Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 73 «1 MYNDBÖND Þjóðarsál Ungverja- lands Sólskin (Sunshine) D r a m a ★★★% Leikstjóri: István Szabo. Handrit: István Szabo og Israel Horowitz. Aðalhlutverk: Ralph Fiennes, Rosemary Harris, Jennifer Ehle, Deborah Kara Unger, William Hurt. (170 mín) Kandada. Mynd- form, 1999. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. ISTVÁN Szabo er einn fremsti leikstjóri sem Ungverjar hafa sent frá sér og myndir eins og Mephisto og Colonel Redl eru sígild lista- verk. Szabo legg- ur mikið á leikara sína og tæknifólk og er nánast und- antekningarlaust að listamennimir sýni á sér sínar bestu hliðar í myndum hans. Sólskin segir frá þremur ættliðum gyðingafjölskyld- unnar Sonnenschein (allir snilldar- lega leiknir af Ralph Fiennes) sem býr í Ungverjalandi. Fjölskyldan rís upp úr fátækt og verður auðug og valdamikil á tímum fyrri heims- styrjaldarinnar. Fyrst leikur Fiennes dómara sem er hliðhollur keisaranum og vill ekki heyra um byltingu gegn honum. Til þess að ná frama í starfi sínu verður hann að breyta eftirnafni sínu í Sors. Fórnin sem sonur hans þarf að færa er að breyta um trú, en það gerir hann til að styrkja feril sinn í skylmingum með landsliðinu. Eftir seinni heimsstyrjöldinna verður sonur skylmingakappans að einum af forvígismönnum kommúnismans °g gyðingar eru litnir hornauga þar, hann eins og yfirmenn feðra hans reynir að innlima gyðinga í hið ríkjandi samfélag. Þetta er sannkölluð stórmynd og inniheldur frábæran leik, myndatöku (Lajos Koltai) og tónlist (Maurice Jarre). Sögumaður myndarinnar, þriðji ættliðurinn, leiðir okkur um dramatík myndarinnar en maður hefur það á tilfinningunni að myndavélin sýni meira heldur en hann veit. Myndin hefur að geyma gífurlega óhugnanlegt atriði sem viðkvæmar sálir og börn ættu að varast að horfa á en það á sér stað í fangabúðunum. Ottó Geir Borg VISA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Leikurum og aðstandendum sýningarinnar var klappað lof í lófa að lokinni sýningu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson María Reynisdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir. Ragnhildur Gísladóttir, Ágúst Guðmundsson, Þórunn Sigurðardóttir og Vigdís Pálsdóttir. Hallgrímur Helgason, Katrín Hall, forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dalla Ólafsdóttir, dóttir hans. Konungleg frumsýning ÖNNUR frumsýning nýhafins leikárs í Borgarleikhúsinu var haldin á fóstudaginn þegar Lér konungur steig fram á íslenskt leiksvið í annað sinnið. Verkið er einn af myrkustu harmleikjum Williams Shakespeares og var fyrst sett upp hér á landi árið 1977 og vakti þá mikið umtal og deilur enda efniviðurinn ætíð jafn krassandi, sama á hvaða tíma hann er borinn á borð. Að þessu sinni er það nýráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins, Guðjón Petersen, sem færir Lé konung á svið og stýrir leikurum en þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir Shake- speare er sett upp í Borgar- leikhúsinu. Guðjón hefur marg- sýnt að hann er djarfur leikstjóri en hann virðist hafa sérstakt dá- Iæti á að takast á við ögrandi og sigild verk. Því þarf það vart að koma á óvart að Guðjón skuli nú gli'ma við Lé konung en til gam- ans má geta að hann kynntist verkinu vel þegar það var sýnt árið 1977 en þar var hinn þá ný- útskrifaði leikari einn statista. Lér konungur er mikið og magnað verk sem reynir mjög á frammistöðu leikaranna. Ekki var annað að sjá á viðbrögðum frumsýningargesta en að leikar- arnir hefðu skilað sínu með prýði. Pétri Einarssyni, sem leik- ur sjálfan Lé konung, og öðrum leikurum var fagnað ákaft í lok sýningar sem og Guðjóni og sam- starfsfólki hans baksviðs, er þau gengu upp á svið og þökkuðu móttökurnar. ORKUMJÓLK EIMGbNGU NÁTTÖRULEG NíRINGáR-OG BtTSEFN! Uppistaöan í Orkumjólk er léttmjólk. Hún inniheldur ríflega dagskammt af B12-vítamíni, þriðjung af ráölögðum dagskammti af B2- og D-vítamíni og helming af ráðlögðum •$•>>— dagskammti af kalki. W Framtíðin 1 byrjar núna I Frjáls lífeyrissparnaður Samlífs er einföld og hagkvæm leið til fjárhagslegs öryggis. Nýttu þér aukinn rétt til sparnaðar # * Haust- vetrarli „SENS/ TWISU eru kor verslah . W Kynning verður í dag BjjÉ; frá kl. 12 og á morgtm miðvíkudag. Glæsileg Versace snyrtitaska f>jgir kaupum á tv'eimur hhitum í línunni. rtivóui versjfj Vertu velkomin 'Áusturstraeú ' SÍMI 551 4033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.