Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 61 MINNINGAR KIRKJUSTARF + Halldór Aðal- steinn Halldórs- son fæddist að Bjargi, Ncskaupstað, 16. janúar 1949. Hann lést 30. sept- ember siðastliðinn og fór útför hans fram frá Seyðisfjarð- arkirkju 7. október. Elsku Halldór minn, mikið er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótlega. Fyrir rúmum fjórum árum kynntist ég Birni syni þínum, eða Dadda eins og hann er alltaf kall- aður. Við byrjuðum eiginlega strax að búa en ég hitti ykkur Jónborgu ekki strax vegna þess að þið bjugguð á Seyðisfirði en við í Reykjavík. Þú varst alltaf svo eðlilegur og fjörugur að ég var aldrei feimin við þig. Við Daddi byrjuðum svo að leigja íbúð í Árbænum og þá gistuð þið alltaf hjá okkur þegar þið voruð að fara til Kan- aríeyja eins og þið gerðuð á hveiju ári, eða bara þegar þið þurftuð að koma í bæinn. Við hlökkuðum ailtaf til þegar þið voruð að koma, mér fannst þú svo skemmtilegur að ég vildi helst alltaf hafa ykkur viku leng- ur. Ég og Daddi keyptum okkur svo íbúð í Hraunbænum þegar ég varð ófrísk. Við eignuðumst hann Daníel Jakob svo 12. september 1999. Ég man hvað þú varst ánægður þegar þú sást hann í fyrsta skipti, stoltið skein úr augunum á þér. Þið komuð svo allt- af reglulega til okkar. Mér fannst það svo merldlegt, að sama hvað það leið langur tími á milli þess að þið komuð í bæinn, þá mundi Daníel Jakob alltaf eftir þér. Honum fannst alltaf svo skemmtilegt að sjá þig og leika við þig. Þið hreinlega dýrkuðuð hvor annan. Nú á Daddi ekki eftir að hringja aftur í þig og segja þér sögur af honum, eins og þér fannst það nú gaman. En í staðinn fylgistu bara með okkur af himnum ofan. Ekki fær nýja ófædda bamið sem ég geng með, að leika við þig og sitja á bumbunni þinni. En ég veit að þú verður við- staddur fæðinguna og heldur vernd- arhendi yfir okkur öllum. Ég hefði ekki getað valið mér betri tengdaföð- ur. Þú varst alltaf svo fjörugur og þú hikaðir ekki ef eitthvað þurfti að gera við hjá öðrum,alltaf tilbúinn að hjálpa. Einnig varstu mesta barnagæla sem ég veit um, þú varst eins og segull á öll böm. Nú held ég að öll englaböm- in verði ánægð að fá þig til sín. Elsku Halldór, ég kveð þig með tregum huga en vitandi að þér líður vel. Þín tengdadóttir, Harpa. Ég vil minnast með örfáum orðum vinar mins og félaga Halldórs Hall- dórssonar, eða Lilla eins og hann var kallaður í okkar hópi. Elsku karlinn minn, Lilli, nú verð- ur þín sárt saknað úr hópnum og víst er að enginn kemur í þinn stað þegar hafið bláa, trillur og útgerð þeirra ber á góma. Þar varst þú sannarlega á heimavelli og engum líkur. Sjálfstæði þitt, elja og einlægni í baráttunni við að fanga fiskinn úr hafinu og færa til lands, var þér næstum allt. Enda var þetta þitt lífsstarf frá unga aldri. Mér kom því ekki á óvart þegar Jónborg konan þín bar mér góðar af- mæliskveðjur þínar, þar sem þú gast ekki mætt sjálfur í fagnaðinn fyrir nokkrum dögum, vegna þess að þú varst að kjjást við þann gula á trillu þinni, Þórey Björg NS. Þannig varst þú hinn eini og sanni Lilli. Já ég þakka þér kæri vinur stund- irnar sem við áttum saman í eða við beitingaskúrinn þinn, sem til all- margra ára var beint fyrir neðan gluggann minn á bæjarskrifstofunni við Hafnargötu. Við þurftum ekki mörg orð. Það var ekki þinn vani. Við kynntumst fyrst á Kanarí, elsku karlinn minn. Þar eins og á sjónum varst þú kóngur í ríki þínu. Þekktir þar allt og alla, öll fengsæl mið, vegna tíðra ferða þinna þang- að niður eftir á eyjuna í suðri.Við félagar þínir nutum góðs af og mörg uppátæki okkar, svo sem Valda -Kjarra ferðir í Lillaríki, litlu krílin sem veifuðu okk- m- hist og her, Pedro vinur ofl. ofl. eru gim- steinar sem aldrei gleymast. Ég var svo lánsamur að vera við- staddur þegai- þið Jón- borg kynntust aftui-, og ástin sem getur verið svo yndisleg, en örlagaiTk, tók hjá ykkur öll völd og leiddi ykkur saman elskumar. Jón- borg flutti þig svo að lokum til okkar á Seyðisfjörð og hafi hún kærar þakkir fyrir það. Seyðisfjörður er ríkari eft- irá. Nú þegar þú ert burtkallaður frá okkur, á önnur og stærri mið þar sem þér er ætlað stórt hlutverk, er efst í huganum þakklæti fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér kæri vinur. Þakk- læti fyrh’ vináttu og tryggð sem aldrei bai- skugga á, þó vissulega vær- um við mjög svo ólíkar persónur sem fórum ólíkar leiðir. Nú hittir þú m.a. bræður þína fjóra sem voru kallaðir burt úr þessum heimi, allir langt um aldur fram. Þeg- ar þú hittir hana Dói-u mína, kysstu hana og skilaðu kveðju. Ég sakna ykkar svo mikið.Við sjáumst öll síðar. Elsku Jónborg, Steina og fjöl- skyldur, megi góður guð styrkja ykk- ur í sorginni. Þinn vinur, Þorvaldur Jóhannsson (ValdiJóh.). Safnaðarstarf Foreldra- morgnar VIÐ VILJUM minna á foreldra- morgna í safnaðarheimili Dómkirkj- unnar á miðvikudagsmorgnum kl. 10:30. Bolli Pétur Bollason guðfræð- ingur hefur umsjón með morgnunum og hefur sér til aðstoðar Sunnu Dóru Möller guðfræðinema. Þetta eru góð- ar spjallstundir á meðan börnin dunda sér. Góðir gestir koma í heim- sókn og gefa góð ráð á foreldra- morgnum Dómkirkjunnar tvisvar í mánuði. AUir velkomnir. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa í safnaðarheimilinu kl. 10-14. Léttur hádegisverður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðar- heimilinu kl. 14-16. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12.10. Orgelleikm-, ritningar- lestur, altarisganga, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrúnskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu alla virka daga. Laugarneskirlqa. Kirkjuklúbbur (8-9 ára) kl. 14.30. TTT (10-12 ára) kl. 16. Fræðslukvöld kl. 20 fyrir foreldra fermingarbama. Haldið í Grensás- kirkju í samvinnu við Ás-, Grensás-, Laugarnes- og Langholtssöfnuð. Ful- lorðinsfræðsla kl. 20. María Péturs- dóttir kennir. Þriðjud. með Þorvaldi kl. 21 þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörð við undirleik Gunnars Gunnarssonar og bænahópur kirkjunnar flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30. Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30-18. Stjómandi Inga J. Backman. For- t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR G. GUÐLAUGSSON frá Búðum í Hlöðuvík, Álakvísl 1, sem lést þriðjudaginn 3. október, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 11. október kl. 15.00. Kristjana M. Finnbogadóttir, Finnbogi Þórsson, Unnur R. Jóhannesdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Tom Granerud, Grímur Th. Einarsson, Anna R. Jóhannesdóttir, Guðlaugur Einarsson, Jakobína H. Einarsdóttir, Margrét B. Einarsdóttir, Stefán Ingólfsson og barnabörn. Bróðir okkar, JÓN S. GUÐMUNDSSON, Ljósvallagötu 22, lóst á heimili sínu laugardaginn 7. október. Eysteinn Guðmundsson, Ásgeir Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Ólína Guðmundsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, JÓN ÍVAR HALLDÓRSSON skipstjóri, lést á hafi úti föstudaginn 6 október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sólveig Hjaltadóttir, Heiðar Jónsson, Guðmundur Heimir Jónsson, Helga Berglind Jónsdóttir, Hjörtur Jónsson og barnabörn. HALLDÓR AÐALS TEINN HALLDÓRSSON eldramorgunn miðvikudag kl. 10-12. Kaffi og spjall. Seltjamameskirkja. Foreldramorg- unn kjl. 10-12. Kaffi og spjall. Verið öll hjartanlega velkomin. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- stund í hádegi. Bænastund verður í kapellunni í safn- aðarheimilinu á annarri hæð kl. 12:00. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bænastund hefst eða með því að hringja í síma 552-7270 og fá bæn- arefnin skráð. Safnaðarprestur leiðir bænastundimar. Að bænastund lok- inni gefst fólki tækifæri til að setjast niður og spjalla. Allir eru hjartanlega velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hitt- umst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr- aðra. Leikfimi ÍAK kl. 11.20. Sam- vera, léttur málsverður, kaffi. Eldri barnastarf KFUM&K og Digranes- kirkju (10-12 ára) kl. 17. Fella- og Hólakirkja. Foreldrastund- ir kl. 10-12. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 17-18. Æskulýðsfélag fyr- ir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirlga. Opið hús fyrir eldi’i borgara kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Alltaf eitt- hvað gott með kaffinu. Kirkjukrakk- ar í Rimaskóla kl. 18-19 fyrir börn á aldrinum 7-9 ára. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldi’amorgunn í dag kl. 10-12 í saínaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Foreldramorgnar. Opið hús milli kl. 10-12. Kaffi og spjall. Víðistaðakirkja. Aftansöngurog fyr- irbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára böm í Vonarhöfn, Strand- bergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl.17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Lágafellskirkja. Fjölskyldumorgnar í safnaðarheimilinu frá 10-12. Kirkjukrakkar fundir fyrir 7-9 ára kl. 17.15- 18.15. Húsið opnað kl. 17 fyrir þá sem vilja koma fyrr. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur op- inn kl. 14-16 með aðgengi í kirkjunni og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Gengið inn frá Kurkjuteig. Starfsfólk kirkjunnar verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingamndh’búningur kl. 14.10- 16.25 í Kirkjulundi. Sorgarhópur í Kirkjulundi kl. 20.30-22. (2. skipti). Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unnkl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT tíu - tólf ára starf alla þriðjudagakl. 17-18. Helgi- stund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15- 19. Útskálakirkja. Safnaðarheimilið Sæborg. NTT (9-12 ára) starf er hvern þriðjudag í vetur kl. 17. Allir krakkar 9-12 ára hvattir til að mæta. Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið Sandgerði. NTT (9-12 ára) starf er hvern þriðjudag í vetur kl. 17 í safn- aðarheimilinu. Allh’ krakkar 9-12 ára hvattir til að mæta. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudögum kl. 10-12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 KKK Kh’kjuprakkarar 7-9 ára í umsjá Hrefnu Hilmisdóttur. Boðunarkirkjan. Á morgun, mið- vikudaginn 11. okt. verður 5. hluti námskeiðs Boðunarkirkjunnar. Efni kvöldsins er: Sköpunin. Dr. Steinþór Þórðarson sýnir þátttakendum hvernig á einfaldan hátt er hægt að merkja biblíuna og hvernig á að leita í henni að ákveðnu efni. Eftir slíkt námskeið verður Biblían aðgengi- legiá. Allir hjai’tanlega velkomnir og aðgangur kostar ekkert. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allh’ velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíuskóli í kvöld kl. 20. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ANNA BÁRA SIGURÐARDÓTTIR, Efstaleiti 81, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstu- daginn 6. október síðastliðinn. Jarðsungið verður frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 13. október kl. 16.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna. Róbert Örn Ólafsson, Dagmar Róbertsdóttir, Haraldur G. Magnússon, Ólafur Rikharð Róbertsson, Halldóra Jóna Sigurðardóttir, Kristín Erla Ólafsdóttir, Anna Helga Ólafsdóttir, Róbert Ólafsson, Magnús Pétur Haraldsson, Margrét Rósa Haraldsdóttir. + Ástkær unnusti minn, sonur okkar, tengda- sonur, bróðir og mágur, ÁGÚST ÞÓR ÞÓRSSON, Sogavegi 109, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 10. október, kl. 15.00. Erla Rut Kristínardóttir, Helga Hallbjörnsdóttir, Egill Ólafsson, Þór Ottesen, Brynhildur Ólafsdóttir, Kristín Viðarsdóttir, Jónas Rútsson, Hallbjörn Eðvarð Þórsson, Anna María Magnúsdóttir, Fjóla Helgadóttir, Einar Orri Karlsson, Anna Lovísa, Áslaug, Brynja, Bjarki, Kristinn Viðar og Heiða Björg. Lokað Vegna útfarar ÁRNA SIGURJÓNSSONAR veröa skrifstofur Útlendingaeftirlitsins lokaðar frá hádegi í dag, þriðjudaginn 10. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.