Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 68
>8 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlunni 1 103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Grettir Lióska Smáfólk I PONT KNOU), CHUCK..ALL I WANTEP UJA5 TO LOOK 60OP IN TMECLA55 PICTURE.. I NEVER TH0U6HT MY WI6 LUOULD CAU5E 50 MUCM TROUBLE..LIFE 15 5URE FUNNV, ISN'T IT, CMUCK? Kastljósþættir Ríkissjónvarpsins Frá Sigurði Lárussyni: ÉG hlusta alltaf á Kastljósþættina því mér finnst þeir vera með því besta sem Sjónvarpið hefur á boð- stólum. Nú í kvöld, 28. september, ræddu stjórnendur þáttarins eingöngu við Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra. Það var mjög athyglisverður þáttur. Þó fannst mér gleymast að ræða tvö mikilsverðustu málin í allri þeirri umræðu sem farið hefur fram um þessi mál. í fyrsta lagi, hvað þarf íslenska ríkið að taka miklar upphæðir að láni erlendis ef byggt verður álver af svipaðri stærð og ráðgert hefur ver- ið að byggja? I öðru lagi, hvað þarf kílówattstundin af rafmagni að kosta til að hægt sé að borga öll lánin sem ríkið þarf að greiða til þessarar framkvæmdar, miðað við eðlilegan afskriftartíma? í mínum augum eru þetta aðalforsendur fyrir því hvort nokkur skynsemi er að leggja út í þetta ævintýri. En á það er aldrei minnst. Ég skora á utanríkisráð- herra að ræða um þessar hliðar málsins næst þegar þessi mál verða rædd. Alveg sérstaklega um raf- magnsverðið, því í mínum augum er það grundvallaratriðið. Eitt af því sem kom fram í þessum sjónvarpsþætti var að óhjákvæmi- legt væri að reka álver á þessum stað nema að fá tvö til þrjú hundruð menn af suðvesturhorninu sem vanir eru að vinna í álbræðslum þar. Dett- ur nokkrum fullvita manni í hug að svo margir menn fengjust til að hætta að vinna í þeim verksmiðjum sem þeir hafa unnið í og flytjast austur á Reyðarfjörð? Við höfum góð dæmi um slíkt. Þegar Landmæl- ingar íslands voru fluttar upp á Akranes fékkst aðeins einn maður til að flytja þangað af þeim sem unnið höfðu hjá stofnuninni. Sama sagan endurtók sig þegar Byggðastofnun var flutt norður á Sauðárkrók. Það er því nærri borðleggjandi að fólki á Austurlandi mundi fjölga sáralítið eða ekki neitt við það. Ef til vill yrði að flytja inn erlent vinnuafl svo að hægt væri að starfrækja verksmiðj- una eða leggja hana niður og hverju yrðu Austfirðingar bættari með því. Mér finnst þetta brambolt helst minna á þegar börn eru að byggja sér stórar hallir úr legókubbum. Mér finnst aðalatriðin í þessu máli vera tvö. í fyrsta lagi hvað fæst fyrir kílówattstundina af rafmagninu og í öðru lagi hvað þarf ríkið að taka há lán til þessara framkvæmda. Það er eins og allir sem ræða þessi mál forðist að ræða um þessa hluti. Fyrst þegar þessi mál voru á dag- skrá heyrði ég nefnda töluna 1,40 krónur fyrir kílówattstundina og síð- an hefur allt verðlag hækkað mikið. Það sem mér finnst mikilvægast nú er að aðilarnir komi sér saman um raforkuverðið og hætti öllum kostnaðarsömum framkvæmdum nema vistfræðilegum rannsóknum. Ef ekki næst samkomulag um raf- orkuverðið þá er að sjálfsögðu til- gangslaust að halda öðrum undir- búningi áfram. En að ráðast fyrst í byggingu verksmiðjunnar, því þá hafa Norðmenn það í hendi sér hvað þeir vilja greiða fyrir raforkuna. Því skora ég á ríkisstjómina og Landsvirkjun að hugsa þetta mál upp á nýtt. SIGURÐUR LÁRUSSON, Árskógum 20b, Egilsstöðum. Ert þú næstur? Frá Jóhannesi Pór Guðbjartssyni: AÐ VERA öryrki er ekki það sem fólk dreymir um. Það er stórt mál og oft dregur fólk það að fara á örorku eins lengi og það getur. Oft á tíðum of lengi, þannig að allt er komið í vandræði, bæði fjárhagur og heilsa. Oft hefur Jdhannes Þdr maður heyrt Guðbjartsson setningar eins og: „Ég dró þetta því ég vildi ekki horfast í augu við það að ég er orðinn aumingi." „Ég vildi ekki viðurkenna þetta fyrir sjálfum mér.“ Af hverju er svona neikvæð ímynd á orðinu „öryrki"? Er það vegna þess að í dag má segja að þeir sem þurfa að lifa á örorkubótum einum saman séu dæmdir til að lifa við fátækt? Það er útbreidd skoðun hér á landi að þeir sem ekki geta einhverra hluta vegna brauðfætt sig með eigin vinnu- framlagi fái „örorkubætur" og sé það á kostnað þeirra sem „vinna“. Marg- ir stjórnmálamenn ýta undir þetta og jafnvel hefur maður heyrt þær full- yrðingar að bætur mættu ekki vera hærri, því það þyrfti að þvinga þessa letingja til að bjarga sér sjálfir. Það þarf að útrýma slíkum skoð- unum og sjá til þess að einstaklingar og fjölskyldur, vegna heilsubrests eða annarra atvika, líði ekki íyrir það ævilangt að vera „öryrki". Éf nátt- úruhamfarir ganga yfir eitthvert bæjarfélag og fólk missir heimili sitt og atvinnu þá kemur samfélagið til hjálpar og er það vel. Ef maður lendir í slysi eða veikist er oft á tíðum eins og samfélagið hafni honum og hann þarf að berjast fyrir rétti sínum auk afleiðingai’ slyssins eða sjúkdómsins. Oft endar þetta með algjöi-um eignamissi og því að einstaklingurinn situr eftir einn og þar að auki „ör- yrki“. Breyta þarf lögum um almanna- tryggingar þannig að þeir sem fá þaðan greiðslur hafi það ekki á til- finningunni að þeir séu að þiggja ölmusu, heldur sé til staðar almanna- tryggingakerfi sem hjálpi þeim áfram í lífinu með fullri reisn. JÓHANNESÞÓR GUÐBJARTSSON, framkvæmdastj óri. Ég er ekki viss, Kalli.. Það eina sem Ég gerði mér enga grein íyrir því að Það fer eftir niðurlaginu.. mig langaði var að líta vel út á hárkollan ylli svo miklu fjaðrafoki.. Það bekkjarmyndinni er margt skrýtið í kýrhausnum, finnst þér ekki? V Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.