Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Jón Aðalsteinn Kjartansson fæddist á Sauðár- króki 10. apríl 1963. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 21. sept- ember siðastliðinn og fór útför hans fram frá Bakkagerð- iskirkju í Borgarfirði eystra 30. septem- bcr. Jón Aðalsteinn Kjartansson, æsku- vinur minn og ferm- ingarbróðir, var borinn til grafar frá Bakkagerðiskirkju laugardag- inn 30. september. Borgarfjörður kvaddi drenginn sinn þennan fallega haustdag með eftirminnilegum hætti þar sem sól- in braust fram úr skýjum í miðri athöfn og fjallasýnin fögur og hrein blasti við. Þegar kvöldkyrrð- in færðist svo yfir og stjörnurnar tóku að lýsa upp himinhvolfið fannst mér að þessi dagur hefði verið sá fallegasti sem ég hafði upplifað um langan tíma, mér fannst sem að í loftinu væru falin íkilaboð frá föllnum félaga. Jón Aðalsteinn var einstakur fé- agi og það var margt í fari hans >em gerði hann að sérstökum persónuleika, hann hafði ríka kímnigáfu og var einkar laginn við að sjá skoplegu hliðarnar á hlutun- um, því kynntist ég mjög fljótlega eftir að við settumst saman á skólabekk á Borgarfirði. Ég minn- ist þess nú hve Jón var oft búinn að bjóða mér heim til sín í hádegis- mat þegar við vorum í skólanum í gamla daga. Hann vorkenndi mér hvað ég bjó langt frá skólanum. En aldrei þáði ég þau boð þar sem ég var frekar feiminn í þá daga en Jón kallaði þetta bara útbæjar- þrjósku í mér. Jón var útsjónarsamur og skemmtilegur keppnismaður, hvort sem hann var með bolta, taflmenn eða spil, hann kunni líka að taka tapi, en sú gáfa er hreint ekki öllum gefin. Stundirnar við skákborðið eru mér ofarlega í huga er ég lít til baka, þær stundir áttu svo stóran hluta af tíma okkar á yngri árum. Jón var sá eini af okkur jafnöldr- unum sem hafði kosið að hafa fasta búsetu á æskustöðvunum, þar sá hann sína framtíð og var búinn að koma sér vel fyrir, þegar veikindin tóku sig upp. Þegar ég frétti fyrst af veikind- um Jóns hélt ég að þau væru þess eðlis að læknavísindunum yrði auð- velt að snúa þeim til betri vegar. En líklega höfum við báðir gert okkur grein fyrir í hvað stefndi þegar við hittumst heima á Borg- arfirði síðastliðið sumar, þá var ekkert rætt um að taka skák eins og svo oft áður, það var heldur ekki talað um veikindin, aðeins rætt um stund og stað og síðan kvöddumst við og reyndum báðir að láta eins og gangur lífsins hefði ekkert breyst. Jón bar ekki vanda- mál sín á torg ann- arra, það kom líka í ljós skömmu eftir að undirritaður hafði hitt hann á æskustöðvun- um að síðasta skákin okkar hafði verið tefld. Jón Aðalsteinn mun ætíð standa mér ljóslifandi í hugskoti minninganna. Ég vil votta Binnu, Bóa, og systkinunum Adda, Þresti og Ragnhildi mína innilegustu samúð. Andrés Skúlason. Þegar mér bárust þær fréttir að Jón Aðalsteinn væri allur var eink- um tvennt sem leitaði á huga minn. Annars vegar léttir yfir því að þrautagöngu hans í baráttu við miskunnarlausan óvin væri lokið, en hins vegar reiði í garð þeirra máttarvalda sem ráða lífi og dauða. Hvers vegna þurfti dauðinn að velja Jón sér til föruneytis, því ekki einhvern sem lokið hafði sínu ævistarfi, úr hópi þeirra sem „setj- ast við hótelgluggann og bíða“? Ég veit að svona á ekki að hugsa, okk- ur mönnunum er ekki ætlað að dæma um hver skuli fara og hver skuli eftir sitja. En ég trúi því að þessi hugsun leiti á fleiri en mig, þegar maðurinn með ljáinn heggur í hóp þeirra sem eru í blóma lífsins og oft á tíðum þykir manni hann beita ljánum af algjöru tillitsleysi og grimmd. Jón Aðalsteinn háði sína loka- baráttu af hugprýði og æðruleysi, hann ætlaði sér að standa þennan slag og vinna hann. En, því miður tókst það ekki og er þar skarð fyr- ir skildi sem hann áður stóð. Jón Aðalsteinn eða „Aðall" eins og hann var oftast nefndur af vinum og sveitungum, var einn af þeim mönnum sem gott var að hitta. Ætíð þegar ég heimsótti mína gömlu heimabyggð og rakst á hann á förnum vegi mætti manni hlýtt bros og þétt handtak. Þau vina- bönd sem menn binda í bernsku losna ekki svo glatt, þótt leiðir manna liggi ekki saman daglega, það fann ég vel þegar við hittumst. Að kvöldi þess dags er ég frétti lát Jóns átti ég erfitt með svefn. Myndir frá bernsku og æsku leit- uðu fram úr hugarfylgsnunum. Myndir af lífsglöðum strákum sem léku sér í fótbolta og bófaleik, flugust á, fóru í eltingaleik, eða alla þá leiki sem hraustir krakkar stunduðu fyrir daga sjónvarps og myndbandavæðingar. Myndir og orð runnu saman og tóku á sig þá mynd sem hér fylgir á eftir. Þannig vil ég kveðja Jón Aðal- stein Kjartansson. Aðstandendum hans votta ég mína innilegustu samúð, þau hafa misst mikið. Langt er nú síðan að lékum við saman lífsglaðir strákar, um fjörur og tún. Oft sló í brýnu, en oftar var gaman og oftast var hlátur og gleði á brún. I brosinu þínu var birta og gleði bjargfóst var vináttan, stöðug og trú. „Aðall“, þá nafnbót, sem lífið þér léði það nafn báru fáir betur en þú. Nú ljósið er slokknað á lífskerti þínu lokið er slagnum við illkynja mein. En minningin lifir í hugskoti mínu Um manninn, vin minn, Jón Aðalstein. Farðu vel og friður sé með þinni sál. Þorkell Helgason. Það er erfitt að sjá á eftir félaga eða ástvini í blóma lífsins eins og í tilfelli Jóns Aðalsteins. Jón kom mér fyrir sjónir sem mikill pers- ónuleiki, heill og sannur. Hann var barngóður og glaðvær og okkur sem yngri vorum var hann mikil- vægur félagi sem við litum upp til. Þegar upp er staðið má senni- lega segja að kynni mín af Jóni hafi verið mest í gegnum íþrótta- iðkun okkar á Borgarfirði. A sumr- in var það fótboltinn og í öllum fríum yfir veturinn var það körfu- bolti og blak í salnum. Jón var skemmtilegur íþróttamaður og baráttuglaður. Eins var áhugi hans á enska boltanum mikill og þar var alltaf efni í líflegar umræður hjá okkur, enda stóð Jón þétt á bak við sitt uppáhaldslið og ég á bak við mitt. Árin 1996-97 þegar við Vala bjuggum á Borgarfirði hittum við Jón reglulega og frá þeim tíma lifa margar góðar minningar. Spjall okkar Jóns snerist oft um ástand mála á Borgarfirði og það hvað mætti gera til að snúa þar vörn í sókn. Þar var Jón á heimavelli, enda vita þeir það sem þekktu Jón að hann unni sinni heimabyggð meira en margur annar og var hann búinn að koma ár sinni þar vel fyrir borð. Það var sama hvar eða hvenær maður hitti Jón, hann var jafnan léttur í skapi og það var alltaf gaman að hitta hann. Mér er minn- is jtætt þegar Jón kom og heim- sótti okkur Völu norður á Sauðár- krók í fyrra. Hann stoppaði ekki lengi og sennilega töluðum við ekki um neitt merkilegt, en það breytir því ekki að mér þótti afskaplega vænt um að hann skyldi koma. Það er erfitt að hugsa sér að Jón Aðall sé farinn. Eftir stendur stórt skarð í litlu samfélagi þar sem hver einstaklingur er svo ótrúlega mikilvægur. Ég veit hins vegar að fenginni reynslu að þar snúa menn bökum saman og horfa fram á veg- inn. Binnu, Bóa, Þresti, Röggu og Adda og öðrum aðstandendum sendum við Vala okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns Aðal- steins. Heiðar. JON AÐALSTEINN KJARTANSSON HALLDÓRA JÓHANNESDÓTTIR + Halldóra Jó- hannesdóttir fæddist í Hvamms- dalskoti í Saurbæjar- hreppi í Dalasýslu 7. ágúst 1934. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 8. september síðast- liðinn og fór útfor hennar fram frá Fossvogskirkju 20. september. Jarðsett var í Hagakirkju- garði í Holtum. Nú þegar leiðir skilja langar mig til þess að minnast hér með nokkrum orðum góðrar konu sem ég kynnt- ist í barnæsku. Tildrög þess að ég kynnist Hall- dóru í Stúfholti og fjölskyldu henn- ar voru að vorið 1981 var ég svo heppinn að komast með Sigurgeiri Ingimundarsyni, vinnufélaga föður míns, í sveitina í Stúfholti. Sigur- geir á heima í vesturbænum í Stúf- holti. Á þessum árum átti Sigurgeir gamlan International Scout jeppa og á honum fórum við austur að Stúfholti. Ég var það lítill og ókunnugur fyrir austan fjall að ég spurði oft á leiðinni hvort það væri þessi bær sem væri Stúfholt. Þegar við loks komum í hlaðið á Stúfholti sagði Sigurgeir að við skyldum heimsækja fólkið í aust- urbænum. Það verður alltaf eftir- minnilegt og happ mitt annars vegar að hafa kynnst Sigurgeir og hins vegar Halldóru og hennar fjölskyldu í Stúfholti. Þegar við Sigurgeir komum inn var tekið á móti okkur sem við konungbornir værum. Halldóra bar fram kökur og annað góðgæti eftir þessa löngu ferð sem var loks á enda. Ekki leið á löngu þar til ég eyddi nær öllum helgum í Stúf- holti. Ég fór alltaf með Sigurgeiri en gisti þá oftast hjá Halldóru og fjöl- skyldu hennar. Þar sem áhugi minn á vélum, tækjum og tólum kom snemma upp þá var véla- geymslan í Stúfholti aðalstaðurinn í mínum huga. Þar fylgdist ég með sonum hennar tveim, þeim Hösk- uldi og Guðbrandi og Sturlaugi bróður hennar föndra við bíla og gera við hina ólíklegustu hluti. Þegar ekki var verið í vélageymsl- unni var nóg að gera úti við horn- sílaveiðar, leika við hundinn eða reka beljurnar. Þegar inn var komið á kvöldin eftir afrek dagsins var ávallt tryggt að Halldóra sæi til þess að allir fengju vel að borða af góðum mat og liði alltaf sem best. Ég man enn í dag eftir því þegar ég var nýkominn úr Stúf- holti og sagði móður minni að kartöflumúsin hennar ætti ekki að vera svona á bragðið, hún Halldóra í Stúfholti gerði miklu betri kartöflumús. Ekki nóg með það heldur krafðist ég að breyt- ingar yrðu gerðar á matseldinni heima! Ég er ekki viss um að ég hafi verið uppá- haldserfinginn þá vik- una en í mínum huga var maturinn bara miklu betri í sveitinni. Halldóra fékk mig matvandan Reykvík- inginn til þess að borða ólíklegustu þjóðlega rétti og þykja þeir ágætir. Það má fullyrða að manni væri tekið sem afa- og ömmubarni í Stúfholti, góðmennska og væntumþykja til allra barna var svo greinileg í fari Halldóru. Þegar ég eignaðist sjálf- ur son hafði hún mikla ánægju af því að fá okkur feðgana í heim- sókn. Halldóra var þá orðin sjúkl- ingur en sonur minn hændist strax að henni og fjölskyldu hennar. Ég man sérstaklega eftir því þegar við feðgar fórum eitt sinn sem oftar austur í heimsókn. Gutt- inn var þá á þriðja ári og lenti í minniháttar áflogum við heimilis- köttinn, kötturinn hafði betur og kom sonur minn særður eftir „bar- dagann“ hágrátandi og sagði að „ljónið" hefði ráðist á sig. Ég óttaðist að nú myndi ganga illa að fá barnið til að vilja fara aðra ferð austur að Stúfholti en það reyndist ekki vera. Viðmót fólksins í báðum bæjum í Stúfholti við alla er þannig að syni mínum leið vel þarna eins og öllum öðrum. Hann var strax til í aðra ferð næst þegar tækifæri gafst. Þegar við feðgar fórum næst aust- ur sagðist sá litli bara ætla að passa sig á ljóninu. Reyndar var þessi heimilisköttur verulega stór og glæsilegur þannig að skiljanlegt var að barninu þætti hann sem ljón ásýndum. í Stúfholti er hugs- að vel um köttinn eins og öll önnur dýr þar á bæ, allar skepnur vel hirtar. Það er hverjum manni ljóst sem kemur að Stúfholti að þarna býr fólk sem hugsar vel um alla hluti, vélar og hús eru í tryggu viðhaldi og öll umgegni hin snyrtilegasta. Þegar veikindi Halldóru fóru að hamla hreyfigetu hennar byggði þessi samheldna fjölskylda nýtt hús á einni hæð sem hentaði betur. Einnig var gamall sendibíll gerður upp og útbúinn fyrir hreyfihaml- aða svo hún gæti lifað sem eðlileg- ustu lífi áfram. Þar sannaðist að hún hafði alið af sér fyrirmyndar börn sem hika ekki við að fram- kvæma hlutina fagmannlega þegar þörf er á. Ég vona að Guð gefi Kjartani og börnum hennar styrk og trú í þessari raun. Guð blessi minningu Halldóru Jóhannesardóttur. Bjarni Þorgilsson. GUÐJÓNINGI S VERRISSON skíðadeild Armanns þar sem við vor- um samferða í mörg ár. Vinskapur myndaðist sem haldist hefur síðan þó að stundum hafi liðið langt á milli funda. Eitt einkenni slíkra tengsla úr íþróttunum er einmitt að þau haldast sterk, m.a. vegna þess að í þjálfun og keppni skýrast oft ýmsir persónueig- inleikar sem veitir þeim sem sam- ferða eru dýpri þekkingu og skilning á einstaklingnum. Þegar Ingi nálgaðist fullorðinsár tók hann skíðaíþróttina mjög alvar- lega. Hann iagði mikið á sig, bæði við undirbúningsæfingar á haustin og æfingar á vetuma. Það var því ekki að undra að hann næði góðum tökum á greininni enda var hann framar- lega í flokki á landsvísu meðan hann æfði og keppti. Fyrir utan augljósa hæfileika og metnað sem hann hafði á þessu sviði þá var hann ákaflega þægilegur og skemmtilegur í um- gengni. Hann var gæddur þeim mik- ilvæga kosti keppnismannsins að geta bæði látið tilfinningar sínar í Ijós ef svo bar undir en einnig haft stjóm á þeim þegar þannig áraði. Ingi hafði líka metnað í prentfag- inu sem hann lærði. Afi hans Guðjón hefur eflaust veitt honum íyrstu inn- sýn í prentiðnaðinn í Litlaprenti og lagt honum línumar um framhaldið. Ingi fékk líka snemma ábyrgðarhlut- verk í ísafoldarprentsmiðju þar sem hann lærði og vann á sínum yngri ár- um. Oft heimsótti ég hann í vinnuna og fylgdist með honum milli þess sem hann ræddi við mig um skíðamál. Þótt ég þekki ekkert til prentfagsins fór það ekki á milli mála að hann var vel að sér í greininni, samstarfsmenn hans treystu honum vel og vinnusemi Inga var einstök. Vinnusemin og verklagnin komu líka vel í ljós þegar hann byggði húsið sitt í Mýrarásnum af myndarskap og smekkvísi. Síðustu samverustundir okkar Inga voru um páskana þar sem hann var að jafna sig á sjúkrahúsi eftir síð- ustu skurðaðgerð. Þó að heilsan væri ekkert alltof góð voru samt rifjuð upp ýmis atvik frá liðnum tímum. Skíðatæknin var að sjálfsögðu krufin til mergjar og árangur keppenda á nýafstöðnu skíðalandsmóti skil- greindur. Eins og alltaf hafði Ingi ákveðnar skoðanir á hlutunum og grunnt var á glettninni og léttleikan- um sem ætíð hefur einkennt lundar- far hans. Við rifjuðum upp sameigin- legan reynsluheim okkar frá Noregi, þó að á mismunandi tíma hafi verið, og fórum vítt og breitt um Noregs ríki í huganum. Hann talaði líka með stolti um börnin sín en með greini- legum saknaðartón. Ég held að við höfum báðir skynjað andrúmsloftið og stöðuna svipað og nutum því sam- verunnar vel. Þessar fáu stundir gáfu mér mikið því við þannig aðstæður er maður svo rækilega minntur á hverf- ulleikann og það sem skiptir máli í lífinu. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég til ættingja og megi góð minning styrkja ykkur í sorginni. Tómas Jónsson. tGuðjón Ingi Sverrisson prentari fæddist í Reykjavík 14. októ- ber 1953. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 24. september síðastlið- inn og fór útfór hans fram frá Árbæjar- kirkju 2. október. Ég vil með þessum orðum kveðja vin minn til margra ára Guðjón Inga Sverrisson. Þeir sem þekktu Inga vel og fylgdust með sjúkdómsraunum hans vissu innra með sér að hverju stefndi og hann dró heldur enga dul á það. Samt er alltaf erfitt að meðtaka dauðann og skilja réttlæti heimsins við svona aðstæður. Ingi var alinn upp í mikilli skíðafjölskyldu sem hafði sína rótfestu við Álfhólsveginn og Bjamhólastíginn í Kópavoginum. Móð- urbræðurnir Sigurður og Georg lögðu sinn skerf af mörkum til þess að beina honum inn á skíðabrautina og Áslaug frænka hans var honum samstiga í þessu ferli. Tengsl mín við Inga hófust einnig í gegnum þessa skíðafjölskyldu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.