Morgunblaðið - 12.10.2000, Side 2

Morgunblaðið - 12.10.2000, Side 2
2 C FIMMTUDAGUR12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI s Forseti Islands við opnun Agora,alþjóðlegrar fagsýningar þekkingariðnaðarins Hagkerfí fram- tíðarinnar kom- ið til íslands FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir að Agora, alþjóð- leg fagsýning þekkingariðnaðarins, taki af öll tvímæli um að hagkerfi framtíðarinnar hafi hafið innreið sína hjá Islendingum. Þetta kom fram í ávarpi Ólafs Ragnars við upphaf sýningarinnar í Laugardalshöllinni í gær. „Það þUrfti kannski ungt fólk með ferska og djarfa hugsun að ákveða að sýna okkur hinum hvernig hagkerfi framtíðarinnar gæti litið út. Fyrir það frumkvæði vil ég sérstaklega þakka hér í dag. Það er mikið rætt á alþjóðlegum vettvangi um hagkerfi framtíðar- innar og við veltum því stundum fyrir okkur hvort það hafi í raun og veru hafið innreið sína hjá okkur Islendingum. Sýningin sem hér er opnuð í dag tekur af öll tvímæli í þessum efnum. Hún markar svo sannarlega tímamót í atvinnusögu og menningu okkar íslendinga. í fyrsta sinn sem efnt er til alþjóð- legrar sýningar þekkingariðnaðar- ins á íslandi þar sem hugmyndirn- ar einar saman eru grundvöllur þess sem sýna skal. Hér í þessu húsi hefur um langt árabil verið efnt til glæsilegra sjávarútvegssýn- inga. Það er kannski táknrænt við þessi þáttaskil, með allri virðingu fyrir hinum öfluga og trausta sjáv- arútvegi okkar íslendinga að við skulum í dag fá að ganga um þessa alþjóðlegu þekkingarsýningu," að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar. Við opnun sýningarinnar afhenti Sæmundur Norðfjörð, einn skipu- leggjenda sýningarinnar, þremur 11 ára börnum viðurkenningar í ritgerðarsamkeppni sem efnt var til vegna Agora-sýningarinnar. Fyrstu verðlaun hlaut Kristján Eldjárn Hjörleifsson. Sigurður Ás- geir Árnaspn fékk önnur verðlaun og Ásdís Ólafsdóttir þriðju verð- laun. Agorasýningunni lýkur á föstu- dag en ákveðið hefur verið að hún verði haldin á tveggja ára fresti hér á íslandi. Storebrand og Orkla Einn forstjdri og þrír stjdrnarformenn hættir EFTIR átök undanfarnar vikur hafa þrír stjórnarformenn og einn forstjóri sagt af sér hjá norsku stórfyrirtækjunum Storebrand og Orkla. Síðast í fyrrakvöld varð ljóst að Jon R. Gundersen segði af sér stjórnarformennsku í Store- brand. Að mati sérfræðinga eiga fyrirtækin þó mikið verk fyrir höndum við að vinna traust hlut- hafa og almennings. Ástæða afsagnar Gundersen er m.a. að hann hafði ekki samráð við aðra stjórnarmenn þegar hann ákvað að Áge Korsvold, sem eins og kunnugt er hefur ságt af sér sem forstjóri Storebrand vegna ólöglegra viðskipta með hluta- bréfakauprétti í Storebrand, fengi að kaupa einbýlishús í eigu Stor- ebrand á verulega niðursettu verði. Við stjórnarformennsku í Storebrand tekur Leiv Nergaard fyrst um sinn. Korsvold hefur einnig sagt af sér stjórnarformennsku í Orkla en hann hafði einungis gegnt emb- ættinu í um 3 vikur. Hann tók við af Svein Ribe Anderssen sem gekk úr stjórn Orkla ásamt forstjóra fyrirtækisins Jens P. Heyerdahl sem hafði sætt mikilli gagnrýni, m.a. fyrir að halda nafni eiganda tæpra 10% hlutabréfa í Orkla leyndu. Hlutabréfin eru nú skráð á Deutsehe Bank og enn hefur ekki verið upplýst hver er raunveruleg- ur eigandi. Hlutverk Korsvolds átti að vera að upplýsa málið og koma á friði meðal hluthafa og stjórnarmanna. Talið er að nýr stjórnarformaður Orkla verði Finn Hvistendahl, fyrrverandi forstjóri Den norske Bank. Morgunblaðið/Júlíus Sæmundur Norðfjörö afhenti Krisljáni Eldjárn Hjörleifssyni viðurkenningu fyrir fyrsta sæti í ritgerðasamkeppni Agora. Ásdís Ólafsdóttir hlaut þriðju verðlaun. Afkomu- viðvörun frá Skinna- iðnaði hf. AFKOMA Skinnaiðnaðar hf á rekstrarárinu sem lauk 31. ágúst síð- astliðinn er lakari en vonir stóðu til og eru helstu ástæður þess að ekki náðust þau meðalverð sem stefnt var að vegna óhagstæðrar dreifingar sölu á markaði. Þá voru um 60% af tekjum félagsins í evru eða tengdum myntum. I tilkynningu til Verðbréfaþings segir að öll mokkaskinn séu seld eftir flatarmáli og á tímabilinu hafi meðal- stærð skinna verið minni en ráð var fyrir gert og hafi það áhrif á afkomu þar sem kostnaður við framleiðslu sé óbreyttur. Markmið um sölumagn hafi hins vegar náðst og markvisst sé nú unnið að því að ná aftur upp með- alstærð skinnanna ásamt því bæta nýtingu og auka framleiðni. Þá segir að kostnaður vegna ílutn- inga á verksmiðju félagsins hafi orð- ið nokkuð meiri en ráð var fyrir gert og ljóst að afskriftir verði hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá sé fjár- magnskostnaður mun meiri, einkum vegna óhagstæðrar verðbólgu- og gengisþróunar síðustu mánuði. Faxtæki • Innbyggður sími. • Sjálfvirkur deilir fax / sími. • Sfmsvara tengimöguleiki. • Prentar á A4 blöð. • 60 blaða pappírsbakki. •10 blaða sjálfvirkur frumritamatari. ESB samþykkir samruna AOL og Time Warner Ósló. Morgunblaðið. EINS og búist hafði verið við samþykktu samkeppnis- yfirvöld í Evrópu fyrirhug- aðan 125 milljarða dollara samruna stórfyrirtækjanna America Online og Time Warner í gær. Fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins setur þau skilyrði fyrir samrunanum að ÁOL slíti öll tengsl sín við þýska fjölmiðlafyrirtækið Bertels- mann, einn helsta keppinaut Time Warner, að því er fram kemur á CNN. ESB hefur leitast við að ná fram sam- komulagi sem miðar að því að fjölmiðlarisinn sem til verður við samrunann, nái ekki einokunarstöðu á mark- aðnum. Samstarf AOL og Bertels- mann hefur m.a. falist í sam- eiginlegu eignarhaldi á AOL Europe og AOL Compuser- ve France sem Vivendi er einnig eigandi að. Fyrirtæk- in tvö veita netþjónustu í Evrópu. í síðustu viku var hætt við samruna tónlistar- útgáfu Time Warner og breska útgáfufélagsins EMI og er sú ákvörðun talin eiga stóran þátt í að ESB sam- þykkti samruna Time Warn- er við AOL. Nú þegar framkvæmda- stjórn ESB hefur samþykkt samrunann, beinist athyglin aftur að samkeppnisyfirvöld- um í Bandaríkjunum sem enn eiga eftir að skera úr um lögmæti samrunans. Framkvæmdastjórn ESB samþykkti samrunann tveimur vikum áður en loka- frestur til að taka ákvörðun rann út. Eimskip selur Brúarfoss GERÐUR hefur verið samningur um sölu á Brúarfossi, gámaskipi Eimskipafélagsins, og er kaupandi þýska útgerðarfélagið Ostetrans Schiffahrt Vei-waltungs GmbH írá Estorf í Þýskalandi. Söluverð skipsins er tæplega 1,3 milljarðar íslenskra króna sem er svipað og bókfært verð skipsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eimskipafélaginu. Brúarfoss vai- smíðaður fyrir Eimskipafélagið í Szczecin í Pól- landi árið 1996. Skipið er 149,5 metrar á lengd, tekur 1.012 gáma- einingar og hefur samtals 12.500 tonna burðargetu. Stefnt er að því að Brúarfoss verði afhentur nýjum eiganda í Hamborg 25. október nk. Dettifoss, sem Eimskip festi kaup á í sumar, mun koma í stað Brúarfoss og verða í Evrópusigl- ingum félagsins á svokallaðri norðurleið. Dettifoss verður af- hentur í Algeciras á Spáni 18. október nk. og mun koma inn í áætlunarsiglingar félagsins í Rott- erdam 23. október. Skipið kemur til Hamborgar 24. október og tek- ur þá við af Brúarfossi. Þessar breytingar eru loka- skrefin í innleiðingu á nýju sigling- arkerfi Eimskips í Evrópusigling- um. Félagið hefur með breytingunum skilað þremur leig- uskipum sem félagið var með í rekstri, selt Brúarfoss og tekið inn tvö stór og tæknilega fullkomin gámaskip, Goðafoss og Dettifoss, í þeirra stað. öpp NIÐUR -m HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI/SÍÐASTA VIKA • Heildarviöskipti á Verðbréfaþingi ís- lands í síöustu viku voru 651 milljón króna í 450 viöskiptum. Gengi hlutabréfa í 12 félögum á aöallista VÞÍ hækkaöi en lækkaöi í 22 félögum. Gengi hlutabréfa 13 félaga stóð í staö, en þar af voru eng- in viðskipti meö 7 félög. ^UPP Fyrlrt»W asta/lmgsta NIÐURh* Fyrtrtarfd Hampiðjan Frjálsi fjárf.bank. Útg.fél. Akureyr. Breytlng Vlðsk.vlk. Fjöldi. verö (pús.kr) vlösk. Pharmaco 39,60/36,70 75.790 31 8,2% Sölum. hraðfrystlh. 4,00/3,90 1.338 4 5,3% Kögun 45,00/43.00 34.679 31 4,8% Haesta/lægsta Vlðsk.vik. Fjóldl verð (þús.kr) viðsk. 5,85/5,70 4.640 4 3,65/3,50 36.260 4 5,70/5,70 2.020 2 UPP QNIÐUR GENGI GJALDMIÐLA ^UPP Japansktjen Sterlingspund Svissneskur franki 0,7671 121,47 48,12 NIÐUR^ Sænsk króna Norsk króna 8,515 9,089 0,7754 +1,08 122,5 +0,85 48,37 +0,52 8,482 -0,39 9,065 -0,26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.