Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING Hjarkær móöir okkar, JÓHANNA KRISTÍN HELGADÓTTIR frá Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu Hafnarfirði að kvöldi laugar- dagsins 7. október. Þóra, Kristín, Þráinn og Sigurjón Sigurðarbörn. t Ástkær faðir, tengdafaðir og afi, ÖGMUNDUR KRISTÓFERSSON frá Stóradal, Háaleitisbraut 151, Reykjavfk, andaðist á Hrafnistu Reykjavík sunnudaginn 8. október. Auðbjörg Ögmundsdóttir, Sigfús Guðmundsson, Þórdís Sigfúsdóttir, Jökull Þór Ægisson, Ögmundur Sigfússon. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, GUNNAR ÓSKARSSON, Asparfelli 6, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 6. október sl. Jarðarförin auglýst síðar. Jakobína Kristjánsdóttir, Henný Ósk Gunnarsdóttir, Vala Kolbrún Reynisdóttir, Gunnar Þór Berg Traustason, óskírður Traustason. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, til heimilis á Hrafnistu, Reykjavfk, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 8. október. Fyrir hönd aðstandenda, Elsa og Fjóla Stefánsdætur. + Útför MAGNÚSAR HELGASONAR stjórnarformanns Hörpu hf., verður gerð frá Dómkirkjunni i Reykjavík fimmtudaginn 12. októberog hefst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Katrín Sigurðardóttir, Sigurður Gylfi Magnússon, Bryndís íris Stefánsdóttir, Helgi Magnússon, Arna Borg Einarsdóttir, Magnús Örn Helgason, Sunna María Helgadóttir, Arnar Þór Helgason. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR SIGMUNDSDÓTTUR, Hringbraut 50, áður Lönguhlíð 23. Kristinn S. Jónsson, Ólöf H. Friðriksdóttir, Sigrfður G. Kristinsdóttir, Sesselja M. Kristinsdóttir. SIGURBERG ÁSBJÖRNSSON Sigurberg Ásbjörns- son skósmiður í Keíla- vík, sem fæddist 10. október árið 1900 og lést í júlí árið 1973, var verðugur, en þó að mörgu leyti óvenjuleg- ur fulltrúi sinnar kyn- slóðar. Lífshlaupið var ekki hefðbundið, sam- ferðamennirnir af ýms- um toga og hugðarefn- in ekki alltaf í samræmi við það sem vænta mátti af manni á hans aldri. Að minnsta kosti seinni hluta ævinnar. Sigurberg var afi okkar, fimmtán barnabama, og flest áttum við þeirri gæfu að fagna í lífinu að fá að kynn- ast honum vel. Mörg okkar eiga al- veg ótrúlega ljúfar minningar frá Varanleg minning er meitlub ístein. H S. HEIfiASONHF STEIIMSMIÐJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is skóverkstæðinu hans afa þar sem við vorum alltaf velkomin. Minn- ingar þar sem hann stendur með hamarinn við skóleistinn sinn, klemmir nokkra sauma milli varanna og neglir þá síðan í nýjan leður- sóla á trosnuðum skó með sínum hrufluðu og vinnulúnu höndum. Háværar minningar frá ýlfrinu í hinum stór- hættulega rokki þar sem afi sneri skónum sem hann burstaði og slípaði svo fimlega að aðdáun okkar var óhjákvæmileg. Minningar sem anga af Jötungripi og eru litaðar appelsínugulum lit frá hinum sér- stöku klofstígvélum sem hann lagaði fyrir verkafólk í sjávarútveginum. Minningar sveipaðar dularfullu and- rúmslofti frá þeim mörgu afar sér- töku einstaklingum og utangarðs- mönnum sem til hans leituðu og yfir honum sátu, að því er virtist enda- laust, og nutu góðvildar hans, gjaf- mildi og hjartagæsku. Þama sat Gvendur þribbi og spilaði á munn- hörpuna meðan Jón Stæng hnyklaði brýrnar og sagði fátt og Raggi gúmmíkarl falaðist eftir aðstoð við verkefni sem hann hafði tekið að sér vestur í bæ. Skóverkstæðið vai- stundum líkara litlu félagsmálaheim- ili með skjólstæðingum en vinnustað með viðskiptavinum. Skóverkstæðið hans afa. Mæður okkar krakkanna, þær Rósa skó, Gunna skó, Erla skó og Erna skó, eru dætur afa. Með þeim fórum við gjarnan á aðfangadag, eft- ir mat og pakka, heim til afa. Þar var gengið í kringum jólatré, smjattað á sælgæti og borðaðar kökur. Þar iðaði allt af gleði og hátíðleik og þangað kom jólasveinninn undantekningar- laust með fallega pakka handa öllum bömunum, hann tíndi þá upp úr hvít- um poka sem hann hafði bograði með á bakinu langa leið úr fjöllunum. Það var glaður og hávaðasamur jóla- sveinn sem bæði gantaðist og söng hátt, sinni fallegu tenórröddu. Það var afi jólasveinn. Hagvanur í því hlutverki enda með margra ára reynslu í að leika jóla- svein á jólatrésskemmtunum í Kefla- vík. A unglingsámnum þegar við vor- um sextán og byrjuðum að fara í Stapann hittum við stundum afa á + Innilegar þakkir til allra, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför HARÐAR ÞÓRHALLSSONAR, fyrrv. yfirhafnsögumanns, Fjölnisvegi 18, Reykjavík. Ulla Sigurðardóttir, Kristín Berta Harðardóttir, Trausti Víglundsson, Sigríður Harðardóttir, Magnús Harðarson, Kristín Salóme Guðmundsdóttir, Hatla Harðardóttir, Gunnar Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR BAKKMANNS ANDRÉSSONAR frá Drangsnesi, Suðurgötu 121, Akranesi, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 19. sept- ember sl. Sófus Magnússon, Gunnfríður Magnúsdóttir, Andrés Magnússon, Súsanna Ernudóttir, barnabörn og langafabörn. böllunum. Vegna þess hve afi var lífsglaður maður að eðlisfari þótti engu okkar þetta neitt skrítið eða óþægilegt. Flestir jafnaldrar okkar í Keflavík þekktu hann sem Sigurberg skóara sem hafði sem dyravörður rif- ið af aðgöngumiðanum í þrjúbíói gegnum árin hjá Bjössa í bíóinu. Það var honum eðlislægt að vera hrókur alls fagnaðar, breiða út faðminn og dansa og syngja. Enda var einlægni hans og ásetningur í gleðinni svo heiðarlegur og fölskvalaus að nær- vera hans truflaði engan, þvert á móti. Þá var afi í kringum sjötugt og hafði akkúrat engan skilning á hug- takinu kynslóðabil, sem á þeim árum var þó mikið til umræðu. Afi fæddist í Ólafsvík. Faðir hans var Asbjörn Eggertsson og móðir hans Ragnheiður Eyjólfsdóttir, sú hin sama og ránfugl af arnarætt hremmdi bam að aldri úti á engi upp úr miðri nítjándu öld og flaug með hátt til fjalla. Aðeins fyrir snarræði vinnumanns á bænum tókst að bjarga okkar htla ættboga frá algerri glötun á því und- arlega augnabliki í sögu fjölskyld- unnar. Afi var næstelstur sjö systkina. Hann átti eina systur sem lést á unga aldri og fimm bræður sem allir kom- ust á legg. Með stuttu millibili missti hann þó þrjá bræður sína sem drukknuðu er bátar þeirra fórust, og sá fjórði dó einnig ungur. Fimmti bróðirinn, Matti, er enn á lífi. Þessi slys og dauðsföll voru afa þung lífs- reynsla en ef til vill ekki svo óalgeng fyrir fólka af hans kynslóð. Kynslóð sem gekk veginn á undan okkur og braut leið gegnum margs konar erf- iðleika. Tuttugu og sjö ára gamall kvænt- ist hann ömmu, Oddnýu Guðbrands- dóttur. Þá hafði hann lokið námi í skósmíði og rekið sitt eigið skó- smíðaverkstæði í Ólafsvík um fjöjg- urra ára skeið. Þau hófu búskap í 01- afsvík og bjuggu þar til ársins 1936 þar sem þau eignuðust dæturnar fjórar. Þá ákváðu þau að flytja til Keflavíkur þar sem afi stofnaði skó- verkstæðið sem hann starfaði við í 37 ár. Það var hamingjusöm og lífsglöð fjölskylda sem settist að á Vallargöt- unni og flutti ári síðar á Hafnagötu 35. Án efa smituð af þeiri'i einstöku samsetningu af lífsgleði og góðvild sem einkenndi afa alla tíð. En fyrr en varði var sem skuggi allra þeirra dauðsfalla og slysa sem hafði hvílt yfir þeim í Ólafsvík næði að teygja sig til þeirra að nýju. Amma veiktist alvarlega og tapaði heilsunni á stuttum tíma. Upp úr því þurfti hún að takast á við erfið veik- indi um fjögurra ára skeið og lést í maí 1942. Þá áttu þau að baki fimm- tán ára hjónaband. Fjörutíu og eins árs gamall var afi orðinn ekkjumaður og einstæður fað- ir með fjórar dætur á aldrinum sex til fjórtán ára. Stórskuldugur vegna lækna- og sjúkrahúsreikninga, enda ekkert tryggingakerfi á þeim tíma. Óumdeilanlega þungt augnablik í lífisérhvers manns. I dag er okkur algerlega óskiljan- legt að þetta hafi allt gerst hjá hon- um afa sem var alltaf svo innilega lífsglaður, hjartahlýr og fjarri því að vera bugaður. Afa sem átti svo mörg og fjölbreytileg áhugamál þar sem söngur og ljósmyndun voru öðrum áhugamálum fremri. Hjá afa sem alla okkar æsku geislaði sjálfur af æsku- fjöri og lífskrafti - og allt til æviloka. Ef til vill tókst honum með sínum styrk að breyta erfiðleikum og sorg í uppbyggilegan kraft sem hann beisl- aði sjálfum sér og okkur til handa með því að leggja ríkari rækt við dætumar og fjölskylduna en allt annað. í stað þess að verða sorginni að bráð sneri hann sér að gleðinni með uppbyggilegum hætti og skilaði til okkar arfleifð sem aldrei verður vanmetin og hefur tvímælalaust gert okkur öll að betri manneskjum. Barnabörnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.