Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLABIÐ__________________ ÍDAG BRIDS Hmsjón Giiðmiinilur l'áll Arnarson ,,VIÐ höfum ekki ennþá tapað keppni saman á ferlinum," sagði Gylfi Baldursson um árangur þeirra Arnar Ai’nþórsson- ar, en Gylfi og Örn unnu á Minningarmótinu um Einar Þorfinnsson, sem fór fram á laugardaginn í Bridshöllinni í Þöngla- bakka. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Gylfi og Örn spila saman. „Þetta var alveg dúndrandi loðnuvertíð,“ sagði Gylfi og dró upp þetta spil til skýringar: Norður gefur; NS á hættu. NorOur * 4108 v AD8 ♦ K9854 * D6 Vestur Austur * K54 * 973 v K73 v G642 ♦ 876 ♦ — * Á754 + KG10932 Suður * DG62 » 1095 ♦ DG1032 + 8 Örn og Gylfi voru í NS, en í AV voru ísak Örn Sigurðsson og Ómar 01- geirsson: Yestur Norður Austur Suður Gylfí ísak Órn 1 grand 2 lauf* 2 tíglar Dobl** Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu 3 grönd Pass Pass Dobl 4 tíglar Pass Pass Dobl Allir pass * Lauf og annar litur! ** Eitthvað dálítið af spilum. Loðnan fór að sýna sig þegar ísak kom inn á sagnvenju Marty Berg- ens, D.O.N.T. (Disturbing Opponents No Trump) með svolítið óveniulega tvílita hönd. Dobl Omars var órætt, en skilið sem beiðni til makkers um að melda hinn litinn sinn, sem Isak gerði samvisku- samlega. Omar lyfti í þrjú björtu, en þá þótti Gylfa sem hann hefði passað nógu oft og prófaði þrjú grönd. Ekki fékk hann frið þar og flúði í fjóra tígla, sem Ómar doblaði líka. .. Utspilið var hjarta og Orn svínaði drottningunni °g fór í trompið. Síðan svínaði hann fyrir spaða- kóng og henti einu hjarta niður í fjórða spaðann: 11 slagir og 910 fyrir spilið. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingnm og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- H00, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @- mbhis. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavfk Arnað heilla n K ÁRA afmæli. í dag I tJ þriðjudaginn 10. október verður sjötíu og fimm ára Baldvina Guð- laugsdóttir, Hjarðarslóð 2c, Dalvík. Hún verður að heiman í dag. fT /"kÁRA afmæli. t} V/ Fimmtug er í dag, þriðjudaginn 10. október, Þórdís Sölvadóttir. Hún og börn hennar taka á móti gestum laugai’daginn 14. október á A. Hansen frá kl. 21. Hlutavelta Þessir duglegu strákar söfnuðu 1.654 kr. til styrktar Rauða krossi Islands. Þeir heita Páll Emil Emilsson og Þorgrímur Kári Emilsson. Meö morgunkaffinu str- 236 því að þessi eru helmingi ódýrari en hin? Við ætlum bara að fá að skoða trúlofunarhringa. Auminginn litli. ALLT hans líf er eitt langt bað. UOÐABROT GEFÐU MER, JORÐ Gefðu mér, jörð, einn grænan hvamm, glitrandi af dögg og sól, að lauga hug minn af hrolli þeim, sem heiftúð mannanna ól. Gefðu mér lind og lítinn fugl, sem Ijóðar um drottins frið, á meðan sólin á morgni rís við mjúklátan elfarnið. Kyrrlátan dal með reyr ogrunn, rætur og mold og sand, sólheita steina, - ber og barr, - blessað, ósnortið land. Þar vil ég gista geislum hjá, gefa mig himni og sól, gleyma, hve þessi góða jörð margt grimmt og flárátt ól. Unn ur Benediktsdóttir Bjarklind (Hulda). STJÖRJVUSPA eflir Frances Drakc VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert fágaður í framkom u og tiifinningaríkw og tekur fullnærri þér margt sem við þigersagt. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú skalt ekki vera vonsvik- inn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Lærðu bara af reynslunni og láttu það ekki gerast aftur. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ert í toppformi bæði and- lega og líkamlega og vekur almenna athygli. Nú væri upplagt að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) Krt Þú ert í rómantískum hug- leiðum og ættir að gera þér glaðan dag með ástvini þín- um. Vertu svolítið frumlegur í þetta sinnið. Krabbi (21.júní-22.júlí) Gefstu ekki upp á því að leggja góðum málstað lið þótt baráttan sé hörð og þér finnist lítið miða áfram. Með lagni og léttri lund hefst þetta allt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Hlutirnir ganga oft betur og hraðar fyrir sig ef þú reynir að verja þig fyrir umhverf- inu. Blandaðu þér því ekki í vandamál annarra að óþörfu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) mmL Viljirðu búa við áframhald- andi velgengni máttu í engu slaka á. Gættu þess bara að halda utan um þína nánustu eins og þeir gera um þig. Vog m (23.sept.-22.okt.) Ekki er allt sem sýnist og það er þitt verk að komast að hinu sanna. Gættu þess bara að láta ekkert koma þér á óvart í leit þinni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Hlustaðu á þær raddir sem vilja leiðbeina þér og gefa góð ráð, því þær tala af reynslu. Efldu trúarlíf þitt og leitaðu svara við spurn- ingum þínum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Eitthvað fer illa fyrir brjóst- ið á þér og þú þarft að halda sjálfsstjórn. Mundu að hlut- irnir gerast ekki sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim. Steingeit (22. des. -19. janúar) /K Vertu kátur því þú mátt eiga von á því að eitthvað nýtt og framandi skjóti upp kollin- um í lífi þínu. Einnig færðu óvænta heimsókn í kvöld. Vatnsberi (20.jan.-18.febr.) WB8 Þú munt sjá að þú átt margt sameiginlegt með sam- starfsfélögum þínum og skalt taka af skarið og stefna að því að þið getið átt stund saman. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er kominn tími til að bregða á leik og þú ert til í slaginn. Gefðu þér líka tíma til að vera með fjölskyldunni og rifja upp gamlar minning- ar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 71 ÖNDUNAR- ÖRYGGIS- GRÍMUR HJÁLMAR a Ísa&gSljg', ve'ívýsf- * (JÍP|^) f* , ' "iZif&’xskiítÍr ÁRVÍK ÁRVÍK ARMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Pantaðu jólamyndatökuna tímanlega Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 Nýjar haustvörur Mikið úrval Hiá Svönu Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 & lau. frá kl. 10-14. i 7, Garðabæ, sími 565 9996. -A Landlæknisembættið Að lifa með astma Astmi er algengur sjúkdómur og reynist alvarlegur þegar meðferð er ófullnægjandi. Helstu einkenni astma eru mæði, surg fyrir brjósti og hósti. Þau geta komið í köstum jafnvel að næturlagi. Leitaðu læknis ef þú verður þeirra var. • Forðist reykingar og hvers kyns mengun. • Forðist þekkta ofnæmisvalda og kynntu þér hvar rykmaurar leynast á þínu heimili. • Farðu gætilega eftir öndunarfærasýkingar því astmaköst koma þá gjarnan í kjölfarið. • Farðu árlega í inflúensubólusetningu. • Kynntu þér rétta notkun innúðalyfja og láttu meta árangur þinn þar að lútandi. Regluleg mæling öndunargetu metur best árangur astmameðferðar. Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.