Alþýðublaðið - 15.01.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.01.1921, Blaðsíða 1
ublaðið Ctefld tlt of A.lþýði*flolslfflaiaims 1921 Laugardaginn 15 janúar. 11. tölubl. Skömtunin stjórnin og ?> Tíminn". Eftir Ingimar Jónsson cand theol, (Niðurl.) [í gær féll út verð á haframjöli kr. 1,20 pr. kg. og kartöfium kr. 0,50 pr. kg.J Til þess að menn geti nú fijófr lega séð hvað dýrast er og hvað ódýrast, vil ég setja hér ofuriitla töflu sem sýnir hvað fæst fyrir 1 kr. af hverri þessara vörutegunda; Ef keypt er fyrir 1 kr. rúgbraað fást ca 3300 hitae. haframjöl — — 3150 — hveiti — — 2300 — sykur — — 1900 — lcariöflur — — 1800 — þorskur — — 1300 — kjöt — — 900 — nýmjólk — — 650 — Af þessu sézt að rúgbrauð og haframjölsgrautur eru ódýrustu fæðutegundirnar, enda eru þær aðalfæða margra manna ásamt fiski. JEn nœstar i röðinni koma einmitt hveiti og syhur. Og mér er spurn: Hvaða ódýrar innlendar fæðutegundir vill Lauiásbóndinn láta okkur eta, í stað þessarar Ætli það séu ekki helzt landbún- aðarafurðirnar mjólk og kf'ót? „Tíminn" er hvort sem er „bænda- blað". En nú vill svo illa til að þær eru einmitt hagdýrastar. Kjöt er t. d. meira en tvöfalt dýrara en nokkurntíma sykurinn, og mjólk því nær þrefalt dýrari. Mikil er' búmenskan fyrir okkar höndl Og eg sé ekki, að það bæti afkomu landsins út á við að eta hér dýra vöru í stað þess að selja hana til útlanda og kaupa aðra ódýrari f staðinn. Nema þá að svo sé, að Sláturféfagið selji kjöt- ið miklu dýrara hér en fæst fyrir það erlendis, og þvi sé rangt reiknað hjá mér. En því vil eg ekki trúa. Af þessu er auðsætt að innan lands sparast lítið eða alls ekki neitt við skömtunina. Og í við- skiftum við útlönd sparast ekki heldur nema síður sé, ef etin er dýrari fæða, þótt innlend sé. Þar við bætist lika að einmitt vegna skömtunarinnar var keypt miklu nteira af þessum vörum fyrir ára. mótin en annars hefði verið. Þann- ig er bundið fé að óþörfu og á versta tíma. Eini verulegi árang urinn af skömtuninni sem eg til veit er sá, að heildsali, sem fékk heilan farm af dýrum sykri í haust nokkru eftir að þetta var augiyst, er nú búinn að selja hanri allan, en annars hefði hann ekki getað selt nema Iítið, þar eð ailir vildu fegnir biða þegar verðið var að lækka. Nú hefði hann orðið að selja hann með tapi. Skömtunin var góð fyrir hann, en hversu góð fyrir almenning? Skðmtnnin er óréttmæt. Með þessu þykist eg þá hafa sýnt, að hveiti- og sykurskömtun- in uppfyllir ekki þau skilyrði, sem alment þarf fyrir því, að skömtun sé réttmæt. Hún er því óréttmæt og óverjandi og væri bezt sem fyrst afnumin, nema stjórnin hafi einhverjar fleiri og enn þá alvar» legri ástæður en hdn hefir enn þorað að láta uppi. En sé svo, þá átti hún að gera skömtunina betur úr garði, byrja á því sem óþarfara var, og framkvæma af meira viti. Eftir því, sem fyrir liggur, er ekki hægt að álykta öðruvísi en svo, að skömtunin sé „húmbúg", glappaskot, sem stjórnin gerir til þess, að reyna að bæta úr og breiða yfir önnur miklu stærri og verri glappaskot, fjármálaglappa- skotin, sem allri bölvuninni valda. Frá Irlandi. Khöfn, 13. jan. Frá London er símað að lög- reglan brezka hafi uppgötvað hvar Valera heldur sig, en að hann verði ekki tekinn höndum ef hann ekki tali á opinberum fundum. íí 1. Khöfn, 13. jan. Frá Paris er símað, að þjóð- þingið hafi með 463 atkvæðum gegn 125 hafnað tillögu Leygues forsætisráðherra, um að fresta um- ræðum um þrjár fyrirspurnir til stjórnarinnar, um fjármálapólitík stjórnarinnar, um afvopnun Þýska- lands, og um hina aimennu póli- tík stjórnarinnar. Að afstaðinni þessari atkvæða- greiðslu bað ráðuneytið um lausn. Ameríka kveður þjóðabandalagid! Khöfn, 13. jan Frá París er símað að sendi- herraráðstefna Bandamanna hafi haldið fund á miðvikudaginn, og hafi Bandarfki Ameriku þá sagt sig frá Þjóðabandalaginu, enda hafi þing þeirra ekki ennþá stað- fest Versala friðarsamninginn, Til E. Kvarans. Eiturplanta f akri Ðrottius er 'ann Kvaran, aldrei trúr á verði var 'ann, vonda Satans merkið bar 'ann. Einar Jockumsson, messías íslands,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.