélags," segir Sigríður. „Það tekur fólk stundum tíma að aðlagast, því sem okkur hinum finnst svo lítið mál, átakinu bara að koinast út úr húsi, en þeg- Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórunn Selma Þórðardóttir og Sigríður Hrönn Bjarnadóttir forstöðumaður Dvalar. ar því skrefi er náð kemur það hingað aft- ur og aftur.“ Allir sem í athvarfið koma hjálpast að við að gera daginn sem ánægjulegastan. Gestir skiptast á að elda hádegisverð og listasmiðjan er vel sótt auk þess sem hvfld- arherbergi fyrir nudd og slökun nýtur vin- sælda. Tölvuaðstaða er að komast í gagnið þar sem kennsla fer fram, m.a. í heima- síðugerð. Aðeins þrjár grunnhúsreglur er að finna: að vera kurteis og tillitssamur við aðra, niatartíminn skal virtur og vímu- efni eru að sjálfsögðu bönnuð. Sigríður segir sjálfboðaliða Dvalar vera ómetanlega fyrir starfið. Sjálfboðaliðarn- ir eru fimmtán talsins og á aldrinum frá tvítugu upp í sjötugt. Hópurinn er breiður og vinnur að ólíkum verkefnum, t.d. koma tveir hjúkrunarfræðingar í heimsókn reglulega og veita nudd og höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð. Sjálfboðaliðarnir starfa aðallega um helgar og hlaupa einn- ig til í miðri viku þegar álag er mikið. Að jafnaði sækja 12-13 gestir liúsið heim á degi hverjum og er þetta að sögn Sigríð- ar mun tneiri aðsókn en gert var ráð fyrir við stofnun Dvalar. Aðsóknin hefur nú náð jafnvægi og er nokkuð jöfn yfir árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.