Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 C 9 VIÐSKIPTI Heimsmyndir ehf, boða nýjungar fyrir ljósmyndara Myndirnar heim Morgunblaóið/Sverrir Agnar H. Johnson, stjórnarmaður í Ó. Johnson og Kaaber, Friðþjófur John- son, forstjóri Ó. Johnson og Kaaber, Halldór Sighvatsson, sölustjóri Heims- mynda, og Bjarni Ragnarsson, framkvæmdastjóri Heimsmynda, fyrir fram- an Heimsmyndir í Mjódd. HEIMSMYNDIR ehf., sem eru um- boðsaðili fyrir Agfa á íslandi, hafa opnað tvær Ijósmyndaverslanir í Reykjavík, annars vegar í Lækjar- götu og hins vegar í Mjódd. Markmið fyrirtækisins er að í verslununum sé í boði alhliða ljósmyndaþjónusta. Lögð er áhersla á stafræna mynd- vinnslu og framköllun, auk sölu á vörum frá þýska fyrirtækinu Agfa. Heimsmyndir munu kynna nýjungar í ljósmyndaþjónustu, meðal annars varðandi móttöku stafrænna mynda og með heimsendingu mynda, sem boðið verður upp á í samstarfi við önnur íyrirtæki. Sérhæft fyrirtæki í stafrænni Ijósmyndun Heimsmyndir hafa á boðstólum ljósmyndavörur frá ýmsum þekktum framleiðendum, s.s. Agfa, Ölympus, JVC, Casio og Toshiba. Hjá fyrir- tækinu er hægt að fá vörur sem nauðsynlegar eru til stafrænnar myndatöku og til stafrænnar mynd- vinnslu í heimahúsum. Þar er um að ræða stafrænar ljósmynda- og myndbandsvélar, myndskanna, blek- sprautuprentara, ljósritunar- og ljósmyndapappír, blekhylki og geisladiska. I versluninni í Mjódd er jafnframt boðið upp á starfræna myndvinnslu. í því felst meðal ann- ars skönnun á myndum, filmum, diskettu'm og geisladiskum til út- prentunar á ljósmyndapappír eða í stafrænu formi. Viðskiptavinimir geta gert þetta sjálfir á staðnum eða nýtt sér þekkingu og reynslu starfs- fólksins. Þar verður einnig boðið upp á ljósmyndavörur og þjónustu fyrir atvinnulj ósmyndara. Bjarni Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Heimsmynda, segir að fyrir- tækið ætli að sérhæfa sig í stafrænni myndvinnslu, annaðhvort í gegnum tækjabúnað fyrirtækisins eða með því að gera viðskiptavinunum kleift að sjá um myndvinnsluna heima. Hann segir að Heimsmyndir muni bjóða upp á ýmsar nýjungar í Ijós- myndun. Von sé á sérstakri slóð á Netinu þar sem viðsldptavinir Heimsmynda muni geta sent fyrir- tækinu ljósmyndir á stafrænu formi í gegnum tölvupóst og látið Heims- myndir prenta þær myndir út á há- gæða ljósmyndapappír sem þeir óska eftir. Agfa kynnir nýja Ijósmyndafilmu Bjarni segir að fyrirtækið standi nú fyrir sérstöku átaki til að auka sölu á Agfa-filmum. Þær séu þekktar fyrir mikla skerpu og raunverulega liti. Hann segir að þá megi geta þess að Agfa hafi verið að setja á markað frábæra nýja fílmu, Agfa Vista, sem kemur á markað hér á landi fyrir næstu jól. „Agfa er mjög framarlega í kynningu og markaðssetningu á nýrri tækni í ljósmyndaiðnaðinum, ekki síst í stafrænni myndvinnslu og vörum henni tengdri," segir Bjarni. „Ný stafræn framköllunarvél frá fyr- irtækinu, Agfa d-lab 3, kemur á márkað um næstu áramót. Þetta er talin ein fullkomnasta framköllunar- vél sem í boði er en með henni er meðal annars hægt að lýsa upp dökka skugga, lagfæra rispur og taka burt kusk á filmum. Sala á þess- um vélum er þegar hafin og boðið verður upp á þægilega fjármögnun á slíkum búnaði.“ Einn þáttur í umbreytingu fjölskyldufyrirtækis Agnar H. Johnson, stjórnarmaður í Ó. Johnson og Kaaber hf., segir að stofnun Heimsmynda ehf. utan um neytendavörur Agfa sé einn þáttur í því umbreytingarferli sem átt hafi sér stað á þessu ári innan fyrirtækis- ins. „Lögð verður áhersla á að byggja Heimsmyndir upp sem öflugt fyrirtæki á sviði ljósmyndaþjónustu, með mögulegri aðkomu utanaðkom- andi fjárfesta. Þess má geta að gæði Agfa filma hafa ekki notið sannmælis á Islandi, en nú ætlum við að breyta því og það vill svo skemmtilega til að Agfa er í verulegri uppsveiflu og er meðal annars að kynna nýja filmu sem byggir á svokallaðri „Eye Vis- ion“ tækni sem bætfr liti, skerpu og dýpt enn betur en nú þekkist," segir Agnar. Heimsmyndir verði næststærst á markaðnum Friðþjófur Johnson, forstjóri móð- urfyrirtækisins Ó. Johnson og Kaab- er hf„ segir að Heimsmyndir muni byggja stefnu sína á þeirri stefnu sem Agfa keyri um allan heim. „Við lítum svo á að með samstarfi við al- þjóðafyrirtækið Agfa muni okkur takast að skapa því þann sess hér á landi sem það hefur á alþjóðlegum ettvangi. Agfa er eitt stærsta fyrir- tæki í heimi í sölu á filmum og fram- köllunartækjum, pappír, skönnum og fleiru þessu tengt. Velta Agfa Int- emational á fyrri helmingi ársins 200 var um 2,6 milljarðar Evra, sem samsvarar um 190 milljörðum ís- lenskra króna, í samanburði við 2,2 milljarða á sama tíma á síðasta ári, eða um 160 milljarðar íslenskra ki-óna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta jókst um 97% milli ára, úr 64 milljónum Evra á fyrri helmingi árs- ins 1999 í 126 milljónfr á sama tíma á þessu ári, eða úr tæpum 5 milljörðum íslenskra króna í rúma 9 milljarða.“ Friðþjófur segir að með samnýt- ingu dótturfyrirtækja Ó. Johnson og Kaaber megi gera ráð fyrir betri ár- angri en áður hafi verið mögulegur í að ná fram markmiðum Heims- mynda. Auk þess styrki Agfa verk- efnið en ætlunin sé að verða næst- stærsti aðilinn á ljósmyndamarkaði hér á landi. „Slíkt kallar á að við verðum leiðandi í þjónustunni því þeir sem eru í öðru sæti verða alltaf að gera betur en sá sem leiðir mark- aðinn.“ Einföld og örugg vátryggingarvernd Tryggðu atvinnureksturinn gegn óvæntum áföllum á þann hátt sem þér hentar. Nýttu þér faglega og persónulega þjónustu sérfræðinga okkar í fyrirtækjatryggingum. Skyns0<"' Mtvínnurekstrar ' tryggingiw www.detta.is INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR \ SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA Í DELTA HF. ^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Mánudaginn 15. janúar árið 2001 verða hlutabréf í Delta hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar félagsins þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með htutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Detta hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau : eru öll í einum flokki, auðkennd raðnúmerum 545-3200 og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttitega fært í hluthafaskrá Delta hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu félagsins að Reykjavíkurvegi 78, 220 Hafnarfirði eða í síma 550-3300. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfa- skráningu íslands hf. fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sina svo sem vegna sölu eða skipta. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit i I samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. í Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta I bréfleiðis. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF Stjórn Delta hf. Aðalstræti 6-8 • 101 Reykjavík • Sítni 515 2000 • www.tmhf.ls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.