Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ -- FRÉTTIR Atlaga Kasparovs geigaði SKAK L o n d o n KASPAROV-KRAMNIK 8.10.-4.11.2000 KASPAROV gerði harða hríð að Kramnik í þriðju skák einvígis þeirra í London. Eftir sigur Kramn- iks í annarri skákinni biðu skák- áhugamenn um allan heim spenntir eftir því að sjá hvort Kasparov end- urtæíri leikinn frá því í einvíginu við Anand 1995. Þar hefndi hann fyrsta ósigursins grimmilega strax í næstu skák. í þriðju skákinni gegn Kramnik má segja, að allt hafí gengið Kaspar- ov í haginn. í fyrsta lagi hafði hann hvítu mennina, í öðru lagi náði hann vænlegri stöðu og í þriðja lagi var hann með mun betri tíma og Kramn- ik lék sínum 40. leik þegar einungis 22 sekúndur voru í það að vísirinn félli. Þrátt fyrir þetta tókst Kramnik að halda jafntefli og það hlýtur að gefa sjálfstrausti hans byr undir báða vængi. Kasparov hefur hins vegar oft sýnt að hann býr yfir ótrú- legum og nánast ómanneskjulegum krafti þegar á reynir. Hann hefur þó ekki náð að sýna sitt rétta andlit í einvíginu fram að þessu. Spurningin er sú hvort undirbúningur hans fyrir einvígið hafi ekki verið sem skyldi, eða hvort hann eigi einfaldlega eftir að hrökkva í gang þegar líður á ein- vígið. Þriðja einvígisskákin tefldist þannig: Hvítt: Kasparov Svart: Kramnik Spænski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0-0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 Fyrr á árum léku menn oft 6. - bxc6 7. dxe5 Rb7, en það er ekki tal- ið gott fyrir hvít nú á dögum. 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 9. Rc3 Bd7!? 10. b3 h6 11. Bb2 Kc8 12. Hadl - Bregður út af framhaidinu í 1. skákinni, en hún teflist á eftirfarandi hátt: 12. h3 b6 13. Hadl Re7!? 14. Re2 Rg6 15. Rel h5! 16. Rd3 c5 17. c4 a5 18. a4 h4! 19. Rc3 Be6 20. Rd5 Kb7 21. Re3 Hh5! 22. Bc3 He8 23. Hd2 Kc8 24. f4 Re7! 25. Rf2 Rf5, jafntefli. 12. - b6 13. Re2 c5 Kasparov sleppir að þessu sinni að leika h2-h3 eins og hann gerði í 1. skákinni. 14. c4 Bc6 í fyrstu skákinni hafði Kramnik biskupinn á skálínunni c8-h3 og kom þar með í veg fyrir e5-e6 hjá and- stæðingnum. Með því að leika bisk- upnum til c6 tekur Kramnik áhætt- una af því, að hvítur leiki af e5-e6, en á móti kemur, að biskupinn er virk- ari á c6, getur m.a. hótað að tvístra peðastöðu hvíts með Bc6xf3 í fram- haldinu. 15. Rf4 - Kasparov hafði notað 10 mínútur af umhugsunartíma sínum, þegar hér var komið, en Kramnik 18. 15. - Kb7 16. Rd5 Re7 17. Hfel - Kasparov hefur náð frumkvæðinu bæði á borðinu og á klukkunni, þar sem hann hefur 37 mínútna forskot á Kramnik. 17. - Hg8 18. Rf4 - Kasparov hugsaði sig um í tæpa hálfa klukkustund, áður en hann lék þennan leik. 18. -g5!? Kasparov undirbýr að leika e5-e6 á réttu augnabliki, svo að Kramnik sér sig knúinn til gagnaðgerða, þótt hann veiki með þessu stöðu sína á kóngsvæng. 19. Rh5 Hg6 20. Rf6 - Kasparov hefur 20 mínútna for- skot á klukkunni. 20. - Bg7 21. Hd3 - Kasparov hefur betri stöðu, en spurningin er, hvort það dugar til 'vinnings. 21. - Bxf3!? 22. Hxf3 Bxf6 23. exf6 Rc6 Meistararnir á skákstað voru ekki sammála um þessa stöðu, sumir töldu Kramnik hafa góð færi á að halda jöfnu, en aðrir álitu Kasparov eiga vinningsmöguleika. 24. Hd3 Hf8 25. He4 Kc8 26. f4 gxf4 27. Hxf4 He8 28. Bc3 He2 Aðgerðir Kasparovs, sem miða að því að sækja að peðinu á h6, hafa orðið til þess, að Kramnik er kominn með mjög virka stöðu. 29. Hf2 He4!? Kaspai-ov átti eftir 33 mínútur til að ná 40 leikjunum, en Kramnik 18. Með síðasta leiknum sleppir Kramn- ik leið, sem virðist gefa honum auð- velt jafntefli: 29. - Hxf2 30. Kxf2 Rd4 o.sfrv. 30. Hh3 a5 31.Hh5 a4 32.bxa4!? - Það kemur á óvart, að Kasparov skuli sjálfur splundra peðastöðu sinni á drottningarvæng. Búast hefði mátt við, að hann léti andstæð- inginn drepa á b3, þótt hvíta peðið á þeim reit verði veikt á eftir. 32. - Hxc4 33. Bd2 Hxa4 34. Hxh6 Hg8 35. Hh7 Hxa2 36. Hxf7 - Endataflið er nú orðið mjög spennandi. 36. - Re5 Riddarinn blandar sér í leikinn, m.a. með hótuninni 37. - Hxd2 38. Hxd2 RÍ3+, ásamt 39. - Rxd2. 37. Hg7 Hf8 38. h3?! - Það virðist betra fyrir hvít að leika 38. h4 og leika peðinu svo áfram og hóta að vekja upp nýja drottningu. 38. - c4 39. He7 Rd3 40. U Rxf2 Tímamörkunum er náð, en það mátti ekki tæpara standa hjá Kramnik, hann átti aðeins eftir 22 sekúndur á klukkunni! 41. He8+ Kd7 42. Hxf8 Ke7 Annars nær hvítur að vekja upp drottningu með f7-f8. 43. Hc8 Kxf7 44. Hxc7+ Ke6 45. Be3 Rdl 46. Bxb6 c3 47. h4 Ha6 48. Bd4 - Hvítur getur ekki leikið 48. Bf2, vegna 48. - Hal með hótun um c2 og Re3 með fráskák. 48. - Ha4 49. Bxc3 Rxc3 50. Hxc3 Hxh4 Kramnik bauð jafntefli, en Kasp- arov hafnaði í móðgunartón. Hann taldi það vera sitt verk að bjóða jafn- tefli í betri stöðu, þótt hún sé fræði- legt jafntefli. 51. Hf3 Hh5 52. Kf2 Hg5 53. Hf8 Ke5 og keppendur sömdu um jafntefli í þessaii fræðilegu stöðu. Hvítur get- ur ekki komið í veg fyrir, að svarti kóngurinn komist fyrir hvíta peðið. Þórshafnarmótið í Færeyjum Jón Viktor Gunnarsson sigraði Færeyinginn Martin Poulsen (2.074) í sjöundu umferð alþjóðlega Þórs- hafnarmótsins í Færeyjum. Hannes tapaði fyrir íi-ska stórineistaranum Alexander Baburin (2.579), en í sjöttu umferð gerði hann jafntefli við úkraínska stórmeistarann Stan- islav Savchenko. Hannes er með 4 vinninga og er í 8.-12. sæti en Jón Viktor hefur 3‘A vinning og er í 13- 18. sæti. Kristján Eðvarðsson efstur á Haustmóti TR Kristján Eðvarðsson er efstur á Haustmóti TR eftir fjórar umferðir með 3V4 vinning. Stefán Kristjáns- son er annar með 3 vinninga. Guðni Stefán Pétursson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir eru efst í opnum flokki með 3% vinning. Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson sem handteknir voruverið úrskurðuð í 27 daga gæsluvarðhald. Hann segir að rannsókn málsins sé rétt að hefj- ast og ekki sé enn vitað um umfang þess. Mótorhjólasamtökin athafnasöm Islensk kona handtekin í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DÖNSKU lögregluna grunar að 31 árs gömul íslensk kona, sem í fyrra- dag var úrskurðuð í 27 daga gæslu- varðhald, hafi leikið mikilvægt hlut- verk í eiturlyfjasmyglhring sem talið er að hafi flutt mikið af amfetamíni og kókaíni til Danmerkur og hugsanlega einnig til annarra hluta Skandinavíu. Konan hafði ekki áður gerst sek um afbrot í Danmörku en Erik Bjprn, yfirmaður fíkniefnalögregl- unnar í Kaupmannahöfn, segir í sam- tali við Morgunblaðið, að haft verði samband við íslensku lögregluna inn- an tíðar til að kanna hvort hún hafi tengst afbrotum þar. Samkvæmt frásögnum í dönskum dagblöðum hafa fimm manns verið handteknir og nærri tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni verið gerð upptæk í tengslum við málið. Lög- reglan kom upp um smyglhringinn eftir að hún hafði um nokkurt skeið fylgst með 27 eða 28 ára gömlum manni sem hefur tengsl við mótor- hjólasamtökin Bandidos. Hann var handtekinn á þriðjudaginn og hafði þá í fórum sínum pakka með 2,2 kg af amfetamíni. í framhaldi af því var 24 ára gamall maður sem hafði afhent honum pakkann handtekinn. Loks réðist lögreglan til inngöngu í hús í hverfinu Norrebro í Kaupmanna- höfn, þar sem áður hafði verið krá, og fann þar um 16 kg af eiturlyfjum. Talið er að 36 ára gamall hollensk- ur maður, sem einnig hefur verið handtekinn, hafi séð um að dreifa eit- urlyfjunum úr húsinu. Hann er sam- býhsmaður íslensku konunnar og á sameiginlegu heimili þeirra í hverf- inu Frederiksberg fannst jafnvirði um 2,5 miiljóna íslenskra króna í dönskum og sænskum krónum. Bróðir Hollendingsins hefur einnig verið handtekinn. Erik Bjorn segir að ekki sé ljóst hvaða hlutverk íslenska konan hafði en bendir á að hún hafi eins og aðrir Borgarstjóri gerður heið- ursborgari Winnipeg BORGARSTJÓRINN í Winnipeg, Glen Murray, gerði Ingibjörgu Sdl- rúnu Gísladóttur að heiðursborgara Winnipegborgar á miðvikudags- kvöld. Sagði Murray að margt væri líkt með borgunum, Reykjavík væri í miðju Atlantshafinu og Winnipeg á miðjum sléttum Norður-Amenliu. Murray benti á að íslendingar hefðu átt stóran þátt í að gera Winn- ipeg að þeirri borg sem hún er nú og enn væri hún næststærsta heim- ili fslendinga á eftir Rcykjavík. ís- lendingar hafa tekið þátt í stjórn- málum borgarinnar og benti hann sérstaklega á Magnús Elíasson sem sat í borgarráði í fjökla ára. Ingi- björg Sólrún er í opinberri heim- sókn í Kanada ásamt eiginmanni sínum, Hjörleifi Sveinbjörnssyni. Hún heimsækir nýtt bókasafii ís- lenskudeildar Manitoba-háskóla og verður viðstödd bókahátfð þar sem Steinunn Sigurðardóttir, Einar Már Guðmundsson og Böðvar Guðmunds- son lesa upp úr verkum súium. Útboði á hlutafé Kaupþings hf. lokið Um 28 þúsund krónur að söluvirði koma í hlut almennra áskrifenda ÚTBOÐI á nýju hlutafé í Kaupþingi hf. í almennri sölu, samtals 180 millj- ónir króna að nafnvirði, lauk kl. 20:00 í gærkvöldi. Tilboð bárust frá tæp- lega 18.000 aðilum. Starfsmenn Kaupþings, dótturfélaga og útibús, starfsmenn og stjómarmenn spari- sjóðanna og Sparisjóður Færeyja nýttu sér rétt sinn til kaupa á sam- tals 100 milljónum að nafnvirði sem þessum aðilum var veittur forgangur að. Þá notfærði stór hluti þeirra við- skiptavina Kaupþings sem hafa gert fjárvörslusamninga við fyriríækið, sem eru um 1.300 talsins, rétt sinn til kaupa á 30 þúsund krónum hver að nafnvirði. I hlut hvers almenns áskrifanda koma um 2.800 krónur að nafnvirði, eða um 28 þúsund krónur að söluvirði, en útboðsgengið var 10,25. Samtals skiluðu rúmlega 15 þúsund almennir áskrifendur inn til- boðum. Útboðið stóð yfir í þrjá daga en það hófst síðastliðinn þriðjudag. Ein- ungis var tekið við áskriftum sem sendar voru með rafrænum hætti á sérstöku áskriftarblaði í gegnum heimasíðu Kaupþings. Ánægjulegar niðurstöður Ármann Þorvaldsson hjá Kaup- þingi segist mjög ánægður með nið- urstöður útboðsins. „Það er sérstak- lega ánægjulegt að starfsmenn Kaupþings og sparisjóðanna skuli hafa tekið eins vel við sér og raun ber vitni. Það sama má reyndar og segja um áhuga almennings en ég held að óhætt sé að fullyrða að meiri áhugi hafi einungis verið fyrir útboðum ríkisbankanna." Þegar endanleg niðurstaða út- boðsins liggur fyrir verða sendir greiðsluseðlar til allra sem hafa skráð sig íyrir hlut. Síðasti greiðslu- dagur vegna kaupanna er 10. nóvem- ber 2000. Samkvæmt blaðinu BT er maður- inn, sem íyrst var handtekinn, félagi samtakanna X-Team sem styðja mótorhjólasamtökin Bandidos. Síð- amefndi félagsskapurinn átti lengi í útistöðum við mótorhjólasamtökin Vítisengla. Átökin kostuðu ellefu manns lífið en samið var um frið fyrir þremur árum. Samtökin virðast bæði hafa notað tímann vel efiir það því komist hefur upp um mjög umfangs- mikla afbrotastarfsemi hóps sem tengist Vítisenglum. í fyrradag voru fjórir úr hópnum úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rann- sókn á þjófnaði á vörum fyrir tugmilljónir króna víða í Danmörku. Morgunblaðið/Jón Einarsson Gústafsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, og Glen Murray, borgarstjóri Winnipeg, með heiðursborgaraskjalið, sem Ingi- björgu var veitt á miðvikudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.