Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 55 GÆLUDÝR Steinunn Þóra Sigurðardóttir er stigahæsti ungi sýnandi ársins og verður því fulltrúi íslands á heimssýningunni Crufts. Hún er hér með Tíbet spaniel-hund. Anna Kristín Cartesegna keppti í flokki ungra sýnenda með þýskan fjárhund. hundum í góðu líkamlegu ástandi og hirða feld þeirra vel þótt þeir séu í einangrun enda gerði ég það á sínum tíma. Einnig er lykilatriði að hundar í einangrun séu í mikl- um og góðum samskiptum við starfsfólk stöðvarinnar. Það kom mér í opna skjöldu að sjá innflutt- an doberman-hund á sýningunni núna, sem eigandi sagði að væri nýkominn úr einangrunarstöð. Hann var afskaplega rýr og bar augljós merki vannæringar, grey- ið, en hann hafði greinilega ljúfa skapgerð." Hans Lehtinen kvaðst einnig hafa dæmt einn amerískan cocker spaniel-hund, nýkominn úr einangrunarstöðinni, sem sér hefði þótt of grannur auk þess sem feldur hans hefði ekki verið nógu góður. Góður efniviður í unga fólkinu Tæplega 50 börn og unglingar tóku þátt í sérstakri keppni ungra sýnenda, sem haldin er í tengslum við hundasýninguna. Emilía Sigur- steinsdóttir sýningastjóri sagði þetta óvenju mikla þátttöku og ljóst væri að barna- og ungl- ingastarf Hundaræktarfélags ís- lands væri öflugt og gott. í keppnisflokkum ungra sýn- enda skipta samskipti hunds og sýnanda meginmáli. Tracy Wilkin- son frá Englandi dæmdi í yngri flokki og móðir hennar, Patricia Wilkinson, í eldri flokki. Báðar hafa mikla reynslu sem dómarar og 'eggja megináherslu á jákvæð samskipti hunds og sýnanda. Þær voru sammála um að í hópi ungra sýnenda væru krakkar sem sýndu hunda miklu betur en margir full- orðnir, bæði hér og erlendis. Katrín Hill, sem sýndi tíbet spaniel-hund sigraði í yngri flokki og Ólöf Karitas Þrastardóttir, sem sýndi enskan cocker spaniel-hund, vann cldri flokki. Tracy og Patr- icia sögðu að í báðum aldurshóp- um hefðu sigurvegarar þurft að hafa mikið fyrir að sýna hunda sína, sem hefðu ekki verið mjög samvinnuþýðir. „Þær sýndu hund- um sínum þolinmæði og blíðu og með þrautseigju tókst þeim ætlun- arverk sitt; að fá hundana til að Katrín Hill, besti ungi sýnandi í yngri flokki, sýndi Tíbet-spaniel- hund og þurfti að hafa heilmikið fyrir að láta hann gera það sem til var ætlast. Besti öldungur sýningar var þessi Cavalier King Charles Spaniel- tík, sem er 9 ára og heitir Brunns- gardens Celeste. Eigandi hennar er Helga Sigurbjarnadóttir. Ólöf Karitas Þrastardóttir, besti ungi sýnandinn í eldri flokki, ásamt enskum cocker spaniel- hundi, sem reyndist henni erfiður viðureignar. Besta par sýningar, Tíbet span- iel-hundarnir Nalinas Morchella déAdonis og Tíbráar Tinda Tamino eru í eigu Auðar Val- geirsdóttur. Þessi fríði hópur enskra springer spaniel-hunda ber ættamafnið Æsku og var valinn besti afkvæmahópur sýn- ingar. Ásta Amardóttir og Kristinn Hákonarson eiga heiðurinn af ræktun þessara hunda, sem og þeirra sem unnu keppni um besta ræktunarhóp sýningar. Pínulítill sigurvegari Morgunblaðið/Jón Svavarsson Besti hundur sýningar, Islands-Isafoldar Angantýr, í fangi eiganda síns, Önnu Jónu Halldórsdóttur, og stigahæsti hundur ársins, Fenacre Blue Azil, af Border collie-kyni. Eigandi hans er Björn Ólafsson. Þýski fjárhundurinn Gunnars- hoIts-Empress, sem er í eigu Hjördísar Ágústsdóttur, var besti hvolpur sýningarinnar. UM það bil lófastór chihuahua-hundur að nafni íslands-ísafoldar Angantýr var valinn besti hundurinn á sýningu Hunda- ræktarfélags fslands um síðustu helgi. Rottweiler-hundur var nú sýndur í fyrsta sinn hér á landi, en ekki skorti fjölbreytnina, því alls voru sýndir hundar af 41 tegund. Emilía Sigursteinsdóttir sýningar- stjóri sagði að sýningin hefði gengið mjög vel og sérlega góð stemmning hefði myndast í höll- inni. „Við eigum því láni að fagna að fá alltaf til okkar mjög virta dóm- ara á heimsmælikvarða. Sýningar okkar þykja mjög glæsilegar og vel skipulagðar. Við höfum mjög gott og vel þjálfað starfsfólk, sem dómarar kunna að meta, enda sækjast þeir eftir að koma hing- að.“ Emilía sagði að meira hefði verið um ræktunar- og af- kvæmahópa á sýningunni nú en áður, sem væri vísbending um grósku og metnað í hundarækt hér á landi. Margur er knár... „Hann er fæddur sigurvegari,“ var samdóma álit dómaranna tveggja þegar úrslit lágu fyrir og Ijóst var að hinn pinulitli en stór- huga chihuahua-hundur, fslands- Isafoldar Angantýr, væri besti hundur sýningarinnar. „Líkams- bygging hans er mjög góð og hreyfingar frábærar, það kom mér skemmtilega á óvart að sjá svo fallegan chihuahua-hund hér,“ sagði Hans Lehtinen. Pamela Cross Stern, sem ræktaði chihua- hua-hunda um árabil, bætti við; „Eg hreifst af sjálfsöryggi hunds- ins, auk þess sem búkur, höfuð og augu eru einstaklega falleg. Þetta er hundur sem ég vildi gjarnan eiga sjálf.“ Báðir dómarar sögðust mjög hrifnir af allri umgjörð sýningar- innar, skipulag hefði verið einkar gott og starfsfólkið fyrsta flokks. Hans Lehtinen hefur tvisvar áður dæmt á hundasýningum hér, síð- ast fyrir níu árum. „Breytingin er ótrúleg," sagði hann. „Miklar ✓ A alþjóðlegri sýningn Hundaræktarfélags Islands, sem haldin var í reiðhöll í Kópa- vogi um helgina, voru um 270 hundar af öllum stærðum og gerðum. Auk þess kepptu tæplega 50 börn og unglingar um hver sýndi hundinn sinn best. Brynja Tomer náði sér í gott sæti í reið- höllinni og fylgdist með af andakt. þessum árum. íslenskir ræktendur vita greinilega hvert þeir stefna í ræktun sinni og hafa augljóslega verið heppnir með undan- eldishunda frá erlendum ræktend- um.“ Einangrunarstöðvar orðnar úreltar Þau sögðu að brýnt væri fyrir áframhaldandi þróun í hundarækt an. Ljóst væri að málefni ein- angrunarstöðvar hér á landi væru hundarækt ekki til framdráttar, enda væru íslendingar eina EES- þjóðin sem enn krefðist þess að bólusett gæludýr færu í margra vikna einangrun. angrunarstöð í Bretlandi meðan svipaðar reglur um innflutning gæludýra giltu þar. „Þar var rými fyrir 60 hunda, en mér skilst að aðeins 6 hundar komist fyrir í ein- angrunarstöðinni í Hrísey og bið- listi sé mjög langur. Ég veit af eig-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.