Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 Þolanleg þátttaka hefir verið í haust hjá bridsfélögunum á Suður- nesjum sem spila í eigin húsnæði á Mánagrund við gamla Sandgerð- isveginn. Hér takast á annars vegar Karl Einarsson og Björn Dúason en andstæðingarnir eru Þröstur Þorláksson og Heiðar Sigurjónsson. MORGUNBLAÐIÐ I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir HINN 2. septemeber sl. kviknaði í íbúðarhúsinu á Skriðulapdi í Arnarnes- hreppi. I skólabyrjun voru fjögur börn heimilislaus og fatalaus. Efndi þá Möðru- vallaprestakall, velunnarar og vinir íbúanna á Skriðu- landi til söfnunar fyrir fólk- ið. Fyiirtæki, verslanir og einstaklingar bragðust fljótt og vel við því kalli og fyrir það skal nú þakkað. Það er stórkostlegt að flnna samheldni og hjálpsemi þegar fólk á um sárt að binda og lendir í áfollum. Um leið og ég þakka öllum þeim sem hafa styrkt söfn- unina vil ég minna á reiknis- númerið, en því verður bráðlega lokað. Það er Landsbankinn á Akureyri 164-26-3300. F.h. Möðruvallapresta- kalls, Solveig Lára Guðmundsdóttir. Engin þýsk knattspyrna MER til sárravonbrigðalas ég í Morgunblaðinu 5. októ- ber sl. að Rikissjónvarpið væri hætt að sýna frá þýskri knattspyrnu á laug- ardögum, til þess að spara, vegna mikils kostnaðar í sambandi við beinar út- sendingar frá Evrópu- keppninni í knattspyrnu og Ólympíuleikunum. Eg er satt að segja vantrúuð á þessa skýringu. Er það ekki frekar vegna stöðugra kvartana sápuóperuunn- enda og fréttafíkla, sem fínna fyrir fráhvarfsein- kennum þegar fréttum seinkar. Rök þeirra eru að þeir eru neyddir að greiða afnotagjaldið og þar með ávinna þeir sér rétt til að fara fram á ákveðna dag- skrá eftir þeirra smekk. Hingað til hef ég álitið að Ríkissjónvarpið eigi að sinna öllum áhugahópum jafnt. Ég til dæmis borga líka afnotagjaldið eins og hinir. Ég er gömul kona, að verða áttræð, og mitt yndi er íþróttaþættir og þó sér- staklega handbolti og knattspyrna. Að horfa á Dallasþætti og aðrar sápu- óperur fínnst mér tímasó- un, samt hef ég aldrei am- ast við þeim, því smekkur fólks er misjafn. Viku til- hlökkun til laugardagsins er nú víst úr sögunni hjá mér. Við státum okkur hér á landi af miklu lýðræði, en túlkum hana oft þannig að meirihlutinn megi troða á minnihlutanum. Með þökk fyrir birtinguna Edith Jónsson, Hörðalandi 4 Rvík. Kvíðum j ólunum VIÐ aldraðir og öryrkjar erum farin að kvíða fyrir jólunum, þvi við höfum ekki efni á að halda jól. Við höf- um ekki efni á kaupa í mat- inn. Við erum í basli með að draga fram lífið frá degi til dags og erum svefnvana um nætur af áhyggjum. Kvíð- inn er að drepa fólkið. Þetta er algjört einræði. Hvar er góðærið? Ellilífeyrisþegi. Slæm þjónusta ÉG fór í verslunina Tékk- Kristal til þess að athuga með lampa. Ég sá þarna lampa sem mér leist vel á og keypti hann. Lampann ætl- aði ég að nota við spegil sem er frekar sérstakur. Mér var sagt að það væri 30 daga skilafrestur. Lampinn passaði ekki svo ég sendi dóttur mína, samdægurs, til þess að skila honum en þá var það ekki hægt. Ég gat hins vegar fengið lampann lánaðan heim en ekki fengið hann endurgreiddan. Mér finnst þetta slæm þjónusta. 140232-5219. Tapad/fundið Hliðarg-allataska með pallíettum tapaðist FREKAR lítil hliðargalla- taska með pallíettumunstri framan á tapaðist fyrir stuttu. í töskunni var dökk- blár hlýraballettbolur frá Listdansskóla Islands, bleiklitaðar sokkabuxur, svartar djassballetbuxur, hvítir tau ballettskór og svartur trefill með rauðum jarðaberjum fóstum á. Taskan hefur sennilega tap- ast frá Listdansskólanum niður í miðbæ og upp á Fjölnisveg. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 552- 2515 eða 561-1355. Fundar- laun. Handpijónað teppi tapaðist DÖKKGULT handprjónað teppi tapaðist í eða fyrir ut- an Pennann í Lækjargötu í Hafnarfirði í byrjun sept- ember. Upplýsingar í síma 896-1889 eða 565-0886. Fundarlaun. Svart vasadiskó tapaðist SVART vasadiskó og blá heyrnartæki töpuðust á Leikskólanum Grænuborg við Eiríksgötu laugardag- inn 23.september sl. Finn- andi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 861- 6756. Lyklar töpuðust TVEIR lyklar, bíllykill og húslykill á brúnni leður- kippu töpuðust úti á Grandagarði 25. september sl. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband við Erling í síma 550-1054. Lítill grænn páfagaukur fannst LÍTILL, sætur grænn páfagaukur flaug inn um glugga neðst á Skólavörðu- stíg föstudaginn 6. október sl. Upplýsingar í síma 553- 3026 eða 861-6861. SKAK llmsjóii Helgi Áss Grétarsson AÐ flestra mati man Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistari, sinn fífil fegurri. Á síðustu árum hefur þessi sigursæli skákmaður varla unnið eitt einasta skákmót enda hefur taflmennskan ekki boðið upp á slíkt. Fyrir skömmu lauk minningar- móti Najdorfs í Buen- os Aires þar sem hann var á meðal þátttak- enda og varð hann að láta sér lynda fjórða sætið eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir argentíska stór- meistaranum Pablo Ricardi í síðustu um- ferð. Staðan kom upp í mótinu á milli Karp- ovs (2699), svart, og Diego Flores (2358). 42...Hxf2+! og hvítur gafst upp enda fellur Svartur á leik. drottningin í 43.Dxí2 Hd2. valinn eftir Víkverji skrifar... BRIDS IJ m s j « n A r n 6 r G. It a g n a r s s o n íslandsmót í einmenningi Islandsmótið í einmenningi 2000 verður spilað í Þönglabakkanum 13.-14. október nk. Mótið hefst kl. 19 á föstudagskvöld og lýkur um kl. 20 á laugardagskvöld. Spilað er eftir mjög einföldu standard-kerfí. Kerfiskort eru send út til þeirra sem þess óska. Þátttökugjald er kr. 2.500. Keppnis- stjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. -íSkráning er hafin í s. 587 9360 eða bridge@bridge.is Reykjanesmót í tvímenningi Reykjanesmót í tvímenningi verð- ur haldið 21. okt. nk. í húsi bridsfé- laganna á Suðurnesjum við Sand- gerðisveg og hefst spilamennskan kl. 10.30. Spilað er um silfurstig og er keppnisgjald 4.000 krónur á parið. Sigurvegararnir eiga rétt á að spila í úrslitakeppni Islandsmótsins í tví- menningi sem fram fer 11.-12. nóv- ember nk. Tilkynna þarf þátttöku til Kjart- ans í síma 421-2287 eða Óla Þórs í síma 421-4741. Bridsfélag Suðurnesja Þijár fyrstu umferðirnar í sveita- rokki 2000 voru spilaðar mánudag- inn 2. október. Kjartan og Óli Þór tóku strax forystu með fullu húsi í fyrstu 2 umferðunum. Staðan er núna sem hér segir. KjartanÓlason-ÓliÞórKjartanss. 63 Þröstur Þorlákss. - Heiðar Sigurjónss. 53 Kristján Kristjánss. - Garðar Garðarss. 53 Randver Ragnarss. - Jón Bjami 52 &rl G. Karlss. - Gunnl. Sævarss. 52 Næsta mánudag verður reynt að spila 4 umferðir og eru spilarar beðnii' að mæta 19.20. Bridsdeild Félags eldri borg- ara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ, fimmtudaginn 28. september, 24 pör. Meðalskor 216. Árangur N-S: Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 265 Eysteinn Einarsson - Kristján Ölafsson 237 Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lúthersson 235 Árangur A-V: Þórarinn Amason - Fróði B. Pálsson 270 Hannes Ingibergss - Albet Þorsteinss. 257 Haukur Guðmundss. - Öm Sigfúss. 246 .Tvímenningskeppni spiluð mán- ud. 2. október. 22 pör. Meðalskor 216_stig. Árangur N-S: Jón Stefánsson - Sæmundur Björnsson 264 Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lúthersson 258 Júlíus Guðmundss. - Rafn Rristjánss. 237 Árangur A-V: Sigtryggur Ellertss. - Olíver Kristófss. 260 SigurðurPálsson-BjömE.Pétursson 248 Þórarinn Amason - Fróði B. Pálsson 248 Bridgefélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar - jÞriðjudagskvöldið 3.10. var spil- aður tvímenningur hjá BRE með þátttöku 10 para og voru spiluð 3 spil á milli para. Úrslit urðu á þessa leið: Bjami Kristjánss. -Jónas Jónss. 122 Ragna Hreinsd. - Sigurður Freyss. 119 Magnús Bjarnas. - Búi Þór Birgiss. 117 Þorbergur Haukss. - Árni Guðmundss. 112 Bridsfélag Hreyfils Mánudaginn 2. okt. var spilaður tvímenningur þar sem tvö bestu kvöld af þremur telja. Lokastaðan fyrir síðasta kvöldið var þessi: Rúnar Gunnarss. - Þorsteinn Joensen 271 Sigurður Ólafss. - Flosi Ólafss. 251 HeimirTryggvas.-ÁmiMárBjömss. 251 Ragnar Björnss. - Daníel Halldórss.251 Óskar Sigurðss. - Sigurður Steingrímss.248 Gísli Steingrímss. - Sveinn R. Þorvaldss240 16. okt. byrjar aðalsveitakeppni fé- lagsins og er þegar byrjað að skrá sveitir. Gullsmárabrids Tvímenningur var spilaður á tíu borðum hjá Bridsdeild FEBK í Gullsmára fimmtudaginn 5. október sl. Beztum árangri náðu: NS Sigurpáll Árnas. - Sigurður Gunnl.s. 206 Kristinn Guðmundss. - Karl Gunnarss. 188 Bjami Guðm.ss. - Auðunn Bergsveinss. 185 AV Dóra Friðleifsd. - Guðjón Ottóss. 234 Sigurður Jóhannss.-KristjánGuðm.s 188 Sigurður Halldórss. - Sigurjón Sigurj.s. 186 Tvímenningur mánudaginn 9. okt. Sveitarkeppni fimmtudaginn 12. okt. Mæting kl. 12.45 báða dagana. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 5. október var þriðja og síðasta kvöld hausttví- mennings B.K. Meðaiskor kvöldsins var 168. Helstu skor kvöldsins voru : A/V Jón St. Ingólfss. - Guðlaugur Bessas. 206 Ami M. Björnss. - Heimir Þ. Tryggvas. 198 Sigurður Sigurjónss. - Ragnar Bjömss. 190 N/S Ragnar Jónsson -Georg Sverrisson 215 Þórður Björnsson - Bemódus Kristinss. 200 Guðmundur Grétarss. - Þorsteinn Berg 166 Lokastaða hausttvímenningsins er þessi: Ragnar J ónsson - Georg Sverrisson 563 Jón St. Ingólfss. - Guðlaugur Bessas. 560 AmiM. Björnss.-HeimirÞ.Tryggvas. 541 Sigurður Sigurjónss. - Ragnar Björnss. 539 Fimmtudaginn 12. október hefst hraðsveitarkeppni félagsins, allir spilarar eru hvattir til að mæta. Stökum pörum og spilurum verður hjálpað við að mynda sveitir. Spilað er í Þinghól við Álfhólsveg. Spila- mennska hefst kl. 19.45. Bridsfélag Reykjavíkur Þriðjudaginn 3. október var spilað 2. kvöldið í 3ja kvölda Haust- monradbarómeter tvímennings- keppni. Spilaðar eru 6 umferðir hvert kvöld og eru veitt rauðvíns- verðlaun fyrir hæsta skor hvers kvölds og síðan fyrir 3 efstu sætin í lokin. Staðan eftir 2. kvöld af 3: HrólfurHjaltason-OddurHjaltason 143 Snorri Karlsson - Karl Sigurhjartarson 118 Páll Bergsson - Hjalti Elíasson 112 ÓmarOlgeirsson-ísakÖmSigurðsson 99 Gylfi Baldursson - Steinberg Ríkarðsson 99 Jacqui McGreal - Hermann Lárusson 95 Birkir Jónsson - Jón Sigurbjömsson 74 Hæsta skor kvöldsins náðu: Ómar Olgeirsson - ísak Öm Sigurðsson 105 Gylfi Baldurss. - Steinberg Ríkarðss 100 Guðm. A. Grétarss - Rúnar Gunnarss. 87 Gísli Steingrímsss - Sveinn R. Þorvaldss. 76 Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason 64 Þriðjudaginn 10. október er síð- asta spilakvöldið í Haust-monrad- barómeter félagsins og næsta keppni sem byrjar 17. október er Þriggja kvölda Board-A-Match sveitakeppni. FRÁ því hefur verið skýrt að unn- ið sé að ritun ævisögu Stephans G. Stephanssonar, Klettafjalla- skáldsins sem svo er oft nefnt. Stephan G. er sem kunnugt er mesta skáld af íslensku bergi brotið sem lif- að hefur og ort í Ameríku en þangað flutti það um tvítugt. Ritun ævisögu Stephans G. er þarft verk og verður útkoma bókar- innar bókmenntaviðburður. Það vakti því athygli Víkverja að greint var frá máiinu á forsíðu viðskipta- blaðs Morgunblaðsins en ekki menn- ingarsíðum. Við nánari athugun kom fljótt í ljós að ástæðan var sú að at- vinnufyrirtæki höfðu tekið að sér að kosta verkefnið í samvinnu við fræð- istofnanir. Fram kom að þetta fyrir- komulag væri nýjung hér á landi. Verður að telja þetta ánægjuleg tíð- indi og er vonandi að fleiri fyrirtæki taki sig til og vinni skipulega að sam- bærilegum verkum, því verkefnin eru næg. Stefnt er að því að ævisagan komi út á 150 ára afmæli skáldsins, 3. október árið 2003. Er það vel við hæfi. xxx STEPHAN G. Stephansson var Skagfirðingur og margir þar um slóðir hafa mikinn áhuga á einstak- lega áhugaverðri ævi skáldsins og mögnuðum verkum. Stephan G. fæddist á Kirkjuhóli, skammt frá Víðimýri í Skagafirði og á Arnar- stapa sem er á austurbrún Vatns- skarðs er minnisvarði Ríkarðs Jóns- sonar um hann. Arnarstapi er rétt við þjóðveginn og þaðan er góð útsýn yfir megin- hluta Skagafjarðar. Stoppa margir ferðamenn þar. Þegar ekið er fram hjá á sumrin má næstum bóka að þar séu einhverjir staddir. Minnisvarðinn stendur fyrir sínu. Þó hefur komið upp sú hugmynd að nýta betur þennan stað til að heiðra minningu skáldsins og um leið að veita ferðafólki innsýn í héraðið og það sem það hefur upp á að bjóða. Það yrði að gera með því að koma upp einhverju afdrepi fyrir ferða- fólk. Áhugamaður hefur orðað þessa hugmynd við ýmsa aðila en fengið lítið annað en úrtölur. Víkverji hefur áhuga á hugmyndinni og vonast til að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu, sveitarfélagið Skagafjörður, menn- ingarstofnanir og atvinnufyrirtæki taki nú höndum saman og skoði mál- ið fyrir alvöru, með það í huga að taka þessa aðstöðu í notkun á 150 ára afmæli Stepans G. Stephanssonar eftir þrjú ár. xxx VÍKVERJI var staddur í flug- stöðinni á Reykjavíkurflugvelli eldsnemma á þriðjudagsmorgun þegar hann las frásögn af erfiðleik- um ATR-flugvélar á leið frá Vest- mannaeyjum. Víkverji var að fara til Akureyrar og leið ekkert of vel þótt hann reiknaði með _að vera á leiðinni inn í Fokker-vél. Áhyggjurnar juk- ust þó þegar honum var stefnt inn í ATR-vél og enn meira þegar í ljós kom að það var sama vélin og drap á hreyfli á leiðinni frá Vestmannaeyj- um kvöldið áður. Víkverji og sessu- nautur hans reyndu að sannfæra sig um að búið væri að leysa málið, ann- ars sætu þau ekki þarna. En þá versnaði í málinu, farþegarnir voru beðnir um að yfirgefa vélina af því að startari á öðrum hreyflinum hafði bilað og það yi'ði einhver seinkun á brottför meðan flugvirkjar gerðu við hann. Var þetta ekki einmitt það sama og farþegarnir frá Vestmanna- eyjum upplifðu? Um klukkustund síðar var haldið til Akureyrar með sömu vél. Það er sama hvað forráðamenn flugfélaganna segja, þetta er ekki einleikið, greinilegt er að eitthvað hefur verið að í viðhaldi eða eftirliti með þessarivél. Víkverji hefur alltaf notiðjþess að fljúga með ATR-flugvélum Islands- flugs og þótt þær alls ekki veni kost- ur en Fokker 50 hjá Flugfélaginu. Hann verður þó að viðurkenna hnút í maganum alla þessa tilteknu flug- ferð og lái honum það hver sem vill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.